Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 35

Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Keuter Ys og þys var í kauphöllinni í Tókýó i gær þegar dollarinn lækk- aði enn gagnvart jeninu. Á töflunni má sjá, að 142,90 jen fáist fyrir doliarann en hann átti eftir að fara nokkru neðar. Svo virð- ist sem helstu viðskiptaþjóðir Japana séu að gefast upp á að fá þá til að opna sinni eiginn markað fyrir innflutningi og muni þvi ekki sporna við því, að dollarinn lækki enn meir. Dollarinn lækkar og Japanir einir á báti London, Tókýó. Reuter. GENGI dollarans féll í gær og hefur ekki verið lægra gagn- vart japanska jeninu í 40 ár. Eru þessar breytingar skýrðar þannig, að markaðurinn sé nú orðinn viss um, að ójöfnuðurinn í viðskiptum Japana við um- heiminn verði ekki Iagfærður nema með lægra dollaragengi. Gullverðið er nú hærra en það hefur verið um misserisskeið. Gjaldeyrissalar segja, að á sjö- ríkja-fundinum á miðvikudag, Bandaríkjamanna, Japana, Vest- ur-Þjóðverja, Breta, Frakka, Kanadamanna og ítala, hafi kom- ið í ljós, að Japanir voru einir á báti, allir aðrir vildu sjá jenið hækka. Má því búast við, að doll- arinn lækki ennfrekar og nýjar tölur um hagnað Japana af ut- anríkisversluninni vísa í þá áttina. Á síðasta ári var hann 89,77 millj- arðar dollara á móti 52,60 millj- örðum árið 1985. Á hádegi í gær fengust 1,6235 dollarar fyrir pundið en gagnvart dollara var staða annarra gjald- miðla þessi: 1,3020 kanadískir dollarar. 1,8115 v-þýsk mörk. 2,0435 hollensk gyllini. 1,5010 svissneskir frankar. 37,5100 belgískir frankar. 6,0280 franskir frankar. 1.291,00 ítalskar lírur. 142,10 japönsk jen. 6,3225 sænskar krónur. 6,8225 norskar krónur. 6,8350 danskar krónur. Fyrir gullúnsuna fengust á sama tíma í gær 432,90 dollarar. Holland: Hertar reglur um flóttamenn Haag, Reuter. YFIRVÖLD í Hollandi hafa ákveðið að takmarka mjög straum flóttmanna inni í landið. Þingið samþykkti í gær sérstaka löggjöf þessa efnis. Samkvæmt ntyju lögunum mun yfírvöldum verða heimilt að neita þeim sem sækja um pólitískt hæli um landvist hafi þeir komið frá öðru vestrænu ríki eða leitað hælis þar. Þá er gert ráð fyrir að af- greiðslu umsókna verði hraðað þannig að unnt verði að skera úr um landvistarleyfi á tveimur dög- um. „Þetta eru afdráttarlaus lög en við þurfum nauðsynlega á þeim að halda,“ sagði talsmaður hollenska dómsmálaráðuneytisins. „Helming- ur þeirra sem sækja um landvist hér getur engan veginn talist til flóttamanna,“ bætti hann við. Tæplega 2.000 manns sóttu um landvistarleyfi í Hollandi í síðasta mánuði og hefur fjöldi umsókna farið ört vaxandi að undanfömu. Flestir þeirra koma frá þróuna- rlöndunum og segja hollenskir embættismenn að starfsmenn út- lendingaeftirlitsins geti ekki sinnt sínum störfum sökum flóttamanna- straumsins auk þess sem mikill kostnaður sé honum samfara. HVERJAR ERU ÞÍNAR TÖLUR? 1 2 3 4 5 6 7 8 4 7 3 7 5 O 3 2 9 10 11 12 13 14 15 16 4 4 3 4 2 1 2 2 17 18 19 20 21 22 23 24 6 1 3 2 2 1 6 1 25 26 27 28 29 30 31 32 O O 3 1 5 2 5 4 Skrá yfír tölur sem dregnar hafa veríð út í Lottóí undanfamar nítjan víkur. m n Kynmngarþiónustan/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.