Morgunblaðið - 11.04.1987, Síða 75

Morgunblaðið - 11.04.1987, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRIL 1987 75 Hægt og hljótt besta lagið Kæri Velvakandi. Mig langar til að óska Valgeiri Guðjónssyni innilega til hamingju með lagið hans, sem söng sig svo ljúflega, hægt og hljótt, beint inn að hjartarótum stórs hluta þjóðar- innar eins og atkvæðin gáfu til kynna og margir þeirra, sem ég hef talað við, taka undir það. En við erum skrýtin þjóð. Morguninn eftir mátti fólk tjá sig um álit sitt í morgunútvarpinu. Og viti menn, flestir þeirra, sem fundú sig knúna til að hringja, voru ekki ánægðir með lagið og báru efasemdir í brjósti um að lagið ætti erindi í þessa keppni. Fannst það ekki nógu „Euróvisionlegt". Ef við förum í huganum yfir lögin sem hafa unnið sjáum við að mörg þeirra hafa ein- mitt unnið vegna þess að þau hafa sungið sig beint inn í hjörtu við- staddra. Þannig vann Dana með laginu „All kinds of everything“, þýska stúlkan fyrir tveim eða þrem árum og svo mætti lengi telja, þó ég hafi því miður ekki lista yfir þetta. Það skiptir þó ekki höfuð- máli. Fyrir mestu er að taka þátt í leiknum og hann er skemmtileg- ur. Ekki síst núna, með nýja fyrir- komulaginu, sem mér finnst mjög gott. En einhvern veginn finnst mér og vil leyfa mér að spá því að þetta lag eigi eftir að breyta skoðunum þjóðarinnar á því hvernig lög eigi erindi í þessa keppni. Hvort hún er rétt þessi spá getur enginn sagt um nema dómendur daginn, sem keppnin fer fram. Og þess dags er líklegt að margir bíði eftirvænting- arfullir, en smeykir, eftir „fall“ Gleðibankans í fyrra. Matthildur Björnsdóttir Fyrirgreiðslupólítík hefur í f ör með sér ranglæti Kæri Velvakandi. Ég get ekki orða bundist út af þessu Albertsmáli. Hvers vegna hafa íjölmiðlarnir ekki rætt aðalat- riði málsins, að sífelld brot Alberts Guðmundssonar á eðlilegum sið- gæðisreglum eru blátt áfram óþolandi? Hann telur, að sér komi ekki við, þegar landsmenn verða að taka á sig mörg hundruð millj- óna króna tap af gjaldþroti Haf- skips, en hann var á sama tíma stjórnarformaður þess og formaður bankaráðs Útvegsbankans. Hann telur líka að hann beri ekki ábyrgð á skattframtali því, sem hann hefur undirritað, eða á fyrirtæki, sem er í einkaeign hans og sem hann er einn prókúruhafi fyrir. Þessi af- staða hans er út í hött og ekki boðleg heilvita fólki. En svo er annað. Það er að fyrir- greiðslupólitík eins og Albert rekur hefur í för með sér ranglæti. Hann kippir einhveijum vildarvinum sínum út úr biðröðum og út af bið- listum. En það þýðir að hinir í biðröðunum og á biðlistunum eru látnir gjalda fyrir þetta. Séra Jón fær sitt, af því að hann þekkir Al- bert, en við meðaljónamir verðum bara að bíða, sjá og vona. Mér finnst satt að segja að menn eigi að gera góðverk sín á eigin kostn- að, en ekki annarra eins og Albert gerir oftast! Einn í Laugarnesi t>essir hringdu . . Eru nagladekk ómissandi? Ökumaður hringdi: „í samtali við gatnamálastjórann á Bylgj- unni fyrir nokkrum dögum kom fram að götumar í Reykjavík em mjög illa famar eftir nagladekkin í vetur. Þannig kemur snjóleysið Reykvíkingum í koll, þó eflaust hafi mikið sparast vegna þess að ekki þurfti að moka snjó af götun- um. Nú em allir á þessum nagladekkjum en ég efast dálítið um að gagnsemi þeirra réttlæti þá almennu notkunn sem hér tíðkast. Sjálfur hef ég látið ónegld vetrardekk nægja og hef þó yfir- leitt komist allra minna ferða. Sé færð mjög þung setur maður bara keðjurnar undir." Sýnið meira af íslenskri knatt- spyrnu Dreifbýlismaður hringdi: „Það er oft erfitt fyrir okkur sem búum úti á landi að komast á knatt- spyrnuleiki. Ég vil því mælast til þess við Bjama Felixson að hann sýni meira frá íslenskum knatt- spymuleikjum í sumar. Venjulega em aðeins sýndir stubbar en ekki veitti af að sýna s.s. 10 úr hveij- um leik. Gæti ríkissjónvarpið ekki haft samvinnu við Stöð 2 um að sýnt verði meira af íslenskri knattspyrnu? Hnífar og skæri eru ekki barna meðfæri Ellen Stefánsdóttir hringdi: „Það er margt sem leitar á hug- ann á þessari fjölmiðlaöld og trúlega gengur misvel að meðtaka allt sem fram er borið. Að allri piólitík slepptri þá ætla ég að minnast lítillega á barnaefnið í stundinni okkar. Mér hefur staðið hálfgerð ógn af því þegar börn em farin að handleika flugbeitta hnífa í sambandi við matargerð svo sem að skera niður alls kyns ávexti og grænmeti. Það leynir sér ekki að þau mega gæta þess að skera sig ekki. Og hvað ef bömin tækju nú til við að reyna þessa matargerð þegar þau em ein heima. Málshátturinn segir: hnífar og skæri eru ekki barna meðfæri. Ætli það séu ekki ansi mörg börn sem em ein heima meðan foreldrarnir em í vinnu og fjarri heimilunum? Mér þykja sjónvarpsþættimir um Fyrirmyndar föðir sannarlega til fyrirmyndar. Hvernig væri að koma með svipaðan þátt um fyrir- myndar móður. Og svo er góður þáttur sem kemur stundum í sjón- varpinu, en það er Brúðubíllinn. Er þar ekki samkölluð fyrirmynd- ar amma, sem talar til yngstu kynslóðarinnar og skilur hana? Og að lokum. Væri ekki hægt að draga svolítið ú þessum ofbeldis- fréttum í sjónvarpinu, það er stundum eins og allur heimurinn sé einn vígvöllur eftir þeim að dæma.“ Gyllt armband Gyllt armband tapaðist í Þjóð- leikhúskjallaranum hinn 13. mars sl. Armbandið er fremur breitt og með mynstri af nauti. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 3 51 03. Fundarlaun. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar: 689004 - 689005 - 689006 Utankjörstaðakosning ferfram hjá borgarfógetanum í Reykjavík í Ármúlaskóla alla daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga og aðra helgidaga kl. 14- 18. Lokað föstudaginn langa og páskadag. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosn- ingunum. Áðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofui a ef þið verðið ekki heima á kjördag. íbúar í Smáíbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi Stjórn og umdæmisfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hverfinu bjóða ykkur í heimsókn til okkar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20.00-22.00. Kaffi og kökur. Leikhorn fyrir yngstu gestina. Frambjóðendur og fulltrúar hverfisins til staðar. Hverfisskrifstofan er opin á sama stað alla daga ki. 17.00- 22.00. Símar: 689611 — 689612. Stjórn félags sjálfstæðismanna f Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Ég kýs „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég treysti honum til að stuðla að áframhaldandi efnahagsbata og bættum kjörum. Ég hef einnig þá trú, að hann muni vinna að bættri aðstöðu fólks til að verja auknum frítíma". Kolbeinn Pálsson, forstjóri Á RÉTTRI LEIÐ ... X-D MEÐmSÍMTAU er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. argjoldin skuldfærd a viðkomandi greiðslukortareikn- SIMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.