Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. 25 skyldu þessir 43 þúsund eða nokkr- ir úr þeirra hópi skipta sér af. Þeir eiga 2,54% eða 1.534 krónur og 88 aura að meðaltali hver (í stofn- sjóði Sambandsins) (nóg til að setja einu sinni benzín á bílinn) og ráða ekkert yfir því fé. Þeir hafa 0.002% atkvæðisrétt hver að meðaltali til áhrifa á aðalfundi SÍS. Hópur sem telur 43 þúsund manns er álitlegur fjöldi til að bera fyrir sig þegar á þarf að halda. Jafnan er talað um þetta fólk eins og einhvem sérstakan þjóðflokk í landinu. Sagt er að árás á sam- vinnuhreyfinguna (eins og þessi grein verður sjálfsagt talin) jafn- gildi árás á 43 þúsund samvinnu- menn. í nafni fjöldans er þess krafist að fyrirtækjunum sé sköpuð sérstaða á ýmsum sviðum. Sam- vinnumenn þurfa sinn banka, sitt tryggingafélag, sitt vinnumálasam- band, sinn fulltrúa í verðlagsráð, útflutningsráð. Það nýjasta er að samvinnumenn þurfi að byggja sína eigin borg á höfuðborgarsvæðinu. (Var einhver að tala um að pening- amir fæm allir suður?) Það er látið líta svo út að þetta huldufólk sé einhveijir íslenskir tamílar. Afleið- ing er hins vegar sú, að forsvars- menn samvinnuhreyfingarinnar em fremur einangraðir í athafnalífinu og félagssamtökum þess. Þetta er skaðlegt eins og ég lýsti áður. Viðskipti og pólitík Samvinnumenn gerast nú undr- andi á því, að menn skuli hérlendis blanda saman viðskiptum og pólitík. Án pólitíkur væri Sambandið varla svipur hjá sjón. Skattfrelsi í 52 ár. Stórpólitískur stuðningur Fram- sóknarflokksins alla tíð og vinstri flokkanna, sérstaklega þó áður fyrr, svo og verkalýðshreyfingar. Muna menn ekki þegar Ólafur Jónsson sagði fyrir hönd verkalýðs- hreyfingarinnar að ekki kæmi til greina að samþykkja frjálst verðlag fyrr en samvinnuhreyfingin fengi að koma sér upp stórmarkaði eins og Silli og Valdi og Hagkaup. Er það ekki pólitík þegar allri þjóðinni er neitað um sjálfsögð réttindi, nema ákveðnu fyrirtæki sé greidd gatan. Allir muna enn hina hörðu baráttu fyrir frjálsri mjólkursölu úr einokunarhöndum samvinnumanna. Vegna þeirrar spennu sem ofur- stærð Sambandsins skapar og áður er lýst gat Útvegsbankamálið aldrei orðið annað en stórpólitískt mál. Mest kom mönnum á óvart hversu vel ráðherrar Alþýðuflokksins, tóku í fyrstu í málið og hvemig Fram- sokn kastaði sér að baki Sambands- ins. Með afstöðu sinni í Útvegs- bankamálinu virtust þessir flokkar vera að segja við einkarekstrar- menn: Þið eigið ekkert erindi í okkar flokkum. Við styðjum Sam- bandið. Þið eigið að vera í Sjálf- stæðisflokknum. Enda lét fylgis- aukning við Sjálfstæðisflokkinn ekki á sér standa í næstu skoðana- könnun. Það er auðvitað mjög slæmt fyrir íslenskt athafnalíf að því sé skipt svona_ gjörla á milli flokka. Haraldur Ólafsson skildi pólitíkina glöggt þegar hann sagði í útvarpsþætti að á einni viku hefði verið hægt að gjörbreyta pólitík á Islandi með því að samþykkja tilboð Sambandsins og kjósa um samstarf Framáoknar og krata. En hver vill hverfa aftur til 1934? Einkavæðing Sambandsins En hver er líkleg þróun í málum samvinnuhreyfingarinnar? Eins og kom fram í viðtali við Guðjón B. Ólafsson er verið að hverfa frá miðstýringu hjá Sambandinu (dec- entralisera það) og stofna hlutafé- lög utan um ýmsar deildir, t.d. sjávarafurðadeild. En spumingin er hvort slíkum fyrirtækjum sé alltaf fyrir bestu að vera í meirihlutaeign eigendalausra aðila. Mætti hugsa sér þá leið að breyta Sambandinu og kaupfélögunum í hlutafélög, reyna síðan að finna 43 þúsund samvinnumenn og afhenda þeim hlutabréf fyrir sinni eign. Þetta væri besta leiðin til þess að virkja þennan hulduher, sem mjmdi síðan gera kröfur um arðsemi í rekstri sinna fyrirtækja eins og aðrir hlutafjáreigendur í þessu landi. Sérstöðunni yrði eytt og raun- veruleg samvinna gæti hafist á milli allra íslendinga. Þannig gætu eigendur þessara einkavæddu fyrir- tækja ráðið þeim sjálfir og unnið með hveijum sem er. Það er engu minni nauðsyn að einkavæða Sam- bandið en t.d. Landssmiðjuna, Þörungavinnsluna, Sementsverk- smiðjuna, Álafoss, Póst og síma, Landsbankinn o.s.frv. Höfundur er formaður Verzlunar- riðsíslands. Bbðið sem þú vaknar við! haaAi huðbf UoSvl |#V4a*E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.