Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
39
GIFTUSAMLEG BJÖRGUN ÚR SPÆNSKU ÞOTUNNIUM 50 SJÓMÍLUR FYRIR VESTAN LAND
Tveir varnarliðs-
menn stukku í
kaldan sjóinn
Eimi og hálfur tími frá
nauðlendiugu til björgunar
ÞEGAR varnarliðsþyrlan kom á
staðinn þar sem Falconvélin
hafði nauðlent létu tveir úr áhöfn
þyrlunnar, J.S. Jennings og J.D.
Bren, sem báðir eru sérþjálfaðir
til björgunarstarfa, sig falla í
sjóinn og fóru síðan upp í björg-
unarbátinn til fólksins úr flugvél-
inni. „Við reyndum að koma
fólkinu upp í þyrluna en það
gekk ekki. Þar sem við vildum
ekki eiga það á hættu að fólkið
ienti í sjónum við það tók ég þá
ákvörðun að bíða eftir skipinu
sem ég vissi að var á leiðinni,"
sagði Jennings i samtali við
Morgunblaðið á eftir.
„Við gátum ekki náð fólkinu upp í
þyrluna af ýmsum ástæðum. Við
komum þyrlunni ekki almennilega
yfír bátinn; stundum er auðvelt að
athafna sig við svona aðstæður en
þessi bátur var lokaður með segldúk
og auk þess byrjaði báturinn að
snúast um leið og við lækkuðum
okkur niður að honum,“ sagði W.E.
Sarles flugstjóri þyrlunnar
Jennings sagði að það hefði síðan
gengið erfiðlega að koma fólkinu
um borð í skipið. „Þetta var stórt
skip og öldurnar voru háar. það var
reynt að hífa björgunarbátinn upp
um skutrennuna en árangurslaust.
Loksins komum við fólkinu um borð
með þeim hætti að lína með lykkju
var látin síga til okkar sem við
brugðum um fólkið og síðan var
sætt lagi eftir öldunum til að hífa
það upp í skipið þar sem það fékk
aðhlynningu og hlý föt. Við tókum
síðan slasaða manninn í þyrluna af
bátnum," sagði Jennings.
Jennings sagði að veðrið hefði
verið mjög gott, heiður næturhimin
EINN skipverja á Þorláki, Valtýr
Ómar Guðjónsson, kvað skip-
veija hafa klætt sexmenningana
úr blautum fötunum strax og
þeir komu í borðsalinn, þurrkað
þá og nuddað hita í þá sem voru
orðnir kaldir.
„Tveir voru það illa kaldir að
þeir voru nær ósjálfbjarga," sagði
Valtýr Ómar, en það sýndi sig að
kvenfólkið bregst ekki, því konan
gekk óstudd um borð í togarann
og inn í borðsalinn og bar sig best
af hópnum. Við vöfðum fólkið inn
og tunglskin. Talsverður öldugang-
ur hefði þó verið og sjórinn kaldur
en þeir hefðu verið sérstaklega út-
búnir fyrir volkið.
J.D. Bren sagði við Morgunblaðið
að þetta hefði verið fyrsta björgun-
inin af þessu tagi sem hann tekur
þátt í hér á landi. „Þetta var ekki
erfítt og allt gekk vel. Við lentum
að vísu í smá vandræðum með að
koma fólkinu upp í skipið en það
var aldrei hætta á ferðum eftir að
við vorum komnir á staðinn."
Bren vildi taka það fram að
áhöfnin á Þorláki ÁR hefði staðið
sig mjög vel og ætti hrós skilið
fyrir þeirra þátt í björguninni.
BJÖRGUN sexmenninganna í
Falcon flugvélinni sem fór í sjó-
inn suðvestur af Reykjanesi,
gekk mjög fljótt og giftusamlega
fyrir sig. Aðeins rúmur einn og
hálfur klukkutími leið frá því
vélin nauðlenti í sjónum þar til
allir voru komnir um borð í tog-
ayann Þorlák ÁR.
Hér á eftir er atburðarrásin rak-
in. Upplýsingar um tímasetningar
eru fengnar úr dagbókafærslum
í teppi og nudduðum það með þurr-
um handklæðum og það var öll
skipshöfnin í þessu eins og hún
lagði sig. Við vöktum síðan yfír
fólkinu þar til klukkan fjögur í nótt,
en þá var komin ró yfír alla og
sérstaklega fylgdumst við vel með
þessum tveimur sem var kaldast.
Við erum ákaflega hamingjusamir
með þennan túr þótt afli hafí verið
lélegur, því það er mikil guðsgjöf
að geta hjálpað þannig öðrum í
nauðum."
- á.j
Flugmálastjómar, Slysavamafé-
lags íslands og Landhelgisgæslunn-
ar. Tekið er fram að ekki er alltaf
um nákvæma tíma að ræða.
15.14:Falcon farþegaþotan með
6 manns innanborðs leggur af stað
frá Goose Bay í Labrador í Kanada.
Áfangastaður er Reykjavíkurflug-
völlur, á leið til Spánar, varaflug-
völlur Keflavík. Flugtími er
áætlaður 3 klukkutímar og 15
mínútur.
18.00-18.10:Flugvélin hefur
samband við Gufunes þar sem hún
er enn utan fjarskiptasvæðis Flug-
stjómar. Biður um leyfí til að lækka
flugið úr 29 þúsund fetum í 22
þúsund fet en gefur ekki upp
ástæðu. Vélin er þá um 200 sjómfl-
ur vestur af Keflavík. Þegar gengið
er á flugmanninn um ástæður þess-
arar lækkunar kemur í ljós að hann
er að reyna að spara eldsneyti.
18.19:Flugstjóm kemst í beint
samband við flugvélina. Flugmað-
urinn tilkynnir að hann hafí slökkt
á öðrum hreyflinum til að spara
eldsneyti og áætlar að geta verið á
lofti í um 30 mínútur til viðbótar.
18.20:Flugstjóm kallar út flug-
menn Flugmálastjómar, og gerir
Landhelgisgæslunni, vamarliðinu á
Keflavíkurflugvelli og íilkynninga-
skyldu SVFÍ viðvart.
18.25:SVFÍ fer að kalla upp tog-
ara sem em að veiðum á þessum
slóðum og biður þá að hífa og vera
viðbúna. Togaramir á þessum slóð-
um vom 7 talsins.
18.30:Fokker Landhelgisgæsl-
unnar,TF-SYN, sem var á eftirlits-
flugi yfír Snæfellsnesi, heldur af
stað á móti Falcon flugvélinni og
kallar á skip sem em á þessum slóð-
um. Stjómstöð Landhelgisgæslu
telur vafasamt að hægt sé að kalla
út áhöfn þyrlunnar, TF-SIF.
18.35:Flugvél Flugmálastjómar,
TF-DCA, fer í loftið frá Reykjavík.
18.47:Flugmaður Falconvélar-
innar tilkynnir að dautt sé á báðum
hreyflum.
18.53:Falconvélin lendir í sjón-
um, 43 sjómflur vestur af Reykja-
nesi. Bæði TF-DCA og TF-SYN em
komnar á svæðið og nauðlendingin
sést úr báðum vélunum. Úr flugvél-
unum sést að fólkið úr Falconvélinni
fer frá borði í gúmbjörgunarbát. í
ljós kemur að skuttogarinn Þorlák-
ur er næstur flugvélinni, eða um 6
sjómflur í burtu, og heldur hann
þegar í áttina á nauðlendingarstað-
inn.
19.05:Þyrla Vamarliðsins leggur
af stað frá Keflavík.
19.27:Vararliðsþyrlan yfír björg-
unarbátnum. Áhöfnin á Þorláki sér
einnig bátinn á svipuðum tíma en
TF-SYN leiðbeindi Þorláki á stað-
inn.
19.35:Þyrla Landhelgisgæslunn-
ar, TF-SIF, fer í loftið frá Reykjavík
með lækni innanborðs.
20.05:TF-SIF komin á vettvang.
Læknirinn tilbúinn að síga niður til
Spánvetjana ef þörf krefur en vam-
arliðsmenn segjast hafa fulla stjóm
á öllu.
20.23:Björgunarbáturinn kominn
í skutrennuna á Þorláki, en ekki
gekk að ná honum þar upp.
20.35:Tilkynnt að allir sem vom
í björgunbátnum séu komnir lifandi
um borð í Þorlák.
20.46:Þorlákur leggur af stað til
Þorlákshafnar.
20.56:Tilkynnt að sennilega muni
slasaði maðurinn úr áhöfn flugvél-
arinnr ekki þola að vera tekinn um
borð í þyrluna.
21.07: Varðskipið Óðinn kemur
á slysstað.
21.35:Ákveðið að flytja slasaða
manninn með þyrlunni til
Reykjavíkur.
21.42:Varðskipsmenn á Óðni ná
neyðarbauju Falconvélarinnar upp
úr sjónum og slökkva á neyðar-
sendi.
21.52:Slasaði maðurinn kominn
um borð í varnarliðsþyrluna.
22.04:Vamarliðsvélin leggur af
stað til Reykjavíkur.
22.38:Vamarliðsþyrlan lent við
Borgarspítalann með slasaða Spán-
verjann.
U.þ.b.06.00:Þorlákur kemur til
Þorlákshafnar.
„Vöfðum fólkið í
teppi og nudduðum“
Önnur vélin á mánuði sem verður bensínlaus
FLUGVÉLIN sem nauðlenti vest-
ur af Reykjanesi á sunnudags-
kvöld var tveggja hreyfla þota,
franskrar gerðar, af tegundinni
Dassault-Berguet Mystere-Falc-
on 200. Slíkar vélar taka að
meðaltali 9 farþega og tvo flug-
menn. Vélin er 17,15 metra löng
og vænghafið er 16,30 metrar.
Gert er ráð fyrir að þessar vélar
geti flogið 2370 sjómilur, 4390
km. við venjulegar aðstæður.
Flugslysanefnd tók í gær skýrslu
af flugmanni vélarinnar en þetta
óhapp varð fyrir utan íslenska lög-
sögu og því mun Loftferðaeftirlitið
ekki rannsaka málið frekar. Ekki
er vitað hvers vegna vélin varð elds-
Morgunblaðið/Pétur Johnson
Flugvél sömu gerðar og flugvélin sem nauðlenti vestur af Reykjanesi á sunnudagskvöld.
neytislaus löngu áður en hún átti
að lenda í Reykjavík. Samkvæmt
reglum átti að vera nóg eldsneyti
á flugvélinni við lendingu til 45
mínútna flugs til viðbótar. Flug-
maðurinn mun hafa lent í óhag-
stæðri flughæð á leiðinni yfír hafíð,
vegna annarar flugumferðar og því
eyddi vélin meira eldsneyti en hann
gerði ráð fyrir.
Aðeins mánuður er síðan svipað
atvik varð undan íslandsströndum.
10 september nauðlenti vél í sjónum
undan íslandi vegna eldsneytis-
skorts. Flugmaðurinn var einn í
vélinni og var honum bjargað um
borð í vamarliðsþyrlu.