Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 5

Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 5
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 5 Veik kona sótt á haf út ÞYRLA vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli sótti í gær veikan sjómann um borð í sovéskan verksmiðjutogara. Togarinn var staddur um 240 sjómUur suðvestur af Reykjanesi. Laust eftir klukkan 11 í gær barst Slysavamarfélaginu beiðni um aðstoð þar sem einn sjómannanna um borð, sem er 52 ára gömul kona, hefði fengið hjartaáfall. Þar sem togarinn var of iangt frá landi til að þyrla landhelgisgæslunnar gæti farið, var leitað til varnarliðsins. Þyrla og eldsneytisvél lögðu af stað um kl. 12.30 og um kl. 14.45 var sjúklingurinn kominn um borð. Þyrlan lenti við Borgarspítalann í Reykjavík kl. 16.50. Yegir il}a farnir yegna fiskflutninga Ólafsvík. MIKILL afli báta frá Snæfells- nesi hefur valdið því að vegir þar em illa famir, því vörubílar hafa verið í stöðugum flutningum með aflann til Suðurnesja og norður á land. Frá því á máriudag hafa 12-1300 lestir af þorski komið á land í Ólafs- vík og á Rifi. Mikið er af aðkomu- bátum á Breiðaíjarðarmiðum og vörubílar hafa tekið aflann og flutt hann til vinnslu annars staðar á landinu. Vegurinn á Fróðárheiði er illa farinn og sömu sögu er að segja úr Staðarsveit og allt suður fyrir Hítará. A fimmtudag kepptust menn við að flytja aflann af ótta við þungatakmarkanir. Við höfnina í Ólafsvík og á Rifi voru um 15-20 vörubílar og var keppst við að fylla þá. Menn höfðu á orði að aðeins þyrfti brot af aflaverðmæti síðustu fjögurra daga til að borga lagfær- ingu á vegunum. BG Tillögur um fyrirkomulag á stjóm leitar og björgunar á sjó: Björgunarstjórnstöð verði í stjórnstöð Almannavarna NEFND sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri nið- urstöðu að aðalstjórastöð fyrir leit og björgun á hafinu umhverfis ísland skuli vera staðsett í stjóra- stöð Almannavaraa í kjallara lögreglustöðvarinnar i Reykjavik og þriggja manna yfirstjóra henn- ar verði mynduð af fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Slysavama- félags íslands og Póst og síma- málastofnunar þar sem fulltrúi Landhelgisgæslu hafi úrslitavald. Miðað er við tveggja ára reynslu- tíma á þessa tilhögun og gerir dómsmálaráðherra ráð fyrir að viðræður hefjist strax um skipan fulltrúa í yfirsijórnina. ísland hefur ekki enn staðfest al- þjóðasamkomulag alþjóða siglinga- málastofnunarinnar frá 1979 um leit og björgun á sjó, meðal annars vegna þess að ekki hefur verið uppfyllt skil- yrði um kerfi sem samræmir leitar- og björgunaraðgerðir allra björgunar- aðila og stjómar þeim. Jón Helgason dómsmálaráðherra skipaði nefnd 23. febrúar til að gera tillögur um fyrir- komulag á skipulagi á yfirstjóm og björgunarstörfum á og við sjó. I nefndina vom skipaðir Böðvar Braga- son lögreglustjóri í Reykjavík, Snæbjöm Jónasson vegamálastjóri og Þorgeir Pálsson dósent og skilaði hún skýrslu síðastliðinn þriðjudag. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyr- ir að þeir tveir aðilar, sem mesta reynslu hafa í björgunarstörfum hér- lendis, Landhelgisgæslan og Slysa- vamafélagið, eigi hvor sinn fulltrú- ann í yfirstjóm væntanlegrar stjómstöðvar, en Póst og símamála- stofnun eigi þriðja fulltrúann í ljósi þess að fjarskipti og boðskipti um gervitungl skipi sífellt stærri sess í björgunarmálum. Meðal annars er nefnt í skýrslu nefnarinnar öryggis- kerfi sem alþjóða siglingamálastofn- unin er að þréa i beinu framhaldi af alþjóðasáttmálanum frá 1979 þar sem gert er ráð fyrir að innan fárra ára verði öll skip búin nýjum neyðar- • baujum sem sendi sjálfkrafa út merki um leið skip veltur eða sekkur. Þessi merki nema gervihnettir og senda þau áfram svo hægt er að miða út hvaðan merkin koma. Þá munu flar- skipti milli lands og skips í auknum mæli fara fram með gagnasendingum sem auðveldar að koma upp sjálf- virkum tilkynningakerfum fyrir skip og raunar gerir alþjóðasamningurinn ráð fyrir að aðildarlöndin komi sér upp slíku kerfi. Verið er að vinna að slíku kerfí hér á landi hjá Háskóla íslands. Nefndin gerir ráð fyrir að yfír- stjómin komi saman í aðalstjómstöð til að samræma aðgerðir þegar meiri- háttar slys verður. Ef yfirstjómin verður ekki sammála um aðgerðir skeri fulltrúi Landhelgisgæslunnar úr. Gert er ráð fyrir að yfirstjómin geti tilnefnt aðgerðarsljóra sem stjómi aðgerðum í minniháttar tilvik- um án þess að yfirstjóm komi saman. Þá starfi undirstjómstöðvar undir aðalstjómstöð á tilteknum svæðum og tilnefndur verði í hverju tilviki vettvangsstjóri sem stjómar aðgerð- um á hverjum stað. Gert er ráð fyrir í tillögum nefndar- innar að aðalstjórstöðin verði í stjóm- stöð Almannavama þar sem hún komist næst því að uppfylla kröfur alþjóðasamkomulagsins til slíkra stöðva. Gert er ráð fyrir að undir- stjómstöðvar, það er stjómstöðvar Landhelgisgæslu og SVFI sem báðar em mannaðar allan sólarhringinn, taki á móti neyðartilkynningum og geri þá yfirstjóminni viðvart en byiji tafarlaust að stjóma aðgerðum á sínu umráðasvæði þar til aðalstjómstöð tekur við stjóminni. Gert er ráð fyrir að umráðasvæði Landhelgisgæslunnar sé á hafinu umhverfis ísland en umráðasvæði SVFÍ nái til strandlengjunnar og svæðisins næst ströndinni. Náin tengsl verði síðan á milli þessara stjómstöðva og aðalstjómstöðvar Flugmálastjómar fyrir leit og björgun loftfara og á sama hátt verði náið samband milli aðalstjómstöðvar og fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi. í greinargerð með skýrslunni segir að nefndin hafi lagt áherslu á að sú aðstaða og þau tæki sem fyrir em séu nýtt. Þó sé óhjákvæmilegt að ríkið leggi fram talsverða fjármuni til að uppfylla kröfur alþjóðasam- þykktarinnar frá 1979 þar sem bæta þurfi við búnað, bæði í aðalstjómstöð og undirstjómstöð, einkum til fjar- skipta, gagnavinnslu og gagnaflutn- ings, auk þess sem rekstur yfirstjóm- arinnar hafi í för með sér nokkum kostnað. • g.4' *> ’ó'- Á Au fCrHÚlJO n Við brjótum þá yn Baráttukveðjur Þorsteinn Eggert Ámi SLÁLFSTÐISFLOKKURINN Á SUÐURLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.