Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 28

Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 28
28_____________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987_ Konur, hvað viljum við? Hugleiðing um kvennabaráttu í tilefni alþingiskosninga eftir Guðnýju Guðbjörnsdóttur Þegar ég fluttist tímabundið til Bandaríkjanna fyrir rúmum mánuði varð ég fljótlega vör við tvennskon- ar breytingar, sem koma kvenna- baráttu við. í íyrsta skipti í 11 ár, eða síðan ég varð móðir, gat ég unnið fullan vinnudag án þess að standa í meiriháttar reddingum eða þeytingi á milli vinnustaðar,heimil- is, dagvista og skóla. Hin breytingin var sú að fínna hið jákvæða andrúmsloft í kringum svokölluð kvennafræði við háskól- ann hér í Iowa City, sem ku reyndar vera víðast hvar í bandarískum háskólum. Þetta var sláandi breyt- ing vegna þess að eitt síðasta verk mitt við Háskóla íslands áður en ég fór í leyfi var að leggja fram tillögu um að tekin yrði upp kennsla i kvennafræðum við skólann. Til- laga þessi kallaði fram hin ótrúleg- ustu viðbrögð sem ekki verða rakin hér og var henni vísað frá eftir mikla umræcu, reyndar vegna formgalla. Hér er mikið framboð af fræðilegum námskeiðum um feminisma, orsakir kvennakúgunar og kvennarannsóknir í hinum ýmsu fræðigreinum^ sem því miður er lítið af í Háskóla íslands. Hvernig má það vera að íslenski grunnskólinn getur ekki veitt sam- bærilega þjónustu og sá bandaríski? Hvemig stendur á því að kvenna- fræði mæta tortryggni á íslandi, landi kvenfrelsisins, á meðan þau blómstra í nágrannalöndunum? Hvemig stendur á því að betri dag- vistarþjónusta getur fengist í landi þar sem nánast engin opinber af- skipti eru af dagvistarmálum en á íslandi, þar sem ríki og sveitarfélög hafa verið að burðast með þennan málaflokk um árabil? Er kannski rétt að gefa Davíð og ríkisstjóminni frí að þessu lejdi, eins og flest bend- ir til að þeir vilji helst, og taka undir með Betty Friedan í um- deildri bók sinni The Second Stage (1981), þar sem hún leggur til að einstaklingar og áhugahópar taki þessi mál í sínar hendur og gleðji íhaldsöflin með því að falla frá kröf- um til hins þreytta velferðarríkis. Þar sem ég er ijarri góðu gamni í yfirstandandi kosningabaráttu en í snertingu við feminískan þanka- gang þótti mér áhugavert að setja niður fyrir mér hvað bæri nú að setja á oddinn í kvennabaráttunni og pólitíkinni m.a. í ljósi ofan- nefndra staðreynda. Greinarkom þetta er afrakstur þeirra þanka. Af hveiju kvenna- barátta? Auðvitað skilgreina ekki allar kvenfrelsiskonur eða feministar vandann, þ.e. kúgun kvenna, á sama hátt. Þær fijálslyndu leggja áherslu á að kynin séu í aðalatriðum eins. Framan af öldinni lögðu þær megináherslu á að hrinda burtu lagalegum hindrunum og að bijóta konum leið til mennta svo að þær gætu almennt notið sömu mann- réttinda og karlar. Þar sem laga- legu jafnrétti kynjanna hefur verið náð, hafa frjálslyndar kvenfrelsis- konur þá stefnu að nota lögin til að víkja til hliðar félagslegum hindrunum, t.d. að lögleiða fæðing- aroriof og að setja á stofn dag- heimili fyrir böm. Frjálslyndar kvenfrelsiskonur hafa verið gagn- rýndar fyrir að grafast ekki nægi- lega fyrir um orsakir kvennakúgun- ar og að hvetja konur til að taka þátt í þjóðfélaginu á forsendum karla og kapítalismans. Marxískar kvenfrelsiskonur telja (sbr. Engels: Uppruni fjöl- skyldunanr, einkaeignarinnar og ríkisins) að það sé kapítalisminn, sem kúgi konur sem hóp og verka- lýðsstéttina sem heild. Þær marx- ísku segja það rangt að karlar sem hópur kúgi konur sem hóp, því karl- ar í verkalýðsstétt séu jafn kúgaðir og verkakonur. Útivinnandi konur Guðný Guðbjömsdóttir Að ábyrgð á einum pen- ingakassa sé talin meiri eða merkilegri en ábyrgð á 20—30 börn- um, sýnir vel muninn á hinum efnislegu gildum karlaveldisins og hin- um mjúku gildum kvenfrelsiskvenna. úr verkalýðsstétt séu í raun óháð- ari körlum en heimavinnandi konur úr borgarastétt, sem fyrst og fremst em kúgaðar vegna kynferðis síns. Almennt er þessi greining talin ófullnægjandi, einnig af marxistum, þar sem hún horfir eingöngu á at- vinnulífið (production) en tekst ekki á við uppeldi og umönnun bama (reproduction). Þar með eru konur sem hópur háðari líffræðilegum eig- inleikum sínum en karlar og því heftar í hlutverki sínu sem söguleg- ir gerendur. Með því að horfast í augu við kúgun vegna kynferðis líta margir feministar á marxism- ann sem hugmyndafræði, sem gerir ráð fyrir áframhaldandi yfirráðum karla (sjá t.d. Jaggar, 1983, bls. 78). Þær kenna sig gjaman við sósíalisma og vilja líta samstundis á kúgun vegna kynferðis, stéttar og kynþáttar. Slíkar kenningar eru í mótun. Nýja kvennahreyfingin Á meðan fijálslyndar og marx- (skar kvenfrelsiskonur byggja á heimspekilegum gmnni, sem er 100—300 ára gamall, þá varð hreyf- ing róttækra kvenfrelsiskvenna til í kringum 1970. Þó að róttækar kvenfrelsiskonur byggi á innsæi fyrirrennara sinna, þá eru sjónar- mið þeirra varðandi stöðu kvenna, mannseðlið og félagslegan vem- leika um margt verulega fmmleg. Þær leggja áherslu á að kynin séu í eðli sínu mismunandi, vegna mis- munandi líffræðilegra eiginleika. Vegna móðurhlutverksins og tíða- hringsins séu konur í nánari snert- ingu við náttúmna og lífíð en karlar, sem komi fram í lífsgildum þeirra, áhugamálum og starfsvali. Þessi gildi em talin æskileg fyrir lífíð í nútíma þjóðfélagi stríðsátaka, tæknidýrkunar og firringar, en hins vegar vanmetin af karlaveldinu, sem stýrir heiminum og veldur kúg- un kvenna. Konur verða að bregðast við þessu sem hópur en ekki sem einstaklingar. (Áhugasömum les- endum er bent á bókina Feminist Politics and Human Nature eftir Alison Jaggar, The Harvester Press, 1983, til að sjá nánari útlist- un á þessum sjónarmiðum). Sjálf hef ég skilgreint baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi sem baráttu kvenna gegn því að kynferði ákvarði stöðu þeirra í lífinu og baráttu kvenna fyrir því að þeirra gildi og reynslu- heimur verði metin í þjóðfélaginu, samanber stefnuskrá kvennalist- ans. Kvenfrelsisparadís? Samkvæmt upphaflegum skiln- ingi fijálslyndra kvenfrelsiskvenna er vandi kvenna á íslandi nú, þ.e eftir að lagalegu jafnrétti er náð, fyrst og fremst sá að þær þora ekki, geta ekki eða vilja ekki, og lítið við því að gera nema að senda þær á „deilkarnegí" eða önnur ámóta námskeið! Kvennabarátta í þessum skilningi kemur einkalífi fólks ekkert við, eingöngu er átt við opinber réttindi. Það er síðan mál einstakra kvenna að nýta sér þau. Þrátt fyrir nýjasta afbrigði jafnréttislaganna (Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, frá 1985) þar sem staða kvenna er til umræðu, ekki bara réttur þeirra, þá hefur kvennabar- átta á Islandi ekki náð mikið lengra. Búið er að ryðja brautina lagalega séð, þannig að konur sem einstakl- ingar hafa formlega tækifæri til að spreyta sig í opinberu lífi. Fyrir konur sem hóp eru þó ótal hindranir enn á veginum og fijáls- lyndar kvenfrelsiskonur hafa núorðið áttað sig á ýmsum þeirra, s.s. stuttu fæðingarorlofi, skorti á dagheimilum og fleiru. Nú er svo komið að hvort sem konan þorir, vill eða getur, verður hún — eða a.m.k. meirihluti íslenskra kvenna — að leika súperkonu. Auk fullrar atvinnuþátttöku, oft fyrir smánar- leg laun, fer töluverð orka í áhyggjur og reddingar í sambandi við bamapössun á daginn og annað starf bíður heima á kvöldin. Er þetta paradís okkar kvenfrels- iskvenna? Áuðvitað ekki, og hvað er þá að? Þegar Betty Friedan skrif- aði bók sína The Feminine Mystique (1963) beindi hún spjót- um sínum að heimavinnandi húsmóður millistéttanna, sem að hennar mati var fyrst og fremst þjónn eiginmanns síns og bama, en fann frelsi sitt í að horfa á sápu- óperur og lesa rómana. Friedan hvatti þessar konur, sem að hennar mati voru firrtar eða höfðu „falska meðvitund", til að sælqa sér mennt- un, fara í starf á vinnumarkaði, nýta sér hæfileika sína til hins ýtr- asta og verða eitthvað sjálfar, óháð hlutverkum sínum sem mæður og eiginkonur. í The Second Stage (1981) reynir hún að horfast í augu við afleiðingar þess að konur fóru á vinnumarkaðinn, án þess að huga að einkalífinu og forsendum karla- veldisins. Vinnuálagið er tvöfalt, dagvistun ófullnægjandi og kvenna- störfin bæða heima og á vinnu- markaði lítils metin. Af einhveijum ástæðum fara fáar konur í vellaun- uð karlastörf, jafnvel þó að þær hafi viðeigandi menntun. Nú telur hún óhjákvæmilegt að kvenfrelsis- baráttan nái inn fyrir veggi fjöl- skyldunnar þannig að báðir foreldrar, ef þeir era til staðar, sinni bömum og heimili sameiginlega og að kvenlegu gildin og svokölluð kvennastörf verði metin sem skyldi (þó að Friedan sé almennt talin fijálslynd kvenfrelsiskona, þá má bæði sjá íhaldssöm og róttæk stef í þessari umdeildu bók hennar). Einfalt og skilvirkt söluskattskerfi eftir Júlíus Sólnes í nóvembermánuði sl. lagði fjár- málaráðherra fram á Alþingi frumvarp um virðisaukaskatt. Mætti það mikilli andspymu hjá mörgum aðilum. Þeir töldu með réttu, að hér væri verið að innleiða alltof flókið og umfangsmikið skatt- heimtukerfi að erlendri fyrirmynd, sem engan veginn myndi henta í svo fámennu þjóðfélagi. Bent var á, að söluskattskyldir aðilar í nýja kerfinu yrðu um 22.000. Nánast allir, sem selja vörar eða þjónustu, hefðu orðið virðisaukaskattskyldir; endurskoðendur, verkfræðingar og lögfræðingar, svo dæmi sé tekið um aðila, sem hingað til hafa verið undanþegnir söluskatti. Þannig hefði stór hluti þjóðarinnar allt í einu orðið að standa skil á sölu- skatti. Er hægt að ímynda sér alla skriffínnskuna, sem af þessu hefði hlotizt. Til samanburðar má geta þess, að um 9.000 aðilar era sölu- skattskyldir skv. gamla söluskatt- skerfínu. Þar af greiða 1.600 þeirra yfir 85% af öllum söluskattinum. Það skal viðurkennt, að virðis- aukaskattur virkar á réttlátari hátt gagnvart þeim aðilum, sem eiga að standa skil á söluskatti. Einkum iðnrekendur hafa bent á hvemig söluskattur safnast upp hjá fyrir- tækinu, þegar það kaupir vörur og þjónustu hjá öðram aðilum. Fyrir- tækið verður að greiða söluskatt af framleiðsluvöra sinni án þess að fá þennan uppsafnaða söluskatt endurgreiddan. Allir sjá, að hér er um mikið óréttlæti að ræða, einkum ef tekið er tillit til samkeppnisað- stöðu fyrirtækja gagnvart erlendum aðilum. Söluskattur í tolli Áður hafa verið viðraðar hug- myndir þess efnis að innheimta söluskatt af öllum innfluttum vör- um í tolli. Verzlunarmönnum þótti þá vart á það bætandi að þurfa að leysa út vörur með söluskattinum til viðbótar tollum og öðrum að- flutningsgjöldum. Nógu er það erfitt samt. Með nýjum lögum um tollkrít, þar sem veittur er 90 daga gjaldfrestur á öllum aðflutnings- gjöldum, ætti að vera hægt að leggja söluskattinn á í tolli án þess, að hann íþyngi verzluninni um of. Ef 25% söluskattur væri lagður á í tolli, á allar söluskattskyldar vörar svo og hráefni til iðnaðarins, myndi það skila svipuðum tekjum í ríkissjóð og núverandi söluskatts- kerfi. Innheimta söluskattsins í tolli yrði bæði mjög einföld og skilvirk, enda samhliða öðram aðflutnings- gjöldum. Þar með yrði hugtakið söluskattsvik nánast úr sögunni. Aðalkosturinn er þó sá, að allir þjónustuaðilar, stórir og smáir, verzlunin, viðgerða- og viðhalds- verkstæði era laus við söluskattinn, og þar með allur almenningur. Hvílíkur léttir. Meira að segja verð- lag gæti lækkað við þessar aðgerð- ir. Samkeppnisiðnaður En með þessu hefur ekki verið séð fyrir þörfum iðnaðarins. Honum yrði þannig gert að greiða sölu- skatt af öllum aðföngum sínum. Það má kippa þessu í lag á einfald- an hátt, þ.e. með því að beita eins konar virðisaukaskatti. Samkvæmt viðskiptasamningum íslands og Fríverzlunarbandalags- ins og íslands og Efnahagsbanda- lags Evrópu má ekki mismuna innlendum og erlendum fram- leiðslufyrirtælqum með óbeinum sköttum. Þetta þýðir, að öll íslenzk fyrirtæki, sem teljast vera í sam- keppnisiðnaði, þ.e. í samkeppni við innfluttar vörar eða flytja fram- Júlíus Sólnes „Innheimta söluskatts- ins í tolli yrði bæði mjög einföld og skilvirk, enda samhliða öðrum aðflutningsgjöldum. Þar með yrði hugtakið söluskattsvik nánast úr sögnnni.“ leiðsluvörar sínar til útlanda, verða að greiða söluskatt til jafns við er- lend fyrirtæki. Samkvæmt upplýs- ingum Þjóðhagsstofnunar era þetta um 2.500 fyrirtæki. Heildarlvelta þeirra miðuð við verðlag síðla árs 1986 var um 100 milljarðar króna. Hægt er að hugsa sér, að þessi fyrirtæki greiði 25% söluskatt af framleiðsluvöram sínum eftir sem áður. Hins vegar myndu þau draga frá þeirri upphæð allan þann sölu- skatt, sem fyrirtækið hefur orðið að greiða eða bókfæra á sérstakan söluskattsreikning. Það gæti verið söluskattur af öllum aðföngum svo sem innfluttu hráefni (söluskattur í tolli), aðkeyptar rekstrarvörar frá öðram samkeppnisfyrirtækjum, söluskattur af raforku, ef hann yrði þá ekki felldur niður. Þannig yrði ekki um uppsöfnun á söluskatti að ræða. Einfalt kerfi Að sjálfsögðu era margir endar óhnýttir, enda hefur greinarhöfund- ur ekki haft aðgang að slíkri aðstoð við útreikninga sem kerfisherramir. Tryggja þarf, að ekki verði uppsöfn- un á söluskatti hjá framvinnslu- greinunum í sjávarútvegi og landbúnaði. Aðalatriðið er þó þetta. Aðeins um 2.500 aðilar verða í raun söluskattskyldir. Þá er að finna meðal stærstu fyrirtækja okkar, þar sem allt bókhald og reikningsskil era í mjög góðu Iagi. Almenningur er hins vegar nánast laus við hug- takið söluskattur. Þetta einfalda söluskattskerfi myndi líklega skila meiri tekjum í ríkissjóð heldur en núverandi sölu- skattur. Ef svo væri myndi það fé notað til þess að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum, þ.e. mánaðarlaunum allt að 70—80 þús- und krónum. Þessi og margar aðrar slíkar hugmyndir hafa komið fram hjá okkur, sem höfum stofnað Borgara- flokkinn. Þær hefðu aldrei komizt á framfæri í steinrannu flokkskerfi Sjálfstæðisflokksins. Höfundwr er prófessor og skipar 1. sæti Borgaralistans í Reykjanes- kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.