Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 hafi verið innan við fyrsta tuginn þegar platan sú kom út, þá er hún sjálfsagt til á flestum heimilum, enda seldist hún í yfir fjórtán þús- und eintökum á sínum tíma. Sviðsframkoma Meat Loaf var greinilega vel til þess fallin að ná til áheyrenda og það gekk eftir. Þó féllst hún ekki í öðru en að strunsa fram og aftur á sviðinu og glenna sig framan í hljóðfæraleik- ara og áheyrendur. Einna mesta hrifningu vakti þegar hann hristi Síðasta laugardagskvöld hélt bandaríski rokk- söngvarinn Meat Loaf tónleika í ReiðhöUinni i Víðidal sem vel á fimmta þús- und áheyrendur sóttu. Það mátti sjá þegar við inngang- inn að ekki er Reihöllin vel ætluð til að taka við slíkum flölda, a.m.k. ekki auðveldlega, því t miklu stappi stóð við að koma fólki inn í húsið þrátt fyrir góða frammistöðu dyra- varða. Voru margir orðnir illa haldnir af kulda og troðningi þá er þeir loks komust inn. Innandyra er Reiðhöllin ekki svo illa til þess fallin að þar séu haldnir stórtón- leikar, en þó má færa margt til betri vegar. Stuðkompaníið átti að hefja tón- leikana en ekki varð af því af einhverjum orsökum. Ekki var þó hægt að merkja að nokkur sýtti það, enda voru allir komnir til að sjá Meat Loaf. Hann kom stðan á svið stuttu eftir hálf tíu og hóf tónleikana með miklum látum. Reyndar lét hann tvær íturvaxnar stúlkur í aðskomum fatnaði sýna sig fremst á sviðinu til að byija með, en þær eru víst systur og sungu bakraddir á tónleikunum. Þrátt fyrir þá sýningu voru áhorf- endur ekki vel með á nótunum framan af og reyndar var sem hljómsveitin væri ekki vel með á nótunum heldur, en allt lagaðist og í öðru lagi fékk Meat Loaf áheyrendur til að taka undir þó líklegast hafi fæstir þekkt lagið, hvað þá kunnað textann. Þegar kom að laginu Rock and Roll Merc- enarys, sem flestir þekktu, tók þó steininn úr og á flórða þúsund við- staddra tók hressilega undir. Ekki var síðri söngur á laginu You Took the Words Right Out of My Mouth, sem var á plötunni frægu Bat Out of Hell. Þó flestir söngvaranna sig og skók og var hann í svita- baði áður en langt um leið. Stúlk- umar tvær sem voru til skrauts gerðu einnig sitt til að auka á sefj- unina og mikla hrifningu vakti þegar Meat Loaf gerði sig líklegan til að afklæða aðra þeirra, sem lét sér það vel lynda. Hápunktur tón- leikanna var, eins og við mátti búast, tuttugu mínútna útgáfa af Paradise By the Dashboard Light. Þar kom sér vel leikreynsla Meat Loaf, en stór hluti lagsins fólst í æsilegum faðmlögum hans og ann- arrar systranna. Eftir það náði æsingurinn ekki eins hátt, enda áheyrendur famir að þreytast og margur orðinn móður af hitasvækj- unni sem var niðri í sal. Var enda alltaf verið að bera unglinga í öng- viti baksviðs. Þá var þó hátt I klukkustund eftir af tónleikunum og er þá með talið að Meat Loaf var klappaður upp fjórum sinnum. í uppklappslögunum brá hann fyrir sig lögum eftir aðra, þ. á m. tveim- ur lögum eftir Chuck Berry, Johnny B. Goode og Roll Over Beethoven. Útsetningar í þeim lögum voru ekki eins yfírdrifnar og í þvi sem áður hafði komið, en samt náði það ekki að vera hreint rokk, enda er það ekki í samræmi við þá tónlist sem Meat Loaf kýs að syngja. Kannski mæti kalla hana synfóníu- rokk, sem markast þá af ofhlöðnum útsetningum og langdregnum milliköfíum. Hljómsveitin sem lék undir var vel skipuð, þó á stundum hafí manni fundist bassaleikarinn vera betri sönvari en bassaleikari. Stúlk- umar settu sinn svip á það sem fram fór með eggjandi hreyfíngum, en ekki er hægt að segja að þær hafí haft miklar söngraddir. Þær komust þó nokkuð vel frá sínu. Meat Loaf sjálfur var lengi í gang hvað sönginn varðar, en sýndi þó að hann hefur nokkuð sterka rödd, þó ekki sé hún að sama skapi þýð eða fögur. Áheyrendum stóð þó nokkum veginn á sama um það hvað fram fór á sviðinu, þeim var nóg að geta greint lögin og litið Meat Loaf. Gilti þá einu þó lög kappans væru öll fremur keimlík og erfítt að greina hvað var hvað. Hljómur f Reiðhöllinni var ekki sem bestur, en kannski alveg nógu góð- ur fyrir þá gerð rokktónlistar sem þama var í boði og víst er að áheyr- endur, sem flestir vom vel við skál, kærðu sig koltótta. Arni Matthíasson 1 Morgunblaðip/Svemr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.