Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
Stjörrui-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Vogin
Ég hef undanfarinn mánuð
fjallað af og til um Vogar-
merkið (23. sept.—22. okt.).
í dag ætla ég einnig að skoða
Vogina en nú útfrá óform-
legri forsendum. Segja má
að greinin í dag verði almenn
hugleiðing um Vogina og
nokkra eðlisþætti hennar.
Birta
Þær Vogir sem ég hef þekkt
hafa flestar verið Ijósar yfir-
litum og oftar en ekkl haft
ljóst hár og blá augu. Ef hinn
lfkamlegi litur, ef svo má að
orði komast, hefur ekki verið
ljós, er eigi að síður oftast
eitthvaö ljóst og bjart í kring-
um Vogarmerkið. Ég hugsa
því alltaf um Vogina sem
bjart merki.
FriÖur
Það má kannski segja að það
sé Venusareðlið, þörfin fyrir
ást, frið og samvinnu, sem
veldur því að sterkt og bjart
!jós myndast kringum Vog-
ina. Menn sem leita friðar og
þrá réttlæti verða hugsanlega
bjartir yfirlitum.
Réttlœti
Réttlætiskennd er áberandi
persónueinkenni í fari Vogar-
innar. í skapi og framkomu
er hún stðan ljúf, vingjamleg
og friðsom. Eigi að síður er
ekki hægt að horfa framhjá
þeirri staðreynd að Vogir eiga
til að vera baráttuglaðar og
oft ákveðnar og beinskeittar.
ReiÖi
Ég held að segja megi að
þegar Vogin reiðist á annað
borð eða þegar hin ákveðnari
hlið hennar birtist sé það yfir-
leitt vegna þess að einhver
er beittur órétti eða henni
finnst sem hallað sé á vogar-
skálamar. Vogin er merki
sem sífellt reynir að skapa
jafnvægi í eigin lífi og um
leið skiptir það hana miklu
að jafnvægi og réttlæti ríki í
umhverfínu.
Þversögn
Ég held því að í Voginni búi
ákveðin þversögn. Hún er að
öllu jöfnu ljúfur og þægilegur
persónuleiki en getur verið
ákveðin og baráttuglöð ef því
er að skipta, þ.e.a.8. þegar
laga þarf jafnvægið og koma
réttri stillingu á skálamar.
FjarlœgÖ
Að mörgu leyti má segja að
Vogin sé óáþreifanlegur per-
sónuleiki. Hún brosir til þín,
er kurteis og vingjamleg, en
hún lætur oft lítið frá sér
persónulega. Hún er ekki
blóðmikið merki. Ekki merki
stórra persónulegra hneyksl-
ismála. Þú veist því oft lítið
um hana, um líðan hennar
eða skoðanir. Þetta er hins
vegar gert á svo finan hátt
að þú tekur oft ekki eftir því.
Himinblámi
Það má segja að Vogin sé tær
eins og heiður himinn og jafn
ósnertanleg og loftið. Ég veit
ekki hvort orð mín ná að lýsa
sál hennar, en í huga mínum
er Vogin það merki sem leitar
þess sem er líkt með mönnum
og reynir að tengja menn
saman. Hún vill þv( hvorki
særa né hrinda frá sér. Hún
rejmir að vera yfirveguð,
mjúk, ljúf, skilningsrík og
sáttfús. Til að ná til annarra
og gegna hlutverki sínu sem
milliliður og samvinnuafl þarf
hún um leið að vera hlutlaus.
Ef ástandið er hins vegar ljótt
og óréttlætið hróplegt, þá
finnur hún sig knúna til að
rísa upp og hrópa gegn órétt-
iætinu. Friður og friðarbar-
átta, a la John Lennon Vog.
GARPUR
^DCTTID
::::::::::::::::::::::::: ::::::::: uKt 1 1 IK
TOMMI OG JENNI
!?T?! ?;nt?!ir!nT???!!!n?!!f?!?!!!!?!?!?!!!!!!!l!lí!?lllll,llfll,illllil1 yTTTTTTfT1T,,lil,ll,w,,T,lll,*l,ll,”,,fll,,l,lll,JI>
:::: :::::::::::: ., ::::::::::: ’ ::::::::: ::: :::; ’ ;;;
:::::::::::: ::: : :: : :::;: • :::: .••.;.“. .
DRATTHAGI BLYANTURINN
:::::: :::::: tmnHmiHiHHttiHmimmtiutil:: '!IH!!!!!!!!i? :::::::::::::: ttiiHUÍ::
FERDINAND
PIP VOU KMOU) THAT OUR
TEACHER WASIT5 YOU ANP I
TO WORK T06ETHER ON
A SCIENŒ PROJECT?
HA! REVEN6EÍ
UEEÍH EEÍHEE!
RBVBN6EÍ/
HEEiHEE/HEE/
Vissirðu að kennarinn vill
að við vinnum saman að
vísindatilraun?
Segirðu satt? En ertu ekki
einum of ung fyrir mig?
Ha! Hefnd. Hahahaha!
Hefnd! Hahahaha!
SMÁFÓLK
Ert þú ekki einum of
ruglaður fyrir mig?
Umsjón: Guöm. Páll
Arnarson
Hálfslemman í hjarta hér að
neðan virðist ekki vera sérlega
flókin í úrapili, eða hvað? En
ekki er allt sem sýnist.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 87
VK93
♦ G102
♦ ÁDG96
Suður
♦ Á
♦ ÁDG10842
♦ K63
♦ 106
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 hjarta
2spaðar 31auf Pass 4 hjörtu
Pass 5 työrtu Pass 6 hjörtu
Passs Pass Pass
Vestur kemur út með spaða-
kóng og spumingin en Hvað er
svona merkilegt við þetta spil?
Samningurinn vinnst að öllum
líkindum ef laufkóngurinn er
réttur, en það er vel hugsanlegt
að hann sleppi einnig heim þótt
austur sé með kónginn. Svo
fremi sem lauftían er látin rúlla
yfir strax:
Norður
♦ 87
♦ K93
♦ G102
♦ ÁDG96
Vestur Austur
♦ KD65432 ♦ G109
*- ♦ 766
♦ Á984 mW ♦ D76
♦ 83 ♦ K742
Suður
♦ Á
♦ ÁDG10842
♦ K63
♦ 106
Reynum að setja okkur ! spor
austurs þegar hann fær slaginn
á laufkóng. Frá hans bæjardyr-
um getur sagnhafi vel átt einn
hund í spaða, svo líklega reynir
hann að taka þar slag. En það
gerir hann ekki ef sagnhafi tek-
ur svo mikið sem einu sinni
tromp og gefur vestri tækifæri
til að kalla (tfgli.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðamóti Lloyds-bankans
í London í ágústmánuði kom þessi
staða upp í skák enska stórmeist-
arans John Nunn og Bandaríkja-
mannsins Michael Wilder, sem
hafði svart og átti leik.
30. - Hxb3+I, 31. Rxb3 (Þving-
að, því eftir 31. axb3 — Bd3+!
blasir mát við hvttum) 31. —
Bxe3, 32. Dg2 - Bxd2, 33. Dxd2
— Bd3+, 34. Kal — Bc4 og svart-
ur vann auðveldlega á umfram-
peðinu. Þetta var ein af úrelita-
skákum mótsins. Wilder sigraði
ásamt Chandler með 8 v. og 10
mögulegum og náði jafnframt
fyrsta áfanga sínum að stórmeist-
aratitli. Nunn varð hins vegar að
bíta í það súra epli að enda í
7.—14. sæti með 7 v.