Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
5
Lifrarverð hefur
hækkað um 160%
Mimia framboð af lifur vegnaþess að meira er gert að físki um borð
Jón Atli Kristjánsson
Ráðinn for-
stjóri OLÍS
STJÓRN Olíuverslunar íslands hf.
ákvað á fundi sínum 9. október sl.
að ráða Jón Atla Kristjánsson sem
aðstoðarforstjóra félagsins frá 1.
november nk. og mun hann síðar
taka við starfi forstjóra félagsins.
Eins og kunnugt er af fréttum
mun núverandi forstjóri Olíuverslun-
ar íslands hf., Óli Kr. Sigurðsson,
láta af störfum sem forstjóri félagsins
innan tíðar.
Jón Atli er 44 ára, hagfræðingur
að mennt frá háskólanum í Lundi.
Hann stundaði framhaldsnám í
rekstrarhagfræði við sama skóla. Jón
Atli hefur starfað í Landsbanka ís-
iands frá 1962 og hefur síðari ár
starfað sem forstöðumaður í hagdeild
bankans. Hann hefur m.a. verið sér-
fræðingur bankans í rekstri ýmissa
stórfyrirtækja. Landsbankinn er við-
skiptabanki OLÍS. Kona Jóns Alta
er María Þorgeirsdóttir og eiga þau
tvö börn.
Washington:
Hræódýrt
íslenskt
„hrakhóla-
kjöt“ rifíð út
Washington, frá ívari Guðmundssyni,
fréttarítara Morgunblaðsins
Það varð uppi fótur og fit með-
al Islendinga og íslandsvina sem
búa hér í Washington og nágrenni
er það fréttist á skotspónum, að
kjörverslun í Arlington hverfinu
hefðiá boðstólum óheyrilega ódýrt
íslenskt lambaket.
Fiskisagan flaug fljótt er það frétt-
ist, að þetta íslenska dilkakjöt væri
þar að auki hræódýrt. Aðeins 99 sent
pundið, sem svarar til að kílóið kosti
rúmlega 80 krónur íslenskar. Kóti-
lettur voru boðnar á dollar þijátíu
og fimm pundið og frampartarnir
hlutfallslega á sama lága verðinu.
Þegar viðskiptavinirnir inntu eftir
hvort hér væri á ferðinni varanleg
verðlækkun á íslensku lambakjöti var
því svarað, að svo væri nú ekki, held-
ur hitt, að þetta ódýra íslenska
lambakjöt væri úr gámi, sem verið
hefði á hrakhólum í Bandaríkjunum
um hríð og að ekki hefði fengist
þokkalegt verð fyrir kjötið, sem ís-
lendingar gætu unað við. Þetta væri
því undantekning. En forstöðumaður
verslunarinnar gat þess, að hann
myndi vonandi, hafa á boðstólum
íslenskt dilkakjöt í framtíðinni á
sæmilegu verði og sambærilegt við
samskonar matvöru.
Sögur gengu um þaðá markaðnum,
að margar íslenskar konur, sem hér
hafa buið lengi, telji þessa sölu á
íslensku lambaketi frá himnum ofan.
Ein frúin keypti 16 læri. Fjögur til
átta læri í hlut hjá einstökum kaup-
anda vakti ekki sérstaka athygli,
enda algengt.
Einn gárunginn sagði við annan:
„Nú ber vel í veiði! Hvað segirðu um,
að kaupa allan gáminn og selja úr
honum á íslandi? Það væri hægt að
græða vel á því!“
Til samanburðar má geta þess, að
nýsjálensk lambslæri og áströlsk eru
seld hér í kjörbúðum á sem svarar
um 140 krónur kflóið.
I
STJÓRNENDUR Lýsis hf. hafa
nú af þvi miklar áhyggjur, að
fiskmarkaðir hafi þau áhrif að
meira verði gert að fiski um
borð en áður með þeim afleið-
ingum að ekki berist nægilega
mikið af lifur til vinnslu í landi.
Meðal annars þess vegna hefur
verð á lifur verið hækkað og
er nú 15.000 krónur fyrir ton-
nið, sem er 160% hækkun síðan
á vertíðinni 1986. Þá óttast
menn einnig að úr þvi dragi að
hrogn berist að landi á vetrar-
vertíð, verði ekkert að gert.
Ágúst Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Lýsis hf., sagði í
samtali við Morgunblaðið, að nú
væri verð á lifur farið að nálgast
verð á karfa. Það væri því alvar-
leg þróun að eiga sér stað, þegar
lifrin bærist í minna mæli að
landi. Mönnum væri úthlutað
ákveðnum verðmætum úr sjónum,
sem síðan bærust ekki að landi.
Nægur markaður væri fyrir afurð-
ir úr lifrinni og því væri þetta
slæmt.
Ágúst hefur meðal annars vak-
ið athygli ráðgjafamefndar um
fískveiðistjómun á þessari hættu.
Þar bendir hann á þá leið til úr-
bóta, að við úthlutun kvóta verði
tekið mið af því, hvemig útgerðir
nýti þau verðmæti, sem þeim er
úthlutað; að þeim, sem hirði lifr-
ina, verði umbunað með hækkun
aflakvóta, en kvóti þeirra, sem
ekki geri það, skerðist þó ekki.
Umsvif Lýsis hf. hafa aukizt
verulega á undanfömum tveimur
áram og stafar það mikið til af
aukinni lýsisvinnslu úr lifur. Velta
fyrirtækisins er áætluð um 180
milljónir króna á þessu ári en var
79 milljónir árið 1985. Miðað við
15.000 krónur fyrir hvert tonn af
lifur og sama magn og á þessu
ári, má ætla að Lýsi hf. greiði á
næsta ári 50 til 55 milljónir króna
til útgerðar og sjómanna fyrir lif-
ur.
„Minna hráefni vegur að undir-
stöðum fyrirtækisins og veldur
tekjusamdrætti hjá sjávarútvegin-
um. Hugsanlega kann þó ein-
hveijum að fínnast að hér sé um
svo litlar tölur að ræða að ekki
skipti máli,“ segir Ágúst í bréfí
sínu til ráðgjafamefndarinnar.
AIVORUR
TYIEFLD ÞJONUSTA
SIDAL 0G SINDRA SÍALS
Á liönu ári geröist Sindra Stál hf. umboðsaðili Sidal A/S
í Danmörku og Belgíu. Þetta samstarf eykur enn styrk
okkar og fjölbreytni í álbirgðahaldi.
Öflug og skjót afgreiðsla á sérpöntunum vegna ýmissa
verkefna.
Ð/M MÐE
Ál er okkar mál.
I
m
m
iítJ
SINDRA/mSlALHF
BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684