Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Fatlað fólk í heimahúsum í Bandaríkjunum hefur aldrei haft það betra en nu Rætt við Dóru S. Bjarnason félags- fræðing um nýjar hugmyndir um þjónustu við fatlaða og framkvæmd þeirra víða í Bandaríkjunum Dóra S. Bjarnason félagafræðingnr I leikatofunni í Jowoinoskóla. Þarna er verið að þjálfa bðrnin í að setja sig i spor annarra en að geta það er talinn vera grundvöllur fyrir góð mannleg samskipti í Bandaríkjunum hafa á síðustu árum verið að ryðja sér til rúms nýjar hugmyndir í málefnum fatl- aðra. Árið 1975 voru, í kjölfar mikilla umræðna um málaefni fatl- aðra, sett ný lög þar sem kveðið var á um að menntun og störf skyldu vera fötluðum eins tiltæk og öðrum þjóðfélagsþegnum. Jafn- framt var mótuð sú starfsstefna að hafa umhverfí fatlaðra eins lítið hamlandi og unnt væri. Sú stefna er nú af mörgum talin úrelt og í hennar stað eru komnar aðrar hug- myndir sem hafa að leiðarljósi að umhverfí skuli hvergi hamla en það telja sérfræðingar nú að sé æskileg- ast í málefnum fatlaðra. Stefnan sem mótaðist í kjölfar lagasetning- arinnar árið 1975 hafði bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Hið neikvæða var að fötluðu fólki var þúsundum saman hent út í sam- félagið án stuðnings. Hið jákvæða var að með þessari stefnubreytingu hófst tilraunastarfsemi í þá átt að láta fatlað fólk búa, nema og starfa við hlið hinna ófötluðu. Núna eru sem sagt uppi nýjar hugmyndir sem sprottnar eru m.a. af'reynslu þess- ara tilrauna sem fyrr greindi. Sá er andi þeirra hugmynda að fyrst og fremst sé hugsað um hina föt- luðu manneskju á heimili hennar. Þjónustan sé skipulögð út frá þöfr- um manneskjunar á heimili og með tilliti til Qölskyldu hennar. Það felur í sér að nauðsynleg þjónusta í skóla, tómstundum og vinnustað taki mið af þörfum þessara einstakl- inga heima. Nú er unnið eftir þessum nýju hugmyndum víða í Bandaríkjunum. Hér og víðast hvar annars staðar eru starfandi ýmis kerfí sem hafa verið sett upp til aðstoðar hinum fötluðu og fjöldskyldum þeirra. Kerfí þessi hafa á stundum snúist í andhverfu sína og þau úrræði í þjónustu sem þau bjóða uppá hafa jafanvel rekið sig hvert á annars horn, oft þvert ofan í þarfir einstakl- ingsins sem kerfín eiga að þjóna og fjölskyldna þeirra. Hinar nýju hugmyndir, að um- hverfíð skuli hvergi hamla þátttöku fatlaðs fólks í lífínu boða að flytja eigi fólkið af alls kyns stofnunum sem það hingað til hefur verið geymt á aftur heim á heimilin og útbúa þjónustukerfí sem styður það í að lifa heima hjá sér og taka þátt í eðlilegu lífí. Þetta er talin miklu ódýrari lausn að ýmsu leyti. T.d. er vemdað starf á almennum vinnu- markaði miklu ódýrari lausn en bygging sérstaks vemdaðs vinnu- staðar. Sérskólar em dýrari en að hafa böm í blönduðum bekkjum, þó tekið sé tillit til þeirrar sérmennt- unar sem til þess þarf og fjölgunar starfsfólks, svo eitthvað sé nefnt. Þetta kom fram í samtali sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við Dóru S. Bjamason félagsfræðing sem tæpt ár dvaldi sem gistiprófess- or við háskóla í Syracuse og Eusene í Bandaríkjunum til þess að kynna sér þessi mál. Sonur Doru, Bene- dikt, sem er vangefinn, dvaldi í frægum skóla í Syracuse í New York fylki. í þeim skóla eru allt frá afburða greindum bömum og til vangefinna bama. í þessum skóla er komið til móts við þarfír hvers og eins og öllum kennt saman í stofu. Við eitt og sama borð sitja afburða greind böm sem menn hafa varla við að fá ný og ný verkefni og svo böm sem eru verulega greindarskert, og hvert og eitt vinn- ur að sínu. Sú kennsla sem þama fer fram hefur gefíð ákaflega góða raun og keppast menn um að koma bömum sínum í þennan skóla, sem heitir raunar Jowino sem er Indána- mál og þýðir frelsi. Það var einn prófessora við sér- kennsludeild Burtons Blatt í háskólanum, sem stofnaði þennan skóla. Burton Blatt er einn upphafs- manna hinnar nýju stefnu sem byggir á að umhverfi hamli sem minnst. í háskólanum í Madison hefur líka farið fram merkileg starf- semi í anda þessara nýju hugmynda sem hefur breytt lífí margra fatl- aðra. Þar hafa menn þróað upp vinnuprógröm" sem miða að því að fatlaðir geti unnið fyrir sér . Menn setja markið við að fatlað fólk geti hreyft augu og tungu, þá sé hægt að útvega þeim vinnu á almennum vinnumarkaði. Menn athuga þá vel hverjir séu möguleikar hins fatlaða og sýna oft mikla hugkvæmni í þeim efnum. Dóra nefndi sem dæmi vangefinn mann sem hafði þann kæk að slá í sífellu niður hægri fætinum. Honum var útveguð vinna við fótstiginn heftara á bókasafni. Þannig hafa á annað hundrað fatl- aðir fengið vinnu við sitt hæfi í Wisconse undanfarin fjögur ár og oft er þetta fólk sem hér á árum áður hefði verið talið útilokað að gæti unnið og gjaman verið vistað á einhveijum hinna gífulega stóru stofnanna þar sem lengi vel var safnað fólki sem átti við að stríða fatlanir af ýmsu tagi. Þegar rætt var um hina nýju stefnu og möguleika á að koma henni á hér á landi þá lagði Dóra áherslu á að hún, rétt eins og forvíg- ismenn þessarar stefnu, væri á móti því sem hún kallaði mannfóm- ir“ þ.e. að blöndun fatlaðra í samfélagið kalli á einn fómi sér gjörsamlega fyrir annan. „Við stefnum í öfuga átt ef einn aðili er bundinn algerlega yfír öðrum eins og oft átti sér stað hér áður þegar fatlað fólk var haft í heima- húsum. Við verðum þvert á móti að búa til þjónustu kerfí sem dugar til að aðstoða í slíkum tilvikum og sé það gert þá er það lítið mál að hafa sína heima hjá sér, þó van- heilir séu, eða búa þeim eigin heimili. Samhjálp er það sem koma þarf á, skipuleggja og borga þjón- ustu sérfræðinga og aðstoðarfólks heim, í skóla og á vinnustað. Að sögn Dóru er forsaga þessara nýju kenninga sem þykja svo merki- legar og náð hafa fótfestu sums staðar í Bandaríkjunum sú að á sjöunda áratugnum varð mikið hneysli í Ameríku. Robert Kennedy sem sjálfur átti vangefna systur, heimsótti nokkrar stórar stofnanir fyrir vangefna. Á þessum stofnun- um voru allt uppí tíu þúsund manns. Þetta var í Austurfylkjum Banda- ríkjanna. Kennedy varð fyrir gífur- legu áfalli af því sem hann sá. Hann vakti athygli þjóðarinnar á þeim ömurlega aðbúnaði sem fólki var boðið uppá á slíkum stofnunum. Hann gekk um og fór inn á deildir þar sem hann átti ekki að fara og hann sá skelfingar sem menn héldu á þessum tíma að væru ekki til í Ameríku. Þetta vakti mikla athygli og Kennedy hlaut mikið ámæli fyr- ir en þetta vakti líka upp umræðu um aðbúnað að vangefíiu fólki í Ameríku. í framhaldi af þeim um- ræðum fóru menn að reyna að bæta lög, bæði fylkislög og alríkis- lög. í kjölfar þeirrar umræðu sem Kennedy kom þarna af stað þá kom prófessor Burton Blatt. Hann hafði ungur að árum ætlað að sanna það í doktorsritgerð sinni að sérstofnan- ir væru hentugasti staðurinn f heimi til þess að kenna vangefnu og föt- luðu fólki. Þessi maður hafði farið langan veg og orðið prófessor í sér- kennslufræðum við háskólann í Boston og síðan í Syracuse og einn- ig verið yfírmaður sérkennslustofti- anna hjá Washingtonfylki um tíma. Hann gat ekki lengur lifað með sjálfum sér, vitandi um það sem hann vissi. Rétt fyrir jól áríð 1966 fór hann ásamt vini sfnum sem var með myndavél í beltinu og þeir gengu um lokaðar deildir á þessum stóru stofnunum og þeir tóku mynd- ir. Þessar myndir eru slík skelfíng að þær minna helst á myndir úr fangabúðum nasista. Þetta var þá aðbúnaðurinn að því fólki sem minnst mátti sín í Ameríku Spútn- iktímans. Hann birti þessar myndir í tímaritinu Life og þær vöktu alveg gífurlega athygli og umtal. Það eru upphlaup af þessu tagi sem hafa orðið til þess að fá fólk til að vakna upp, fara f mál við stofnanir og reyna nýjar leiðir. Öll þessi umræða leiddi af sér lagasetningu. Undan- farin fímmtán ár hafa því verið í bandarískum lögum ákvaeði um það að vangefið fólk skuli vera í því umhverfi sem hamlar minnst, tak- markar það minnst. Það er að segja, menn áttu að fá eins mikið sjálfsforræði og eins mikinn aðgang að samfélaginu eins og talið var mögulegt. I kjölfar þessa lagaá- kvæðis hafa menn s.l. fímmtán ár unnið með ýmis konar tilraunir í málefnum fatlaðra, tilraunir með blöndun, breytileg heimilisform, vinnuform og allt þetta hefur skilað miklum árangri. Allt fram til þess að þetta lagaákvæði kom til sög- unnar, raunar í kjölfar annars konar mannréttindabaráttu t.d. kvenna og svertingja, var stór hópur fatlaðs fólks í Ameríku á stórum stofnun- um. „Það sem sjöundi áratugurinn skilaði okkur í vestrinu," sagði Dóra ennfremur, „ eru stórar stofn- anir sem tóku að skreppa saman, fjöldi fyrrverandi vistmanna var fluttur annað við misjafna þjónustu en um leið opnaðist leið fýrir til- raunir. Eftir sitja enn á stóru stofnunum þeir sem mest eru fatl- aðir. þar er aðbúnaðurinn bestur því fólki sem minnsta umönnun þarf en þeim mun fatlaðra sem fólk er, þeim mun verri er aðbúnaður- inn. Hitt skulu menn hafa hugfast Dæmi um aðbúnað á stórrí stofnun í Bandaríkjunum Lært að kaupa inn. Fatlaður ungur maður æfir sig f að versla með hjálp aðstoðarmanneskju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.