Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Glatað meistaraverk finnst Rætt við Frank Ponzi listfræðing ALBIZI-freskan eftir Perug- ino, sem var þekkt meistara- verk á endurreisnartímabilinu, fannst nýlega í einkasafni í Þýskalandi, en málverkið hefur verið talið glatað í rúmlega hundrað ár. Það var Frank Ponzi listfræðingur sem fann verkið og tilkynnti um fundinn i síðasta tölublaði Burlington sem er listtimarit og gefið út i London. Það er sjaldgæft nú á dögum að meistaraverk finnist frá endur- reisnartímanum og telst til stór- frétta þegar það gerist. Enda var það fyrir samspil tilviljunar og góðs sjónminnis að Frank fann verkið, að eigin sögn. Þessi fund- ur mun hafa áhrif víða. I Push- kin-safninu í Moskvu er eftirlíking af freskunni máluð í olíu og tem- pera á tré og er hún kennd við skóla Perugino, en safnverðir í Moskvu töldu frummyndina glat- aða. Þá er önnur eftirlíking af verkinu á Yale-safninu í Banda- ríkjunum og var hún í fyrstu talin vera eftir Raphael yngri sem var einn nemenda Perugino, en hún er nú talin fölsun frá seinni hluta nítjándu aldar. Frummyndin sýnir Maríu mey með lík Jesú og hjá henni standa heilagur Nikódemus og María Magdalena. Perugino málaði hana upphaflega á vegg í San Pier Maggiore-kirkjunni í Flórens árið 1497. Hann var þá 51 árs og hafði starfað í fimm ár í Flórens og var ekki síður frægur kennari en málari, enda sumir helstu meistarar endurreisnarinnar nem- endur hans. „Ég heyrði fyrst minnst á freskuna þegar ég var í Flórens á árunum 1966 og 1967, en þá aðstoðaði ég við björgun lista- verka sem lágu undir skemmdum eftir flóðin miklu,“ sagði Frank. „Fræðimenn sem voru þar í sömu erindum ræddu mikið um þessa mynd sem enginn þeirra hafði séð. í bók sem Bemard Berenson, frægur sérfræðingur í list endur- reisnartímans, gaf út, er mynd af Albizi-freskunni en hann sá sjálfur aldrei frummyndina. Giorgio Vasari (1511—74), ítalsk- ur listamaður og ævisagnaritari, lýsir freskunni í ritum sínum og hrósar handbragði Perugino og ferskum litum í verkinu. Þá datt mér aldrei í hug að ég myndi fínna frummyndina tuttugu árum síðar," sagði Frank. Árið 1784 var veggurinn með frummyndinni fluttur úr San Pier Maggiore-kirkjunni og í kapellu Albizi-fjölskyldunnar í Flórens. Eftirlíking freskunnar í Yale- safninu í Bandaríkjunum Eftirlíking freskunnar í Push- kin-safninu í Moskvu. Albizi-freskan eftir Perugino, sem talin var glötuð en Frank Ponzi fann i einkasafni í Þýskalandi. Þar var freskan næstu 99 árin þar til hún var seld til Þýska- lands, árið 1883. Þar hefur hún síðan verið í einkasafni sömu fjöl- skyldu mann fram af manni, án þess að eigendurnir gerðu sér grein fyrir um hvaða mynd væri að ræða. Árið 1851 hafði freskan verið flutt af steini yfir á striga og er hún því meðal fyrstu mynda í heimi sem hefur fengið þá með- ferð. Síðan hefur ekkert verið gert fyrir hana. „Ég hef gaman af að grúska og leita í gömlum skjölum og er hagvanur á erlendum söfnum. Ef menn vilja ná árangri í minni fræðigrein þýðir ekki að sitja heima og bíða þess að hlutirnir komi upp í hendurnar á þeim,“ sagði Frank. „Það hefur tekið mig nokkum tíma að rannsaka feril freskunnar. Svona fund verð- ur að staðfesta eftir öllum færum leiðum og sem betur fer fundust í fórum eigendanna skjöl frá Albizi-ættinni þar sem allur ferill myndarinnar var skráður." Frank hefur á undanfömum árum skrifað bækur um íslenska listasögu fyrri alda og það var einmitt þegar hann var að leita upplýsinga um íslenska list, að hann rakst á „glötuðu" myndina. Eins og flestir vita hafði hann meðal annars forgöngu um leitina Morgunblaðið/Ól.K.M. Frank Ponzi listfræðingur að altaristöflunni í Þingvalla- kirkju sem hafði lent til Englands en er nú komin á sinn uppmna- lega stað. Á sínum tíma fann hann einnig tvær myndir eftir Finn Jónsson listmálara, á lista- safni Yale-háskóla. Þær myndir höfðu almennt verið taldar glatað- ar. Þá fann hann einnig einu myndina sem þekkt er eftir Þor- stein Illugason Hjaltalín (1771—1818), íslenskan listmál- ara sem bjó í Þýskalandi frá átján ára aldri. Hann var þekktur list- málari í Þýskalandi en talið er að verk hans hafí eyðilagst í síðari heimsstyijöldinni. Þessi eina mynd sem bjargast hefur eftir Þorstein birtist ásamt ýmsum öðr- um fágætum myndum sem Frank hefur fundið í bók hans: „ísland á 19. öld“. „Ég er alltaf að leita og í síðustu ferð minni hafði ég enn einu sinni heppnina með mér þeg- ar ég fann safn gamalla íslenskra ljósmynda af fólki og þjóðlífi, sem teknar voru snemma á níunda áratug síðustu aldar. Þær eru eflaust meðal fyrstu ljósmynda sem teknar voru á íslandi. En það er allt önnur saga,“ sagði Frank Ponzi að lokum. Sjá mynd af Albizi-freskunni á forsíðu Lesbókar i dag. Sveitalíf Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson JOHN McPHEE: In the High- lands and Islands. Faber and Faber 1986. Richard Jefferies: The Life of the Fields. Oxford University Press 1983. Sedley Sweeny: The Challenge of Smallholding. Oxford Uni- versity Press 1985. John McPhee er Bandaríkjamað- ur og starfar við The New Yorker, hefur skrifað nokkrar bækur, m.a. The Swiss Army. Hann rekur ætt- ir sínar til Skotlands og í þessari bók bregður hann upp myndum af landinu, þaðan sem hann telur sig ættaðan. McPhee-ættin er frá Colonsey, eyju út af vesturströnd Skotlands. Þar dvaldi John McPhee um tíma og kynnti sér kjör manna og háttu og segir frá dvöl sinni þar í iengsta kafla kversins, sem heitir „The Crofter and the Laird", þ.e. hjáleigubóndinn og lávarður- inn. Á nefndri ey er enn lénsskipu- lag, lávarðurinn á eyna og allar byggingar, hann verður að halda við öllum byggingum og einnig er honum ætlað að annast bænduma ef á bjátar. Þar sem svo hagar til var tap landeigandans árvisst. Núverandi lávarður breytti um leigumáta, hækkaði leiguna og gerði ýmsar skipulagsbreytingar, sem varð til þess að bæta rekstur og auka tekjur af eigninni. Þetta þótti ekki gott, en slampaðist þó og eins og nú horfir er lávarðurinn verst þokkaði einstaklingur eyjar- innar, en hann virðist hafa gaman af þessu, að sögn McPhees. Þetta er lifandi og skemmtileg frásögn. Höfundur segir margt af ýmsum frændum sínum öðrum, sem hann kynntist. Auk þessa þáttar eru aðrir þrír, einn um Loch Ness- skrýmslið, aðrir um whisky-brugg- ara á meginlandi Skotlands. Richard Jefferies skrifaði þessa þætti fyrir rúmum 100 árum og birti í blöðum og tímaritum. Höf- undurinn var mikill náttúruunn- andi og skrifar hér skissur um landlíf, sveitalíf, veiðar og lýsingar á ýmsum stöðum, þar sem hann ferðaðist um eða dvaldi nokkum tíma. Þetta er nokkurskonar óður til sveitalífsins, en einnig er hér að finna sérstæða lýsingu á París, sem höfundur telur leiðinlega borg. Þessir þættir eru alkunnir meðal Englendinga og þykja góðir. Sedley Sweeny er mikill áhuga- maður um landbúnað. Hann hefur stundað búskap í nærfellt 30 ár og rekur nú nokkurs konar búnað- arskóla fyrir þá sem vilja stunda sjálfsþurftarbúskap. í formála skrifar hann um þær hættur sem hann telur að ógni hátæknivædd- um landbúnaði. Allt bendir í þá átt að landbúnaður verði rekinn af sölufyrirtækjum eða dreifingar- fyrirtækjum og sjálfstæðir bændur muni tilheyra sögunni eftir e.t.v. nokkur ár. Sweeny álítur að heppi- legast sé að leggja niður risabúin og taka upp aftur hóflega stórar rekstrareiningar, þar sem frum- kvæði bóndans ráði ferðinni. Bændum fækkar stöðugt í Banda- ríkjunum og í ríkjum Evrópu og ef fram heldur sem horfir verða þeir horfnir innan tíðar, eins og áður segir. Hætturnar við há- tæknivæddan landbúnað eru: eitumotkun, óhemjuleg notkun til- búins áburðar, eyðing gróðurmold- arinnar og úrkynjun búsmalans. Auk þess versna afurðimar því meir sem verksmiðjubúskapur fær- ist í aukana. Vélanotkunin eykst stöðugt og þörfin fyrir kraftmeiri vinnsluvélar eykst. Bændur verða eftir því sem á líður háðari alls- kyns miðstýringu. Dreifingar- og sölufyrirtækin ráða nú orðið algjörlega fram- leiðsluháttum þeirra og efnahags- afkomu. Þessi fyrirtæki og pólitískir fulltrúar þeirra hafa rek- ið vafasama landbúnaðarpólitík t.d. hér á landi undanfama ára- tugi, með því að hvetja bændur til vafasamra fjárfestinga í ræktun °g byggingarframkvæmdum og þegar framleiðslan er orðin of- framleiðsla og rekstrarforsendur eru hmndar er þeim att út í hræ- dýrahald og kanínubúskap. Og nú síðast smábátaútgerð, sem er ein þeirra bráðsnjöllu hugmynda for- ustumanna bændasamtakanna á Búnaðarþingi í ár. Það virðist unn- ið að því að gera bændur að einhverskonar innstæðu-kúgildum pólitískra dreifingar- og söluaðila.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.