Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Forseti ASÍ: Samningar umannaðen kaup eru nánast óraunsæi „ÞAÐ er alveg ljóst að ef allir aðrir svíkja það sem að þeim snýr er það hreint ábyrgðarleysi af verkalýðshreyfingunni að axla ábyrgð á því sem gerist. Það gengur ekki upp og það getur enginn tekið það að sér,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í samtali við Morgunblaðið í gær. Ásmundur hefur ritað Þorsteini Pálssyni bréf vegna efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar og segir þar m.a. að ef ríkisstjórnin standi ekki við þau loforð sem gefín voru til að liðka fyrir desembersamning- unum bíði verkalýðshreyfíngarinn- ar enginn annar kostur en að „leggja þungann á beinar kaup- hækkanir og sjálfvirkt vísitölu- kerfí“. Hann sagði að af 5,65% verðlags- hækkun sumarmánuðina mætti relq'a tæp 2% til hækkana ríkis- valdsins á sköttum og opinberri þjónustu, hækkun á áfengi og tób- aki væri þá ekki meðtalin. „Núna horfum við fram á um það bil 2% hækkun til viðbótar. Hækkun á matvöru er um 1,3% að meðaltali, sem jafngildir um 2% á tekjulágt fólk og innflutningsgjald á bifreiðir og þungaskatturinn vegur hvort um sig um 0,3% í vísitölu. Þetta hlýtur að auka spennuna gagnvart þeim samningum sem framundan eru, ýtir undir reiði fólks og vantraust þess á stjómvöldum. Gerir því alla samninga erfíðari og stillir málum þannig upp að samningar um annað en kaup eru nánast óraunsæi," sagði Ásmundur Stefánsson. Sjá bréf Ásmundar til for- sætisráðherra i heild á bls. 69. Símamynd/AP Kristján Jóhannsson óperusöngvari og eiginkona hans, Siguijóna Sverrisdóttir, ásamt Sverri Kristjánssyni, syni þeirra, fyrir fram- an óperuhúsið Scala í Mílanó í gær. Kristján Jóhannsson syngnr aðal- hlutverk í Verdi-óperu í Scala: „Þetta er eins og draumur“ Mflanó, frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. KRISTJÁN Jóhannsson söngvari undirritaði í gær samn- ing við Scala-óperuhúsið í Mílanó sem staðfestir að auk þess að syngja í Hollendingnum fljúgandi næsta vor, mun Kristján syngja aðalhlutverkið I óperu Verdis, I due Fosc- ari, sem frumflutt verður 12. „Það er stórkostlegt að fá að syngja í fyrsta skipti í Scala í Verdi-óperu. Árið hefur verið frá- bært hjá mér, bæði hvað varðar sönginn og einkalífíð, því fyrir tveimur og hálfum mánuði eign- aðist ég rúmlega fímm kílóa son,“ sagði Kristján Jóhannsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „ Þetta hefur auðvitað kostað bæði blóð og tár, eins og þar stendur. Ég hef farið alls sjö sinn- um í prufusöng í Scala og nú er tækifærið komið.“ Æfíngar á I due Foscari hefj- ast 18. desember næstkomandi en frumsýning verður 12. janúar. Kristján syngur titilhlutverkið á móti ítalska tenómum Antonio Cupito sem söng í Scala í fyrsta sinn á síðasta ári. Gavazzini stjómar verkinu. „Hann er stór- kostlegur stjómandi," segir Kristján, „eða Arturo Toscanini okkar tíma.“ Gavazzini hefur einnig boðið Kristjáni að syngja í La Wallii eftir Catalani í Palermo á næsta ári. Sýningar á Hollendingnum fljúgandi hefjast í Scala 20. febrú- ar og síðasta sýning verður 20. apríl. Kristján syngur hlutverk Eriks í fjómm sýningum og hlut- verk stýrimannsins í fímm sýning- um. Það er aðalstjómandi hússins, Riccardo Muti, sem stjómar flutn- ingnum á þessu verki. Þetta þýðir að Kristján syngur í Scala-óper- unni frá 12. janúar til 20. apríl, sem er óvenju langur timi fyrir þá sem syngja í svo stóm ópem- janúar næstkomandi. húsi í fyrsta sinn. „Mér fínnst þetta vera eins og draumur," segir Kristján og bætir svo við sposkur á svip: „Það er líka draumur allra að fá að syngja í Scala.“ I due Foscari Sagan er um feðga sem takast á og verða illa úti í stjómmála- átökum þeim er áttu sér stað í Feneyjum. Hinn áttræði hertogi (bariton), yfír Feneyjum ákærir son sinn Jacopo (tenor) fyrir „Tíu-manna ráðinu", þó hann viti að Jacopo sé saklaus. Ráðið dæm- ir Jacopo til útlegðar á eynni Krít. Gagnar það lítt þó Lucrezia (sópr- an), kona Jacopo, biðji manni sínum vægðar. Þetta fær svo á Jacopo að hjarta hans brestur og þá ógnar mönnum svo miskunnar- leysi hertogans að honum er vikið frá embætti. Ópem þessa samdi Verdi 1843 við texta er Francesco Maria Pivae samdi upp úr samnefndu leikverki eftir George Byron lá- varð. Þegar Verdi vann við Emani leitaði hann að nýju ópemefni og komu þá til greina Lér konungur, Rienzi, Ósigur Langbarða og I due Foscari, sem hann varð hrifínn af en stjómendur ópemnnar í Feneyjum töldu óráðlegt að flytja, þar sem nánir ættingjar söguper- sónanna vom enn á lífí. Verkið var fyrst flutt í Argentínska leik- húsinu í Rómaborg 3. nóvember árið 1844. Skákmótið í Ólafsvík: Danielsen styrkir stöðu sína á toppnum Ólafsvík. ÁTTUNDA umferð alþjóða- skákmótsins í Ólafsvík var tefld í gærkvöldi. Mikil barátta var í skákunum, sem allar unnust á hvítt. Karl Þorsteins vann Dan Hans- son, Jón L. Ámason vann Þröst Þórhallsson, Henrik Danielsen vann Sævar Bjamason, Robert Bator vann Lars Schandorff og Ingvar Ásmundsson vann Petter Haugli, en skák Tómasar Bjöms- sonar og Björgvins Jónssonar var frestað. Daninn Henrik Danielsen hefur því styrkt forystu sína í mótinu, en hann er nú með 6 vinn- inga. Helgi Sjá nánar bls. 70 Alhvít jörð í Arnarfirði en sláturleyfi ekki fengið: Erum þegar búnir að uppfylla öll skilyrði - segir Flosi Magnússon sveitarstjóri BÆNDUR í Arnarfirði bíða enn eftir sláturleyfi fyrir sláturhúsið á Bíldudal nú þegar jörð er orðin alhvít í sveitinni og sláturtið að Ijúka víða um land. Forystumenn sveitarfélagsins gera sér vonir um að sláturleyfi fáist i dag, þrátt fyrir að settur yfirdýra- læknir hafi sent landbúnaðar- ráðuneytinu neikvæða umsögn á grundvelli rannsóknar á vatns- sýni sem tekið var í sláturhúsinu fyrir helgi. „Við höfum verið í sambandi við íslandslax hf. fær íÉ'.f afslátt á rafmagni í dag *- MVI» CTkL/a 1Í OO B 1J BLAÐ B Grindavík. LANDSVIRKJUN ætlar að lækka sinn hlut í raforkusölu til íslands- lax hf. um helming og gildir sá afsláttur eingöngu til raforku- notkunar vegna sjódælingar í fiskeldistöðvum á Suðumesjum þar sem notkun er meira en millj- ón kílóvattstundir á ári. Spamaður íslandslax hf. nemur um 8,7 mil(j- ónum króna á ári miðað við 10 milþ'ón kílóvattstundir. Að sögn Júlíusar Jónssonar fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Hita- veitu Suðumesja óskuðu forráða- menn fslandslax hf. upphaflega eftir afslætti við Hitaveituna sem lét fyrir- spumina ganga til Landsvirlq'unar. Svar Landsvirlq'unar var neikvætt en siðan gerist það löngu seinna að fyrir- spum kemur frá Landsvirkjun um hvort Hitaveita Suðumesja sé tilbúin að taka þátt í afsláttarfyrirgreiðslu til handa íslandslax hf. og var svar Hitaveitunnar jákvætt. „Samningur þessi sem væntanlega verður gengið frá einhvem næstu daga á sér enga hliðstæðu á Suður- nesjum og skiptir milljónum fyrir íslandslax hf. Eins og reglumar eru sniðnar mun aðeins eitt annað fyrir- tæki geta farið fram á hliðstæðan afslátt og er það Lindalax hf. þegar full framleiðsla verður komin í gang þar,“ sagði Július. Kr.Ben. yfírvöld og vonumst til að fá slátur- leyfí á morgun," sagði Flosi Magnússon sveitarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann hefur verið að vinna að lausn máls- ins. „Við eram þegar búnir að uppfylla öll þau skilyrði sem okkur er kunnugt um. Meðal annars er komin aðstaða til að klórblanda vatnið, eins og gert er í fiskvinnsl- unni hér, en það hefur ekki verið gert áður í sláturhúsinu," sagði Flosi. Yfírdýralæknir vill ekki mæla með undanþágu fyrir sláturhúsið á grandvelli niðurstöðu á rannsókn Hollustuvemdar ríkisins á vatns- sýni frá sláturhúsinu. í sýninu fundust saurgerlar, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Holl- ustuvemdarinnar á að vera óhætt að nota vatnið þegar það hefur verið klórblandað. í slíkum tilvikum er blandan oft rannsökuð. Það hef- ur ekki verið gert við vatn frá Bíldudal og er ekki alltaf gert. Eldur í Bátalóni í Haf narf irði ELDUR kom upp í skipasmíðastöð- inni Bátalóni í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 23.00 i gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið í Hafnarfirði var kvatt á vettvang og var enn barist við eldinn er siðast fréttist í gærkvöldi. Skipasmíðastöðin Bátalón er tvær sambyggðar byggingar og virðist svo sem eldurinn hafí komið upp í ann- arri þeirra og breiðst hratt út. Ekki var vitað um um slys á mönnum og eldsupptök voru ókunn er sfðast frétt- ist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.