Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Reuter Nóbelsverðlaunahafinn Susumu Tonegawa lætur vel að syni sínum á meðan hann tekur við hamingjuóskum á heimili sínu. Sænska akademían: Sovésk sendinefnd í Brlissel: Vilja draga einhliða úr hefðbundnum herafla Briissel, Reuter. LEV Tolkunov, forseti annarrar tveggja deilda sovéska æðsta- ráðsins, sagði í Brtissel á fimmtu- dag að máttur hefðbundins herafla Sovétmanna í Evrópu væri sýnu meiri en hernaðar- máttur Atlantshafsbandalagsins. Kvað hann ráðamenn í Kreml reiðubúna til að takmarka her- afla sinn. „Við teljum að það sé grundvall- aratriði að sá sem hefur yfirburði verði að fækka í herafla sínum þar til hann stendur jafnfætis hinum,“ sagði Tolkunov, sem fer fyrir tíu manna sendinefnd, á blaðamanna- fundi. „Við höfum í hyggju að draga úr herafla okkar, sem ætlaður er til árásar. í Evrópu ætti að verða nægjanlegur herafli til þess að tryggja öryggi okkar.“ Ummæli Tolkunovs eru í sam- ræmi við yfirlýsingar Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga fyrr á þessu ári. Þar viðurkenndi Gorbac- hev fyrsta sinni opinberlega að ekki væri jafnvægi milli herja Varsjár- bandalagsins og Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu og Sovétmenn hefðu yfirburði. Áður höfðu sové- skir ráðmenn neitað að láta svo lítið sem að ræða hugmyndina um ójafn- vægi. Sovéska sendinefndin er í Bruss- el til viðræðna um samskipti austurs og vesturs við embættismenn Evr- ópuþingsins. Nú eru miklar vanga- veltur um að Evrópubandalagið og efnahagsbandalag austantjalds- ríkja, COMECON, komi á formlegu YFIRMAÐUR víðtækustu leitar að Loch Ness-skrímslinu til þessa segir skepnuna vera til- sambandi. Hingað til hafa umleitan- ir í þá veru strandað á kröfu Evrópubandalagsins um að sam- komulag nái jafnt til allra aðild- arríkja þess og Vestur-Berlínar að auki. Nú hefur aftur á móti komið fram málamiðlunarlausn, sem Evr- ópubandalagið getur sætt sig við. Þar kveður á um að Vestur-Berlín sé hluti af bandalaginu í efnahags- legu tilliti, þótt samkomulag Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Sovétmanna um borgina sé enn í gildi. búning og uppspuna fjölmiðla. „Við höfum aldrei trúað því að skrimslið væri til,“ segir Adrian Shine, og eftir tveggja daga rannsóknir eru vísindamenn- irnir þess fullvissir að ekkert skrímsli leynist i vatninu. Loch Ness: Skrímslið finnst ekki Drumnadrochit, Skotlandi, Reuter. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til Japan Verðlaunin veitt fyrir erfðarann- sóknir Stokkhólmi, Reuter. Nóbelsverðlaun í læknisfræði voru veitt í Stokkhólmi ( gær. Japanskur vísindamaður, Sus- umu Tonegawa, fékk verðlaunin að þessu sinni fyrir rannsóknir á erfðaþætti ónæmiskerfis líka- mans. Þetta er í fyrsta skipti sem Japana eru veitt Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Að sögn talsmanna Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi fékk Tonegawa, sem er 48 ára gamall, verðlaunin sem nema tæpum fjórt- án milljónum íslenskra króna, fyrir undirstöðurannsóknir á því hvemig gen fara að því að framleiða millj- Burma: • • Onnur Fokk- er-vélin ferst á þessu ári Bankok, Reuter. BJÖRGUNARSVEITIR í Burma leituðu í braki flugvélar sem fórst í innanlandsflugi nálægt Pagan á sunnudag. Allir farþegamir 49 sem í vélinni voru fórust. Vélin var af gerðinni Fokker Fri- endship F27, og var á leið frá höfuðborg landsins Rangoon til Pag- an, hinnar fomu höfuðborgar Burma, sem er mikið sótt af ferðamönnum. 36 hinna látnu eru erlendir ferða- menn. Eldur kom upp í vélinni skömmu áður en hún rakst á fjall ( 25 km fjarlægð frá Pagan. Þetta er önnur Fokker Friendship-vélin sem ferst í Burma á þessu ári. Talið er að vélin hafí verið í lélegu ásig- komulagi vegna viðhaldsskorts. arða af mismunandi mótefnum gegn ýmsum sjúkdómum. “Erfða- fræðilega hliðin á mótefnarann- sóknum var okkur öllum sem lokuð bók þangað til Tonegawa hóf störf," sagði Bengt Samuelsson, forstöðu- maður Karólfnska sjúkrahússins í gær. Tonegawa var sá eini sem stundaði rannsóknir á þessu sviði á árunum 1976-78 og afrek hans hafa auðveldað framleiðslu bóluefn- is og bætt lífslíkur sjúklinga sem fá grædd í sig líffæri, sagði Samu- elsson ennfremur. Sú ákvörðun að veita Tonegawa verðlaunin kom mönnum innan vísindagreinarinnar ekki á óvart og að sögn hefur hann komið til greina mörg undanfarin ár. Þegar Nils Ringertz, en hann á sæti í úthlutun- amefndinni, var spurður hvers vegna verðlaunin væru veitt svo ungum manni sagði hann: “Það er skemmtilegra að veita verðlaunin kraftmiklum vísindamanni á hátindi ferils síns“. Tonegawa útskrifaðist frá Ky- oto-háskólanum í Japan árið 1963 og lauk doktorsprófi frá Kali- fomíu-háskóla í San Diego. Árið 1971 fékk hann rannsóknarstöðu í Basel og þar gerði hann sínar merk- ustu uppgötvanir. Undanfarin sex ár heftir Tonegawa starfað við Massachusetts Institute of Techno- logy. Leiðangurinn, sem nú starfar við rannsóknir á stöðuvatninu Loch Ness, er útbúinn nýjustu sónar- tækjum sérhönnuðum til að vinna á miklu dýpi. Tilgangurinn með rannsóknunum er ekki eingöngu sá að athuga hvort skrímslið fræga hafi aðsetur í vatninu. Rannsókn- irnar beinast einkum að því að athuga strauma og ferðir fiska um vatnið að sögn leiðangursstjórans Adrian Shine. Hundmðir spenntra áhorfenda fylgdust með á föstudag er vísinda- mennirnir hófu rannsóknimar en við þær era notaðir 24 bátar til að stýra sónartækjunum í vatninu. Innan klukkustundar frá því þær hófust varð vart við stóran hlut á 70 metra dýpi. Að sögn Shine var það öragglega ekki lífvera. „Mér þykir fyrir því, en ég get því miður ekki sagst hafa fundið skrímslið þegar ljóst er að það er ekki þama,“ sagði Shine sem nú getur í friði snúið sér að raunhæfari rannsóknum á Loch Ness. Sviss: Dauf kosningabarátta þar sem lítið er í húfi Zllrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara SVISSNESKIR kjósendur fengu þykkt gult umslag í pósti fyrir nokkru. Það var kjörseðillinn, listar stjórnmálaflokkanna og ópólitiskur upplýsingabældingur um þingkosningarnar sem verða haldnar á sunnudaginn, 18. októ- ber. Þjóðþingið, sem kemur saman í Bern fjórum sinnum á ári í þijár vikur í senn, er kosið fjórða hvert ár. Kosningaþátt- takan er yfirleitt heldur dræm. Hún var 45% siðast og ekki er búist við meiri þátttöku nú. Vitr- ir menn segja að kosningabarátt- an hafi aldrei verið eins slöpp og i ár. Heiti reglulegs fréttapist- iis i kvöldfréttum rikisútvarpsins um þessar mundir ber vitni um það. Hann er kallaður: „í leit að kosningabaráttunni." Þingkosningar í landi, þar sem sömu stjómmálaflokkamir hafa skipað ríkisstjóm í 28 ár samkvæmt Morgunblaðsins. svokallaðri „töfraformúlu" og engin meiriháttar vandamál hijá þjóðina, vekja ekki sömu athygli og í löndum þar sem framtíð stjómarinnar velt- ur á kosningaúrslitum. Svissneska ríkisstjómin mun sitja áfram eftir kosningamar, hvemig sem atkvæð- in skiptast. Sameinað þing kýs hana þegar það kemur saman til vetrar- fundar í desember. Græningjum spáð kosningasigri Þrír stærstu flokkamir, Fijáls- lyndir demókratar (FDP), Kristileg- ir demókratar (CVP) og Sósíal- demókratar (SP), eiga tvö sæti hver vís í sjö manna ríkisstjóminni, en örlítill vafi leikur á hvort Þjóðar- flokkurinn (SVP) heldur sínu eina sæti. Hann er minnsti stjómar- flokkurinn og gæti misst ráðherra- embættið ef græningjar og aðrir smærri flokkar vinna veralega á í þingkosningunum, eins og skoðana- kannanir benda til. Stjórnarflokkarnir eiga nú 166 sæti af 200 í neðrideild þingsins. Fijálslyndir, óháðir, umhverfisvinir, vinstri- og hægrisinnar skipta hin- um sætunum að mestu á milli sín. Græningjaflokkurinn hefur ekkert þingsæti nú, en honum hefur vegn- að mjög vel í borgar- og sveitar- stjómakosningum í hinum ýmsu kantónum á undanfömum mánuð- um og er honum spáð kosningasigri um helgina. Hann er hægrisinnaður í samanburði við flokk vestur- þýskra græningja og formaður hans hefur nægilega borgaralegt yfir- bragð til að fæla ekki íhaldssamari umhverfissinna frá. Skógardauði, Chemobyl-kjam- orkuslysið í Sovétríkjunum, Sandoz-stórbraninn í Basel og loftmengun hafa vakið almenning til umhugsunar um umhverfíð. Lausn á mengunarvandamálum er talið vera mikilvægasta verkefnið sem bíður nýja þjóðþingsins. Allir stjómmálaflokkamir, nema helst einn, leggja sig því fram um að lofa umhverfisvernd. Þeir vilja auka endumýtingu, finna endanlega lausn á úrgangsvanda og draga úr iðnaðarmengun. Þeir vilja efla al- menningssamgöngur og draga úr einkaumferð. Einn frambjóðandi FDP í Ziirich tekur fram í kynning- arbæklingi um sjálfan sig að hann hafi hjólað í vinnuna í mörg ár, og telur það að sjálfsögðu sér til ágæt- is. Takmarkaður áhugi á þingstarfinu í Bern Aðgerðir hins opinbera gegn bíla- umferð undanfarin ár hafa orðið til þess að 8000 manns hafa gengið í Bílaflokkinn og hann býður nú fram. Frelsi einstaklingsins, öryggi í umferðinni og lágt bensínverð eru helstu baráttumál hans. Ótrúlegur fjöldi lítilla, svæðisbundinna sér- hagsmunaflokka býður fram í kantónunum 26. Það eru alls 30 listar í Ziirich einni í framboði, en hún er fjölmennasta kantónan og hefur þar af leiðandi flest þing- sæti, 35, ( neðrideild þingsins. Stærstu flokkamir bjóða fram í öll- um kjördæmum en svo era flokkar á borð við Mannúðarflokkinn, Sól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.