Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 72
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. SEX MANNS BJORGUÐUSTER SPÆNSK ÞOTA HRAPAÐIUTAF REYKJANESI: „A 200 kmhraða í hafið“ „ÞAÐ iá Ijóst fyrir að það yrði mjög erfitt að lenda þotunni á hafinu," sagði Jose Beneyto, flugstjóri spænsku þotunnar, „ekki síst með tilliti til þess að hún var á nærri 200 kilómetra hraða þegar hún snerti hafflötinn. En við höfð- um svo sannarlega heppnina með okkur. Ég reyndi að lenda á öldufaldi, en þegar vélin lenti var öldufaldurinn horfinn og málið í hönd- uni Guðs og gæfunnar. Allir um borð voru mjög rólegir meðan þessi mikla hætta vofði yfir, en að því frátöldu er fyrst og fremst ástæða til þess að færa íslendingum og Bandaríkjamönnunum þakkir og hamingjuóskir fyrir frábæra björgun." Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki talið síður erfitt 'að nauðlenda vélum á sjó en landi. Spænska þotan nauðlenti um 50 mílur vest- ur af Reykjanesi sl. sunnudagskvöld eftir að hafa orðið bensínlaus í 7.000 metra hæð og stöðvaðist á nokkrum sekúndum eftir að flugstjórinn lenti henni á úthafinu. sjá bls. 36, 37 og 39. "\*;V - * 111 Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Kristján Jónsson ÞOTAN MARAR í KAFI Spænska þotan marar í kafí á úthafínu vestur af íslandi hálfri klukkustund eftir nauðlendinguna. Myndin er tekin í kvöldrökkrinu en hvíti bletturinn fyrir aftan flugvélina er gúmmíbjörgunarbáturinn með sex mörinum innan- borðs. Þetta er eina myndin sem er til af flaki vélarinnar í sjónum. - Sexmenningamir sem björguðust úr spænsku þotunni: Frá vinstri: Jose Medina Diaz, Poux Jean Hare, Jose Beneyto flugstjóri, Maria Jesús Sanc- his, Salvador Sanchis, faðir Mariu og Jose Naraver Cortezo. Islendingum hemulað að eignast erlend verðbréf EINSTAKLINGUM og fyrirtækj- um verður heimilað að kaupa erlenc verðbréf, þar með talin hlutabréf í erlendum fyrirtækj- um. Þessar breytingar eru liður í ráðstöfunum ríkisstjómarinnar í peningamálum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig náðst samstaða um það innai ríkisstjómarinnar að af- nema skattalegan mismun milli hlutabréfaeignar og annarra sparnaðarf orma. Ráðstafanimar voru kynntar í gærkvöldi. Markmiðið er að treysta gengi krónunnar, draga úr við- skiptahalla, bæta jafnvægi á lánamarkaði og efla innlendan spamað, eins og Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, komst að orði. Jafnframt aðgerðum í peningamál- um verður einnig gripið til aukinnar skattheimtu. Innflutningsgjald á bif- reiðir hækkar, undanþágum frá söluskatti fækkar, þannig falla niður allar söluskattsundanþágur á mat- vælum, og verð á áfengi og tóbaki hækkar. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráðherra, er áætlað að þessar aðgerðir skili ríkissjóði 680 milljónum króna á næsta ári. Á þessu ári fær ríkið um 300 milljónir vegna þessa. „Þessar aðgerðir, sem gerðar eru í framhaldi af fyrri ákvörðunum ríkisstjómarinnar, eru nauðsynlegar til að treysta gengi krónunnar," seg- ir í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar: „Með þeim verður ráðstöfunarfé þjóðarinnar beint að spamaði en frá neyslu og innflutningi og þannig dregið úr viðskiptahalla.“ Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði aðspurður að viðskiptahallinn yrði trúlega rúmlega 4.000 milljónir króna á næsta ári. Að óbreyttu hefði viðskiptahallinn orðið mun meiri. Bönkum og sparisjóðum verður heimilað að bjóða gengisbundna innlánsreikninga. Með því er verið að auka tiltrú almennings á gengi krónunnar og koma í veg fyrir að ótti við gengisfellingu verði til þess að neysla aukist. Vextir af spariskírteinum ríkis- sjóðs, sem eru til tveggja ára, verða óbreyttir, þ.e. 8,5%. Hins vegar verða boðin betri kjör á spariskírtein- um til lengri tíma, en sala þeirra hefur verið treg. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins verða boðin svipuð ávöxtunarkjör á þeim bréfum og á spariskírteinum til tveggja ára, en líklega verða þau seld með afföll- um. Umsvif ríkissjóðs á innlendum fjármagnsmarkaði verða minni á næsta ári. sjá bls. 41. 6 þúsund íslending- ar í vinnu erlendis BÚAST má við að um sex þús- und ísiendingar séu í vinnu erlendis. Samkvæmt upplýsing- um Hagstofu íslands eru samtals 13 til 14 þúsund íslensk- ir ríkisborgarar búsettir erlend- is eða um 5% af þjóðinni. Þar af eru um 10 þúsund fullorðnir. Af þessum tíu þúsund eru rúm- lega tvö þúsund manns í námi erlendis, samkvæmt upplýsingum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Konur búsettar erlendis eru fleiri en karlar eða um 55% á móti 45%. Ef reiknað er með 60% atvinnu- þátttöku kvenna eru það því samtals rúmlega sex þúsund ís- lendingar sem stunda vinnu er- lendis. Austurland: Söltun hafin á 12 plönum Síldarsöltun er nú hafin á 12 söltunarplönum á Austurlandi. Á sunnudagskvöld hafði verið salt- að í 2.600 tunnur. Á mánudag var reiknað með að saltað yrði í 3.400 tunnur til viðbótar. Á mánudagsmorgun höfðu um 1.200 tonn borizt á land. Um dag- inn voru um 10 bátar á veiðum og aflaðist mest á Seyðisfirði. Sfld er söltuð á tveimur plönum á Seyðis- fírði, tveimur á Eskifírði, flórum á Reyðarfirði, tveimur á Fáskrúðs- fírði og tveimur á Höfn í Homafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.