Morgunblaðið - 11.04.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
29
Nokkrar félags-
legar hindranir
Sú krafa kvenfrelsiskvenna að
eiga böm og hafa jafnframt starf
á vinnumarkaði, eins og karlar,
kallar á meiri uppstokkun í daglegu
lífí kvenna og karla, en hingað til
hefur náðst. Annars vegar verða
foreldrar að koma sér saman um
hlutina sín á milli, þ.e. að komast
yfír þann þankagang að karlinn sé
ekki að hjálpa konunni þegar hann
vaskar upp eða sinnir bömum
sínum, heldur er hann að sinna
störfum, sem em hans alveg eins
og hennar. Hins vegar verða að
koma til breyttar ytri aðstæður, sem
er viðfangsefni stjómmála og/eða
kjarasamninga. Eins og þingkonur
kvennalistans bentu m.a. á í um-
ræðunni um Jafnréttislögin árið
1985, þá þarf ýmislegt að koma
til, sem kostar peninga, til þess að
jafnréttislögin virki. Enn er langt í
land með að eftirtalin atriði séu í
lagi:
— lengd fæðingarorlofs
— framboð á dagvistarheimilum,
einkum dagheimilum
— að foreldrar smábama geti stytt
vinnutíma sinn án stöðuskerð-
ingar og að lágmarkslaun séu
tryggð
— heimildir foreldra til að sinna
bömum sínum í veikindum
þeirra og til að sinna samstarfi
við skóla og dagheimili
— skólatími grunnskólanemenda
og framboð á skólamáltíðum
— mat á svokölluðum kvennastörf-
um og lífvænleg laun fyrir 8
stunda vinnudag
— framboð á elli- og hjúkrunar-
— heimilum
— húsnæði á viðráðanlegum kjör-
um.
Allt eru þetta gamalkunn atriði
og þeir stjómmálamenn, sem hafa
einhvem snertipunkt við bamafjöl-
skyldur, hljóta að átta sig á mikil-
vægi þess að gera átak í
ofannefndum málaflokkum. Gaman
væri að heyra álit frambjóðenda
allra stjómmálaflokka á mikilvægi
þessara málaflokka í þeirra stefnu-
skrá, og hvemig þeir vilja útfæra
þá. Fyrir mér er það engin spuming
að gera á áframhaldandi kröfur til
velferðarríkisins varðandi dagvist-
armál og flest ef ekki öll þessi
mál, en jafnljóst er að núverandi
skipan mála getur ekki gengið öllu
lengur. Ef lif mæðra og bama í
þessu landi á að færast til betri
vegar og ef jafnréttislögin eiga að
vera annað en lagabókstafur, verð-
ur að takast á við þessi mál.
Húsnæðismálakerfið er þegar
spmngið og dagvistarkerfið er að
fara sömu leið, nema að stóraukin
framlög komi til að hækka laun
fóstra og til að auka framboð og
breyta inntökureglum dagheimila.
Sama er að segja um gmnnskól-
ann, við verðum að horfast í augu
við það, að gmnnskólinn er megin-
uppeldisstofnun þjóðarinnar, og að
almennt em báðir foreldrar útivinn-
andi. Það kostar peninga að gera
skóla einsetna og hafa skólamáltíð-
ir, en við hljótum að hafa efni á
því eins og aðrar menningarþjóðir.
Spumingn er um forgangsröðun
verkefna.
Metum reynslu-
heim kvenna
Á meðan kvenfrelsisbaráttan
gekk út á það að bijóta konum leið
út af heimilum og inn í hinn opin-
bera heim karlmannsins, þótti það
smám saman lítið merkilegt að vera
„bara húsmóðir". Þrátt fyrir aukna
menntamöguleika og síauknar
menntakröfur fyrir hin svokölluðu
kvennastörf, þá hafa konur að lang-
mestu leyti sótt í þau, eða í störf
sem tengjast umönnun annarra,
kennslu eða þjónustu. Þessi störf
em almennt illa launuð, enda ekki
sett spumingamerki við þau gildi
sem vom ráðandi í karlaveldinu,
þegar konumar komu almennt á
vinnumarkaðinn og konur hafa ekki
haft það pólitíska vald, sem þarf
til að breyta þessu mati, hvorki í
stjómmálaflokkunum né í verka-
lýðshreyfíngunni. Það er auðvitað
til lítils að tala um fleiri dagheimili
og einsetna skóla, ef skortur er á
velmenntuðum fóstmm og kennur-
um, sem nú neyðast til að fara í
önnur störf en þau hafa menntað
sig til vegna launanna.
Að ábyrgð á einum peningakassa
sé talin meiri eða merkilegri en
ábyrgð á 20—30 bömum, sýnir vel
muninn á hinum efnislegu gildum
karlaveldisins og hinum mjúku gild-
um kvenfrelsiskvenna. Það er ekki
bara til að hækka launin, sem kven-
frelsiskonur telja æskiiegt að
reynsluheimur kvenna verði meira
metinn. Kvennagildin mjúku þar
sem virðingin fyrir lífinu, náttúr-
unni og lítilmagnanum situr í
fyrirrúmi myndu betmmbæta þenn-
an harðneskjulega heim vopna-
skaks, efnishyggju og karlrembu,
ef þau væm höfð að leiðarljósi við
forgangsröðun pólitískra aðgerða
og fjárlagagerð. Starf kvennalist-
ans sem stjómmálaafls snýst því
um öll mál, en ekki bara þau sem
snerta konur meira en aðra eins og
sumir virðast enn halda.
Hlutur kvennaf ræða
Ein mikilvæg leið til að auka virð-
ingu þessara gilda er að koma þeim
inn í heimsmynd okkar í gegnum
vísindi og fræði. Kvennafræði og
kvennarannsóknir fást einmitt við
að skoða heiminn út frá sjónarhóli
kvenna og nú þegar hefur safnast
mikill þekkingarforði, sem ekki er
nema að litlu leyti kominn inn í
kennslubækur. Það er því mikil-
vægt mál fyrir kvennabaráttuna að
koma á skipulagðri kennslu í
kvennafræðum við Háskóla íslands
og að kennslubókahöfundar kynni
sér þau. Annað mikilvægt atriði í
sambandi við reynsluheim kvenna
og menntamál er að endurskoða
hina einhliða áherslu á vitsmuni og
atvinnulífið (karlaheimurinn gamli)
á kostnað tilfínninga og einkalífs
(kvennaheimurinn gamli). Hús-
mæðraskólamir eru að hverfa, en
hvað kom í staðinn? Á sviði mennta-
mála þarf því víða að taka til
hendinni, ef veita á reynsluheimi
kvenna meira vægi.
Af hverju eru
ekki allar konur
kvenfrelsiskonur ?
Þó að augljóst sé að konur eiga
margt sameiginlegt (em ábyrgar
fyrir heimilishaldi og bamauppeldi,
fullnægja tilfinningalegum þörfum
sinna nánustu og era í tiltölulega
einslitum störfum á vinnumarkaði),
þá bendir margt til að ekki séu all-
ar konur kvenfrelsiskonur í þeirri
merkingu sem nefnd var hér fram-
ar, þ.e. að vilja spoma gegn því að
kynferði ákvarði stöðu þeirra og
að vilja vinna að því að reynsluheim-
ur kvenna verði meira metinn í
þjóðfélaginu. Þó að ýmsum finnist
kvennalistinn fá nægilega mörg
atkvæði, þá má velta því fyrir sér
hvers vegna hann fær ekki 50%
atkvæða, því konur eru jú rúm 50%
þjóðarinnar.
Sumar konur telja að hagsmunir
þeirra sem verkakonur, atvinnurek-
endur eða bændur séu mikilvægari
en hagsmunir þeirra sem konur.
Því kjósa þær aðra flokka, sem nú
keppast við að hafa konur í vonar-
sætum til að sýnast trúverðugri sem
málsvarar kvenna. Aðrar konur era
ánægðar með stjóm karla, saman-
ber margfrægan sjónvarpsþátt í
vetur, og vantreysta konum til að
fara með stjóm landsmála.
Þó að Betty Friedan hafi talið
hina heimavinnandi húsmóður, sem
fann frelsi sitt í að horfa á sápuóp-
erar (videó), firrta eða blekkta eða
„með falska meðvitund" yrði ég
síðust til að klína þessari túlkun á
þær konur, sem ekki vilja kven-
frelsi. Slíkt væri virðingarleysi og
hroki nema ef til vill gagnvart
yngstu kjósendunum, sem alls ekki
hafa fengið tækifæri til að kynnast
viðhorfum kvenfrelsiskvenna í sínu
námi. Þeim er talin trú um það í
skólakerfínu að á íslandi ríki kynja-
jafnrétti og 18 ára stúlkur eiga sér
eðlilega þann stóra draum að eign-
ast mann og böm. Fram til þessa
hefur kvennalistinn ekki átt margar
virkar stuðningskonur úr jmgstu
kosningahópunum, því að reynslan
virðist nauðsynleg til að sjá misrétt-
ið. Samkvæmt a.m.k. einni skoð-
anakönnun frá því í vetur virðist
kvennalistinn ná betur til ungra
kjósenda nú en áður og er það von-
andi vísbending um það sem koma
skal.
Eldri konur, sem hafa varið lífí
sínu í bamauppeldi og heimilisstörf
og sjá ungu mæðumar í dag „van-
rækja“ bömin sín, hvort sem það
er af efnahagslegri neyð, græðgi
eða framavon, setja eðlilega spum-
ingamerki við þetta frelsisbrölt.
Ekki bætir úr skák ef þær fínna
að kvenfrelsiskonur lítilsvirða heim-
ilisstörf og bamauppeldi, meginvið-
fangsefiii þeirra lífs, þó að flestar
hafi þær einnig þurft að vinna fyr-
ir sér um tíma. Þessar konur verða
auðvitað að átta sig á því að tímam-
ir era breyttir, og að það era þær
FYRSTI sameiginlegi framboðs-
fundur frambjóðenda í Austur-
landskjördæmi var haldinn í
Hofgarði í Öræfum 29. mars
og þeirra gildi, sem í rauninni er
verið að hampa í kvenfrelsisbarátt-
unni núna, þó í breyttu formi sé.
En er stjómmálastarf og þátt-
taka í kosningum eðlilegur farvegur
fyrir kvennabaráttuna? Fyrir
síðustu borgarstjómarkosningar
ákvað hluti kvenna úr kvennafram-
boðinu í Reykjavík að hætta þátt-
töku í stjómmálastarfí, en aðrar
héldu því áfram í nafni Samtaka
um kvennalista. Að mínu mati.var
þetta ákaflega eðlilegt, því að
kvennabaráttan krefst þess að
margskonar aðferðum sé beitt. Eins
og umfjöllunin hér að framan bend-
ir til er mikið verk að vinna á sviði
stjómmálanna og kosningamar
framundan era næsta stóra skrefíð
þar. Jafnljóst er að víðar þarf að
taka til hendinni. Baráttan verður
að fara fram innan heimilanna, inn-
an skólanna, innan heilbrigðiskerf-
isins, í meðferð dómsmála og víðar,
samanber hið ótrúlega misrétti og
ofbeldi sem konur og böm verða
fyrir í þjóðfélaginu. Þau atriði era
smám saman að verða sýnileg fyrst
og fremst vegna kvennabaráttunn-
ar, samanber Kvennaráðgjöfina og
ráðgjöf vegna kynferðislegs ofbeld-
is á bömum. Mikið verk er framund-
an og æskilegt er að konur skipti
með sér verkum, því að enginn vinn-
ur þau fyrir þær og flestar hafa
þær þegar nóg að gera.
Iowa City, 24/3 1987.
síðastliðinn.
Frambjóðendur allra stjómmála-
flokkanna mættu nema Borgara-
flokksins.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Fyrsti framboðs-
fundurinn í Aust-
urlandskj ör dæmi
HONDA CIVIC SHUTTLE 4 WD REAL TIME
Bylting í gerð aldrifsbíla
Velur sjálfvirkt hvenær
þörf er á framhjóla-
.afturhjóla- eðaaldrifi.
Kynnist þessumfrá-
bæru eiginleikum.
Honda, merki
hinna vandlátu.
Verð 2. apríl
kr. 576.000.-
Opið í dag 1-5
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 S.689900