Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
Til sölu
Hagamelur, góð 3ja herbergja íbúð á 4. hæð rétt við
sundlaug Vesturbæjar. Tilboð óskast.
Upplýsingar í síma 26696.
Byggung Kópavogi
Byggung Kópavogi auglýsir hér með nýjan bygg-
ingarflokk með 23 íbúðum við Hlíðarhjalla 62, 64,
og 66 í Kópavogi.
Allar nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðu-
blöðum liggja frammi á skrifstofu félagsins,
Hamraborg 1, 3. hæð, sími 44906.
Skrifstofan er opin frá kl. 10.00-12.00 og 13.00-
16.00 alla virka daga.
Stjórnin.
SÍMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM JOH Þ0ROARS0N HDl
I sölu var aö koma m.a.:
Góð íb. með stórum bflsk.
í lyftuhúsi við Krummahóla, 3ja herb. suöurib. á 3. hæð, 68,2 fm
nettó. Vel skipulögö. Ágæt sameign. Stór og góöur bilsk., 26 fm. Út-
sýni. Sanngjarnt verð.
Á gjafverði í gamla bænum
Efri hæð í tvfbhúsi, 4ra herb., ekki stór. Allt sér. Ný teppi. Mikið
endurbætt. Eignarhluti í kj. fylgir. Mikið útsýni.
Úrvalsíb. á góðum stað
4ra herb. ib. við Vesturberg á 2. hæö, 89,2 fm nettó. Öll eins og ný.
Ágæt sameign. Örstutt í verslanir, skóla og fl.
Á útsýnisstað við Engjasel
Glæsil. endaraðhús. Á efri hæð, 4-5 herb., baö og svalir. Á neðri hæö
eldh. og stofur, forstofa og snyrting. Þvottah. og geymsla í kj. Nettó
íbflötur alls 167,6 fm. Gott bílhýsi. Fróbær útsýnisstaður.
4ra herb. íb. meðal annars
í Laugameshverfi, á Teigum, inni við Sæviðarsund, f Túnunum og
við Efstasund. Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Stór og góð endurnýjuð íb.
við Básenda, 2ja herb. 75,3 fm nettó. Ágæt innrótting. Sórhiti. Þríbhús,
litiö niðurgr. í kj.
Ennfremur 2ja herb. góöar íb. við Snorrabraut, Jöklasel og Álfaskeið.
Nokkur stór einbhús
á söluskrá m.a. í Mosfellssveit, í Fossvogi, í Seljahverfi og ð Seitjarn-
arnesi. Teikn. og uppl. á skrifst.
Helst í Hólahverfi
Góð 5-6 herb. íb. óskast fyrir fjársterkan kaupanda. Skipti mögul. á
4ra herb. ib. f Hólahverfi með frábæru útsýni.
]MsieM máíl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Þóroddur Jónasson á Akur-
eyri skrifar mér og lætur mér í
té frekari upplýsingar um karl-
mannsnafnið Skúta, sbr. 380.
þátt nú fyrir skemmstu. í þeim
þætti sagði að í manntalinu 1910
hefði verið einn íslendingur með
þessu nafni. Kemur það heim
og saman við það sem Þóroddur
segir:
„Samkvæmt kirkjubókum
Þverársóknar í Laxárdal var 7.
september 1902 skírður Helgi
Skúta Hjálmarsson á Ljótsstöð-
um, fæddur 17. ágúst sama ár.
Helgi bjó lengi á Ljótsstöðum,
síðast sem einbúi og dó þar vet-
urinn 1965-1966.“
I bók Þorsteins Þorsteinsson-
ar hagstofustjóra, íslenzk
mannanöfn, nafngjafír þriggja
áratuga (1921—1950) Rvík
1961, er mannsnafnið Skúta
ekki með, og ég sagðist ekki
vita hvort því nafni hefði verið
skírt síðan, en hér getur Þórodd-
ur bætt um betur. Hann segir
að sonur fyrmefnds manns heiti
einnig Helgi Skúta, og kemur
þetta heim við bækur Mennta-
skólans á Akureyri. Einn af
stúdentum skólans er Helgi
Skúta Helgason, fæddur 21.
ágúst 1953. Hann er sem sagt
skírður síðar en svo að bók Þor-
steins hagstofustjóra taki til
hans.
Að lokum sagði Þóroddur:
„Ég hef fyrir því nokkrar og
allgóðar heimildir að þetta nafn,
þó í breyttu formi, þ.e. nefnifall
var Helgi Skúti, hafí verið notað
um afa minn, a.m.k. fyrir 1980.
Hann hát í skím aðeins Helgi,
en var föðurbróðir Helga Skútu
á Ljótsstöðum." Færi ég Þóroddi
bestu þakkir fyrir fræðsluna.
stríð, vinna mót og vinna sigur.
Menn sigra svo andstæðinga
sína í margs konar viðureign,
en menn sigra ekki mótið,
keppnina eða stríðið. Og ekki
sigra menn sigur. Tilefni þessar-
ar upprifjunar era fréttir í
útvarpi ekki fyrir löngu, en þá
var hvað eftir annað (svo að
ekki var það tilviljun) sagt frá
því að Anatoli Karpov hefði sigr-
að áskorendaeinvígið í skák. En
þetta einvígi er ósigrað. Aftur á
móti gjörsigraði Karpov keppi-
naut sinn í þessu einvígi.
Fræg er ræða sú sem Snorri
Sturluson leggur Einari Þver-
æingi Eyjólfssyni í munn, þegar
rætt var um bæn Ólafs konungs
digra Haraldssonar (síðar helga)
að landsmenn gæfu honum
Grímsey. Þeir Ólafur digri og
Einar Þveræingur vora uppi
báðu megin við aldamótin 1000,
og má nærri geta hvort menn
hafí kunnað ræðu frá þeim tíma
orðrétt, þegar komið var fram á
13. öld. En Einar Eyjólfsson
hafði ort vísu þá sem varðveist
hefur. Þessa vísu kunni Snorri
eins og ókjör annarra drótt-
kvæðra vísna. Hann skildi
vísuna og skýrði og skráði eftir
henni ræðuna frægu. Við skul-
um aðeins rifja upp þennan
gamla kveðskap:
Trauðt erum lausa at láta,
leið er oss konungs reiði,
gjam er gramr at áma,
Grímsey, of tröð fleyja.
Höldum vér fyr hildar,
hann er dýrr konungr, stýri '
hólmgjarðar, fremsk hilmir
hagli peitu, nagla.
★
Mig langar enn einu sinni til
þess að minnast á mismun sagn-
anna að sigra og vinna. Sú hin
síðamefnda hefur rýmri merk-
ingu að því leyti til að menn
geta bæði unnið andstæðing
sinn í tiltekinni keppni, svo og
keppnina sjálfa. Menn vinna
Þessa þungu vísu má taka
saman: Éram trauðt at láta
Grímsey lausa. Konungs reiði
er oss leið. Gramr er gjam at
áma of fleyja tröð. Vér höldum
hólmgjarðar nagla fyr hildar
stýri. Hann er dýrr konungr.
Hilmir fremst peitu hagli.
Skýringar: Erum = er mér;
383. þáttur
trauðt (hvoragkyn af trauðr) =
óljúft; gramr = konungur; árna
(sbr. árr = sendiboði) = ferðast;
fley = skip; fleyja tröð (slóð) =
kenning fyrir skip; hólmgjörð
(kenning) = hólmgjarðar nagli
(kenning) = ey; hildr = orasta;
stýrir = stjómandi; hildar stýr-
ir (kenning) = herforingi,
konungur; fremjast = hljóta
frama; hilmir (sá sem ber hjálm)
= konungur; peita = spjót; peitu
hagl (þegar rignir spjótum) =
kenning fyrir orastu.
Þetta er þá svo að skilja: Mér
er óljúft að láta Grímsey af
hendi, og leiðist mér (þó) reiði
konungs. Konungurinn er gjam
á að ferðast um sjóinn (her far-
ir). Við skulum halda eyjunni
fyrir konunginum. Hann er (að
vísu) ágætur konungur og hlýtur
frama í orastum.
Snorri lætur Einar Þveræing
segja: „En þótt konungr sjá sé
góðr maðr, sem ek trúi vel, at
sé, þá mun þat fara heðan frá
sem hingat til, þá er konunga-
skipti verðr, at þeir era ójafnir,
sumir góðir, en sumir illir. En
ef landsmenn vilja halda frelsi
sínu, því er þeir hafa haft, síðan
er land þetta byggðisk, þá mun
sá til vera at ljá konungi enskis
fangstaðar á, hvártki um landa-
eign hér né um þat at gjalda
heðan ákveðnar skuldir, þær er
til lýðskyldu megi metask. En
hitt kalla ek vel fallit, at menn
sendi konungi vingjafar, þeir er
þat vilja, hauka eða hesta, tjöld
eða segl eða aðra þá hluti, er
sendilegir era. Er því þá vel
varit, ef vinátta kömr í mót. En
um Grímsey er þat at ræða, ef
þaðan er engi hlutr fluttr, sá er
til matfanga er, þá má þar fæða
her manns. Ok er þar er útlendr
herr ok fari þeir með langskipum
þaðan, þá ætla ek mörgum kot-
bóndunum munu þykkja verða
þröngt fyrir duram.
Ok þegar Einarr hafði þetta
mælt ok innt allan útveg þenna,
þá var öll alþýða snúin með einu
samþykki, at þetta skyldi eigi
fásk.“
í Arbæjarhverfi óskast
3ja-4ra herb. ib. Góð útborgun. íb. má þarfnast standsetn.
í Árbæjar- eða Smáíbúðahverfi
Gott einbhús eða raðhús óskast fyrir fjársterkan kaupanda. Eigna-
skipti mögul.
Miðsvæðis í borginni óskast
5-6 herb. hæð. Sklpti mögul. á rúmg. sérbýli á úrvalsstað í borginni.
Uppl. trúnaðarmál.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Höfum á skrá fjölmarga fjársterka kaupendur sem óska eftir íb., sér-
hæðum, raðhúsum og einbhúsum, bæði í borginni og nágr. Miklar og
góðar greiðslur fyrir rétta eign. Margskonar eignaskipti mögul.
Opið í dag, laugardag,
frákl. 10.00-12.00
ogfrákl. 13.00-16.00.
AtMENNA
FASTEIGNASAL AN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Framhjáhald á amerísku
ASKRIFENDUR
AÐEINS EITT
SÍMTAL
691140 691141
JMáfgmiKiIftMfr [E
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Nora Ephron:
Bijóstsviði.
Þorsteinn Hilmarsson þýddi. N
Regnbogabækur, Svart á hvítu,
1987.
Bijóstsviði, Heartbum á fram-
máii, er lykilskáldsaga úr lífí
fyölmiðlafólks í Bandaríkjunum. Ég
vil ekki beinlínis segja reyfari eða
afþreyingarsaga þótt höfundurinn
kunni vel tök á klækjum slíkra
sagna og notfæri sér þá. Það sem
fyrir Noru Ephron vakir auk þess
að skemmta lesendum er að draga
upp sannferðuga mynd af hjúskap
á nútímavísu.
Bijóstsviði lýsir reynsluheimi
konu sem er kemin sjö mán.uði á
leið og kemst að því að eiginmaður
hennar, tilvonandi bamsfaðir, hefur
krækt sér í nýja bráð og er önnum
kafínn við þá iðju sem slíku fylgir.
Hjónin eru bæði kunn í fjölmiðla-
heiminum, hún fyrir matreiðslu-
bækur og matreiðsluþætti í
sjónvarpi, hann fyrir greinaskrif í
áhrifaríkum blöðum. Frásögnin er
mjög fijáisleg lýsing á mannlegum
samskiptum og meira að segja
kyrdduð með matarappskriftum
sem verður að teljast fremur
óvenjulegt í skáldsögu.
Mikil áhersla er lögð á að lýsa
sérkennum og aðstæðum banda-
rískra gyðinga með New York sem
þungamiðju, enda Nora Ephron á
heimavígstöðvum í því sambandi.
Og hún er ekki fyrsti kvenrithöf-
undurinn af gyðingþættum sem
skrifar hispurslausa skáldsögu um
kynlíf, mat og menningarmál.
Bijóstsviði er einkar læsileg
skáldsaga þrátt fyrir lausleg efnis-
tök og aðdáunarvert að kynnast því
með hvaða hætti er unnt að skrifa
um tilfínningamál án þess að harm-
urinn taki völdin. Það era ríkar
tilfínningar í Bijóstsviða, en fyrst
og fremst mannlegar, aldrei væmn-
ar.
En er ekki einmitt verið að skýla
tilfínningu með því að virðast kald-
hamraður? Vel má það vera. En það
má líka segja sem svo að skáldsög-
ur sem fjalla um það að ekki sé
allt búið þótt fólk bregðist hvort
öðru skilji eftir von og eigi þess
vegna erindi. Það sem ekki síst
gefur Bijóstsviða gildi er kímni
höfundarins.
Niðurstaðan verður sú að Bijóst-
sviði sé gott alvarlegt afþreyingar-
efni og sennilega meðal þess besta
sem sölutumar bjóða upp á. Ótrú-
lega margt fólk kaupir lestrarefni
á slíkum stöðum. Regnbogabækur
virðast hvað útlit varðar gerðar
fyrir þennan markað.
Þýðing Þorsteins Hilmarssonar
er lipur, en hefur ekki verið borin
sarnan við framtexta af minni hálfu.
Þorsteinn gerir svolítið af því að
staðfæra, slíkt orkar tvímælis. Hvað
þekkt sjónvarpsfólk varðar lít ég á
staðfærslu hans sem uppátæki, en
það er töluvert djúp miili þess fólks
sem að jafnaði kemur fram í banda-
rískum sjónvarpsþáttum og mis-
vinalegu ísjakanna okkar hér
heima.
Viðurkenning fyrir fram-
lag til umhverfismála
AÐ VENJU mun stjóm Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu veita sérstaka viður-
kenningu I næsta mánuði fyrir
merkt framlag til umhverfismála
á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið
1986.
Markmiðið með þessari almennu
viðurkenningu samtakanna er að
hvetja sveitarstjómir, hönnuði og
framkvæmdaaðila á höfuðborgar-
svæðinu til að leggja áherslu á það
heildaramhverfi sem mótað er á
þessu svæði. Hér gæti t.d. verið um
að ræða athyglisvert skipulag, gerð
útivistaraðstöðu, listskreytingar,
hjólreiðastíga o.m.fl.
Er hér með óskað eftir ábending-
um um áhugavert framlag til
umhverfísmála á þessu svæði á
liðnu ári og að þær séu sendar
Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis-
ins, Hamraborg 7, 200 Kópavogi,
fyrir 20. apríl nk.