Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands: Ætti að leggja svæða- samböndin niðiu’ ef boðaðar breytingar ná fram að ganga „Persónulega tel ég að leggja ætti svæðasambönd ASÍ niður í núverandi, mynd ef þær breyt- ingar, sem boðaðar hafa verið, ná fram að ganga," sagði Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands, í samtali við Morgunblaðið. „Með öflugum starfsgreinafélög- um, deildarskiptum verkalýðsfélög- um, þar sem þau eiga við, og starfsgreinasamböndum, býður stærð þessa þjóðfélags ekki upp á að vera með svæðasamböndin sem slík, því við eigum að geta sinnt þörfum og þjónað hagsmunum launafólks á mun einfaldari hátt en nú tíðkast," sagði Þóra. Þing AN sendi frá sér ályktun þar sem talið er brýnt að verkalýðs- hreyfingin fari að vinna að breyt- ingum á skipulagsmálum sínum með það að markmiði að þjóna umbjóðendum sínum betur en nú- verandi skipulag gerir mögulegt og hrinda beri að fullu í framkvæmd samþykkt 27. þings ASÍ um skipu- Allir útilokaðir sem ekki studdu Sigríði — segir Þröstur Asmundsson sem sagði af sér formennsku í Alþýðubandalagsfélagi Akureyrar ÞRÖSTUR Ásmundsson, formað- ur Alþýðubandalagsfélagsins á Akureyri, sagði af sér for- mennsku á sunnudagskvöld í kjölfar landsfundarfulltrúa- kjörs, sem fram fór á laugardag. Kjörnir voru 14 aðalmenn og 14 til vará, og lenti Þröstur sem fyrsti varamaður. 4 „Ég tel að af hálfu ákveðins hóps hafí þeir verið útilokaðir sem ekki styðja Sigríði í formannskjörið og sá er blindur sem ekki sér hvað er að gerast. Um það hef ég ekkert annað að segja nema það að svona vinnubrögð skaða Alþýðubandalag- ið og þarf það á einhveiju allt öðru að halda um þessar mundir. Sjálfur átti ég ekki annars úrkosti en að segja af mér, enda hafa fjölmargir haft samband við mig og lýst yfir skilningi sínum á þessari ákvörðun eftir það sem á undan var gengið,“ sagði Þröstur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann bætti því við að hann hefði ekkert út á Sigríði eða störf hennar að setja og hefði hann ekki í hyggju að hætta starf- semi í Alþýðubandalaginu þótt hann hafi sagt af sér formennsku í félag- inu. Þröstur var kosinn til formanns fyrr í sumar. Sigríður sagði að sundrung væri engin í félaginu þótt einn maður segði af sér formennsku. Þetta væri persónulegt mál Þrastar. „Ég kem á landsfund með breiðan stuðning og má vera að það hafi áhrif á fulltrúatalið. Ég hef ekki spurt félaga mína hvort þeir styðji mig, en ég tel mig eiga góðan stuðn- ing, að minnsta kosti hér heima fyrir," sagði Sigríður. lag verkalýðssamtakanna sem haldið var árið 1960. Þingið skorar á verkalýðsfélögin í landinu að vinna ákveðið að því að kynna framangreind drög að skipulagi hreyfingarinnar. í þeim tilgangi verður ASÍ að gangast fyr- ir víðtæku kynningarstarfi og umræðum innan hreyfingarinnar með það að markmiði að næsta þing ASÍ fjalli um og taki ákvarðanir um skipulagsmálin. Þóra sagði að á 35. þingi ASÍ, sem haldið var 1984, hefði verið samþykkt að stefna að þessum breytingum og færi AN fram á þetta mál yrði afgreitt á næsta þingi ASÍ, sem haldið verður eftir ár. „Þetta skipulag er fáránlegt eins og það nú er og hamlar eðlilegri samningagerð. Sem dæmi má nefna að af því fólki sem starfar hjá Slipp- stöðinni eru að minnsta kosti fimm hópar innan ASÍ og tilheyra þar af leiðandi fímm mismunandi stétt- arfélögum. Verkamenn eru í Einingu, skrifstofufólk er í Félagi skrifstofufólks, málmiðnaðarmenn eru í Félagi málmiðnaðarmanna, rafvirkjar eru í Rafvirkjafélagi Ak- ureyrar og trésmiðir eru í Trésmíða- félagi Akureyrar.“ Busum var gefið kakó að aflokinni vígslu. Morgunblaðið/GSV Busar vígðir til leiks HIN árlega busaviglsa Mennta- skólans á Akureyri fór fram sl. föstudag, þrátt fyrir slæmt veðurfar. Fyrstu bekkingarnir voru sóttir inn í stofur sínar og þeim hent út í snjókomuna. Þar tóku fjórðu bekkingar á móti nýliðunum og merktu þá með því að lita hár þeirra. Þá var þeim dýft ofan í eitthvers- konar mauk, samansett úr hinum ýmsu mjöðum og því næst voru menn tolleraðir. Eft- ir meðferðina var nýliðum gefið heitt kakó í hríðarkófinu á lóð skólans og að vanda var að síðustu marserað í bæinn. Hvað verður gert næst 20. þing Alþýðusambands Norðurlands: Fortíðarvandi hinna almennu líf- eyrissjóða skilinn eftir óleystur með nýju frumvarpi endurskoðunarnefndar lífeyriskerfisins ÞING Alþýðusambands Norður- lands, sem haldið var á Akureyri um helgina, telur eðlilegt að strangara eftirlit sé haft með starfsemi lífeyrissjóða en verið hefur, en mótmælir þeim hug- myndum um lífeyrissjóðaeftirlit, sem fram koma í nýju frumvarpi Endurskoðunarnefndar lífeyris- kerfisins. Telur þingið að þarna sé verið að koma á fót nýju, mið- stýrðu og kostnaðarsömu bákni, sem fært er nánast alræðisvald i málefnum sjóðanna. Eitt meginmarkmið endurskoð- unarinnar var að samræma lífeyris- rétt landsmanna. Þessu markmiði er ekki náð í frumvarpinu, þar sem að í bráðabirgðaákvæði, sem því fylgir, halda opinberir starfsmenn öllum áunnum réttindum með ábyrgð hins opinbera, en fortíðar- vandi hinna almennu sjóða er skilinn eftir óleystur, segir í ályktun þingsins. Þingið leggur áherslu á Akureyri óskar eftir fólki á öllum aldri til að bera út Morgunblaðið strax og það kemur íbæinn. „Hressandi morgunganga" Hafið samband! iHftrgpttiMnfófr Hafnarstraeti 85, Akureyri, sími 23905. að tekið verði tillit til sjónarmiða landsbyggðarinnar um að halda fé lífeyrissjóðanna í heimahéruðum, ásamt ákvörðunarvaldi um ráðstöf- un þess, meðal annars til atvinnu- uppbyggingar. Þá er þeirri áskorun beint til norðlenskra lífeyrissjóða að þeir fari nú þegar að huga að auknu samstarfi og hugsanlegri sameiningu. Búseturöskun og tekjubil Þingið telur að ýmislegt sem er að gerast í þjóðlífinu hafi í för með sér grundvallarbreytingu á þjóð- félagsgerðinni og þá ekki síst atvinnulífinu, gerð þess og upp- byggingu. Þensluástand undanfar- inna missera, sem einkum hefur verið á suðvesturhominu, hefur á ný orsakað búseturöskun og tekju- bil einstakra hópa hefur aukist. Þau þenslueinkenni, sem nú eru um allt land, virðast svo ekki ætla að verða til þess að snúa þessari þróun við. Samdráttur í landbúnaði og bú- háttabreytingar í sveitum hafa haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn á ýmsum stöðum á Norðurlandi í þá átt að fólk í sveitum leitar nú í vinnu á þéttbýlisstöðunum. Útflutningur á ísuðum físki og fijálst fiskverð hefur ekki enn haft afgerandi áhrif á fískvinnslu á Norðurlandi. Það ástand kann þó að breytast. Leggja ber áherslu á að afli sé sem mest fulluninn hérlendis og fiskvinnslu- fólki þar með tryggt atvinnuöryggi. Staða ullar- og skinnaiðnaðarins er mjög erfíð og ef ekkert verður að gert stefnir það atvinnuöryggi þeirra sem við iðnaðinn starfa í mikla hættu. Búa verður þannig að íslenskum skipasmíðaiðnaði að end- umýjun og viðhald fiski- og kaupskipaflotans fari fram innan- lands. Nýjar atviiinugreinar Þingið bendir á að gefa þurfi gaum að nýrri tækni við fiskiðnað sem skapað getur verðmætari af- urðir. Gera þarf stórfellt átak í stjórnun fyrirtækja og veita verka- fólki aðild að stjórnun þeirra. Kenna þarf stjórnendum að hagnýta sér þá möguleika sem felast í vöruþró- un og markaðssetningu á nýjum framleiðsluvörum. Huga þarf ræki- lega að því á hvern hátt fyrirtæki í framleiðsluiðnaði á Norðurlandi geti aukið markaðshlutdeild sína. Jafnframt fái þau stuðning til að þróa nýjar vörutegundir tengdar þeirri framleiðslu sem þegar er fyr- ir. Vinna þarf markvisst að því að ýmsar þjónustugreinar festi rætur á Norðurlandi. Unnið verði að frek- ari skipulagningu ferðaþjónustu í fjórðungnum. Gera eigi iðnþróunar- félögum og slíkum stofnunum kleift að vera stöðugt með í gangi athug- anir á nýjum fyrirtækjum, nýjum atvinnugreinum og hverskonar ný- sköpun í atvinnulífinu. Þingið fagnar stofnun háskóla á Akureyri og eflingu verk- og bókmennta í íjórðungnum og vill að uppbygg- ingu háskólans sé hraðað. Útibú frá Hús- næðisstofnun Þingið beinir því til stjómvalda að komið verði á fót útibúum frá Húsnæðisstofnun ríkisins í hveijum landsfjórðungi. Einnig athugi stjórnvöld hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að fela bankakerfinu auk- inn hlut í afgreiðlsu lána frá Húsnæðisstofnun og þjónustu í því sambandi. Betri laun fyrir Islendinga Þingið mótmælir því að sérstakar ráðstafanir séu gerðar til innflutn- ings á erlendu verkafólki og bendir á að þær atvinnugreinar, sem geta ráðið erlent vinnuafl til sín, borgað ferðakostnað, húsnæði og uppihald til viðbótar umsömdum launum, hljóti að geta greitt innlendu vinnu- afli betri laun. Þá er því mótmælt að farið sé að byggja sérstakar íbúðir til að hýsa útlendinga á sama tíma og húsnæðislánakerfið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og skortur sé á innlendu vinnuafli í ýmsum byggðarlögum vegna hús- næðisskorts. Þingið leggur áherslu á að eitt höfuðmarkmið samtak- anna verði að færa kauptaxta að greiddu kaupi. Samningum verði hraðað og stefnt verði að því að ljúka þeim fyrir áramót. I samning- unum verður enn sem fyrr að leggja áherslu á launajöfnun. Átök framundan Þingið harmar þann ágreining, sem upp hefur komið innan Verka- mannasambands íslands varðandi kröfugerð í væntanlegum samning- um og vonar að þar náist fullar sættir. Fulltrúar benda á að fram- undan eru hörð átök í kjaramálum og því er betri árangurs að vænta eftir því sem samstaða er meiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.