Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Fiskaflinn: Þorskaflinn jókst um rúm 27.000 tonn Samdráttur í loðnuveiðum ÞORSKAFLI landsmanna um síðustu mánaðamót var orðinn 321.176 tonn, en var á sama tíma í fyrra 293.698. Heildarafli er nánast sá sami, 1.086.000 tonn, en var um mánaðamótin ágúst setpember um 100.000 tonnum meiri en i fyrra. Munurinn liggur fyrst og fremst i miklu minni loðnuafla. I september í fyrra veiddust tæplega 140.000 tonn en nú aðeins 7.616 tonn. í septmber var þorskafli báta og afli af örðum botnfiski nánast sá sami og í fyrra, en togarar juku bæði þorskafla og afla annarra botnfisktegunda. Þorskafli togara nú var 14.203 tonn en 11.514 í fyrra. Af öðrum botnfiski öfluðu togarar nú 16.225 tonna, en 15.161 í fyrra. Heildarafli í mánuðinum varð 53.734 tonn en 184.854 í fyrra og liggur munurinn allur í loðnu. Fyrstu 9 mánuði ársins varð heildarafli báta 771.044 tonn en 799.993 í fyrra. Heldur meira VÍSITALA framfærslukostnðar í byijun októbermánaðar var 213,85 stig eða 1,65% hærri en í byijun septembermánaðar. Þessi hækkun jafngildir 21,7% hækkun verðbólgunnar á ári. Undanfama þtjá mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar veiddist af þorski nú, ögn minna af öðrum botnfiski og 46.000 tonn- um minna af loðnu. Togarar öfluðu á þessu tímabili 158.767 tonna af þorski en 139.683 í fyrra. Afli af örðum botnfiski nú varð 157.053 tonn en 146.616 í fyrra. hækkað um 5,4%, sem jafngildir 23,2% verðbólgu á heilu ári. Af þessari 1,65% hækkun frá september til október stafa um 0,3% af hækkun á verði matvöru, 0,4% stafa af hækkun á verði fatnaðar og um 1% stafa af hækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða. Framfærsluvísitalan í október: Hækkun um 1,65% VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstols Islands (Byggt á veðurspá W. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 13.10.87 YFIRLIT á hádegi í gser: Lægð við Skotland en hæð yfir Grænlandi. SPÁ: ( dag verður austan- og norðaustan gola eða kaldi á landinu. Bjart veður víða vestanlands, annars skýjað og skúrir með suður- og suðaustur ströndinni. Hiti 1—4 stig sunnanlands en 1—4 stiga frost norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Austanátt, fremur svalt og víða næturfrost inn til landsins, þurrt sums staðar vestanlands en annars slydduél eða skúrir. Heiðskírt TÁKN: Ö ■á Léttskýjað Ók Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veAur Akureyri + 3 alskýjað Reykjavík + 2 skýjað Bergen 9 skýjað Helsinki 12 léttskýjað Jan Mayen +2 snjóél Kaupmannah. 14 rigning Narssarssuaq 0 skýjað Nuuk 0 þoka í gr. Osló 9 alskýjað Stokkhólmur 12 þokumóða Þórshöfn 7 skýjað Algarve 21 iéttskýjað Amsterdam 10 miBtur Aþena 24 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Berlin 19 alskýjað Chicago +2 heiðskírt Feneyjar 20 skýjað Frankfurt 8 rigning Glasgow 8 rignlng Hamborg 8 rigning Las Palmas 25 skýjað London 14 léttskýjað LosAngeles 19 alskýjað Lúxemborg 7 skýjað Madríd 16 léttskýjað Malaga 23 heiðskfrt Mallorca 22 léttskýjað Montreal 1 lóttskýjað New York 6 alskýjað Parls 13 skýjað Róm 21 skýjað Vín 16 alskýjað Washington 7 skýjað Winnipeg 1 skýjað Morgunblaðið/Úlfar Slökkviliðsmenn koma til ísafjarðar úr velheppnaðri ferð til Skálavíkur. Hraðfiskibáturinn Bliki, sem er af Sóma 800-gerð, fór með 10 slökkviliðsmenn og björgunarbáturinn Gísli Hjalta úr Bolungarvík flutti tvær öflugar dælur, auk tveggja manna. Það tók bátana einungis einn tíma að komast á brunastaðinn, en það er um þriðjungur þess tíma sem það hefði tekið slökkvi- bílana. Hlöðubruni í Skálavík: Bóndinn barðist við eldinn með haugdælu Bæjum. BETUR fór en á horfðist á bænum Skálavík við Mjóafjörð í Isafjarðardjúpi er þar kvikn- aði í heystabba í öðrum enda stórrar hlöðu á sunnudags- morgun. Hafði vatn komist í enda hlöðunnar fyrir nokkrum dögum og talið að hitnað hafi í heyinu út frá því þótt upp þurrkað hafi verið þá við varð vart. Geir bóndi Baldursson brá skjótt á það ráð með heimilisfólki sínu að dæla með haugsugu vatni á eldinn, sem honum tókst að kæfa svo áður en út breiddist, að við varð ráðið, en þó var glóð í heyi sem út var borið. Það voru um 150 hestburðir, sem dæla varð á vatni af og til. Þetta heymagn ónýttist með öllu. Slökkvilið frá ísafírði brá skjótt við og komu tólf manns á tveimur hraðbátum með dælubúnað og slöngur sem dugðu og mikið ör- yggi veitti, þótt nokkur spotti sé að sjó. Sambyggt hlöðunni eru fjárhús mikil og fjós, en sluppu óskemmd og hjálpaði einnig til að logn var og eldurinn náði ekki útbreiðslu að marki. Mestur heyskapur í Skálavík er í votheyi og rúlluböggum, verk- að í flatgryfjum og skemmdist ekki. Jens í Kaldalóni. 0 Olaf svíkurprestakall: Séra Friðrik J. Hjartar hlaut bindandi kosningu ólafsvík. SÓKNARNEFNDIR Ólafsvíkur- kirkju, Ingjaldshólskirkju og Brimilsvallakirkju, sem mynda ÓLafsvíkurprestakall, hafa á kjörmannafundi valið prest til pretakallsins. Umsækjendur voru tveir, Séra Friðrik J. Hjartar í Búðardal og Yrsa Þórðardóttir cand. theol Reykjavík. Úrslit urðu þau að Séra Friðrik J. Hjartar hlaut 19 at- kvæði og þar með bindandi kosningu, en Yrsa Þorðardóttir fékk 4 atkvæði. Helgi. 0 Ur umferðinni í Reykjavík sunnudaginn 11. október 1987 Árekstrar bifreiða: 8. Kl. 14.37 varð árekstur á mótum Borgartúns og Höfðatúns sem leiddi til meiðsla ökumanns. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild og báðar bifreiðir fjarlægðar af vettvangi með kranabifreið. Kl. 15.28 varð árekstur á mótum Listabrautar og Kringlumýrarbraut- ar sem einnig leiddi til meiðsla ökumanns og flutnings á slysadeild. Kranabifreið fjarlægði báðar bifreiðir af vettvangi. Samtals 14 kærur fyrir brot á umferðarlögum á sunnudag. Við radarmælingar á Kleppsvegi á sunnudagsmorgun kom bifreið inn í geislann sem reyndist vera ekið með 90 km/klst hraða. Mestur leyfi- legur hraði á Kleppsvegi er 50 km/klst. Ökumaður viðurkenndi brot sitt að sjálfsögðu en ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Sex aðrir ökumenn óku of hratt um Kleppsveg þennan sunnudagsmorg- un og mældist hraði 81-93 km/klst. Ökumaður var kærður fyrir að aka austur Miklubraut austan Löngu- hlíðar með 100 km/klst hraða. Og um Kringlumýrarbraut mældist hraði hjá kærðum 88-91 km/klst. Einn ökumaður var staðinn að því að aka yfir gatnamót þrátt fyrir rautt ljós á götuvita. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.