Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 18 irir— RENA TA SCOTTO Morgunblaðið/Einar Falur ÁN FRELSIS ER EKKIHÆGT AÐ SKAPA LIST „Það er sérstæð tilfinning sem grípur mig hér á íslandi. Það fyrsta sem ég tek eftir er þessi friðsæld sem ríkir hér. Hana hef ég ekki fundið annars staðar. Erili, hraði og óró eru alls staðar ríkjandi, en heimurinn þarf griðastað eins og ég finn að er hér. Og í þessum órólega heimi þurfa manneskjurnar á tónlistinni að halda. Hún er eins o g smyrsl fyrir sálina og hamingja min er í því fólgin að vera með þessa rödd og geta gefið fólki hlutdeild í henni.“ etta segir Renata Scotto, óperu- stjaman heims- fræga, sem hingað er komin til að syngja á tónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Hún er spurul og vill fá að vita hvort það sé virkilega satt að það sé verið að sýna Aidu hér á óperusviði. Það frétti hún á skotspónum og þegar ég segi henni frá Islenzku óperunni og þeirri starfsemi sem þar fer fram við erf- iðar aðstæður ljómar Renata Scotto: „Mikið er þetta yndislegt. Svona á þetta að vera. En svona er listin. Hún er eins og kraftaverk og með henni er hægt að sigrast á ótrú- legustu vandræðum. Ég sé að ég má bara ekki missa af þessari sýn- ingu. Ætli sé hægt að fá miða?“ „Það hlýtur að vera. Hefurðu kannski sérstakar mætur á Aidu?" „Aida er stórkostleg ópera en samt er hún nú persóna sem ég hef aldrei ráðizt í að túlka og ég býst ekki við að gera það. Aida er ekki hlutverk fyrir mig. Ég vil ekki syngja önnur hlutverk en þau sem hæfa rödd minni og persónuleika í senn.“ „Samt túlkarðu fjölmörg hlut- verk í óperum Verdis?" „Já, og ef þú spyrð mig hver sé mestur óperuhöfunda, þá segi ég Verdi. Alveg tvímælalaust." „Hvað er það sem hefur Verdi yfir önnur ópérutónskáld?" „Dramatíkin sem gengur eins og rauður þráður í gegnum alla þætti verka hans, tónlistina, textann, söguþráðinn og persónusköpunina. Það er þessi dramatík sem í sinni stórkostlegu heild gerir það að verk- um að óperur Verdis höfða beint til fólksins og eiga greiðari aðgang að því en óperur flestra ef ekki allra annarra tónskálda. Ég held því fram að hver sem er geti sezt á sinn bekk í óperuhúsi og gengið beint inn í óperu eftir Verdi, þó svo að sá hinn sami hafí aldrei heyrt ærleg- an tón, hafi enga þekkingu á tónlist og enga þjálfun í því að hlusta á tónlist. Það er þetta sem gerir Verdi svo frábrugðinn öðrum óperusmið- um og skýringin er fyrst og fremst fólgin í þessari gífurlegu dramatík sem Verdi er bókstaflega þrunginn. En dásamleg óperutónskáld eru auðvitað miklu fleiri og þó að ég hafi sérstakar mætur á Verdi þá er Puccini líka í fremstu röð hjá mér. En Puccini er öðru vísi en Verdi enda var hann uppi á öðrum tíma.“ „Hvað kanntu mörg hlutverk?" „Ég er með 73 hlutverk á taktein- um. Það er mikið og það er mikil vinna sem liggur þar að baki.“ „Syngurðu Lieder?" „Nei, ekki Lieder í venjulegum skilningi. Ekki eftir þýzku meistar- ana.“ „Af hveiju ekki?“ „Það er oft verið að reyna að fá rnig til að syngja en ég vil það ekki. Ég hef unun af að hlusta á þessi verk en það er nóg til af fólki til að túlka þau — fólki sem gerir það afburðavel. Ég lít bara svo á að mér beri fremur að syngja kammer- verk eftir mín eigin tónskáld. ítölsku tónskáldin. Það vill nefni- lega gleymast að þessir miklu óperuhöfundar gerðu ýmislegt fleira en að semja óperur. Þeir sömdu líka kammerverk og sönglög og þegar ég hef tækifæri til þá kynni ég þessa tónlist. Mér rennur sem sé blóðið til skyldunnar og þess vegna læt ég öðrum eftir að syngja Lieder." „Kennirðu?" „Nei, en ég veiti reglulega tilsögn í meistaraflokki sem kallað er. Þá er maður fyrst og fremst að miðla færum söngvurum af reynslu sinni varðandi túlkun og af þessu hef ég mikla ánægju." „Áttu tómstundir?" „Já, ég á tómstundir en þær eru fáar og ég ver þeim af mikilli vand- fýsni." „Hvemig?" „Með ijölskyldunni. í eðli mínu er ég mikil fjölskyldu- og heimilis- manneskja og einkalífið reyni ég að rækta eins vel og frekast er unnt. Ég er stjama. Það er stað- reynd. Og það er erfitt og þreytandi að vera stjama. Þess vegna er það sáluhjálparatriði að geta gengið inn í öryggi heimilisins og í faðm fjöl- skyldunnar. Þar er ég engin stjama, bara móðir og eiginkona. Ég hef gaman af því að halda heimili. Mér fínnst gaman að búa til mat og ég hef líka ánægju af þjónustubrögð- um og saumaskap. Eg nýt þess að vera bara kona mannsins míns og mamma krakkanna minna, og þeg- ar ég er heima geng ég upp í þessu og gæti þess vandlega að vera ekki með neina stjömustæla inni á heim- ilinu. Ég tek þátt í því sem bömin mín em að gera og ég hef alltaf reynt að gæta þess að þau verði ekki of háð mér. Markmiðið með uppeldi er að gera böm að sjálf- stæðum einstaklingum og það vona ég að bömin mín verði. Sonur minn er Qórtán ára og dóttirin er sautján ára. Hún ætlar að verða læknir og þó að ég eigi dálítið bágt með að sjá af henni þá er ég samt fegin því að nú vill hún fara að heiman og stunda nám í háskóla sem er langt frá heimili okkar. Hennar vegna.“ „Hafa bömin ekki lagt stund á tónlist?" „Nei, þau eru auðvitað alin upp á tónlistarheimili og hafa yndi af tónlist en þau hafa ekki kært sig um að leggja hana fyrir sig.“ „Ertu komin af tónlistarfólki?" „Nei, ég var sú eina í fjölskyld- unni sem iðkaði tónlist, en foreldrar mínir vom miklir tónlistamnnendur og hlúðu ákaflega vel að þeim hæfi- leikum sem komu fram hjá mér á unga aldri. Ég man ekki eftir mér öðm vísi en syngjandi og ég hafði líka mikla þörf fyrir athygli. Vildi alltaf vera miðpunkturinn. Ég hef áreiðanlega verið mjög erfítt bam og gert miklar kröfur til umhverfís- ins.“ „En þú gerir fleira en syngja?" „Já, það er ekki nóg fyrir mig að vera stjama á óperusviðinu. Ég hef óskaplega gaman af öllu sem viðkemur leikhúsi og fátt hefur veitt mér eins mikla ánægju og það að stjóma uppfærslu á Madame Butterfly hjá Metropolitan nú í vet- ur. Ég leikstýrði og hannaði búninga og var með nefíð ofan í öllu sem fram fór og söng þar að auki titilhlutverkið. Þetta átti nú aldeildis við mig. Og nú er næsta stórverkefni mitt að færa Madame Butterfly upp í útileikhúsinu fræga í Verónu. Það verður stórkostlegt. Sviðið er fimmtán metra breitt og í kringum það er rúm fyrir 22 þús- und manns." „Hvað um hljómburðinn?“ „Hann or í einu orði sagt fullkom- inn. Fyrir þremur árum söng ég Madame Butterfly í Central Park í New York fyrir 250 þúsund manns. Þá var nauðsynlegt að nota hátal- ara en í Verónu berst veikasti tónn út í hvem krók og kima á áheyr- endapöllunum. Ég fæ algjörlega frjálsar hendur varðandi þessa upp- færslu og hún verður allt öðru vísi en uppfærsian í Metropolitan eins og gefur að skilja þar sem aðstæð- uraar eru allt aðrar. Ég held að það sé þetta frelsi sem heillar mig mest. Frelsi til að framkvæma allt í sam- bandi við eina sýningu nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Frelsið er allt og frelsý er það sem ég sækist mest eftir. Áður en ég kom til ís- lands var ég í Austur-Berlín og Búdapest. Þar ríkir ekki frelsi. Það varð ég áþreifanlega vör við. Og án frelsis er ekki hægt að skapa listaverk." Viðtal: Áslaug Ragnars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.