Morgunblaðið - 11.04.1987, Page 31

Morgunblaðið - 11.04.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Sýning á myndlist 6-12 ára barna: Myndlist barna ber að sýna meiri athygli og virðingu - segir Bragi Hannesson banka- stjóri Iðnaðarbankans „ÞAÐ GLEÐUR okkur að sjá hversu unga kynslóðin er önn- um kafin við að skapa, á þessari öld mötunar og fjölmiðla,“ sagði Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðarbankans á fundi með fréttamönnum þar sem kynnt var sýning á myndum sem bárust í samkeppni meðal 6-12 ára bama sem bankinn stóð fyrir í vetur. Samkeppnin var haldin í samvinnu við mynd- menntakennara í barnaskólum Reykjavíkur. Börnunum var falið að vinna út frá lífinu i Reykjavík, fólki, atvinnulífi og umhverfi. Eitt þúsund myndir bárust dómnefnd og valdi hún 100 verk á sýninguna sem opnuð verður í listasafni Alþýðu- sambands íslands við Grensásveg í dag. Þetta er í ijórða sinn sem Iðnað- arbankinn efnir til myndlistarsam- keppni bama. í fyrri skiptin voru þær haldnar í Garðabæ, á Selfossi og Akureyri. Útibú bankans á þessum stöðum prýða nú mynd- verk bama. „Skýringin á þessum áhuga okk- ar er sú að bankinn vill láta eitthvað fleira af sér leiða en að meðhöndla peninga," sagði Bragi. „Við teljum að myndlist bama sé ekki nægileg athygli og virðing sýnd. Myndmenntin ætti að vera einn af mikilvægustu þáttunum í mótun bama, því þar læra þau að virkja sköpunarkraft sinn. I iðnaði reynir einmitt á þessa þætti og þar sem bankinn er nátengdur atvinnu- lífinu teljum að þetta fræðslustarf standi okkur nærri. Þetta gerist ekki af sjálfu sér.“ Anna Þóra Karlsdóttir mynd- menntakennari, sem sat í dóm- nefnd keppninnar, taldi sýninguna hvetjandi fyrir kennara og nem- endur. „Myndlistarkennarar finna gjama fyrir því að myndlist og verkleg kennsla lendir aftast í for- gangsröðinni við skipulag skóla. Að mínum mati ætti mjmdmennt að tengjast inn í allar kennslu- greinar. Við erum ekki að búa til myndlistarmenn, heldur viljum við að sú tækni og þær aðferð sem bömin læra sé hagnýtt við lausn verkefna í öðru nárni," sagði Anna. Hún gerði einnig að umtalsefni skort á virðingu fyrir myndlist bama. „Það skiptir gífurlega miklu máli fyrir bömin hvemig viðtökur þeirra verk fá. Því miður eru brögð að því að þegar bömin koma heim með afrakstur heils vetrar í möppu að þá lendi myndimar undir stól eða sé jafnvel hent. Forráðamenn ættu að veita þeim meiri athygli og jafnvel ramma inn myndir og hengja upp á heimilinu." í dómnefndinni sat auk þeirra Braga og Önnu Þóru, Hringur Jó- hannesson listmálari. Aðspurður hvort eitthhvem einn samnefnara mætti fínna fyrir myndir á sýning- unni sagði Hringur að svo væri ekki. „Það sem réði vali okkar var hvort mynd ætti heima í sýningar- sal. Þá reyndum við að hafa jafnvægi milli svarthvítra og lit- aðra mynda. Að öðru leiti völdum við myndimar eins og á hverja aðra sýningu. Þar gilda sömu við- horf og í annarri list.“ Iðnaðarbankinn mun falast eftir þrátíu verkanna á sýningunni til þess að hengja upp í húsakynnum sínum. í dag er öllum listamönnun- um sem verk eiga á sýningunni boðið til opnunarinnar og muriu þau hljóta viðurkenningu, 2500 krónur. Sýningin verður opin til 25. apríl. í tengslum við hana verða tveir fyrirlestrar haldnir í listasafn- inu. Á sunnudag ræðir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um bama- teikningar og nútímalist, 25. apríl fjallar Sigríður Bjömsdóttir mynd- listarþerapisti um myndlist og persónuleikaþroska bama. Þann Morgunbiaðið/Einar Faiur 26. apríl halda sfðan böm úr Tón- prá vinstri: Bragi Hannesson, Anna Þóra Karlsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Helga Gunnarsdóttir, skóla Sigursveins tónleika í sýn- Hringur Jóhannesson og Rebekka Silvia Ragnarsdóttir. Börnin þijú eru höfundar verkanna á veggnum ingarsalnum. í baksýn. Þá á Rebekka mynd sem prýðir sýningarskrá. tiSgglfflToSÉKATHé.... Tilboðið gildir f ram að paskum. afMftra Gr6ðurbúÆsigtún-.Símar36770-686340

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.