Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 59 Ásbjörn Guðmunds- son - Minning Fæddur 11. apríl 1903 Dáinn 4. október 1987 Í dag, hinn 13. október 1987, er til moldar borinn Ásbjöm Guðjóns- son, Kleppsvegi 36, Reykjavík, en hann lézt að Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra sjómanna í Reykjavík, hinn_4. þ.m. Útför hans verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík kl. 13.30. Hann var fæddur á Dísarstöðum í Sandvíkurhreppi þ. 11. apríl 1903, elstur 11 bama hjónanna Þuríðar Hannesdóttur frá Skipum í Stokks- eyrarhreppi og Guðjóns Tómasson- ar bónda að Dísarstöðum. Hálfbróður átti Ásbjöm er var eldri en hann, Valdimar Guðjónsson, en hann fórst með togaranum Max Pemberton. Systkinahópnum frá Dísarstöð- um hefur nú enn fækkað og eftir eru systurnar Guðmunda Margrét, en hennar maður er Friðbjöm Guð- brandsson og Ingibjörg, en hennar maður er Þorbjöm Guðbrandsson, og bræðumir Tómas Guðmundur, en hans kona er Guðmunda Berg- sveinsdóttir, en þau búa öll í Reykjavík, og Tryggvi, en hans kona er Rósa Einarsdóttir. Þau em búsett á Akranesi. Ásbjörn ólst upp á Dísarstöðum og gekk sem bam, unglingur og allt til fullorðinsára að þeim verk- um, er vinna þurfti f sveit á þessum tfma, og hæfðu hveiju aldurs skeiði. Ásbjöm kvæntist hinn 3. nóvember 1932 Sigríði Guðmundsdóttur, Brynjólfssonar, bónda á Sólheimum í Hmnamannahreppi og konu hans, Guðrúnar Gestsdóttur frá Skúfslæk í Villingaholtshreppi. Kona As- bjöms, Sigríður, lézt þ. 13. júní sl. Er því í tvígang á þessu ári harmur kveðinn að ættingjum þeirra og vin- um, þótt nokkur svölun sé vitneskj- an um, að þau séu nú laus úr viðjum veikinda og þjáninga þessa heims. Þau Ásbjöm og Sigríður fluttu til Hafnarfjarðar árið 1933 og bjuggu þar um skeið, en fluttu síðan til Reykjavíkur árið 1937 ogbjuggu þar síðan. Þau eignuðust þijú börn: Þuríði Svövu, sem gift er undirrit- uðum og býr í Keflavík, okkar börn em fjögur, Hrafnhildi, sem gift er Ólafi Agústssyni í Reykjavík og eiga þau fímm börn, og Guðmund Gunnar, sem með návist sinni við heimilið studdi foreldra sína alla tíð. Böm Guðmundar Gunnars em tvö. Kona hans er Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir. Bamabamabömin era orðin tólf talsins. Kynni undirritaðs af Ásbimi Guðjónssyni, tengdaföður mínum, hófust nokkm áður, en hann og samstarfsmenn hans hjá Olíuverzl- un íslands hf. í Laugamesi réðust í byggingu fjölbýlishúss við Klepps- veg í Reykjavík. Mun þetta hafa verið í augum þeirra margra tals- vert stórvirki, enda efnin mismikil. En þetta tókst með góðra manna hjálp og velvilja, og þar með eygðu þau Ásbjöm og Sigríður möguleika að eignast eigið þak yfir höfuðið. Þessa hjálp og þennan góðvilja vil ég með fátæklegum orðum, þakka fyrir nú, vegna þeirra sem gengin em. Vera kann, að verk þeirra, sem þama áttu hlut að máli sé annars staðar skráð, þar sem umbunin sé öllu ríkulegri. „Allt sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræð- mm...“ Þrautseigju Ásbjöms á meðan að á þessum húsbyggingaríram- kvæmdum stóð undraðist ég oft. Hann var þá þegar nokkuð við ald- ur, auk þess sem ætíð háði honum vemlega meðfædd fötlun á fæti. Hann var ákaflega dulur maður, orðfár, orðvar og flíkaði ógjaman tilfinningum sínum. Hann átti samt til djúpstæða kímni og laumaði á stundum á hnyttnum athugasemd- um, ef svo bar undir, og gladdist ágætlega í góðra vina hópi. Ásbjöm Guðjónsson var starfs- maður hjá Olíuverzlun íslands hf. um þijátíu ára skeið. Fyrst við ýmis almenn störf hjá fyrirtækinu, en síðan í mörg ár sem vaktmaður við olíubirgðastöðina í Laugamesi. Trúmennsku, stundvísi og ná- kvæmni í starfí var við bmgðið, enda ólst hann, sem aðrir af hans kynslóð, upp í þeim tíðaranda, að húsbóndahollusta og trúmennska væm viðhorf, sem enn væm nokk- urs metin. Þessi viðhorf em ágætlega varðveitt, þar eð sonur hans, sem ungur hóf störf hjá fyrir- tækinu, heldur þar áfram merki föður síns. Vegna heilsubrests lét Ásbjöm af störfum hjá Olíuverzluninni og dvaldist þá um hríð sjúkur á heim- ili sínu við umönnun konu sinnar, Sigríðar. Árið 1978 hafði sjúkleiki hans ágerst svo, að kallaði á umönnun fagfólks og vistaðist hann þá í Hrafnistu, dvalarheimili aldr- aðra sjómanna í Reykjavík. Hafði hann því dvalizt þar í hartnær tíu ár er hann lézt. Á Hrafnistu naut hann þeirrar ágætu aðhlynningar, alúðar og tillitssemi starfsfólks stofnunarinnar, sem ég hef margoft orðið vitni að, hvort heldur var gagnvart vistmönnum eða ættingj- um þeirra. Fyrir þetta vil ég þakka nú, svo og það sem þetta ágæta starfsfólk mun eflaust halda áfram að gera til þess, að síðustu æviár eldri samborgaranna verði sem bærilegust. Meðan heilsan entist höfðu þau hjónin, Ásbjörn og Sigríður, unun af því, að ferðast um landið, þó sjaldnast væri nú farið langt. Höfðu enda vart átt þess mikinn kost á yngri ámm er ferðamáti var allur annar en nú. Bifreiðir varla komnar til sögunnar og það, sem fara þurfti, farið á hestbaki eða fótgangandi. Eftir að til Reykjavíkur kom munu þau þó hafa farið í ferðir, er til var stofnað af hálfu Olíuverzlunar ís- lands hf., t.d. beijaferða til staða í nánd við höfuðborgina. Minntust þau hjónin gjaman þessara ferða, sem þau höfðu haft ánægju af. Mun Olíuverzlunin hafa verið meðal fyrstu fyrirtækja til þess, að hlutast til um slíkar ferðir starfsmanna sinna. Nú var það svo á mínu heimili er áætlanir vom uppi um að fara eitthvað af bæ, að slíkar ferðaáætl- anir þóttu miklu meira spennandi ef afi og amma á Kleppsvegi gátu komið með. Var þá gjaman haldið til æskustöðva þeirra, í Flóann eða Hreppinn, en í báðum þessum byggðarlögum var stór frændgarð- ur þeirra beggja, auk systkinanna, sem þegar vom búsett á höfuð- borgarsvæðinu, eða annars staðar í landinu. Eftir að hafa verið þátt- takandi í þessum ferðum er ég fullur efasemda um hið umtalaða, svokallaða kynslóðabil. Líklegt er, ef brúa þarf slíkt bil, að fólk þurfi að vinna að því, rækta garðinn sinn. Að minn hyggju tókst þeim sæmd- arhjónunum, Sigríði Guðmunds- dóttur og Ásbimi Guðjónssyni, prýðilega það ræktunarstarf. Er leiðir skiljast nú við andlát tengdaföður míns, Ásbjöms Guð- jónssonar frá Dísarstöðum, vil ég bera fram þakkir fýrir hina hljóð- látu vinsemd og hlýju, sem ég tel mig hafa orðið aðnjótandi. Þakkir fyrir viðkynninguna og samvistim- ar við góðan dreng. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég bömum hans, tengdabömum, bamabömum og bamabamabömum, svo og systkinunum og öðmm ættingjum og vinum. Blessuð sé minning hans. Gústav A. Bergmann FACIT9401 Já, það komast fáir í fótspor Facit. Enn er Facit feti framar, nú með nýja ritvél. Sérfræðingar Facit hafa hannað þessa afburða ritvél sem byggð er á langri hefð og nýjustu tækni. Líttu við því sjón er sögu ríkari. Við fullyrðum að verð og gæði koma svo sannarlega á óvart. Okkar þekking í þína þágu. GISLI J. JOHNSEN SF. n Nýbýlayegi 16. Sími 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.