Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
Flótti sænska njósnarans Stigs Bergling:
Á hraðbátí til Sovétríkjanna
fyrír tryg’gingabæturnar?
Helsinki, Stokkhóimi, frá Lars Lundsten
BÍLLINN sem talið er að sænski
njósnarinn Stig Bergling og kona
hans hafi notað til að komast til
Finnlands fannst á laugardag í
nágrenni Helsinki. Lögreglan
telur nú að annað hvort hafi
Bergling verið á Ieið til Sov-
étríkjanna eða að bílnum sé ætlað
að villa lögreglunni sýn.
Bílaleigubíllinn af gerðinni Opel-
Ascona fannst á bílastæði við
tennishöll í Espoo, byggðarlagi í
nágrenni Helsinki. Maður sem bjó
í nágrenninu hringdi í lögregluna
eftir að hafa lesið frétt í blaði um
að líklega hefði Bergling notað bíla-
Ieigubíl við flóttann. Hann sagðist
hafa tekið eftir mannlausri hvítri
bifreið með sænsku skráningar-
númeri. Komið hefur í ljós að fínnsk
lögregla veitti bifreiðinni athygli
strax á fimmtudag en þá hafði
sænska lögreglan ekki enn gert
uppskátt að bíll kæmi við sögu í
flótta njósnarans. Það var ekki til-
kynnt fyrr en á föstudag, fjórum
dögum eftir flótta Berglings. Lög-
reglan í Espoo fékk svo þá tilkynn-
og Erik Liden, fréttariturum Morgunblaðsins.
ingu í hendur á laugardagsmorgun.
í bílnum fannst farangur sem
gæti tilheyrt konu Berglings. Menn
velta nú vöngum yfir hvort hjónin
hafi laumast aftur til Svíþjóðar eða
hvort þau séu ef til vill löngu kom-
in til fyrrverandi yfirmanna Bergl-
ings í Sovétríkjunum. Sænska
lögreglan hefur ekki viljað staðfesta
að Bergling hafí nokkum tíma kom-
ið til Finnlands.
Stig Bergling sem árið 1979 var
dæmdur í lífstíðarfangelsi hefur
margoft farið fram á náðun en án
árangurs. Ljóst er að flóttinn hefur
verið vel undirbúinn af konu hans.
Síðastliðinn vetur á hún að hafa
tekið lán til að íjármagna flóttann.
Auk þess hefur komið á daginn að
Bergling fékk sjúkrabætur í fang-
elsinu sem komið hafa að góðum
notum. Svo virðist sem Bergling
hafi haft úr þremur bílum að velja
til að flýja á en einungis einn þeirra
hefur fundist.
Ekki þykir ólíklegt að Bergling-
hjónin eða Sandberg-hjónin eins og
þau heita eftir nafnbreytingu, hafi
€ ! I
Pressens Bild
Opel-bifreiðin sem Elísabet Bergling tók á leigu. Hún fannst í ná-
grenni Helsinki á laugardag á bílastæði spölkorn frá smábátahöfn
í Espoo.
Ghana:
Geislavirkt mjólkur-
duft frá Evrópu
Accra, Reuter.
YFIRVÖLD í Ghana segjast hafa
fengið tvær sendingar af mjólkur-
dufti frá Evrópubandalaginu og
Tékkóslóvakíu, sem hafi reynst
geislavirkar.
Yfirmaður geislamælinga í Ghana,
Lawrence Twum-Danso, sagði að
innihald geislavirkra efna hefði verið
5.459,9 becqurel (Bq) í hvetju kílói
af mjólkurdufti, en slíkt er langt
umfram það sem leyfilegt er sam-
kvæmt alþjóðlegum stöðlum.
Mjólkurduftið — 750 tonn frá EB
og 60 tonn frá Tékkóslóvakíu — verð-
ur eyðilagt af Geislavömum ríkisins
í Ghana, að sögn yfirmanns tollamála
í landinu. Talið er að geislavirknin í
mjólkurduftinu sé afleiðing slyssins í
Chemobyl.
verið komin til Sovétríkjanna löngu
áður en sænska og finnska lögregl-
an var komin í viðbragðsstöðu. Frá
klukkan 12 á miðnætti aðfaramótt
þriðjudags í síðustu viku til klukkan
9 á þriðjudagsmorgni var hús hjón-
anna ekki vaktað. Vekjaraklukka
þeirra hjóna benti til þess að þau
hefðu vaknað klukkan Qögur um
nóttina. Líklegt þykir að hjónin
hafi tekið bílferju frá Kapellskár
norður af Stokkhólmi yfír til Ábo í
Finnlandi. Ekki þarf að sýna vega-
bréf á landamærum Finnlands og
Svíþjóðar. Auðvelt er að kaupa sér
farmiða á fölsuðu nafni vegna þess
að hvergi þarf að sýna persónu-
skilríki. Kílómetramælir Opel-bif-
reiðarinnar sýnir að henni hefur
verið ekið 414 km frá því kona
Berglings tók hana á leigu í Uppsöl-
um. Sú vegalengd kemur heim og
saman við tilgátuna um bílferjuna.
Bílastæðið þar sem bíllinn fannst
er rétt við smábátahöfnina í Espoo.
Finnska lögreglan leiðir nú getum
að því að hjónin hafi keypt sér hrað-
bát og siglt inn Kiijálabotn til
Sovétríkjanna. Á þann hátt hefðu
þau heldur ekki þurft að skýra út
fyrir finnskum landamæravörðum
hvað þau væru að gera vegabréfs-
laus til Sovétríkjanna. Aðrir
möguleikar hafa einnig verið nefnd-
ir í ljósi þess að samgöngur í lofti,
láði og legi er góðar milli Sovétríkj-
anna og Finnlands. Esbjörn Es-
bjömsson yfirmaður sænsku
öryggislögreglunnar hefur bent á
að ekki liggi allar leiðir frá Finn-
landi austuryfir og bílnum kunni
að vera ætlað að villa um fyrir lög-
reglu.
Reutcr
Mubarak
sver emb-
ættiseið
í gær sór Hosni Mubarak,
forseti Egyptalands, emb-
ættiseið til næstu sex ára
eftir að þjóðin hafði veitt
honum umboð til þess í kosn-
ingum. Hann notaði tækifær-
ið og lýsti því yfir að Egyptar
væru reiðubúnir til að veija
Kuwait fyrir orrahríð Persa-
flóastríðsins. Ennfremur
rakti hann árangur stjórnar
sinnar undanfarin ár og
hvatti menn til að herða
sultarólina og framleiða
meira og flytja meira út.
Belgía:
Amma fær
óvænta heim-
sókn inn
um þakið
Brilssel, Reuter.
ALIDA de Winne, 70 ára gömul
flæmsk ekkja hefur öðru sinni
fengið óvænta heimsókn. Heim-
sóknin er þó sérkennilegust fyrir
þær sakir að gesturinn kom inn
um þakið svífandi — eða öllu
heldur hrapandi — í fallhlíf.
Ekki eru liðin nema sex ár siðan
síðasti fallhlífastökkvarinn lenti
inni á stofugólfi ekkjunar.
Svo er málum háttað að de Winne
býr ein síns liðs skammt frá æfínga-
svæði hersins. Sem kunnugt er
hafa fallhlífastökkvarar örlög sín
ekki eins í hendi og þeir sem hafa
báða fætur á föstu landi, og svo
var sérstaklega um fallhlífaher-
manninn, sem brotlenti á stofugólfi
hjá þeirri gömlu í lok síðustu viku
eftir að hafa fokið af leið.
„Ég hafði lítið út á málið að
setja. Hann var bráðmyndarlegur,"
sagði de Winne.
Fyrir sex árum kom káta ekkjan
að öðrum fallhlífahermanni úr sömu
herdeild þar sem hann hékk niður
úr ijáfrinu.
Dauði Uwe Barschels í Genf
Fannst á sunnudag, en
dánarorsök enn á reiki
Morð, hjartaáfall eða sjálfsmorð?
Kiel, Reuter.
UWE BARSCHEL, stjórnmála-
maðurinn vestur-þýski, sem
nýlega lenti I pólítísku hneykslis-
máli, fannst látinn í hótelherbergi
í Genf á sunnudag. Fyrstu fréttir
báru að hann hefði fargað sér,
en að sögn yfirvalda í Slésvík-
Holstein, en þaðan var Barschel,
bentu fyrstu rannsóknir sviss-
neskra líkskoðara til þess að
banameinið hafi verið hjartaáfall.
Barschel var forsætisráðherra
Slésvikur og Holtsetalands þar til
hann var knúinn til afsagnar fyrir
tveimur vikum.
Barschel fannst látinn á gistihús-
inu „Beau Rivage" í Genf, en þar
var hann staddur á leið heim frá
Kanaríeyjum, þar sem hann hafði
verið í sumarleyfi ásamt fjölskyldu
sinni.
- Það var blaðamaður vestur-þýska
tímaritsins Stem, sem fann líkið þeg-
ar hann fór til gistihússins í því skyni
að taka viðtal við hinn látna. Hann
bar að hann hefði fundið Barschel
liggjandi fullklæddan í baðkari, en
dymar hefðu verið opnar í hálfa gátt.
Dánarorsök Barschels virðist mjög
á reiki. í fyrstu sagði Klaus Seelig,
talsmaður stjómvalda í Kiel, að allt
benti til þess að hann hefði framið
sjálfsmorð og þýska blaðið Bild sló
því upp að svo væri. Svissneska lög-
reglan sagði að ekki væri hægt að
útiloka að um morð eða sjálfsmorð
hefði verið að ræða.
Á mánudag drógu menn svo í land
og sögðu embættismenn í Kiel að
fyrsta kmfning hefði leitt í ljós að
Barschel, sem var 43 ára gamall,
hefði verið veill fyrir hjarta, „svo það
liggur í augum uppi að hann lést af
hjartaáfalli." Svissnesk yfirvöld
segja nú að við kmfningu hefði ekk-
ert komið fram, sem benti til átaka,
og að ekki hafi fundist neinar leifar
áfengis eða annarra lyfja í líkams-
veijum hins látna. Hins vegar væri
enn ekki ljóst hvort honum hefði
verið gefíð eða hann tekið eitur. Þá
sögðu þeir að útilokað væri að hann
hefði látist af völdum byssukúlu,
hengingar eða dmkknunar.
í gær átti Barschel að koma fyrir
þingnefnd í Kiel, sem hafði til rann-
sóknar hvað hæft væri í ásökunum
fyrrverandi ráðgjafa hans, Reiners
Pfeiffer, um að Barscher hefði neytt
Ekkja og bróðir Barschel:
Telja að um morð
hafi verið að ræða
Bonn, Reuter.
EKKJA og bróðir Uwes Barsch-
els, fyrrum forsætisráðherra
Slésvikur-Holstein sem hrökkl-
aðist frá völdum eftir kosninga-
hneyksli, sögðu á fréttamanna-
fundi í gær að þau væru þess
fuUviss að hann hefði verið myrt-
ur eftir fund með óþekktum
manni, sem sagðist hafa athyglis-
verðar upplýsingar í fórum sínum.
Þau sögðu einnig að flokkur
kristilegra demókrata myndi
gjalda þess að hafa snúið baki við
Barschel vegna fyrmefnds
hneykslis.
Blaðamannafundurinn var haldinn
í Genf, aðeins degi eftir að Uwe
Barschel fannst þar látinn. Þar lá
hann fullklæddur í baðkari inni á
gistihúsi nokkm.
„Við teljum að um morð hafí verið
að ræða,“ sagði Eike Barschel.
„Bróðir minn tók of mikla áhættu
og galt þess. Nú verður það flokkur
hans sem fær að borga."
Eike sagði að bróðir sinn hefði
farið til Genfar til þess að hitta
mann nokkum, sem átti að kynna
sig sem Robert Roloff á flugvellinum.
Sá lofaði Barschel nýjum upplýsing-
um, sem gert gætu gæfumuninn í
því hneykslismáli, sem taka átti til
rannsóknar í Kiel, höfuðborg
Slésvík-Holstein. Þar á meðal átti
að vera ljósmynd nokkur, sem skipta
átti sköpum í málinu.
Freya Barschel, ekkja Uwes, sagði
að hann hefði síður en svo verið nið-
urdreginn: „Hann var glaðbeittur,
mjög kappsfullur og sannfærður um
að hann myndi ráða fram úr þessu."
Eike sagði að það væri út í hött
að gefa í skyn að bróðir sinn hefði
framið sjálfsmorð, það væri það
síðasta sem honum hefði dottið í
hug. Sagði hann að aðeins nokkrum
klukkustundum áður en bróðir sinn
fannst látinn hefði hann sagt sér að
hann hefði fundið leið til þess að
bjarga heiðri sínum. Hann sagði enn-
fremur að Uwe hefði fundið „fyrsta
hlutann í stórri samfellu", en ræddi
það ekki nánar. „Bróðir minn var
sannfærður um að honum væru
brugguð launráð. Hann hafði lengi
verið sannfærður um það.“