Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 19 Morgunblaðið/ Ól.K.Mag. Nöglum skotið í dekk á hjólbarðaverkstæði í Reykjavík einnig vöm gegn hliðarskriði sem oft væri vandamál í hvassviðri og hálku enda væri sannað að negld dekk hefðu 100% betra grip á hálu undirlagi en ónegld. Þá sagði Jónas Bjarnason að ljóst væri að fátt stytti endingartíma bíla jafnmikið og saltausturinn. Saltið flýtti fyrir tæringu og ryðmyndun og margir héldu því nú fram að bílar í umdæm- um utan höfuðborgarsvæðisins þyrftu minna viðhald að þessu leyti en bílar hér syðra. „Annars tel ég víst að bílaiðnað- urinn leysi þessi vandamál fyrir okkur innan 10 ára. Þá telja þeir sem gerst þekkja að fjórhjóladrif verði orðið jafnalgengt í fólksbílum og sjálfskipting er í dag og þá minnkar þörfin fyrir nagladekk," sagði Jónas Bjarnason að lokum. Þarf samráð við önnur sveitarfélög Valdimar Jónsson hefur áratuga- reynslu af vetrarakstri sem at- vinnubílstjóri og ökukennari. Hann kvaðst í samtali við Morgunblaðið telja að erfitt yrði að veita jafn- mikið öryggi með saltaustri og nagladekkjum. Undanfarna vetur hefði gatnamálastjóri aðeins látið salta helstu aðalgötur, strætis- vagnaleiðir og brattar brekkur sem fljótt yrðu ófærar. Ef fækka ætti nagladekkjum þyrfti einnig að hreinsa og salta húsagötur fljótt og vel, annars væri um afturför að ræða. Slíkt mundi þýða stóraukin útgjöld og vafasamt væri að fjár- veitingarnar myndu nýtast gatna- málastjóra betur en áður. Þá þyrfti einnig að athuga það að gatnamála- stjóri starfaði aðeins í Reykjavík en um svona mál þyrfti að hafa samráð við nágrannasveitarfélög og vegagerð. „Annars væri nær að hætta að salta en að beijast gegn nagladekkjum. Saltið flýtir fyrir ryðmyndun í bílum og leysir auk þess upp malbikið. Tjaran úr mal- bikinu sest svo á bílana og á dekkin og minnkar viðnámið sem þau veita, negld jafnt sem ónegld,“ sagði Valdimar Jónsson bílstóri á BSR að lokum. Spurningum ósvaraö Áleitnustu spurningunum sem vakna í kjölfar áróðursherferðar- gatnamálastjóra verður ekki svarað fýrr en á vori komanda: hvernig á að meta gagnsemi áróðursherferð- arinnar ef svo fer að í kjölfar hennar dragi úr notkun nagladekkja og ástand gatnakerfís borgarinnar verði betra en áður en jafnframt fjölgi umferðaróhöppum sem rekja má til gáleysislegs aksturs við erfíð skilyrði? Er forsvaranlegt að draga þennan þátt út úr annarri umræðu um bætta umferðarmenningu og leggja jafn mikið undir fyrir jafn óljósan ávinning? Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri mun sjá um að salta brekkur í íbúðarhverfum og og aðra staði sem verða illfærir í hálku. Eg vil því hvetja þá sem hingað til hafa notað nagladekk til að breyta til í vetur og setja ónegld vetrardekk undir bíla sína. Jafnframt ættu menn að draga úr hraða um 10 kílómetra á klukkustund. Þá verð- ur stöðvunarvegalengdin minni en með nagladekkjum og óbreyttum hraða,“ sagði Ingi U. Magnússon. Ingj sagði einnig að loks fyrir um viku síðan hefði gatnafram- kvæmdum ársins lokið í Reykjavík. Menn stæðu nú frammi fyrir því að sumarið dygði ekki til að vinna að nauðsynlegum endurbótum á gatnakerfinu með þeim mannskap og búnaði sem til væri. Því væri þessi kynningarherferð farin, til að vekja athygli á ástandi gatna- kerfisins og benda á leiðir til úrbóta. OPIÐ BREF TIL FRETTA- STOFU RÍKISÚTV ARPSIN S frá undirbúningsnefnd stofnunar útgerðarfélags á Suðurnesjum Þriðjudaginn 6. október síðastlið- inn fylgjumst við aðstandendur stofnunar útgerðarfélags á Suður- nesjum ásamt öðrum landsmönnum með einkennilegum fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um þetta mál. í sem stystu máli var hringt í Loga Þor- móðsson í Keflavík og haft við hann viðtal í morgunþætti útvarpsins. Nokkur dagblöð höfðu skrifað frétt um þessa hreyfingu hér syðra og vildu útvarpsmenn kryfja málið bet- ur að því er virtist. Af því sem Logi sagði þótti út- varpsmönnnum orð hans um Byggðastofnun eitthvað athyglis- verðari en annað og úr þeim var spunnin flétta fréttaviðtala, sem flutt var að minnsta kosti í hádeg- is- og kvöldfréttum sama dag. Þetta var fýrst endurtekinn hluti af við- talinu við Loga frá morgunútvarp- inu, og síðan álit forustumanna í Byggðastofnun á skoðun Loga. Fréttagildi þessa máls er okkur ráðgáta, því skoðanir manna á málefnum Byggðastofnunar eru jafnan litaðar svæðisbundnum og pólitískum skoðunum og lánveiting- ar stofnunarinnar því eðlilega umdeildar, burt séð frá hver fær. Þróun sjávarútvegs á Suðurnesj- um er áhyggjuefni íbúa þar. Sú tilraun sem nú er fyrirhuguð til að snúa henni á betri veg er alvarlegri og mikilvægari en svo að hafa megi sem at í fréttasamkeppni út- vafpsstöðva. Fyrst fréttastofan tók það upp hjá sér að fjalla um þetta mál verður að gera þá lágmarks kröfu, að málið sé skoðað hlutlaust og til hlítar, en sé ekki tekið úr samhengi og meðhöndl^ð eins og hver annar hasarleikur sem hætt er við að kveldi. Fréttamennska sem þessi er hvorki fréttamanni né fréttastofu útvarps til hróss. í von um að þessi ádrepa geti leitt til þess að fréttastofa Ríkisút- varpsins taki á málefnum okkar og annarra af meiri virðingu og fag- mennsku í framtíðinni. Undirbúningsnefnd Happasæll KE: Endurbættur í Englandi Keflavik. HAPPASÆLL KE 94 kom fyrir nokkru frá Hull i Englandi þar sem talsverðar endurbætur voru gerðar á bátnum. Rúnar Hallgrí- msson, skipstjóri og útgerðar- maður, sagði að byggt hefði verið yfir dekkið og ný brú sett á bát- inn. Verkið hefði tekið um tvo og hálfan mánuð og hefði kostn- aður orðið um 10 milljónir króna. Happasæll var smíðaður árið 1963 í Flekkufirði í Noregi og hét fyrstu árin Heimir SU og var gerður út frá Fáskrúðsfirði. Síðan hefur báturinn skipt nokkrum sinnum um eigendur og nafn. Hann var fyrst seldur til VestQarða og síðan aftur til Aust- fjarða. Á þessum árum var báturinn lengdur um 3 metra. Fyrir tveim árum keypti svo Rúnar bátinn sem þá var í Keflavík og hét Árni Geir. Rúnar sagði að þeir hefðu hafist handa með að endurbyggja bátinn í fyrra. „Þá var byggt yfir hann að Happasæll KE í Keflavíkurhöfn. skip. framan og nú er verið að ljúka því verki. Nú er verið að setja í hann nýtt spil og ég vonast til að því verki ljúki um helgina og þá höldum við strax til veiða." Morgunblaðið/Bjöm Biöndal Hann er nú orðið hið glæsilegasta Þetta er þriðja báturinn sem út- gerðin eignast með þessu nafni og hafa þeir allir reynst miklar happa- fleytur. - BB KAYS PÖNTUNARLISTINN Frá kr. 433.- Pils kr. 433.- Buxurkr. 693,- Vendipeysa kr. 867. OKEYPIS meðan upplag endist » GERID VERÐSAMANBURÐ [E Gengi 28.09’87. f- í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.