Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 22
~\
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
UTSALA
Karlmannaföt kr. 4.975,- 6.500,- og 2.995,-
Stakir jakkar kr. 3.975,-
Terylenebuxur kr. 1.195,- og 1.395,-
Gallabuxur kr. 745,- og 795,-
Flauelsbuxur kr. 795,-
Skyrtur, peysur, nærföt o.fl. ódýrt.
Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250.
HJÓNASKILNAÐUR
- SAMBÚÐARSLIT
Allt að helmingnr matvöru
greiddur með greiðslukortum
- segir Magnús E. Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna
MAGNÚS E. Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
taka íslands, telur að 30-40%
matvöruviðskipta í Reykjavík
fari í gegnum greiðslukortafyr-
irtækin og hann segist vita dæmi
þess að þau hafi farið allt upp í
50%. Að hans áliti er kostnaður
kaupmanna vegna greiðslukorta
allt að 5%, sem fer beint út í
verðlagið, og þann kostnað telur
hann að korthafarnir ættu sjálfir
að greiða. Magnús segir Kaup-
mannasamtökin margsinnis hafa
beitt sér fyrir því að greiðslu-
kort væru ekki notuð i matvöru-
viðskiptum á þann hátt sem verið
hefur, en án árangurs. Að hans
mati virðist ekki pólitískur vilji
til að breyta þessum viðskiptum
og er þar enginn flokkur undan-
skilinn.
Magnús E. Finnsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að greiðslu-
kort hefðu rutt sér rúms víða um
heim en víðast hvar væru þau ekki
notuð í matvöruverslunum. íslend-
ingar hefðu hins vegar tileinkað sér
þessa nýju greiðsluaðferð fljótt og
fyrirhyggjulaust og væru kortin
almennt notuð í matvöruverslunum
hér á landi. Kaupmannasamtökin
hefðu hins vegar beitt sér fyrir því
að notkun greiðslukorta í matvöru-
verslunum yrði aflögð og samstaða
þar um hefði náðst milli matvöru-
kaupmanna fyrir tveimur árum en
því miður hefðu vissir aðilar brugð-
ist þá.
Magnús sagði að innheimtuþókn-
unin sem greiðslukortafyrirtækin
fengju væri 1—1,5% en auk þess
þyrftu kaupmenn að lána vöruna í
allt að 6 vikur og væri kostnaðurinn
vegna greiðslukorta allt að 5% með
íjármagnskostnaði. Auk þess mætti
gera ráð fyrir að kaupmenn missi
af staðgreiðsluafslætti vegna fjár-
magnsbindingarinnar og gæti því
kostnaðurinn í raun verið enn meiri.
Hann sagði að þessi kostnaður
færi út í verðlagið og hækki verð
á matvörum. Stefna kaupmanna-
samtakanna væri hins vegar sú að
sá sem kaupi matvörur með
p-eiðslukorti eigi að greiða kostnað-
inn sjálfur, enda vilji samtökin
stuðla að lægra vöruverði.
Að sögn Magnúsar stunda mat-
íslendingar eftirbátar
annarra í tannvernd
ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ?
Upplysinqabæklinqar oq ráðqiöf
á skrifstofu okkar.
SKEMMDUM og viðgerðum
tönnum í 12 ára börnum hefur
fækkað úr þvi að vera að meðal-
tali 8 I hveiju barni fyrir 1983 í
það að vera 6,6 að meðaltali árið
1986. Er þetta þakkað starfi
tannheilsudeildar heilbrigðis-
ráðuneytisins, sem tók til starfa
1. febrúar 1983. Þetta kom fram
á blaðamannafundi sem Guð-
mundur Bjamason, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra,
gekkst fyrir í tilefni af útgáfu-
degi nýs frímerkis, sem helgað
er tannvemd.
: :
Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen
William Thomas Möller • Kristján Ólafsson
Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir
zsgs
Lögfræðiþjónustan hf
Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9
105 Reykjavík, sími (91 )-689940
Árangurinn hefur náðst þrátt
fyrir að neysla gosdrykkja og sæl-
gætis hafí aukist verulega hérlendis
undanfarin ár. Samsvarandi tölur
fyrir Norðurlöndin eru um það bil
4 skemmdar tennur á hvert 12 ára
bam en Bandaríkjamenn höfðu árið
1980 komist niður í 2,7 skemmdir
að meðaltali. Heilbrigðisráðherra
sagði að enn væri mikið starf óunn-
ið hérlendis í þessu efni en arangur-
inn þakkar ráðherra átaki sem gert
hefur verið til að auka fræðslu til
Morgunblaðið/ BAR
Guðmundur Bjaraason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bend-
ir á línurit sem sýnir slaka stöðu íslendinga miðað við aðrar þjóðir
í tannverndarmálum.
skólabama um mikilvægi tannhirðu
og tannvemdar en þó fyrst og
fremst bættu skipulagi flúorskolun-
ar. Stefnt er að því að skola tennur
allra gmnnskólanemenda undir 12
ára aldri uppð úr flúorblöndu á
tveggja vikna fresti. Foreldmm
gefst nú kostur á ókeypis flúortöfl-
um fyrir böm sín.
í máli heilbrigðisráðherra kom
fram að biýnt sé að koma á skóla-
máltíðum í gmnnskólum. Óviðund-
andi sé að skólabömum sé nánast
ætlað að nærast á óhollu sjoppu-
fæði og telur ráðherra brýnt að
móta opinbera manneldisstefnu og
efla forvamarstarf sem stuðli að
heilsusamlegu fæðuvali og veki at-
hygli fólks á því að það beri mikla
ábyrgð á eigin heilsu.
Tannvemdarráð starfar á vegum
heilbrigðisráðuneytisins og hyggst
það í vetur standa fyrir miklu
fræðslustarfí f gmnnskólum fyrir 6
og 7 ára böm. Dreift verður end-
urskinsmerkjum, púsluspilum og
vinnubókarblöðum í skólana auk
þess sem bæklingur verður sendur
foreldmm 6 og 7 ára bama. Von-
ast tannvemdarráð eftir góðum
undirtektum og væntir góðs sam-
starfs við foreldra og kennara.
SEM VEX MEÐ FYRIRTÆKINU OG
TEKUR 2 MÍN.AÐ SETJA UPP
Allt fyrir lagerinn
G.A. PéTUftSSON HF.
UMBOÐS- OG H€ILDV€flSLUN
Verslun oð Smiðjuvegl 30 € Kópovogur.
SKnof: 77066. 78600, 77444.