Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
Emkavæðing- Sambandsins
eftir Jóhann J.
*
Olafsson
MIKIL umræða hefur verið um
samvinnuhreyfinguna í kjölfar
tilboðs Sambandsins í hlut rikis-
sjóðs i Útvegsbanka íslands hf.
Hver greinin, viðtalið og leiðar-
inn hafa séð dagsins ljós fyrir
utan fréttir á öldum ljósvakans,
bæði í útvarpi og sjónvarpi. Það
er allt gott og blessað um þessa
miklu umræðu að segja, enda
gera menn sér betri grein fyrir
eðli málsins á eftir.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins, ræddi mjög hrein-
skilningslega um fyrirtæki sitt,
samvinnuhreyfinguna og skoðanir
sínar á málum í ítarlegu Morgun-
blaðsviðtali 17. september sl. Þar
kemur margt fram sem varpar
skýrara ljósi en áður á þróun mála.
Útvegsbankamálið og umræðan
í kjölfarið leiðir hugann að því,
hvers konar fyrirtæki samvinnu-
hreyfíngin er orðin. Hér á eftir fara
nokkrar línur af því tilefni.
Hvers konar fyrirtæki
í leiðara Mbl. 19. sept. er fyrir-
tækjum skipt niður í einkafyrirtæki,
samvinnufyrirtæki og ríkisfyrir-
tæki. Ég vil bæta hér við fyrirtækj-
um sveitarfélaga svo að sjálfseign-
arstofnunum. Samvinnufyrirtæki
eru hér að mínu mati réttilega ekki
talin með einkarekstri, enda verða
fyrirtæki í einkarekstri að hafa eig-
endur, sem ráða yfír eignarhluta
sínum í þeim. Eignarréttur sam-
vinnumanna í samvinnufélagi er svo
takmarkaður, að vart er hægt að
tala um eign í því samhengi. Fyrst.
er að nefna að þeir hafa aðeins eitt
atkvæði hversu stór sem hlutur
þeirra í félaginu er. Þetta er mun
meiri takmörkun en menn almennt
gera sér grein fyrir enda eru allir
hættir að leggja fé í slík félög nú
orðið. Samvinnuhreyfíngin er orðin
að nátttrölli frá nótt sósíalískra
hreyfínga síðustu aldar, þeirra
sömu og menn eru nú byijaðir að
losa sig frá í Sovétríkjunum. Þá fá
menn takmarkaðan arð af hlut
sínum í stofnsjóði samvinnufélags.
Þeir geta ekki selt þessa eign og
ströng skilyrði þarf að uppfylla til
að leysa hana út.
Það hefur komið fram að stofn-
sjóðir kaupfélaganna í Sambandinu
eru 66 millj. meðan eigið fé Sam-
bandsins er 2,6 milljarðar eða
2,54%. Forstjórar Sambandsins
ráða síðan yfír 97,46% en 2,54%
eru eign kaupfélaganna. Stofnsjóðir
samvinnumanna í kaupfélögunum
eru sjálfsagt í svipuðu hlutfalli við
eigið fé kaupfélaganna og sjá þá
menn að takmarkaður eignarhlutur
hvers samvinnumanns í Samband-
inu er yart sjáanlegur nema í
smásjá. Áhrif og völd félagsmanna
eru enda í samræmi við það. Sam-
vinnufélögin eru sjálfseignarstofn-
anir án aðhalds eigenda. Forstjóra-
veldi. Spumingin er aðeins: Til
hvers og fyrir hveija? Sannleikurinn
er sá að samvinnuformið leysir eng-
in mál, sem önnur félagsform geta
ekki leyst betur.
Lýðræðislegft
félagsform
Því var haldið fram af Þresti
Ólafssyni í sjónvarpsþætti á Stöð 2
í leiðara Jóns Óttars Ragnarssonar
að samvinnufélagsformið væri lýð-
ræðislegasta félagsformið sem til
væri; mun lýðræðislegra en hlutafé-
lögin. Þessu vil ég eindregið
andmæla. Vegna þess hversu eign-
arréttur féiagsmanna er takmark-
aður hafa samvinnumenn eða
svokallaðir eigendur enga ástæðu
til þess að leggja eitt eða neitt af
mörkum úr eigin vasa til uppbygg-
ingar fyrirtækjunum eða rekstrin-
um. Það á ekkert skylt við lýðræði,
nema Þröstur kalli það lýðræði þeg-
ar stjórnendur eru friðhelgir fyrir
afskiptum eigenda. Þeir sem ekki
skipta sér af rekstri samvinnufélaga
eru ekki svokallaðir eigendur
þeirra, heldur ráðnir forstjórar,
framkvæmdastjórar eða aðrir
starfsmenn og stjómmálamenn.
Of stórt fyrirtæki
Vegna þess að ætlast er til af
samvinnumönnum að þeir stundi
einhvers konar fjárhagslegt klaust-
urlíf í félögum sínum, fá forsvars-
menn fyrirtækjanna alveg fijálsar
hendur til að stjórna fjármunum
þeirra. Þeir eru í raun óháðir félags-
mönnunum, en hafa þess í stað
tekið höndum saman við stjórn-
málamenn, alþingis- og sveitar-
stjómarmenn, forystu verkalýðs-
hreyfingar o.fl. og komið upp slíkri
samsteypu í landinu að vart á sína
líka annars staðar í vestrænum
heimi. Talið er að samvinnuhreyf-
ingin, þ.e. forstjóramir, ráði yfír
um 25% athafnalífsins í landinu.
Þetta veldur mikilli spennu í landinu
og ólgu, enda sjá menn engan til-
gang með þessu né réttlætingu. Það
eina sem blasir við er tiltölulega
þröngur hópur athafnamanna, sem
seilist til sífellt meiri áhrifa í
íslensku athafnalífí.
Baráttan um völd yf ir
íslensku atvinnulíf i
Megintilgangur þessarar stóm
samsteypu er barátta fyrir stærri
og stærri hlut í íslensku efna-
hagslífí, en það er enginn tilgangur
í sjálfu sér. Það eitt skapar ekki
nein verðmæti en skiptir athafna-
lífínu í tvær andstæðar fylkingar.
Pólitískar fylkingar, sem tortryggja
hvor aðra og hamlar samstarfí, sem
þó er mjög nauðsynlegt, engu síður
en samkeppni á jafnréttisgmnd-
velli. Samvinnuhreyfíngin hefur
hingað til ekki fyrst og fremst stað-
Jóhann J. Ólafsson
Talið er að samvinnu-
hreyfingin, þ.e. for-
stjórarnir, ráði yfir um
25% athafnalífsins í
landinu. Þetta veldur
mikilli spennu í landinu
og ólgu, enda sjá menn
engan tilgang með
þessu né réttlætingu.
Það eina sem blasir við
er tiltölulega þröngur
hópur athafnamanna,
sem seilist til sífellt
meiri áhrifa í íslensku
athafnalífi.
ið í verðsamkeppni til að þóknast
neytendum, heldur samkeppni um
yfírráð yfír atvinnutækjunum.
Alþjóðleg verðsamkeppni nútím-
ans er svo hörð að ómögulegt er
að sjá að félagsform samvinnu-
manna sé betra en önnur félaga-
form nema síður sé. Þar að auki
em framleiðslukröfur orðnar svo
íjölþættar og síbreytilegar að ekk-
ert eitt fyrirtæki hefur betri
möguleika en fjölmörg smærri. Þá
er Sambandið að vasast í svo mörgu
að útilokað er að hafa yfirsýn yfir
allan reksturinn frá einni stjóm.
Flest ef ekki öll stórfyrirtæki er-
lendis starfa á afmarkaðra sviði þar
sem þau beita afli sínu í markvissa
átt. Yfirráð yfir stómm hluta efna-
hagslífsins er ekki viðurkennt sem
löglegt markmið og frekar stuggað
við slíkum tilburðum með löggjöf
gegn einokun og hringamyndunum.
Fj öldahreyfing
Ein aðalröksemd sambands-
manna er að þeir séu 43 þúsund
manna fjöldahreyfing. Ég er nú
búinn að lifa og starfa hér í yfír
hálfa öld, þekkt og umgengist þús-
undir manna um allt land, en
örsjaldan hefí ég fyrirhitt menn sem
hafa sagst vera samvinnumenn. Ég
hefí margoft hitt starfsmenn sam-
vinnufyrirtækja, sem halda fram
ágæti sinna fyrirtækja eins og
góðra starfsmanna er jafnan siður,
en aldrei hafa þessir starfsmenn
sagt mér að þeir væru samvinnu-
menn eða að það skipti þá nokkru
máli.
Ég er því orðinn mjög vantrúaður
á þennan fjölda samvinnumanna
sem forkólfar þeirra jafnan bera
fyrir sig. Held frekar að þetta sé
þjóðsaga í flokki huldufólkssagna.
Sjaldan eða aldrei koma þessir sam-
vinnumenn fram á ritvöllinn og
styðja hreyfínguna, nema þeir séu
launaðir blaðafulltrúar, fyrirsvars-
menn eða forstjórar fyrirtækjanna
sjálfra. Fyrir nokkrum árum birtust
vel ritaðar og glöggar greinar
hreyfíngunni til stuðnings eftir
mann sem kallaði sig samvinnu-
mann. Seinna voru þessar greinar
gefnar út í bók og kom þá í ljós
að höfundurinn var einn aðalfor-
stjóri Sambandsins, Hjörtur Hjart-
arson forstjóri skipadeildar. Því
Endurreisum
útvarpskórinn
eftir Gunnstein
*
Olafsson
Árið 1947 var um margt merki-
legt í íslensku þjóðlífi. Hekla gaus,
uppgangur í atvinnulífinu og það
sem okkur músíkmönnum þykir
kannski merkilegast: stofnaður var
atvinnumannakór við íslenska
ríkisútvarpið. Kórinn var skipaður
24 söngmönnum, 12 körlum og 12
konum, en stjómandi var Róbert
A. Ottósson. Kórinn æfði á hveijum
degi og tók upp dagskrá vikulega.
Þessum fyrsta atvinnumannakór á
íslandi varð þó ekki langra lífdaga
auðið; árið 1950 var kórinn lagður
niður, líklega vegna fjárskorts. Eft-
ir stóð minningin um ótrúlega
framsýni og stórhug íslenska
ríkisútvarpsins.
Hvarvetna um alla Evrópu eru
reknir kórar og hljómsveitir í
tengslum við útvarpsstöðvar þar-
lendra. Það vill jafnvel brenna við
að útvarpskóramir og útvarps-
hljómsveitimar séu flaggskip
menningarflotans sem þau sigii fyr-
ir. Þótt ótrúlegt megi virðast líta
ýmsar útvarpsstöðvar á sig sem
aflvaka í menningarlífí og því beri
þeim að hafa góða kóra og góðar
hljómsveitir á sínum snæmm.
Ég hef ekki komist hjá þvf undan-
farið að fylgjast svolítið með
kórstarfí í Ungveijalandi. Þar em
prýðiskórar um allt land þótt
stærstu kóramir séu í höfuðborg-
inni Búdapest. Þó kóramir séu litlir
eða stórir og einbeiti sér að mis-
munandi tónlist eiga þeir sér allir
eitt sammerkt, þeir eiga sér allir
sama markmið; að slá við Útvarps-
Gunnsteinn Ólafsson
„íslenska Ríkisútvarpið
hefur áður sýnt að það
gfetur verið stórhugfa
þegar því býður svo við
að horfa. Útgáfa þess á
íslenskum nútímatón-
verkum síðustu ár eru
því til mikils sóma.“
kómum í Búdapest, 40 manna kór,
skipuðum þjálfuðu söngfólki á full-
um launum. Sönglífíð í landinu er
miðað við gæði útvarpskórsins.
Hann hefur það hlutverk að halda
uppi kröfum um bættan söng, betri
Útvarpskórinn sem starfaði árin 1947—1950. Sljómandinn, Róbert A. Ottósson, í fremri röð fyrir miðju.
kóra og betra efnisval. Kórinn flyt-
ur verk frá öllum tímum, jafnt frá
endurreisnartímanum sem nútíma-
tónlist, klassík jafnt sem rómantík,
innlenda sem erlenda tónlist, og
hann býður til sín að jafnaði erlend-
um kórstjómm til að stjóma og
bæta verkefnaskrá hans.
Sönglíf á íslandi er til mikillar
fyrirmyndar enda þótt ljómi þess
sé skærastur á höfuðborgarsvæð-
inu. Á landsbyggðinni em aftur
miklar vonir bundnar við starf
bamakóranna samfara aukinni tón-
mennt í landinu og spái ég því að
innan áratugar verði sprottnir upp
stórir og vandaðir kórar víðast hvar
um land allt, sem eiga eftir að
velgja blönduðu kómnum í
Reykjavík undir uggum. Verk-
efnaval þeirra yrði þó nokkuð annað
en stóm kóranna í bænum, því þeir
síðamefndu hafa einbeitt sér að
flutningi stórvirkja tónbókmenn-
tanna og vanrækt að nokkm leyti
allar þær bókmenntir sem til em
fyrir kór án undirleiks. Til þess að
brúa þetta fyrirsjáanlega bil væri
ráð að endurreisa íslenska útvarps-
kórinn á 40 ára afmæli hans og
gera hann að fyrirmynd íslenskra
kóra. Kórinn myndi æfa daglega
líkt og forveri hans og byggja upp
efnisskrá þar sem gætti ýmissa
grasa. Hann yrði vaxtarbroddurinn
í íslensku kórlífí, kynnti það sem
væri að gerast í öðrum löndum í
kórsöng, yrði keppinautur allra
kóra í landinu en samt mesta hjálp-
arhella þeirra. Kórinn gæti ferðast
út um land og sungið fyrir lands-
menn, kennt öðmm kómm tækni
og vinnubrögð og aðstoðað við verk-
efnaval eftir föngum.
Bölsýnismenn kynnu að spyija
hvemig ætti að fjármagna fyrirtæk-
ið. 24ra manna kór yrði þurftafrek-
ur á jötu Ríkisútvarpsins. Ég er
hins vegar þeirrar skoðunar að hag-
ræða mætti betur því fé sem
Ríkisútvarpið hefur úr að spila. Það
verður hver að gera það upp við
sig hvort mikilvægara sé okkar
þjóðlífí að halda úti atvinnumanna-
kór eða t.d. svonefndri „léttsveit“
Ríkisútvarpsins. Er það hlutverk
þess að vera tónlistarlífinu í landinu
fyrirmynd eða á það að ala á því
léttmeti sem allstaðar tíðkast?
íslenska Ríkisútvarpið hefur áður
sýnt að það getur verið stórhuga
þegar því býður svo við að horfa.
Útgáfa þess á íslenskum nútíma-
tónverkum síðustu ár em því til
mikils sóma og gefur tilefni til bjart-
sýni um viðgang íslenskrar tónlist-
ar. Útvarpið styður einnig við bakið
á Sinfóníuhljómsveitinni, auk þess
sem það samdi við Söngsveitina
Fflharmóníu um flutning á stór-
virkjum meistaranna. Því miður
hefur söngsveitin lagt upp laupana
en það er þeim mun ríkari ástæða
til að endurreisa gamla útvarpskór-
inn og heija nýja sögu sönglistar á
íslandi.
Höfundur hefur atundað nám í
tónsmíðum í Ungveijalsndi und-
anfarin 4 ár.