Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 22
~\ 22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 UTSALA Karlmannaföt kr. 4.975,- 6.500,- og 2.995,- Stakir jakkar kr. 3.975,- Terylenebuxur kr. 1.195,- og 1.395,- Gallabuxur kr. 745,- og 795,- Flauelsbuxur kr. 795,- Skyrtur, peysur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. HJÓNASKILNAÐUR - SAMBÚÐARSLIT Allt að helmingnr matvöru greiddur með greiðslukortum - segir Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna MAGNÚS E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands, telur að 30-40% matvöruviðskipta í Reykjavík fari í gegnum greiðslukortafyr- irtækin og hann segist vita dæmi þess að þau hafi farið allt upp í 50%. Að hans áliti er kostnaður kaupmanna vegna greiðslukorta allt að 5%, sem fer beint út í verðlagið, og þann kostnað telur hann að korthafarnir ættu sjálfir að greiða. Magnús segir Kaup- mannasamtökin margsinnis hafa beitt sér fyrir því að greiðslu- kort væru ekki notuð i matvöru- viðskiptum á þann hátt sem verið hefur, en án árangurs. Að hans mati virðist ekki pólitískur vilji til að breyta þessum viðskiptum og er þar enginn flokkur undan- skilinn. Magnús E. Finnsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að greiðslu- kort hefðu rutt sér rúms víða um heim en víðast hvar væru þau ekki notuð í matvöruverslunum. íslend- ingar hefðu hins vegar tileinkað sér þessa nýju greiðsluaðferð fljótt og fyrirhyggjulaust og væru kortin almennt notuð í matvöruverslunum hér á landi. Kaupmannasamtökin hefðu hins vegar beitt sér fyrir því að notkun greiðslukorta í matvöru- verslunum yrði aflögð og samstaða þar um hefði náðst milli matvöru- kaupmanna fyrir tveimur árum en því miður hefðu vissir aðilar brugð- ist þá. Magnús sagði að innheimtuþókn- unin sem greiðslukortafyrirtækin fengju væri 1—1,5% en auk þess þyrftu kaupmenn að lána vöruna í allt að 6 vikur og væri kostnaðurinn vegna greiðslukorta allt að 5% með íjármagnskostnaði. Auk þess mætti gera ráð fyrir að kaupmenn missi af staðgreiðsluafslætti vegna fjár- magnsbindingarinnar og gæti því kostnaðurinn í raun verið enn meiri. Hann sagði að þessi kostnaður færi út í verðlagið og hækki verð á matvörum. Stefna kaupmanna- samtakanna væri hins vegar sú að sá sem kaupi matvörur með p-eiðslukorti eigi að greiða kostnað- inn sjálfur, enda vilji samtökin stuðla að lægra vöruverði. Að sögn Magnúsar stunda mat- íslendingar eftirbátar annarra í tannvernd ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ? Upplysinqabæklinqar oq ráðqiöf á skrifstofu okkar. SKEMMDUM og viðgerðum tönnum í 12 ára börnum hefur fækkað úr þvi að vera að meðal- tali 8 I hveiju barni fyrir 1983 í það að vera 6,6 að meðaltali árið 1986. Er þetta þakkað starfi tannheilsudeildar heilbrigðis- ráðuneytisins, sem tók til starfa 1. febrúar 1983. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Guð- mundur Bjamason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, gekkst fyrir í tilefni af útgáfu- degi nýs frímerkis, sem helgað er tannvemd. : : Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir zsgs Lögfræðiþjónustan hf Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91 )-689940 Árangurinn hefur náðst þrátt fyrir að neysla gosdrykkja og sæl- gætis hafí aukist verulega hérlendis undanfarin ár. Samsvarandi tölur fyrir Norðurlöndin eru um það bil 4 skemmdar tennur á hvert 12 ára bam en Bandaríkjamenn höfðu árið 1980 komist niður í 2,7 skemmdir að meðaltali. Heilbrigðisráðherra sagði að enn væri mikið starf óunn- ið hérlendis í þessu efni en arangur- inn þakkar ráðherra átaki sem gert hefur verið til að auka fræðslu til Morgunblaðið/ BAR Guðmundur Bjaraason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bend- ir á línurit sem sýnir slaka stöðu íslendinga miðað við aðrar þjóðir í tannverndarmálum. skólabama um mikilvægi tannhirðu og tannvemdar en þó fyrst og fremst bættu skipulagi flúorskolun- ar. Stefnt er að því að skola tennur allra gmnnskólanemenda undir 12 ára aldri uppð úr flúorblöndu á tveggja vikna fresti. Foreldmm gefst nú kostur á ókeypis flúortöfl- um fyrir böm sín. í máli heilbrigðisráðherra kom fram að biýnt sé að koma á skóla- máltíðum í gmnnskólum. Óviðund- andi sé að skólabömum sé nánast ætlað að nærast á óhollu sjoppu- fæði og telur ráðherra brýnt að móta opinbera manneldisstefnu og efla forvamarstarf sem stuðli að heilsusamlegu fæðuvali og veki at- hygli fólks á því að það beri mikla ábyrgð á eigin heilsu. Tannvemdarráð starfar á vegum heilbrigðisráðuneytisins og hyggst það í vetur standa fyrir miklu fræðslustarfí f gmnnskólum fyrir 6 og 7 ára böm. Dreift verður end- urskinsmerkjum, púsluspilum og vinnubókarblöðum í skólana auk þess sem bæklingur verður sendur foreldmm 6 og 7 ára bama. Von- ast tannvemdarráð eftir góðum undirtektum og væntir góðs sam- starfs við foreldra og kennara. SEM VEX MEÐ FYRIRTÆKINU OG TEKUR 2 MÍN.AÐ SETJA UPP Allt fyrir lagerinn G.A. PéTUftSSON HF. UMBOÐS- OG H€ILDV€flSLUN Verslun oð Smiðjuvegl 30 € Kópovogur. SKnof: 77066. 78600, 77444.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.