Morgunblaðið - 11.04.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
15
að skapa rekstri þeirra heilbrigðan
lagaramma og efnahagslegt um-
hverfi.
VI
Ekki er auðvelt að spá um fram-
tíðarþróun bankakerfisins eftir þær
breytingar, sem orðið hafa undan-
farin ár. En sé litið til annarra landa
og þeirrar öru þróunar, sem þar
hefur átt sér stað á fjármagnsmark-
aðnum, er full ástæða til að ætla,
að hér á landi verði einnig á næstu
árum mjög ör þróun í átt til fjöl-
hæfari þjónustu og öflugri sam-
keppni. I ljósi þess er freistandi að
reyna að gera sér grein fyrir þeim
breytingum, sem líklegastar eru í
skipulagi bankakerfisins á næstu
árum.
í fyrsta lagi eru öll líkindi til
þess, að sú aukna samkeppni, sem
nú einkennir peningamarkaðinn,
muni stuðla að því, að innlánsstofn-
unum fækki og þær sameinist í
stærri rekstrarheildir. Enginn vafi
er á því að margar innlánsstofnanir
hér á landi eru langt fyrir neðan
hagkvæma rekstrarstærð, og kom
það m.a. í ljós í þeim athugunum,
sem gerðar voru vegna hugsanlegr-
ar sameiningar Útvegsbankans og
tveggja einkabanka. Einnig veldur
tækniþróunin og kröfur um fjöl-
breyttari þjónustu því, að smærri
stofnanir standa verr að vígi í sam-
keppninni. Með breytingu Útvegs-
bankans í hlutafélagsbanka opnast
fleiri möguleikar til þess, að hann
geti sameinast öðrum innlánsstofn-
unum, þótt á þessu stigi sé óljóst,
með hveijum hætti það muni vera.
Vandamál hinna smáu eininga
eru einna greinilegust meðal spari-
sjóðanna, sem flestir hverjir eru
langt fyrir neðan hagkvæma stærð.
Úr þessum vanda leitast samtök
sparisjóða nú við að leysa með auk-
inni samvinnu milli sparisjóðanna
innbyrðis. Nýlega hefur Lánastofn-
un sparisjóðanna tekið til starfa,
en hún annast margvíslega þjón-
ustu fyrir sparisjóðakerfið í heild.
Telja má víst, að með henni sé að-
eins stigið fyrsta skrefíð í átt til
meiri rekstrarlegs samruna milli
sparisjóðanna, hvort sem það verð-
ur t.d. með einhvers konar samruna
þeirra á landsvísu eða með stofnun
landshlutasparisjóða, sem síðan
hafi nána samvinnu sín á milli.
Aðild að banka, er annaðist ýmsa
sérhæfða þjónustu fyrir sparisjóð-
ina, er enn ein leið í þessu efni.
Síaukið mikilvægi erlendra við-
skipta og samtenging markaða er
eitt af megineinkennum þróunar
peningamála í heiminum undanfar-
in ár. Ef íslendingar eiga að njóta
ávaxta þessarar þróunar, er nauð-
synlegt að koma á nánari tengslum
íslenzkra og erlendra peningastofn-
ana. Þetta getur að hluta gerzt með
þátttöku erlends banka í rekstri
innlánsstofnunar hér á landi, eins
og gefin hefur verið takmörkuð
heimild til í lögum um hinn nýja
hlutafélagsbanka. Jafnframt opnun
íslenzka markaðarins fyrir þátttöku
erlendra bankastofnana er æski-
legt, að íslendingar eigi með
einhveijum hætti aðild að banka-
starfsemi erlendis eða komi á fót
umboðsskrifstofum á þeim erlendu
mörkuðum, sem þeir eiga mest sam-
skipti við. Reynslan af þátttöku
Landsbankans í Scandinavian Bank
í London er góð staðfesting á mikil-
vægi samvinnu við erlenda banka
á þessum grundvelli.
V
Loks skal hér vikið nokkrum orð-
um að framtíð ríkisviðskiptabank-
anna, Landsbankans og Búnað-
arbankans, en miðað við almenn
útlán annast þeir um nálægt 58%
af heildarbankaviðskiptum á Islandi
og eru því langveigamesti hluti
bankakerfísins. Nýlega hefur verið
sett á laggimar nefnd til þess að
auka samvinnu og endurskoða
verkaskiptingu milli þessara
tveggja banka, og skal engum get-
um að því leitt hér, hvaða tillögur
hún muni gera.
Ljóst er hins vegar, að ríkisvið-
skiptabankarnir þurfa eins og aðrar
innlánsstofnanir að aðlaga starf-
semi sína breyttum aðstæðum og
aukinni samkeppni á peningamark-
aðnum, og hlýtur það m.a. að hafa
í för með sér, að stjómmálaleg af-
skipti víki enn frekar fyrir við-
skiptalegum sjónarmiðum í rekstri
þeirra. Jafnframt hlýtur skipulags-
form þessara banka, sem ákveðið
er af ríkisvaldinu, að hafa mikil
áhrif á það, að hve miklu leyti og
hvemig þeir geta brugðizt við
breyttum aðstæðum. Kemur þá
m.a. upp sú spuming, hvort núver-
andi rekstrarform sé hið hentugasta
eða hvort breyta eigi þessum bönk-
um í hlutafélög, en fyrir því má
færa ýmis rök. Hér skal þó aðeins
bent á tvö mikilvæg atriði: annars
vegar niðurfellingu á ábyrgð ríkis-
ins á rekstri bankanna, en hins
vegar opnun leiða til að afla bönk-
unum eigin fyár með sölu hluta-
bréfa. Ástæða er til að líta nánar
á hvort þessara atriða fyrir sig.
Margt mælir með því, að ábyrgð
ríkisins á rekstri ríkisviðskipta-
bankanna verði með tímanum felld
niður. í fyrsta lagi felur þessi
ábyrgð í sér aðstöðumun milli inn-
lánsstofnana innbyrðis, sem æski-
legt er að hverfí, enda hafa nú verið
gerðar ráðstafanir til þess að
tryggja betur öryggi allra innláns-
stofnana bæði með lagaákvæðum
um lágmark eigin fjár og stofnun
Tryggingasjóðs viðskiptabankanna.
I öðm lagi eru ríkisviðskiptabank-
amir nú orðnir samkeppnisaðilar
við ríkissjóð með útgáfu verðbréfa
á almennum markaði, en telja verð-
ur óeðlilegt, að þeir geti aukið
hlutdeild sína á þeim markaði í
skjóli ríkisábyrgðar. í þriðja lagi
mundi niðurfelling ríkisábyrgðar-
innar geta stuðlað að auknu aðhaldi
í útlánastarfsemi ríkisbankanna og
dregið úr stjómmálalegum þrýst-
ingi, sem rökstuddar er með því,
að viðskiptabankamir starfí í skjóli
ábyrgðar ríkisins.
Einnig má færa rök fyrir því, að
æskilegt sé fyrir ríkisviðskipta-
bankana að geta selt hlutabréf til
annarra aðila en ríkisins. Hér skipt-
ir mestu máli, að ástæða er til að
ætla, að eiginfjármyndun bank-
anna, eftir að þeir hafa greitt
eðlilega skatta af tekjum sínum,
muni í framtíðinni ekki nægja til
þess að viðhalda eðlilegu eiginfjár-
hlutfalli. Úr þessu geta hlutafélaga-
bankamir bætt með sölu hlutabréfa
sinna á almennum markaði, og hafa
þeir reyndar allir aukið eigið fé sitt
verulega með þessum hætti á und-
anfömum árum. Þessi leið er hins
vegar ekki opin ríkisbönkunum, og
lítil líkindi eru til þess, að ríkissjóð-
ur sé fús til að leggja þeim til nýtt
eigið fé eftir þörfum. Leysa mætti
þennan vanda, ef unnt væri að selja
hlutabréf í ríkisbönkunum, ekki
aðeins á almennum markaði, heldur
einnig hugsanlega til stærri aðila,
þar á meðal peningastofnana, enda
væri þá steftit að víðtækari sam-
vinnu við slíka aðila. Hér kemur
m.a. til greina samvinna við erlenda
banka, er gætu orðið minnihlutaað-
ilar í ríkisviðskiptabönkum hér á
landi gegn samvinnu við þá á svip-
uðum gmndvelli erlendis.
Með þessum hugmyndum er ekki
verið að taka afstöðu til þess, hvort
æskilegt sé, að ríkið sleppi meiri-
hluta sínum í ríkisviðskiptabönkun-
um eða jafnvel selji þá með öllu. Á
hinn bóginn er hér verið að benda
á nokkur rök fyrir því, að æskilegt
næsta skref í þróun ríkisviðskipta-
bankanna sé, að þeim verði breytt
í hlutafélög, jafnvel þótt stjóm-
málalegur vilji sé fyrir því, að ríkið
haldi til frambúðar meirihlutaeign
sinni í þeim.
Höfundur erformaður banka-
stjómar Seðlabanka íslands.
i
&
Dr. Franz Mixa hylltur að tónleikunum loknum.
'*fl
Fj alla-Eyvindur
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Ópera í þremur þáttum eftir
Franz Mixa. Þýskur texti eftir
Franz Mixa og Katrínu Hjalte-
sted. Þýðandi Óskar Ingimars-
son. Fljtjendur: Anna Júlíana
Sveinsdóttir (Halla), Erlingur
Vigfússon (Kári), Viðar Gunn-
arsson (Björn hreppstjóri) og
Halldór Vilhelmsson (Arnes).
Söngsveitin Fílharmónía og
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Að semja óperu við leikverk
Jóhanns Siguijónssonar er ekki
fráleit hugmynd, en við slíkt verk
þarf ekki aðeins að semja góða
tónlist, heldur og að gæta vel að
meðferð textans. Svo virðist sem
gerð hafi verið nokkur breyting á
textanum við þýskugerð hans, svo
að nauðsynlegt hafi verið að end-
urþýða verkið á íslensku, og er
þá hætt við að minna megi finna
af ritsnilld Jóhanns en ella, ef
stuðst hefði verið við frumtex-
tann. Sem dæmi mætti nefna þá
breytingu sem gerð hefur verið á
ljóðaperlunni Sofðu unga ástin
mín. Þá hljóma einstaka gamal-
kunnar húsgangsvísur, sem víða
eru notaðar í verkinu, einkenni-
lega eftir að hafa verið fluttar á
milli tungumála tvívegis. Hvað
snertir textann er ljóst, að hér er
fremur um að ræða þýska óperu,
samda um íslenskt efni, en að
verkið geti talist íslenskt. Tónmál
óperunnar er einnig tveggja
heima, því annars vegar eru tón-
myndir íslenskra þjóðlaga notaðar
mjög mikið í verkinu en á móti
þeim stendur gjörólíkt tónmál
höfundarins sjálfs. Þar sem þjóð-
laginu sleppir má viða heyra
áheyrileg tóntilþrif, t.d. í síðasta
þættinum, þar sem Halla og Kári
takast á í eymd sinni. Megingalli
tónverksins er það stílbrot sem
skilur að íslenska þjóðlagið og
tónmál Franz Mixa.
Anna Júlíana Sveinsdóttir og
Erlingur Vigfusson fóru með hlut-
verk Höllu og Kára, sem eru
meginhlutverkin í þessum harm-
leik Jóhanns. Mest tök voru í
miðþættinum og þeim þriðja, þar
sem þau bítast á og birta þá sam-
fellu grimmdar og ástar, er
einkennir þolendur miskunnar-
leysis og illra örlaga. Þar er
dauðinn eina huggunin. Bæði
gerðu þau hlutverkum sínum góð
skil. Aðrir söngvarar höfðu minna
að gefa í hlutverkum sínum, sem
þeir skiluðu ágætlega. Kórinn átti
nokkrar strófur í fyrsta þættinum
og hljómaði þokkalega. Sinfóníu-
hljómsveit íslands undir rösklegri
stjóm Páls P. Pálssonar flutti
verkið á hinn áheyrilegasta máta,
svo sem efni stóðu til.
Brian (Einar Njálsson) og Mark (Jón Fr. Benónýsson) í hlutverkum
sínum.
trausta sviðsmynd hefur Ámi Páll
hannað. Honum tekst að gera mik-
ið úr þröngu sviði.
Anna Ragnarsdóttir leikur Við-
mælanda, er fulltrúi sjúkrastofnun-
arinnar, kallar fram fyrstu
viðbrögð hinna dauðvona sjúklinga,
sem leiddir era fram, og tengir
saman þættina. Hún hefur góða
framsögn og lýsir vel dæmigerðri
stofnanapersónu. Þorkell Bjöms-
son leikur Joe, miðaldra mann, sem
hefur fengið þann úrskurð, að hann
eigi skammt eftir ólifað. Hann sýn-
ir vel umkomuleysi og sár vonbrigði
þessa hógværa manns, sem hafði
ætlað sér ýmislegt annað í lífinu
en varð. Og þegar hann fær konu
sína og ungan son í heimsókn, reyn-
ir fyrst veralega á. Eiginkonuna,
Maggie, leikur Hrefna Jónsdóttir
af miklum þrótti og svo sterkri inn-
lifun, að maður fínnur sárt til með
henni, þegar hún neitar að horfast
í augu við örlög Joes — vill fá hann
heim aftur, neitar að fara inn í
bústað hans, en situr sem fastast
á bekknum fyrir utan eða reynir
að gleyma sér við allt það, sem hún
hefur tekið með sér úr búrinu
heima, honum til þægðar. Hún
hefur hlutverkið á valdi sínu frá
upphafi til enda. Og þá er rétt að
skjóta því hér inn í, að maður undr-
ast, hversu vel hefur tekist að velja
í öll hlutverkin. Víðir Pétursson
leikur soninn og fellur vel inn í það
litla, en mikilvæga hlutverk. Einar
Njálsson leikur útlifaðan lista-
mann, rithöfund, sem hefur sagt
skilið við lausláta og hverflynda
eiginkonu, Beverly, og valið sér
síðar kynhverfan ungan mann,
Mark, að félaga. Nú er rithöfundur-
inn, Brian, kominn að leiðarlokum
og Mark hjúkrar honum af mikilli
umhyggju. Og þá kemur Beverly
skyndilega í heimsókn, enda frétt
af því, að hverju stefndi. Hlýjar
tilfinningar hennar til Brians era
fjarri því að vera útkulnaðar. Einar
Njálsson er öraggur leikari og nær
mjög góðum tökum á hlutverki rit-
höfundarins, götótt kaldhæðnin er
sannfærandi, honum tekst að sýna
sjúkan mann, sem man fífíl sinn
fegri, brotinn og hvarflandi. Gervið
er harla gott. Jón Fr. Benónýsson
túlkar Mark af markvissri hógværð
án sífelldra undirstrikana á kyn-
villu hans. Nokkurs stirðleika og
hiks gætti hins vegar fyrst í leik
Guðnýjar Þorgeirsdóttur í hlutverki
Beverly, en hún sótti í sig veðrið,
þegar á leið leikinn og skapgerð
þessa hjartahlýja útigangsbams
blómstraði í meðföram hennar und-
ir lokin, er átökin mögnuðust.
Samskipti mæðgnanna, Felicity
og Agnesar, era vandasamt við-
fangsefni. Móðirin, Felicity, er farin
að heilsu og dauðvona, sitjandi í
hjólastól og Agnes dóttir hennar
vakir yfír henni nótt og dag og
lætur hana lifa í þeim blekkingar-
draumi, að löngu látin dóttir hennar
sé væntanleg í heimsókn hvað úr
hveiju. Herdís Birgisdóttir leikur
móðurina og vinnur eftirminnileg-
an leiksigur en Herdís hefur um
árabil verið einn af máttarstólpum
Leikfélags Húsavíkur, vel mennt-
aður leikari og hefur margsinnis
sýnt, að hún gefur ekki eftir þeim
listamönnum í íslensku leikhúsi,
sem bestum árangri hafa náð. Og
Margrét Halldórsdóttir leikur dótt-
urina, sem hefur í blindri hlýðni
fómað bestu áram ævi sinnar í
samfélagi sínöldrandi, miskunnar-
lausrar og eigingjamrar konu.
Leikur Margrétar er eðlilegur og
samleikur hennar og Herdísar er
afar snjall. Maður finnur þunga
ömurlegrar síbylju stafa frá homi
þeirra mæðgna.
Hver sá, sem leggur leið sína f
Leikhúsið á Húsavík um þessar
mundir, fer ekki erindisleysu. Vil
ég taka það skýrt fram, að leikrit-
ið er fjarri því að vera þunglama-
legt, þótt jafn þessarar umfjöllunar
geti vakið þá hugmynd, eða þá sú
staðreynd, að nálægð dauðans og
viðbrögðin við komu hans séu
þungamiðja verksins. Gefur það
ærið verkefni til umræðu, jafnvel
er rétt að hvetja hópa og félög til
þess að efna til samfunda eftir
sýningu leikritsins og fjalla um eða
leggja út af efni þess. Það er
ástæða til þess fyrir heilbrigðis-
stéttir, sálfræðinga, félagsfræð-
inga og presta að huga að því. En
hiklaust hvet ég alla, sem þess eiga
kost, að sjá þetta athyglisverða
leikhúsverk.