Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 44

Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 44
I 44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Neskirkja 30 ára á sunnudaginn Hákan Rudner NESKIRKJA á vígsluafmæli næstkomandi sunnudag, 12. apríl. Kirkjan var vígð á pálma- sunnudag árið 1957, af þáverandi biskup, herra Asmundi Guð- mundssyni, en fyrsti sóknar- prestur safnaðarins, séra Jón Thorarensen, þjónaði fyrir alt- ari. í tilefni afmæiisins nk. sunnudag mun herra Pétur Sig- urgeirsson prédika við guðs- þjónustu kl. 14.00. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organistans Reynis Jónassonar. Einnig munu Guðrún Birgisdótt- ir og Martial Nardeau leika á Málverkasýning í ráð' húsi Bolungarvíkur Bolungarvik. ^ J ÁLFHILDUR Ólafsdóttir hefur opnað málverkasýningu í ráð- húsinu í Bolungarvik og verður sýningin opin til 12. apríl nk. mOli kl. 14.00-18.00. A þessari sýningu eru 33 olíumálverk sem AlfhUdur hefur málað á sl. tveim- ur árum. Álfhildur hefur einu sinni áður verið með_ einkasýningu, það var sl. haust í Ásmundarsal í Reykjavík, en hún hefur átt myndir á mörgum samsýningum í Ameríku þar sem hún er búsett. Álfhildur er fædd í Bolungarvík og átti hér heima til 11 ára aldurs, flutti þá til Ísaíjarðar og fjórum árum seinna til Reykjavíkur. í Ameríku eða nánar tiltekið í St. Petersburg í Florída hefur Álfhildur búið síðan 1962. Við opnun sýningarinnar færði Álfhildur Bolungarvíkurkaupstað að gjöf mynd sem hún hefur málað af Bjöggu gömlu, sögufrægri per- sónu sem bjó hér í Bolungarvík tílemktm flautu. Núverandi sóknarprest- ar, séra Frank M. Halldórsson og séra Guðmundur Óskar Ólafs- son, þjóna fyrir altari. Að lokinni • guðsþjónustu mun Stefán Jóns- son fyrrum formaður sóknar- nefndar rifja upp þætti úr byggingarsögu hússins og kór kirkjunnar syngja. Núverandi formaður sóknarnefndar er Baldur Jónsson. Neskirkju teiknaði Ágúst Pálsson húsameistari, en á meðal þeirra sem stóðu í fyrirsvari af hálfu safnaðar- ins á meðan á byggingu stóð má nefna Stefán Jónsson, Einvarð Hall- varðsson og Alexander Jóhannes- son. Húsið tekur 5-6 hundruð manns í sæti ef lausir stólar eru nýttir, auk rýmis í safnaðarheimili, þar sem fjölþætt starf hefur farið fram um árin og er nú sem stendur nýtt alla daga vikunnar. Endurbætur hafa staðið yfir að undanfömu á kirkjunni, nýtt kopar- þak sett á hana, kirkjuskipið hreinsað og málað og teppi end- umýjuð. Fyrir liggur víðlíka verk á safnaðarheimilinu á komandi sumri. Morgunblaöið/Gunnar Frá afhendingu myndarinnar, Álfhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Kees Visser sýnir í Nýlistasafninu. fyrir um fjörutíu ámm. Bjagga gamla, sem hét fullu nafni Aðalbjörg Þórðardóttir, var einstæð kona, ákaflega sérvitur og treg að tjá sig um sína hagi, en hún hafði þann starfa, sjálfskipuð, að bera vatn í nokkur hús á grund- unum. Fyrir þetta verk vildi hún aldrei taka nokkra greiðslu aðra en þá að alltaf þáði hún kaffisopa og var haft á orði að líklega lifði hún á kaffi eingöngu, en þannig var líf Bjöggu gömlu ár eftir ár. Kom hún í sömu húsin, skilaði sama vatns- skammtinum, drakk sinn kaffisopa og talaði við sama fólkið. Meðal þeirra húsa, sem Bjagga kom með vatn í, var heimili listakonunnar og þess vegna er Bjagga gamla henni svona minnisstæð. Guðmundur Kristjánsson, bæjar- stjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, veitti gjöfínni viðtöku og flutti Álf- hildi innilegar þakkir. — Gunnar. Hið íslenska sjóréttarfélag: Fyrirlestur í Lögbergi Fræðslufundur í hinu ís- lenska sjóréttarfélagi verður haldinn í dag, laugardaginn 11. apríl, í stofu 103 í Lög- bergi og hefst hann kl. 14.00. Kathleen S. Goddard, lektor við háskólann í Exeter í Eng- landi, flytur fyrirlestur sem hún nefnir „The Torrey Canyon and the Amaco Cadiz — What Did We Leam?“ Kathleen S. Goddard er 6. erlendi gesturinn sem heldur erindi á vegum félagsins. Sér- svið hennar er sjóréttur og verslunarréttur. Hún hefur sér- hæft sig í lögfræðilegum vandamálum sem snerta meng- un sjávar af völdum skipa. Að erindinu loknu verða fyrir- spurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn. Ungir norrænir einleik- arar í Norræna húsinu FYRSTU tónleikamir í tónleika- röð Norræna hússins Ungir norrænir einleikarar verða haldnir sunnudaginn 12. apríl nk. og hefjast þeir kl. 16.00. Þessi tónleikaröð er hliðstæð þeirri, sem Norræna húsið gekkst fyrir árið 1985. Þar komu fram ungir tónlistarmenn, sem áunnu sér rétt til þess að taka þátt i þriðju 200. sýn- inginá Landmíns föður Stríðsárasöngleikurinn Land míns föður eftir Kjartan Ragn- arsson verður sýndur í 200. sinn í Iðnó í kvöld, laugardag. Land míns föður var frumsýnt í Iðnó 4. október 1985 og hefur því verið á flölunum í nærfellt tvö heil leikár og vinsældimar verið miklar. Uppselt hefur verið á nánast hveija sýningu. Áhorfendur eru orðnir yfír 40.000 og er söngleikurinn því kom- inn í hóp allra vinsælustu leikrita hjá Leikfélaginu frá upphafí. Aðeins fímm sýningar eru eftir hérlendis. Síðustu sýningamar verða á erlendri grundu. Leikfélagi Reykjavíkur hefur verið boðið að koma með sýninguna á leiklistar- hátíð í Svíþjóð nú í vor og er allt útlit fyrir að hægt verði að þiggja það boð. . Gísli HaUdórsson í hlutverki hins drykkfelda og trúheita Péturs postula i söngleiknum Land mins föður sem sýndur verður í 200. sinn i kvöld. Rækju landað á Siglufirði Siglufirði. Undanfama daga hafa eftirtalin skip landað rælq'u á Siglufírði: Skjöldur um 15 tonnum, Súlan 25 tonnum og Hákon 21 tonni. Einnig hefur Sigluvík landað 130 tonnum af botnfíski. _ Matthías Sýnir í Nýlista- safninu OPNUÐ var sýning á verkum eftir Kees Visser föstudaginn 10. apríl sl. Sýningin er að hluta til byggð á verkum eftir Einar Jóns- son, myndhöggvara, og ber heitið Tileinkun. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 16.00-20.00 og um helgar frákl. 14.00-20.00. Sýningunni lýk- ur annan í páskum. tónlistarhátíð Sambands nor- rænna tónlistarháskóla (Nordisk Konservatorierád) í Osló 1984, en aðeins framúrskarandi tón- iistarfólk hefur möguleika á að leika á þessum tónlistarhátíðum. Að þessu sinni sækir Norræna húsið tónlistarfólkið til fjórðu tón- listarhátíðarinnar, en hún var haldin í Helsinki í fyrra. Fyrstur kemur fram sænskur fíðluleikari, Hákan Rudner, en hann kom raun- ar fram fyrir hönd Danmerkur í Helsinki. Hann er rúmlega tvítugur og lærði á fíðlu frá átta ára aldri í Svíþjóð, en frá árinu 1981 stund- aði hann nám við Konunglega danska tónlistarháskólann og lauk þaðan einleikaraprófi 1986. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum meist- aranámskeiðum hjá heimsfrægum tónlistarmönnum og haldið tónleika víða um lönd, bæði sem einleikari og með kammersveitum. Meðal annars má nefna, að hann er einn stofnenda kammersveitarinnar Casuale. Á tónleikunum á sunnudaginn leikur Hákan Rudner Rapsódíu nr. 1 eftir Béla Bartók, sónötu eftir Ravel og sónötu í b-moll eftir Brahms. Undirleikari er Erik Karl- berg. Tónleikarnir heflast sem fyrr segir kl. 16.00 á sunnudaginn og aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn. Næstu tónleikar í röðinni verða haldnir sunnudaginn 26. apríl í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar leikur fulltrúi Svíþjóðar, Gunnar Iden- stam, á orgel. Neskirkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.