Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
Stykkishólmur:
Þórsnes í nýj-
um búningi
Stykkishólmi.
MB. ÞÓRSNES SH 108 er nýkomið heim til Stykkis-
hólms eftir miklar endurbætur á bol og búnaði.
Þórsnes var keypt á sínum tíma frá Patreksfirði og
hét þá Helga Guðmundsdóttir. Kristinn Ólafur Jóns-
son er skipstjóri á Þórsnesi.
Fréttaritari átti tal við Kristin
*»*sem var mjög ánægður yfír um-
skiptunum. Það má segja að þetta
sé nýr bátur. Sett var nýtt stýris-
hús á bátinn, byggt yfír hann að
öllu leyti, rafmagnið allt endumýj-
að og nýjar og góðar ljósavélar.
Þá var skrokkurinn allur yfírfar-
inn og sandblásinn og galvaniser-
aður og alveg sem nýr. Þetta var
mikil framkvæmd en hún borgar
sig þegar til framtíðar er litið.
Kristinn sagði að Orri hf. í
Mosfellssveit hefði tekið verkið
að sér og séð um allt sem að því
laut. Þeir hefðu gert tilboð í verk-
ið og skilað því vel. Sagðist
Kristinn geta mælt sérstaklega
með fyrirtækinu, því bæði væri
verkið að sínum dómi fýrsta flokks
og því skilað á eðlilegum tíma.
Þeir hefðu svo fengið Rafboða til
að sjá um raflagnir, en yfírleitt
hefðu þeir lítið sótt til annara.
Þórsnes er nú á skelveiðum eins
og stendur, en Kristinn sagði að
hann hygðist fara til sfldveiða eins
og í fyira. Það væri aðeins beðið
eftir því hvemig gengi að mark-
aðssetja sfldina. Eigandi mb.
Þórsnes er samnefnt hlutafélag
sem rekur tvö vélskip og stóra
vinnslu sjávarafurða. Veitir það
mikla atvinnu hér. Framkvæmd-
arstjóri er Halldór Jónasson.
— Árni
^ VATNSVIRKINN HF.
á nkii'n a r\A nín a n />oo acc oocooo
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416
VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK
Þórsnes SH 108 nýkomið til Stykkishólms eftir miklar endurbætur á bol og búnaði.
Frá setningu haustþings kennara á Suðurlandi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fjölmenni á haustþingi kennara á Selfossi:
Kennarar hvattir til að-
gæslu í lífeyrismálum
KENNARAR á Suðurlandi héldu
haustþing sitt á Flúðum dagana
8. og 9. október. Þar hlýddu þeir
á fyrirlestra og sóttu námskeið
námsstjóra í einstökum greinum.
í erindi Hrólfs Kjartanssonar um
starfsemi skólarannsóknadeildar
kom fram að kennsla í móðurmáli
hefur minnkað frá því að vera 29,3%
af námsskrá 1969 í það að vera
nú um 25%. Hann sagði þetta þróun
sem bregðast yrði við.
Meðal þeirra námskeiða sem boð-
Kí.
andi lífeyri. Svanhildur sagði að
stjóm KI ætlaði ekki að notfæra
sér heimild sem hún hefði til að
nota fé úr kjaradeilusjóði, tvær
milljónir, til að kaupa hlutabréf í
Alþýðubankanum.
Loftur Magnússon stjómarmað-
ur KÍ Qallaði um samningagerð og
launamál og í máli hans kom fram
að líkur bentu til þess að samningi
kennara við ríkið yrði sagt upp og
hann yrði laus um áramót.
Sig. Jóns.
Bergþór Finnbogason formaður Kennarasambands
Suðurlands.
ið var upp á var leikbrúðugerð í
tengslum við móðurmálskennslu.
Þetta námskeið vakti mikla at-
hygli, ennfremur námskeið um
samskipti í skólastofunni.
Á þinginu flutti Svanhildur Kaa-
ber formaður Kennarasambands
íslands erindi um starfsemi KÍ og
vakti sérstaka athygli kennara á
því að fylgjast vel með lífeyrismál-
um og fram komnum tillögum 17
manna nefndar um breytingar á
réttindum ríkisstarfsmanna varð-