Morgunblaðið - 11.04.1987, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
69
fclk í
fréttum
Hrafn Friðbjörnsson í hlutverki Peron, í atriði
úr „Evitu“.
Agnes Kristjánsdóttir í hlutverki Evitu i atriði úr
samnefndum söngleik.
íslenskur jassballett-
flokkur stofnaður
Um síðustu helgi var haldið upp
á 20 ára starfsafmæli Jazz-
ballettskóla Báru (JSB) með
miklum myndarbrag á Hótel Sögu
og bárust Báru Magnúsdóttur og
skólanum fjöldi heillaóska og gjafa.
A undanfömum ámm hefur Dans-
flokkur JSB sett á svið ýmsa
söngleiki og kafla úr söngleikjum
og vom flutt valin atriði úr þessum
söngleikjum á afmælishátíðinni.
Fjöldi gesta sótti afmælisháti-
ðina
Bára Magnúsdóttir tilkynnti þar
að stofnaður hefði verið íslenskur
jassballettflokkur sem skipaður
ætti að vera atvinnudönsurum og
fást við nútímaballett og verk þar
sem spunnið væri saman leik, dans
og söng. Stjórn flokksins yrði skip-
uð fímm mönnum, tilnefndum af
Leikfélagi Reykjavíkur, Dansráði
íslands, Islensku ópemnni, tónlist-
armönnum og dönsumm. Inntöku-
próf yrðu auglýst og fenginn
þekktur erlendur prófdómari,
íslenskum fagmönnum til aðstoðar.
Sagði hún að þetta hefði lengi ve-
rið sitt hjartans mál og því vildi hún
gerast fyrsti styrktarmeðlimur
flokksins og sjá hópnum fyrir þjálf-
unaraðstöðu og greiða laun þjálf-
ara. Sagðist Bára vona að tilvist
slíks dansflokks myndi breikka
verkefnaval leikhúsanna og örva
íslenska höfunda tit að skrifa leik-
húsverk þar sem leikur, dans og
söngur fengju að njóta sín jöfnum
höndum.
Morgunblaðið/Þorkell.
Guðný Eggertsdóttir, Arndís Guðmundsdóttir og Ágústa Kolbeins-
dóttir (fr.h.) ,járnbrautarlestir“ flytja atriði úr söngleiknum, „Starl-
igt Express".
COSPER
— Eigum við að kaupa nautasteik fyrir peningana, sem við
höfum verið að safna til elliáranna?
Fólk
hefur ekki bara fatnað
heldur líka sængurfatnað
Tílvaldar fermingargjafir
Sængurkr. 2.490.
Koddar kr. 490.
Sængurverasettfrá kr. 1.198.
Rúmteppi frá kr. 1.198.
Úrval af páskadúkum —
margar stærðir.
Opið laugardag kl. 10-4.
Sunnudag kl. 1-5.