Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
51
Hækkun hrossa-
kjöts á ekki að
koma fram í
smásöluverði
— segir formaður
markaðsnefndar
hrossabænda
HALLDÓR Gunnarsson í Holti,
formaður markaðsnefndar Fé-
lags hrossabœnda, segir að mikil
hækkun hrossakjöts nú í haust
hafi verið ákveðin til að vega upp
það sem þessi kjöttegund hefði
dregist aftur úr í verði á síðasta
verðlagsári. Hrossakjötið hækk-
aði um allt að 34%, eins og fram
kom í Morgunblaðinu á föstudag.
Halldór segir að hrossakjötið
hafi ekki hækkað til jafns við annað
kjöt frá 1. september 1986. Ef litið
væri á allt tímabilið kæmi sú stað-
reynd í ljós að tveir bestu flokkar
folaldakjöts hefðu hækkað um 20%
umfram verðbólgu. Feitasti flokkur
folaldakjöts hefði lækkað á þessum
tíma og aðrir flokkar hrossakjöts
fylgt verðlagsþróun. Halldór segir
að folaldakjötið hafi hækkað veru-
lega undanfarin 4 ár með fijálsri
heildsölu- og smásöluálagningu og
nú væru bændur að ná hluta af
þeirri hækkun til sín en það ætti
ekki að koma fram í hækkuðu verði
til neytenda.
Mýrdalssandur:
Byrjað að ýta
fyrir nýjum
vegi yfir sandinn
Litla Hvammi, Mýrdal.
Á Mýrdalssandi er byrjað að
ýta upp nýjum vegi samkvæmt
útboði sem gert var í þá fram-
kvæmd í haust. Páll Siguijónsson
á Galtalæk var lægstbjóðandi en
hans tílboð hljóðaði upp á 6,7
milljónir króna sem er um 60%
af áætltuðum kostnaði af uppýt-
ingu vegarins og ræsagerð.
Hið nýja vegarstæði er allt að
80 metrum lægra en vegur sá sem
fyrir er þar sem hæðarmismunur
er mestur þó á „sléttum" sandi sé
en Mýrdalssandur er yfír 100 metra
hár yfir sjó upp við Hafursey en
nýja leiðin færist mikið nær strönd-
inni. Álit kunnuygra er að á hinni
nýju leið muni verða minna sandfok
en á núverandi vegi en sú leið hef-
ur einmitt lokast öðru hvoru
undanfama daga vegna sand-
storms.
Byijað er að ýta upp austast á
sandinum, frá austurbakka Múla-
kvíslarfarvegs. Vegalengd sú, sem
þessi ffamkvæmd spannar, er 23,5
kílómetrar. Áætlað er að ljúka verk-
inu fyrir júnflok næsta ár og er þar
meðtalið bundið slitlag og brúar-
gerð á Blautukvísl.
Sigþór
Fimm sinnum í viku lil Amsterdam
- Og þaðan með KLM til yfir 130 borga \ 76 löndum
í 6 heimsálfum.