Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 31 Unglingar skemmdu fimm strætisvagna „VIÐ sendum sjö strætisvagna inn á svæðið og lentum strax í erfiðleikum þar sem þúsundir unglinga þyrptust að bílunum," sagði Bergur Ólafsson, vagn- sijóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Á laugardagskvöld voru framin skemmdarverk á Lögreglan ferjaði unglinga heim „LÖGREGLAN feijaði ungling- ana heim i rútu og síðan fórum við um svæðið allt fram á morg- un til að kanna hvort einhverjar eftirlegukindur væru á ferli, en svo reyndist ekki vera,“ sagði Eyjólfur Jónsson, lögregluþjónn. Lögreglan ók unglingum heim eftir tónleika í reiðhöllinni í Víðidal, enda urðu strætisvagnar frá að hverfa vegna óláta. Eyjólfur sagði að vandamálið eft- ir tónleikana hefði verið skemmdar- verk fárra, sem síðan leiddi til eins konar múgseflunar. Þó hefði reið- höllin sloppið við skemmdir og ekki væri vitað um skemmdir á hesthús- um í nánd. „Mjög margir ungling- anna áttu ekki vísa ferð heim og voru alls ekki klæddir til að vappa úti,“ sagði Eyjólfur. „Sem betur fer var milt veður, því annars hefði getað farið illa. Rúta í eigu lögregl- unnar var notuð til að koma ungl- ingunum heim og var við akstur til kl. 5.30 un morguninn. Síðan óku lögreglubílar um svæðið til að kanna hvort einhveijir hefðu orðið eftir. Svo reyndist ekki vera, en sóðaskapurinn var mjög mikill. Það lágu flöskur, bréfarusl og glerbrot um allt," sagði Eyjólfur Jónsson, lögregluþjónn við Árbæjarstöð lög- reglunnar. fimm strætisvögnum sem var ætlað að aka unglingum til síns heima eftir hljómleika banda- ríska rokksöngvarans Meatloaf í reiðhöllinni í Víðidal. Bergur sagði að í fyrstu hefði átt að senda tíu vagna inn á svæð- ið, en eftir vandræðin sem þeir sjö fyrstu lentu í, var ákveðið að hætta við að ferja unglingana heim. „Þeg- ar unglingamir þyrptust að vögnun- um áttum við von á að fá aðstoð frá þeim sem héldu tónleikana með Meatloaf, enda hafði því verið heit- ið, en því var ekki að heilsa," sagði Bergur. „Vagnamir sjö fylltust al- veg og öngþveitið var svo mikið að það tók vagnana 30 mínútur að keyra út úr þvögunni. Lögreglan gerði ekkert til að hjálpa okkur og við höfðum miklar áhyggjur af að einhver yrði undir vögnunum, því unglingamir héngu utan í þeim." Þegar farþegamir í vögnunum sjö vom komnir til síns heima kom í ljós, að fímm vagnar vom mikið skemmdir. „Það vom brotnar rúð- ur, þar á meðal átta hurðarrúður, og sæti rifín," sagði Bergur. „Þá var ákveðið að fara ekki fleiri ferð- ir í Víðidalinn, enda var það vonlaust fyrst við fengum enga aðstoð," sagði Bergur Ólafsson, vagnstjóri. I gær var verið að ljúka viðgerð- um á vögnunum, en fjórir þeirra skemmdust sýnu mest. Að sögn Harðar Gíslasonar, hjá SVR, er ekki enn ljóst hver kostnaður fyrir- tækisins verður vegna þessa. Hrafn Tulinius yfirlæknir, Jónas Ragnarsson ritstjóri, Snorri Ingimarsson forstjóri, Kristján Sigurðsson Olaf yfirlæknir og Ólafur Þorsteinsson skrifstofustjóri. Breytt skipulag á rekstri Krabbameinsfélagsins NÝLEGA voru gerðar skipulags- breytingar á^ rekstri Krabba- meinsfélags íslands, í kjölfar könnunar sem Höskuldur Frí- mannsson rekstrarhagfræðingur vann að í samráði við stjórn og starfsfólk félagsins. Starfsemi félagsins hefur verið að aukast á undanfömum áram og nú eru stöðugildi um fimmtíu. I stað all- margra deilda hefur starfsem- inni verið skipt upp í fjögur svið: Almannatengslasvið, leitarsvið, skrifstofusvið og vísindasvið. Sviðin heyra síðan beint undir forstjóra félagsins, en dr. G. Snorri Ingimarsson læknir hefur gegnt því starfi síðan 1984. Hrafn Tulinius yfírlæknir veitir vísindasviði forstöðu. Undir það svið heyra krabbameinsskrá, rann- sóknarstofa í sameinda- og frum- ulíffræði, tölvuvinnustofa og rannsóknarverkefni vegna leitar að krabbameini í ristli og endaþarmi. Jónas Ragnarsson ritstjóri veitir almannatengslasviði forstöðu. Und- ir það svið heyra útgáfudeild (tímaritið Heilbrigðismál), bóka- safn, upplýsinga- og ráðgjafarþjón- usta, heimahlynning, fræðsla, kynningarstarfsemi og félagsmál. Dr. Kristján Sigurðsson yfír- læknir veitir leitarsviði forstöðu. Undir það svið heyra leitarstöð (leg- háls- og bijóstakrabbamein), röntgendeild og frumurannsókna- stofa. Ólafur Þorsteinsson viðskipta- fræðingur, nýráðinn skrifstofustjóri félagsins, veitir stjómunarsviði for- stöðu. Undir það svið heyra skrif- stofa, bókhald, starfsmannahald, húsvarsla, tölvudeild og síðast en ekki síst tekjuöflun. Þessar breytingar tóku gildi 1. október og gilda í eitt ár til reynslu. Þess má geta að Krabbameinsfélag Reylqavíkur sér eftir sem áður um rekstur happdrættis og fræðslu- starf, meðal annars í grurtnskólum. Síldin komin til Hornafjarðar Höfn, Homafirði. TVEIR bátar frá Höfn, Skinney og Skógey, komu með fyrsta síldaraflann til Hafnar föstu- dagskvöldið 9. október. Skógey kom með um 70 tonn sem landað var í Fiskimjölsverksmiðju Homafjarðar hf. og Skinney með um 50 tonn og landaði hjá Skinney hf. Síldin var mjög mismunandi og fór hún öll í salt. - JGG Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á myndinni, eru talið frá hægri: séra Valgeir Ástráðsson og Aðal- heiður Hjartardóttir kona hans, Þóra Kristinsdóttir formaður kvenfélags Seljasóknar og loks Jón S. Gunnarsson sóknarnefndar- maður, formaður kórs Seljasóknar. í forgrunni er líkan af kirkjumið- stöðinni í endanlegri gerð. Kirkjumiðstöð Seljasóknar Morgunblaðið/Ami Sœberg Ný kirkjumiðstöð í Seljasókn FYRSTI áfangi nýrrar kirkju- miðstöðvar Seljasóknar var tekinn i notkun á laugardag. Verð á erlendu sjónvarpsefni: Athugasemd Kirkjumiðstöðin stendur mið- svæðis i Seljahverfi, milli Hagasels og Raufarsels og hefur öll starfsemi á vegum safnaðar- ins önnur en guðsþjónustur nú flust í nýtt húsnæði. Stefnt er að því að taka næsta áfanga, sjálft kirkjuhúsið, í notkun fýrir jól og er nú unnið við klæðn- ingu þess vígslunni haldnar í hingað til. og frágang. Fram að verða guðsþjónustur Ölduselsskóla eins og í samtali sem Morgunblaðið átti við séra Valgeir Ástráðsson kom fram að hafíst var handa við bygg- inguna 1983. Við hönnun var lögð mikil áhersla á hagkvæmni og góða nýtingu rýmis og átti það ásamt góðum undirtektum sóknarbama mestan þátt í hve fljótt fram- kvæmdir hafa gengið á mælikvarða kirkjubygginga í Reykjavík. Sverrir Norðijörð arkitekt teiknaði kirkju- miðstöðina en byggingameistari var Jón Zalewski. í FRÉTT á 4. síðu Morgunblaðsins sunnudaginn 11. október er frá því skýrt, að verð á erlendu sjónvarps- efni hafí „að meðaltali hækkað tvöfalt í innkaupum að undanfomu vegna aukinnar samkeppni Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins, að sögn Páls Baldvins Baldvinssonar, innkaupa- stjóra Stöðvar 2 á erlendu efni.“ í upplýsingar þessar vantar ákaf- lega þýðingarmikinn þátt, sem er sá, að innkaupastjórinn er með þessu einungis að skýra frá þróun mála í sínu fýrirtæki. Ríkisútvarp- ið, Sjónvarp, hefur alltaf gert sín efnisinnkaup á erlendum mörkuð- um fyrir fast verð, og miðað það við bandaríska dali. Breytingar á verði þessu hafa yfírleitt verið mjög hægar. Miðað við raungengi íslenskrar krónu, bandaríkjadals, sterlings- punds og vestur-þýsks marks hafa verðhækkanir frá 1980 varla gert betur en halda í horfínu vegna gengisbreytinga. Frá því síðla hausts 1986 hefur Sjónvarpið greitt jafnvirði 10 bandaríkjadala fyrir mínútu af kennslu-, upplýsinga- og heimildaþáttum, en 12 dali fyrir annað efni. Sjónvarpið hefur að sínu leyti alls engin áform um að hækka þetta verið eða breyta fostu verklagi við erlend innkaup. Það verklag hefur reynst traust undirstaða fyrir þau alþjóðlegu viðskiptatengsl, sem tryggt hafa íslenskum sjónvarps- áhorfendum aðgang að markverð- asta sjónvarpsefni samtímans í nær aldarfjórðung. Hinrík Bjarnason, dagskrárstjórí erlends efnis, Ríkisútvarpinu — Sjónvarpi. Skrifstofu/Idnadarhúsnædi Til leigu 2. og 3. hæð í nýbyggðu húsi við Bíldshöfða 2. hæðin er 663 fm og sú þriðja 577 fm. Gert er ráð fyrir lyftu í húsinu. Leigist í einu lagi eda mtnni einingum. Hpplýsingar í síma 38840, á kvöldin í sima 74712.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.