Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
+
Menningarlíf í Tékkóslóvakíu 20 árum eftir innrás Sovétmanna
Annálar óopinberra
tékkneskra bókmennta
Viðtal Kjell Olafs Jensen við bókmenntafræðinginn
Josef Vohryzek og bókmenntagagnrýnandann Jan Lopatka
JosefVohryzek, einn afþremur talsmönnummannrétt-
indasamtakanna Charta 77 áyfirstandandi ári, er
bókmenntafræðingur og gagnrýnandi. Jan Lopatka er
bókmenntagagmýnandi. Vohryzek hefur um margra ára
skeið verið búsetturí Svíþjóð.
Jan Lopatka (t.v.) og Josef Vohryzek.
Hinar óopinberu bókmenntir í
Tékkóslóvakíu eru langtum athygl-
isverðari heldur en hinar opinber-
lega viðurkenndu, er ekki svo?
Jú. Svo að einungis sé minnzt á
eina bók, getum við bent á næstsíð-
ustu skáldsöguna eftir Bohumil
Hrabals, „Skarð í húsaröðinni"
mætti ef til vill kalla hana í þýð-
ingu. Þessi bók hefur komið út hjá
alls þremur útgáfufyrirtækjum,
sem landflótta Tékkar og Slóvakar
starfrækja erlendis; í þessum útgáf-
um hefur viðkomandi bókaforlag
þó hvergi verið gefið upp, þannig
að segja má að þar sé um ólöglegar
útgáfur að ræða. Það sem er at-
hyglisvert við þessar þijár útgáfur
er, að textarnir eru frábrugðnir, og
það er auðvelt að sjá um hvaða
bókaútgáfu er að ræða hveiju sinni,
vegna prentvillnanna í textanum.
Þetta er einkennandi fyrir Hrabal;
hann meðhöndlar textann þannig,
að úr þeim verða gjaman mörg
mismunandi afbrigði samtímis.
Hvaða þtjú útgáfúfyrirtæki voru
þetta?
’68 — Publishers í Toronto, Index
í Köln og Dialog í Lundúnum. Þær
margvíslegu málaflækjur sem
sprottið hafa af þessum mismun-
andi útgáfum, leiddu til þess að
Hrabal lenti á geðsjúkrahúsi, en
hann er nú búinn að ná sér aftur
núna.
Hrabal er ljóslifandi dæmi um
það ástand, sem tók að myndast
hérlendis eftir að samizdat-útgáf-
umar tóku að sjá dagsins ljós, það
er að segja eftir 1969. Hrabal hefur
þörf á að vera mikið lesinn og verða
frægur, og það er jú algjörlega
eðlileg þörf hjá rithöfundi — en það
er ósk, sem ekki getur ræzt í Tékkó-
slóvakíu nú á dögum. Hrabal leysir
úr þeim vanda með því að með-
höndla texta sína þannig, að úr
verði tvískinnungur; það eru ævin-
lega til ýmsar mismunandi gerðir
af ritverkum hans. Hann er eigin-
lega táknrænn fyrir allt ástand
rnála hérlendis, tákn samizdat-
bókmenntanna.
Eru samizdat-bókmenntirnar
ekki eldri heldur en frá því eftir
1968—’69 í Tékkóslóvakíu?
---3----------------------
A árunum um og eftir 1950 og
fram til 1960 voru líkar gefnar út
sam/zdaí-bókmenntir; þar að auki
voru líka til á þeim tímum svokall-
aðar „skúfftj-bókmenntir", en þær
voru þá nær óþekktar með öllu —
handritin lágu einfaldlega í skrif-
borðsskúffum höfundanna. Það
vora rithöfundar, sem ekki fengu
leyfi til að láta gefa út bækur sínar.
Á árunum milli 1970 og ’80 var
ástandið öðravísi, þá tóku samiz-
daí-bókmenntimar að blómstra.
Hvemig bregðast yfirvöld við til-
vist samizdat-bókmenntanna?
Yfirvöldin bregðast við á ýmsan
hátt. Sumpart með því að láta gera
húsleit og láta leggja hald á það
sem þeir finna, sumpart með fang-
elsisdómum. Þannig vora t.d.
útgefendur tímaritsins Vokno settir
í fangelsi — opinberlega var látið
heita, að ástæðan væri allt önnur,
en það var einungis yfírvarp. Og
svo verða menn fyrir áreitni, móðg-
unum og þess gætt, að þeir fái
aldrei frið. Ludvík Vaculík hefur
ekki verið látinn í friði í tíu ár sam-
fleytt — hann er kvaddur til yfir-
heyrslu mörgum sinnum í viku. Og
yfírvöldin nota líka „að deila og
drottna“-aðferðinni; það kemur oft
fyrir að vélritunarfólkið er lagt í
einelti á sama tíma og höfundamir
era látnir vera í friði. Þá getur það
líka gerzt, að þeir sem hafa samiz-
daí-bækur undir höndum, séu settir
í fangelsi en höfundamir látnir vera
óáreittir á meðan og þeim leyft að
ganga lausum. Það þykir miklu
síður fréttnæmt á Vesturlöndum,
þegar óþekkt fólk er handtekið
heldur en þegar frægir rithöfundar
era teknir á hvalbeinið hjá lögregl-
unni. Félagsleg einangran eða
tímabundin útskúfun úr samfélag-
inu er líka ein af þeim aðferðum,
sem beitt er. Það er hægt að dæma
vélritara hjá samizdat-ú tgáfu,
bókaunnanda eða þann sem fær
lánaðar „hættulegar" bækur til
tímabundinnar útlegðar frá
heimabæ sínum. Yfírvöld gæta þess
þá vandlega að gera slíkum sak-
bomingum rækilega ljóst, að rithöf-
undamir, sem semja þau verk, sem
gefín era út ólöglega í samizdat,
fái einkar álitlegar greiðslur frá
Vesturlöndum á sama tíma og
venjulegt fólk þurfí að þola hand-
tökur og frelsissviptingu.
Er líka gefín út bókmenntagagn-
rýni í samizdat?
Já, já, bæði í bókarformi, rit-
gerðasöfnum og í tímaritum. Þessu
efni er dreift sem afþreyingarbók-
menntum. Tímaritin eiga sér
fremur fasta viðtakendur, jafnvel
þótt ekki sé hægt að kalla þá áskrif-
endur — það er að segja fólk, sem
kaupir reglulega hvert eintak sem
kemur út. Kaupendur lána öðram
samizdat-heftin og einstaka menn
útvega sér sjálfír einhvem til að
vélrita þessi hefti og flölfalda með
kalkipappír hin uppranalegu samiz-
dat-rit. Þess vegna er heldur ekki
vitað með vissu hve stór upplögin
era eiginlega. Hið sama á við um
bækur, sem gefnar era út i samiz-
dat.
Og þið hafið heldur enga mögu-
leika á að ljósrita?
Nei, ekki sem nokkra nemur. Það
er erfítt að verða sér úti um slíkar
vélar og auk þess verða ljósritunar-
vélar að standa á einhveijum þeim
stað, þar sem engin hætta er á að
húsleit verði gerð. Ef farið væri út
í að fjölfalda allt of mikið, þá myndi
það þegar í stað hafa aukinn vanda
í för með sér. Tæknilegar úrbætur
myndu sjálfkrafa leiða til fleiri lög-
regluaðgerða gegn okkur.
Væri ekki gerlegt að smygla
handriti til Vesturlanda, láta fjöl-
falda það þar og smygla svo afritun-
um aftur inn yfir tékknesku
landamærin?
Við gerðum það í einu tilviki, og
þar var um bók að ræða. Það gekk
allt saman — en slíkt verður að
gerast með varúð, því annars yrði
fljótlega bundinn endir á útgáfu
allra samizdat-bóka.
Hvemig má það vera, að svona
margir mikilhæfír rithöfundar skuli
vera starfandi með tiltölulega fá-
mennri þjóð, þar sem bókmennta-
iðja sætirjafn mikilli kúgun af hálfu
stjórnvalda og hérlendis?
Þetta er spuming, sem leiðir
hugann að samhenginu á milli kúg-
unar og skapandi starfsemi andans.
Það er raunar erfítt að koma orðum
að þessu eða segja skoðun sína á
því — það er hræðilega gráglettin
hugsun sem gerir vart við sig.
Ég lagði sömu spurningu fyrir
Josef Skvorecký í Toronto fyrir
nokkrum árum. — Hann svaraði,
að eftir allt það sem hann hafí
mátt ganga í gegnum og þola,
hemám nasista, lýðræði um tveggja
ára skeið, þá valdarán kommúnista,
innrás sovézkra hersveita 1968 og
svo að vera núna landflótta, þá
mætti hann teljast algjör örviti, ef
hann gæti svo ekki skrifað góðar
skáldsögur um þetta!
Það er Skvorecký líkt að svara
þannig — og vitanlega er viss sann-
leikur fólginn í því, sem hann segir.
En það er líka félagsleg hlið á þessu
máli. Þær aðstæður, sem við búum
við í þessu landi, neyða fólk beinlín-
is til að fást fremur við hina
veigameiri hluti /vegna ríkjandi
ástands. Ef litið er á ástand mála
frá sjónarhóli bókmenntasögunnar,
þá kemur í ljós, að tímabil kúgunar
hafa líka verið þau tímabil þegar
sköpuð hafa verið bókmenntaverk,
sem lengi hafa lifað og staðizt vel
tímans tönn. Þetta er annars
margslungin spurning — það er
aldrei hægt að geta sér til um,
hvað myndi hafa gerzt, ef kúgunin
hefði ekki verið fyrir hendi. Aðrar
ástæður era líka hugsanlegar. Okk-
ur fínnst það vægast sagt dálítið
neyðarlegt að sitja hér og ætla að
halda því fram, að fólk hafí gagn
af því, að hert sé á þumalskrúf-
unni. Það er hugmynd sem er anzi
erfítt að fallast á.
Hvað er það sem einkum ein-
kennir tékkneskar bókmenntir nú á
dögum?
Eitt af séreinkennum þeirra er
það fyrirbrigði, sem Roman Jakob-
son skrifaði um þegar á árunum
milli 1920 og ’30, þegar hann starf-
aði í Tékkóslóvakíu. Hann skrifaði
um visst misgengi, sem yrði á hlut-
unum — það sem væri aukaatriði
yrði að meginatriði, en meginatriði
yrðu að þýðingarminni aukaatrið-
um. Dagbækur, bréfaskriftir og
þess háttar er að verða að meginfar-
vegi innan hinna veigameiri
bókmennta okkar. Á áratugnum
milli 1940 og 1950 vora starfandi
hérlendis samtök, sem kölluðu sig
Hópur 42; hann samanstóð bæði
af rithöfundum, myndhöggvuram
og tónlistarmönnum. Jiri Kolar og
Jan Hanc vora tvö ljóðskáld, sem
vora í þessum hópi. Jiri Kolar er
nú á dögum orðinn þekktur mynd-
höggvari á Vesturlöndum. Þeir ortu
ljóð, Hanc samdi líka lítil prósa-
verk, með dagbókarblæ — úr þéssu
varð í reynd veigamikil ljóðlist.
Þessi þróun heldur áfram sem all-
veralegur þáttur í sköpun bók-
mennta. 42-hópurinn og öll þessi
stefna einkennist af áköfum „sívil-
isma" — það er að segja að horfið
er frá viðleitni hinna „háleitari"
bókmennta, ljóðlistin beinist inn á
mun beinni afstöðu; menn skrifa
beinskeyttar um hlutina, krókaleiðir
hverfa, myndrænt líkingamál er úr
sögunni. Þessi kveðskapur orkar á
mann eins og hann sé ekki ljóðlist,
en þetta era nú samt ljóð í afar
einfaldaðri formgerð. Líka kemur
fyrir eins konar upplausn í fram-
eindir; það orkar á mann eins og
verkin séu limuð í sundur, þau loða
í samhengi af einhveiju öðra en
hefðbundnum kveðskaparháttum.
Oft á tíðum er það einmitt dag-
bókarformið, sem heldur verkunum
í samhengi. Það era svo sem til
fyrri boðberar þessarar þróunar:
Henri Michaux og Raymond Quene-
au í Frakklandi. Í skáldskap
Queneaus er frásögnin ekki hið
veigamesta, heldur leikurinn að
yrkisefnum. Einkar dæmigerður
fulltrúi þessarar stefnu meðal hinna
yngri tékknesku rithöfunda er Vlas-
timil Tresnak. Bækur hans hafa
yfírleitt verið gefnar út hjá útgáfu-
fyrirtækinu Index í Köln. Hann
skrifar smásögur og ber efnisþráður
þeirra einnig sterkan keim af hans
eigin, beinu lífsreynslu, án hefð-
bundins skáldlegs búnings, verk
Tresnaks era gott dæmi um þessar
bókmenntir — hann notar skyndileg
innskot sem era fjarskalegar ýkjur
með útúrsnúningum, og svo getur
jafn skyndilega einhver stutt
grínsaga eða skrýtla skotið upp
kollinum í textum hans. Við aflest-
ur orkar þessi höfundur á menn
eins og hann sé á leiksviði, leikari
sem leikur sín eigin prósaverk.
Samt sem áður er það, sem hann
er að lýsa, sá veraleiki sem hann
hefur sjálfur upplifað.
Það er til samizdat-tímarit, sem
ber titilinn Efni, en það kemur út
í mjög takmörkuðu upplagi. í þessu
tímariti birta margir rithöfundar í
hveijum mánuði útdrátt úr því, sem
þeir era að semja hveiju sinni, hvort
• sem um er að ræða ljóðlist eða
óbundið mál. Ritið verður að eins-
konar verkstæði, en er ekki venju-
legt, ritstýrt tímarit. Það verður að
einhvers konar reikningsyfirliti um
það, sem menn hafa verið að fást
við undanfarinn mánuð. Jan Lop-
atka hefur gert athuganir á því,
um hvað menn era helzt að skrifa
I þessum útdráttum úr verkum, sem
þeir era með í smíðum. Sameigin-
legur þáttur í svo til öllum þeirra,
er að þeir láta í ljós skelfingu sína
yfír hrottaskapnum. Tresnak er
núna ýmist búsettur í Austurríki
eða í Svíþjóð; en það sem hann
skrifar um er líka skelfingin gagn-
vart hrottaskapnum — með því að
koma orðum að þessari tilfinningu
sinni, er hann að losa sig undan
fargi hennar.
Það er annars fremur tilviljunar-
kennt, hvað menn geta lesið af því
sem bókaútgáfur erlendis gefa út
á tékknesku eða slóvensku, og þaer
tilviljanir era nokkuð, sem taka
verður tillit til, þegar verið er að
svipast um eftir sameiginlegum
þáttum í verkum þessara höfunda-
Það er ekki gerlegt að framkværna
neina vísindalega rannsókn við þaer
aðstæður, sem við búum við núna
sem stendur.
Annað einkar einkennandi yrkis-
efni kemur fram í verkum Edu
Krisová (fædd 1941); hún er merk-
ur rithöfundur. Fyrír nokkrum
áram kom út á Vesturlöndum úrval
ljóða og smásagna, „Stunde Nam-
ens Hoffnung" („Stund að nafni
T