Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Ólafur Ragnar Grímsson: Gæti alveg eins gerst að ég yrði utanríkisráðherra EF ráðherraembætti á að koma í hlut þess, sem kemur með nýju hugmyndimar, þá gæti það alveg eins gerst, að ég fengi em- bætti utanríkisráðherra, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fram- bjóðandi Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi, í útvarpsvið- tali í gærmorgun. Vísaði hann þar til þess, að Borgaraflokkurinn hefur tekið undir hugmyndir hans um tímabundið gildi varnar- samningsins og eftirlitsstöð á Jan Mayen. Einnig minnti Ólafur Ragnar á, að Steingrimur Hermannsson hefði tekið upp hugmynd sína um Island sem „griðastað". í morgunþætti Sigurðar G. Tómassonar á Bylgjunni í gær- morgun ræddi hann við Ólaf R. Grímsson, annan mann á lista Alþýðubandalagsins á Reykjanesi. Sagði Ólafur Ragnar, að það ylti aðeins á broti úr prósent, að hann næði kjöri á þing. Þegar vikið var, að því, að Borgaraflokkurinn hefði tekið undir hugmyndir hans í vamarmálum og stöðunni, sem kynni að skapast við stjómar- myndun að kosningum loknum, sagði Ólafur Ragnar, að kæmi ráðherraembætti í hlut þess, sem ætti nýju hugmyndirnar, sem hann taldi alls ekki óeðlilegt, gæti hann alveg eins orðið ut- anríkisráðherra í rikisstjóm Alþýðubandalags og Borgara- flokks _að kosningum loknum. Sagði Ólafur Ragnar, að hann hefði skýrt frá því á ijölmennum fundi með starfsmönnum ís- lenskra aðalverktaka á Keflavík- urflugvelli, að hann yrði ekki verri utanríkisráðherra en Geir Hallgrímsson eða Matthías Á. Mathiesen. Sigurður G. Tómasson spurði, hvort Ólafur Ragnar væri þegar búinn að kaupa sér „sjakket" (það er síðjakka með röndóttum bux- um), var svarið á þann veg, að það væri tímabært að fá utanríkis- ráðherra í gráum fötum. Ólafur Ragnar sagðist ekki taka á móti orðum en minnti á, að hann hefði fengið friðarverðlaun. Undir Iok samstalsins sagðist Ólafur Ragn- ar vilja láta það koma fram, að hann hefði fyrstur hreyft hug- myndinni um ísland sem „griða- stað“ til lausnar á alþjóðlegum vandamálum og síðan hefði Steingríur Hermannsson, forsæt- isráðherra, tekið undir þá hugmynd. VEOUR Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) / DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt norður af Melrakkasléttu er 990 millibara djúp lægð og þaðan lægðardrag vestur á Grænlands- sund. Önnur álíka djúp lægð er út af Suðausturlandi og grynnist. SPÁ: Útlit er fyrir hægviðri eða norðvestan golu á landinu. Á suð- ur- og austurlandi verður þurrt og bjart veður, um norðvestanvert landið verður skýjað og líklega þokuloft eða súld við norðurströnd- ina. Hiti verður á bilini 1 til 5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Suðaustanátt og hlýnandi veður. Rigning víða um land einkum um sunnanvert landið. MÁNUDAGUR: Suðvestanátt með skúrum eða éljum og heldur kólnandi veðri um sunnan- og vestanvert landið. Suðaustanátt og rigning norðaustanlands framan af degi en léttir til með suðvestan- átt. TÁKN: Heiðskírt á a m m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heii fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hlti veóur Akureyri 3 alskýjað Reykjavlk 3 skýjað Bergen vantar Helslnki 1 léttskýjað Jan Mayen 1 alskýjað Kaupmannah. 3 rigning Narssarssuaq -7 Iðttskýjað Nuuk -13 snjókoma Osló vantar Stokkhóimur 6 hálfskýjað Þórshðfn 5 skúr Algarve 17 skýjað Amsterdam 8 léttskýjað Aþena 21 skýjað Barcelona 15 léttskýjað Berlin 7 rigning Chicago 8 skýjað Glasgow vantar Feneyjar 15 j>okumðða Frankfurt 10 skúr Hamborg 10 skúr Las Palmas vantar London 11 hálfskýjað LosAngeles 14 helðskfrt Lúxemborg 9 skúr Madríd vantar Malaga 20 Mttskýjað Mallorca 18 Iðttskýjað Mlaml 16 Iðttskýjað Montreal 8 skúr NewYork 11 helðsklrt París 11 hálfskýjað Róm 17 þokumóða Vln 14 skýjað Washington 11 helðsklrt Wlnnipeg 2 Iðttskýjað Tónleikar Renötu Scotto í dag RENATA Scotto syngur með Sinfóniuhljóm- sveit íslands á tónleikum í Háskólabíói í dag. Hefjast þeir klukkan 17.00. Scotto, sem er af ítölsku bergi brotin, er í hópi þekktustu sópransöngkvenna nútímans. Hefur hún sungið inn á um sextíu hljómplötur um dagana og flutt á áttunda tug óperuhlut- verka. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Verdi, Donizetti, Rossini, Puccini og Catalani. Það er bókaklúbburinn Veröld sem stendur fýrir komu Scotto til landsins. Renata Scotto. Sjá viðtal við söngkonuna á blaðsíðu 18. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari: Kann enga skýringn á þessum fréttaleka HALLVARÐUR Emvarðsson ríkissaksóknari segist enga skýringu kunna á því að efnisatriði í ákærum í Hafskipsmálinu skuli hafa birst á prenti í grófum dráttum, áður en búið var að birta sak- borningum kærurnar. Hann segir að vissulega sé þetta brýning fyrir embættið að halda vöku sinni og vera enn betur á verði. Hann telur þó ekki að lekinn sé frá rikissal „Ég kann enga skýringu á þessu og mér þykir ákaflega miður að þetta skuli hafa birst með þessum hætti á prenti, áður en ákæruskjöl voru birt sakbomingum með réttum hætti,“ sagði Hallvarður í samtali við Morgunblaðið um þá gangrýni sem hefur komið fram hjá sak- bomingum í Hafskipsmálinu í þá veru að þeir hafí sumir hveijir þurft að iesa um efnisatriði úr ákærum á hendur þeim í fjölmiðlum, áður en þeim voru birtar ákæmr ríkis- saksóknara. „Ég er þess hins vegar full viss, að um leka frá mínu embætti hefur ekki verið að ræða, enda held ég að mínir starfsmenn geti staðfest að ég talaði lítt eða iknaraembættinu kominn. ekki við fjölmiðla síðustu dagana sem athugun embættisins stóð,“ sagði Hallvarður. Hallvarður var spurður hvort hann myndi gera einhveijar ráð- stafanir, til þess að svona lagað endurtæki sig ekki: „Þetta er auð- vitað fullkomin brýning til þess að vera betur á verði og halda enn betur vöku sinni, en verið hefur, þó að maður hafí alltaf reynt siíkt í gegnum árin. Ég hins vegar kann ekki skýringu á því, hvemig þetta mátti birtast svona nærri lagi í Helgarpóstinum, áður en ákæmr- nar vom birtar sakbomingum," sagði Hallvarður. Axel Kristjánsson aðstoðarbankastjóri: Sárnar að sjá þetta fyrst í fjölmiðlum „ÞETTA kemur mér ekki á óvart eftir allt moldviðrið í flestum fjöl- miðlum og lætin i mörgum stjórnmálamönnum. Það hljóta að þurfa að fara fram einhveijar aftökur eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Axel Kristjánsson, aðstoðarbankastjóri og forstöðumaður lög- fræðingadeildar Útvegsbankans, um ákæruna sem honum var birt á fimmtsdag gær. „Sýnir ekki sagan okkur að svona aftökur em óhjákvæmilegar eftir viðburði eins og þá sem orðið hafa? Við létum draga okkur inn í þetta og verðum að taka því, eins og ég hef sagt við samstarfsmenn mína, vini og fjölskyldu,“ sagði Axel. „Það sem mér sámar hins vegar og fínnst raunar furðulegt er að það skuli geta gerst að maður lesi ákæm yfir sjálfum sér fyrst í fjöl- miðlum. Og hvemig stendur á því að leki frá embætti rannsóknarlög- reglustjóri í fjölmiðla hættir þegar skipt er um yfírmann þar, en leki frá embætti ríkissaksóknara hefst þegar þar kemur nýr yfirmaður?," sagði Áxel. „Ég bendi líka á það,“ bætti hann við, „að Hafskip varð gjaldþrota fyrir 16 mánuðum. Málið er búið að vera í ýtarlegri rannsókn hjá skiptaráðanda, rannsónarlög- reglu, sérstakri nefnd og ríkissak- sóknara. Útvegsbankinn er að hætta eftir sextán daga og þar með við bankastjóramir. Af hveiju þoldi ekki birting ákæmnnar bið í þessa sextán daga, ef heill bankans skipt- ir einhveiju rnáli?" Sveinbjöm Egilsson látinn I GÆR lést í Reyfcjavík einn af frumkvöðlum útvarpsvirkjunar hér á landi, Sveinbjörn Egilsson útvarpsvirýameistari, Óðins- götu 2, en hann varð 79 ára. Sveinbjöm var stöðvarstjóri á Vatnsendahæð þegar Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína 1930. Hann mun hafa starfað við útvarpið fram á heimsstyijaldarárin, en eftir það rak hann radíóstofu sína á óðins- götu um langt árabil ásamt Magnúsi Jóhannssyni. Kona Sveinbjöms er frú Rann- veig Helgadóttir. Lifír hún mann sinn ásamt þrem bömum þeirra. Sveinbjörn Egilsson Sveinbjöm gekk ekki heill til skóg- ar hin síðari árin. Hann var fluttur í sjúkrahús á sunnudaginn var og þar lést hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.