Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Mikil barátta á Skákþingi Islands Skýk Margeir Pétursson Skákþing íslands á Akureyri sem lauk um helgina var að flestu leyti vel mjög vel heppnað, þótt margir hefðu gert sér vonir um óvæntari úrslit. Það voru aðeins stórmeistararnir tveir -iom áttu möguleika á að hreppa efsta sætið og þeim tókst að halda yngri kynslóðinni í öruggri fjarlægð frá toppnum. Mótið ein- kenndist af mikilli baráttu og aðeins 20 skákum af 91 lauk með jafntefli. Það lá fljótlega ljóst fyrir að mótið myndi vinnast á mjög háu vinningshlutfaUi og aðrir keppendur virtust smitast af þeim sem börðust um efsta sætið. Árangur einstakra keppenda var líka afar sveiflukenndur. Sem dæmi má nefna Hannes Hlífar, sem bytj- aði með hálfan úr Qórum, vann þá sjö skákir í röð, en endaði með hálfan úr tveimur síðustu. Þá byrj- ” uðu Akureyringamir mjög vel, en brugðust flestir í lokin. Aðstæður á mótinu voru mjög góðar, en teflt var í rúmgóðum og björtum sal á fjórðu hæð Alþýðu- hússins. Það virtist fara mjög vel um alla keppendur, sem voru orðn- ir hagvanir í bænum undir Iokin, eftir 17 daga dvöl í höfuðstað Norð- urlands. Þetta er annað árið í röð sem íslandsmótið er haldið utan Reykjavíkur, 1986 fór það fram á Grundarfirði og var þá einnig hald- “ið með mikilli reisn eins og nú. Ekki varð ég var við að keppend- ur eða skákforystan hefði mikinn hug á að koma mótinu aftur fyrir í Reylgavík, enda gott næði til að sinna skákgyðjunni ef menn eru í hæfilegri fjarlægð frá sínu daglega amstri. Það er því útlit fyrir að Skáksamband íslands haldi áfram á þeirri braut að þiggja boð sveitar- félaga úti á landsbyggðinni um að halda mótið, ef þau koma fram. Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Skákfélagi Akur- eyrar. í fyrra festi félagið kaup á stórri hæð undir starfsemi sína og tókst nú á hendur þetta stóra verk- efni, að vísu með dyggum stuðningi Akureyrarbæjar. Um nokkurt skeið hefur það verið draumur skák- áhugamanna á Akureyri að fá til sín alþjóðlegt mót með þátttöku þekktra erlendra stórmeistara. Mun vera í athugun að halda slíkt mót að loknu Reykjavíkurskákmótinu í febrúar. Það eina sem olli aðstandendum mótsins vonbrigðum var fremur dræm aðsókn. Það voru fyrst og fremst félagar úr Skákfélaginu sem virtust hafa áhuga á að fylgjast með skákunum sjálfum á mótsstað. Hins vegar virtust flestir bæjarbúar fylgjast grannt með gangi mótsins, sérstaklega frammistöðu sinna manna. í mótsstjóm voru þeir Páll Hlöðv- ersson, Gylfí Þórhallsson, formaður Skákfélagsins og Þór Valtýsson. Yfirskákstjóri var Ólafur Ásgríms- son, alþjóðlegur skákdómari, en aðstoðarmenn hans þeir Albert Sig- urðsson, Ingimar Friðfinnsson og Páll Hlöðversson. Hvað árangur einstakra kepp- enda varðar mega tveir efstu menn auðvitað vel við sitt háa hlutfall una, en það kom á óvart að Karl þyrfti að taka á honum stóra sínum í lokin til að ná þriðja sætinu. Hann- es Hlífar reyndi í 114 leiki að yfirbuga Jón G. Viðarsson í síðustu Þakið sem þolir norðlœgt veðurfar Snöggar hitabreytingar, snjór og ís í dag, regn og þíða á morgun eða sterkt sólskin. „PLAGAN POPULÁR'1 er framleitt til að standast erfiðustu veðurskilyrði. „PLAGAN POPULÁR'' er meðfærilegt og traust þak- og veggklæðningaefni úr galvaniser- uðu stáli með veðrunarþolinni GAULE ACRYL huö- BYKO Skemmuvegi 2, Kópavogi. Simi 41000. Dalshraun 15, Hafnarfirði. Sími 54411 — 52870. umferð, en tókst það ekki og varð því í fjórða sæti. Þrátt fyrir það má Hannes vel við una, hann náði landsliðssæti og á þar með vísan þátttökurétt næsta ár. Davíð Ólafsson teflir skemmti- legast af ungu mönnunum og gerði út um efsta sætið með því að sigra Helga Ólafsson. Hann getur verið hættulegur hveijum sem er, en skortir þolinmæði og hættir til að tefla of hratt. Þeir Sævar og Þröstur Þórhalls- son ollu vonbrigðum. Sævar getur gert mun betur, en nú eins og oft áður missti hann marga vinninga fyrir klaufaskap. Eftir að hafa náð tveimur áföngum að alþjóðatitli í sumar var búist við því að Þröstur myndi ná sínum þriðja og síðasta á Akureyri, en hann var langt frá sínu bezta, eins og hann missti áhugann þegar sýnt var að titillinn var úr augsýn. Jón Garðar hefur teflt mikið í sumar og árangurinn er að skila sér. 50% vinningshlutfall hlýtur að teljast góður árangur hjá nýliða í landsliðsflokki. Dan Hansson byij- aði með því að tapa þremur fyrstu skákunum, en tefldi eðlilega eftir það. Framan af var Ólafur Kristjáns- son maður mótsins. Hann lét hrikalega handvömm gegn Áskeli í fyrstu umferð ekki slá sig út af laginu og fékk þijá og hálfan vinn- ing úr næstu fjórum skákum, vann Reykvíkingana Karl, Davíð og Dan. Ef hann hefði teflt af sama styrk- leika út mótið hefði hann örugglega orðið langt fyrir ofan miðju, en í lokin virtist úthaldið alveg búið og úr átta síðustu skákunum hlaut hann aðeins einn og hálfan vinning. Þröstur Árnason er aðeins fimmtán ára gamall, jafnaldri Hannesar, og er í greinilegri fram- för. Hann má gæta sín í flækjum, en nýtur sín vel í rólegri stöðubar- áttu. Áskell vann tvær fyrstu skákimar, en svo datt botninn úr taflmennsku hans, þar til í síðustu umferð að hann vann Þröst Þór- hallsson. Oft á tíðum var eins og Áskel skorti einbeitingu og hann lék oft af sér góðum stöðum. Árangur Gylfa verður að skoða í því ljósi að hann var ein aðaldrif- flöðrin í framkvæmd mótsins. Því starfí sinnti hann af samvizkusemi, en því miður kom það niður á árangrinum í lokin eftir ágæta byij- un. Hann velgdi bæði Helga og Karli undir uggum, þótt þeir slyppu báðir af önglinum. Gylfi tapaði sex síðustu skákunum, mótið virtist STI& 1 2 3 V 5 b 7 8 9 10 11 12 12> 11 V/NU. RÖE> 1 MAROEIR PÉTL/HSSON 2SW Y/A rfy/ 'A I \ i /z i i i 1 i i i i 11 i 2 HELGI bLPFSSON 1515 1z Iz \ 0 \ i i i i i 1 i i 11 2 3 KARL þORSTE/NS 2HS0 0 'k 1 i 'Iz /z /t i 0 i i /z i 8A 3. H HftNNES H STEFftm 1110 0 0 0 i 0 /z i i i /t 1 i 1 8 V 5 VAVIÐ ÓLfiFSSON 2310 a 1 0 0 Zt i 'L /t 0 i i i i 7/t 3 !° SALVfiR ISJARNASON 2310 •k 0 II i 'L /A Y//< ,Q 0 0 i /z i i /t (o'/l u ? JÓN &. VIBARSSON 2/SO 0 0 'L /z 0 í i 'lz 0 0 i 1 i i G'/z u 3 þfiÖSTUR ÞóefifíLLSS. 2HS n 0 /t 0 'lt i /4 vv/. i /z /t 0 i i G'/z u. 7 DAN WANSSON 2300 o 0 0 n /l i i 0 w< 0 i i /z i 6 10 'OLRFUR KRIS TJfíNSS 2200 0 0 \ 0 i o i Zz i 0 0 0 'L 5 10H. H bfiÖSTUfi ‘fiRNfiSON 2 2/0 0 0 0 /z 0 /z 0 'L 0 / '//// /z i i s 1011 12 ‘flSKELL ÖfíN KflfifiS. ms 0 0 0 0 0 0 0 i 0 / 'L i 1 L'/z 12. n GVLFl þÖfififiUSSON WO 0 0 ít o 0 o 0 n /z 0 0 m i 3 13. SUNNfifi ffi RÓNfífiSS fí70 0 0 0 0 0 /t 0 0 0 /t 0 o 0 W/< 1 H. vera of langt fyrir bæði hann og Ólaf. Gunnar Freyr kom inn sem annar varamaður úr áskorenda- flokki, var langstigalægstur, og mátti því búast við mikilli ágjöf eins og raunin varð á. Hann missti þó aldrei móðinn og barðist ávallt til síðasta manns. Við skulum nú líta á skák úr ell- eftu umferð íslandsmótsins: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Þröstur Þórhallsson Pirc-vörn 1. d4 - d6 2. e4 Ég legg það ekki í vana minn að tefla kóngspeðsbyijanir, en að skipta yfir í Pirc-vöm virðist bezti kosturinn í stöðunni frá fræðilegu sjónarmiði. Eftir bæði 2. c4 — e5 og 2. Rf3 — Bg4I? hefur svarti vegn- að vel í nýlegum skákum. Þar að auki minntist ég þess ekki að hafa séð Þröst tefla Pirc-vöm gegn 1. e4. 2. - Rf6 3. Rc3 — g6 4. Rf3 - Bg7 5. Be2 - c5 6. d5 - 0-0 7. 0-0 - e6 í hinni frægu úrslitaskák Karpovs og Korchnois í Baguio lék hinn síðamefndi hér 7.— Ra6 og tapaði skákinni og einvíginu. Síðan þá hefur afbrigðið 5. — c5 haft fremur lélegt orð á sér. 8. Rd2 - exd5 9. exd5 - Rbd7 10. Rc4 - Rb6 11. Re3 - He8 12. a4 - Re4 Það er mjög eðlilegt að létta þannig á stöðunni með uppskiptum. Hvítur fær nú týmri og mun þægi- legri stöðu, en hins vegar er svarta staðan nokkuð traust. 13. Rxe4 — Hxe4 14. c3 — He8 15. Bb5 - Bd7 16. Db3! - Hb8 17. Bd2 Hér stóð hvítur á krossgötum. Það var freistandi að leika 17. a5 - Bxb5 18. Dxb5 - Rd7 19. a6, en ég taldi svart fá fullnægjandi mótspil fyrir peð eftir 19.— bxa6 20. Dxa6 - Re5. T.d. 21. Dxa7 - Rd3 eða 21. f4 - Hb6 22. De2 - Rd7 23. Hxa7 - Rf6. Með 17. Bd2 hefur hvítur í raun hætt við að sprengja upp á drottn- ingarvæng, en beinir athygli sinni að E-línunni og kóngsvængnum. 17. - a6 18. Bd3 - Dc7? Svarti riddarinn verður nú utan- gátta. Svartur hefði því átt að eyða tíma í að rýma d7-reitinn og leika 18. - Bc8. 19. c4! - Rc8 20. Bc3 - Be5! Svartur sér að hann má ekki láta skálínuna c3-h8 af hendi. Nú myndi hann standa mjög vel að vígi eftir 21. Bxe5? — dxe5! því riddari hans fær þá klæðskerasaumaðan reit á d6. 21. Hael - b5 22. cxb5 - axb5 23. axb5 - Ra7 24. f4 Eftir mistökin í 18. leik hefur svartur fundið einu leiðina til að halda taflinu gangandi. Nú hefði hann átt að leika 24^-— Bd4! og koma þannig áfram í veg fyrir að hvítur næði yfirráðum yfir skálín- unni c3-h8. Hvítur hefði orðið að svara með 25. Bxd4 — exd4 26. Hcl — Dd8 27. Rc4 sem gefur honum eitthvað skárra tafl. Eftir að svartur lætur skálínuna af hendi er ekki að sökum að spyija: 24. — Bxb5? 25. Bxe5! — dxe5 26. Bxb5 - Hxb5 Eða 26. - Rxb5 27. Rg4 27. Dc3 - Hb6 Hér hugsaði Þröstur sig lengi um, en fann enga viðunandi vöm. Nú hefði hvítur t.d. getað leikið 28. Rc4, en ég taldi mig sjá skjótvirk- ari vinningsleið. 28. fxe5 - Rb5 29. d6! Án þessa laglega millileiks væri málið engan veginn ljóst. 29. - Rxc3 30. dxc7 - Hxb2 31. Rc4 - Ha2 32. Rd6 - Haa8 33. Hxf7 — Rb5 og svartur gafst upp um leið. Stykkishólmur: Heilbrigðisráðherra kynnir sér ástand í heilbrigðismálum Stykkishólmi. Guðmundur Bjarnason heil- brigðismálaráðherra, ráðuneyt- Slátrun haf- in í slátur- húsi Víkur hf Litla Hvammi, Mýrdal. SLÁTRUN hófst á föstudags- morgun í sláturhúsinu Vík hf. í Mýrdal en því var veitt slátur- leyfi á fimmtudag eftir nokkrar endurbætur sem gerðar hafa verið á aðstöðu í skáturhúsinu. Á þriðja hundrað fjár var slátrað fyrsta daginn. Ifyrst er tekið fé héðan úr Mýrdal en eftir helgi verð- ur fé tekið úr Skaftártungu. Sigþór isstjóri og starfsfólk ráðuneytis- ins voru á ferð um Snæfellsnes i byijun þessa mánaðar í þeim tilgangi að kynna sér ástand og horfur í heilbrigðismálum og stöðvar þær sem annast heilsu- gæslu og aðhlynningu sjúklinga. Hópurinn var í Stykkishólmi laugardaginn 4. október og gaf sér góðan tíma til að heimsækja sjúkra- húsið hér, sem st. Fransiskussystur hafa rekið hér í rúm 50 ár og standa nú fyrir stækkun þess svo um mun- ar. Það eru 7 hæðir sem ætlaðar eru framtíðinni og nú þegar hafa tvær hæðir verið teknar í notkun. Á móti ráðherra og fylgdarliði tók Sturla Böðvarsson bæjarstjóri, en hann er í byggingamefnd sjúkra- hússviðbyggingarinnar af bæjarins hálfu. Fréttaritari hitti bæjarstjóra og spurði hann um heimsóknina. Bæjarstjóri sagði að þetta væri gott framtak, að þeir sem ættu að fjalla um málin sæju með eigin augum hvað væri að gerast í þess- um málum út um byggðir landsins. Voru gestimir mjög ánægðir með það sem af er byggingunni hér og vom á einu máli um að þessi bygg- ing þyrfti að klárast sem fyrst. Þeir vita sem er að það er ekki góð fjárfesting að hafa nauðsynlegar byggingar lengi í mótun. Þaðan koma engar tekjur. Og eins liggur það í augum uppi að hagkvæmara er að ljúka byggingum þeim sem em á veg komnar heldur en byija á nýjum byggingum og ljúka þeim ekki. Það fór ekki á milli mála að lofsorði var lokið á framtak þeirra systra í Hólminum og er ekki vafi á að eitthvað gott kemur upp úr þessari ferð ráðuneytisins. Áður höfðu þeir heimsótt Olafsvík. — Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.