Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
41
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
forseti sameinaðs þings.
Karl Steinar Guðnason forseti
efri deildar.
Jón Kristjánsson forseti neðri
deildar.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
kosinn forseti sameinaðs þings
Salome Þorkelsdóttir hlaut níu atkvæði 1 forsetakjöri
ÞORVALDUR Garðar Kristjánsson (S.-Vf.) var kosinn forseti sam-
einaðs þings á fyrsta fundi Alþingis í gær. Þorvaldur Garðar hlaut
43 atkvæði, Salóme Þorkelsdóttir (S.-Rn.) 9, Valgerður Sverris-
dóttir (Kvl.-Ne.) 1, en fimm seðlar voru auðir. Forseti efri deildar
var kjörinn Karl Steinar Guðnason (A Rn.) og forseti neðri deildar
Jón Kristjánsson (F.-Al.)
Fyrri varaforseti sameinaðs
þings var kjörinn Guðrún Helga-
dóttir (Abl.-Rvk.). Hlaut hún 52
atkvæði en Margrét Frímanns-
dóttir (Abl.-Sl.) eitt atkvæði. Fjórir
atkvæðaseðlar voru auðir.
Annar varaforseti sameinaðs
þings var kjörinn Jóhann Einvarðs-
son (F.-Rn.). Jóhann hlaut 52
atkvæði, Kristín Halldórsdóttir
(Kvl.-Rn.) 1 atkvæði, Ólafur Þ.
Þórðarson (F.-Vf.) fékk 1 at-
kvæði, Valgerður Sverrisdóttir
(Kvl.-Ne.) 2 atkvæði og 2 atkvæði
voru auð. Ólafur Ragnar Grímsson
(Abl.Rn.) hlaut eitt atkvæði en var
það dæmt ógilt af forseta þar sem
Ólafur er varaþingmaður.
Sem skrifarar neðri deildar voru
kjörin þau Guðni Agústsson (F.-
Sl.) og Valgerður Sverrisdóttir
(Kvl.-Ne.).
Karl Steinar Guðnason var kjör-
inn forseti efri deildar, Guðrún
Agnarsdóttir (Kvl.-Rvk) fyrri vara-
forseti og Salóme Þorkelsdóttir
(S.-Rn.) annar varaforseti. Engir
aðrir hlutu atkvæði í atkvæða-
greiðslum í efri deild. Skrifarar
efri deildar voru kjömir Egill Jóns-
son (S.-Al.) og Valgerður Sverris-
dóttir (Kvl.-Ne.).
Jón Kristjánsson (F.-Al.) var
kjörinn forseti neðri deildar. Hlaut
hann 34 atkvæði, Ólafur Ragnar
Grímsson (Abl.-Rn.) hlaut eitt at-
kvæði og auðir seðlar voru fjórir.
Fyrri varaforseti var kjörinn Óli
Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.). Óli hlaut
29 atkvæði, Aðalheiður Bjam-
freðsdóttir (B.-Rvk.) 4, Geir H.
Haarde (S.-Rvk.) 1 atkvæði og 4
atkvæðaseðlar voru auðir. Sig-
hvatur Björgvinsson (A.-Vf.) var
kjörinn annar varaforseti. Hlaut
hann 30 atkvæði. Kristín Halldórs-
dóttir (Kvl.-Rn.) fékk eitt atkvæði
og auðir seðlar vom 7. Sem skrif-
arar neðri deildar voru kjörnir þeir
Geir H. Haarde (S.-Rvk.) og Jón
Sæmundur Siguijónsson (A.-Nv.).
Yiðbrögð gegn
þenslu, viðskipta-
og ríkissjóðshalla
Hver hafa verið viðbrögð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar til að
draga úr þenslu, verðbólgu, viðskiptahalla og ríkissjóðshalla frá því
að stjórnin var mynduð 8. júlí 1987 - eða á þriggja mánaða starfs-
ferli? Hér á eftir verða tindar til nokkrar stjórnarákvarðanir í þessum
tilgangi, sem og til að bæta stöðu þjóðarbúsins út á við og stuðla að
jöfnun lífskjara, eins og það hét í rökstuðningi ríkisstjórnarinnar:
1 Undanþágum frá söluskatti var
fækkað og ákveðinn sérstakur
söluskattur með lægra hlutfalli
(10%) af matmælum og nokkr-
um greinum þjónustu (bráða-
birgðalög 10. júlí 1987).
Söluskatturinn á matvæli kemur
til framkvæmda um næstu mán-
aðamót. Fækkun undanþága er
talin auðvelda eftirlit og bæta
innheimtu, auk þess að gefa
ríkissjóði auknar tekjur.
2 Lagt var sérstakt gjald á bifreið-
ar - eftir þyngd - 4 krónur á
kíló. Hálft gjald verður innheimt
1987 en fullt á næsta ári. Á
móti verða felld niður á næsta
ári ýmis smærri gjöld, sem nú
eru lögð á bifreiðar.
3 Lagður var viðbótarskattur á
innflutt kjamfóður, 4 krónur á
kíló.
4 Innlendum aðilum var gert að
greiða skatt til ríkissjóðs af er-
lendum lántökum, fjármagn-
sleigum, kaupleigum og
hliðstæðum samningum. Skatt-
skyldan nemur 1% af höfuðstól
lána til 6 mánaða, 2% á höfuð-
stól lána frá 6 til 12 mánaða
og 3% af samningum til 12
mánaða eða lengri tíma. Greiða
verður sérstakt áhættugjald fyr-
Einstaklingum og fyrirtækjum heim-
ilað að kaupa erlend verðbréf
Undanþágnr á matvælum falla niður
ÞORSTEINN Pálsson, forsætis-
ráðherra, kynnti blaðamönnum
í gærkvöldi ráðstafanir sem
ríkisstjórnin hyggst grípa til á
næstunni. Hækkun innflutnings-
gjalda á bifreiðir, fækkun
undanþága frá söluskatti og
verðhækkun áfengis og tóbaks
eiga að skila ríkissjóði um 680
milljónum króna á næsta ári.
Aðgerðir stjórnarinnar í pen-
ingamálum miða að því að koma
á jafnvægi á lánamarkaði og
efla innlendan sparnað.
Auk forsætisráðherra voru Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð-
herra, Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, og Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, á fundinum.
Yfirlýsing ríkisstjómarinnar um ráð-
stafanir í efnahagsmálum fer hér á
eftir í heild:
Framvinda efnahagsmála að und-
anfömu og horfur fyrir næstu
misseri sýna vaxandi verðbólgu og
viðskiptahalla. Við þessar aðstæður
þarf að beita samræmdum ráðstöf-
unum á öllum sviðum efnahagsmála
gegn þenslu. Ríkisstjórnin hefur því
ákveðið að leggja fram hallalaus
fjárlög fyrir árið 1988 og grípa auk
þess þegar í stað tii fjölþættra að-
haldsaðgerða á sviði fjármála og
peningamála.
Þessar aðgerðir, sem gerðar eru
í framhaldi af fyrri ákvörðunum
ríkisstjómarinnar, eru nauðsynlegar
til að treysta gengi krónunnar. Með
þeim verður ráðstöfunarfé þjóðar-
innar beint að spamaði en frá neyslu
og innflutningi og þannig dregið úr
viðskiptahalla. Brýna nauðsyn ber
til að koma á betra jafnvægi á lána-
markaði og draga úr innstreymi
erlends lánsfjár.
Stöðugt gengi er homsteinn efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar.
Ráðstafanir þær, sem hér er lýst,
renna frekari stoðum undir gengis-
stefnuna.
Ríkisfjármál
Fjárlagafrumvarp fyrir 1988
verður lagt fram án halla og mjög
dregið úr lántökum ríkisins. Ríkis-
sjóður mun ekki taka nein ný erlend
lán og skuldir ríkisins munu lækka
að raungildi og í hlutfalli við lands-
framleiðslu. Lánsfjárlagafrumvarp
stefnir að miklum samdrætti í er-
lendum lántökum. Gripið hefur verið
til almennra ráðstafana til að draga
úr erlendum lántökum, með lántöku-
gjaldi og innlendri fjármögnunar-
kvöð. Flýting aðgerða til tekjuöflun-
ar mun í senn draga úr innflutningi
og bæta stöðu ríkissjóðs á þessu ári
og því næsta.
• Innflutningsgjald á bifreiðir
hækkar frá og með 12. október
misjafnlega mikið eftir stærð
bifreiða, mest á stærri gerðum.
• Fækkun undanþága frá sölu-
skatti verður flýtt. Frá 1.
nóvember falla niður söluskatt-
sundanþágur á matvælum. Frá
þeim tíma munu öll matvæli
bera 10% söluskatt. Jafnframt
verður 75 milljónum króna var-
ið til tímabundinna niður-
greiðslna á búvörum.
• Verð á áfengi og tókbaki hækk-
ar um 8% að meðaltali frá og
með 12. október.
Ráðstafanir til að
bæta jafnvægi á lána-
markaði og ef la
innlendan sparnað
Margvíslegar aðgerðir, sem gripið
hefur verið til að undanfömu til að
bæta hag ríkissjóðs og auka sölu
ríkisskuldabréfa sem og hækkun
lausafjárhlutfalls, hafa þegar stuðl-
að að meira aðhaldi að útlánum
banka. Brýnt er að efla spamað á
kostnað neyslu og innflutnings í því
skyni að draga úr viðskiptahalla.
Jafnframt er nauðsynlegt að draga
úr innstreymi erlends lánsfjár og
koma á bættu jafnvægi á innlendum
lánamarkaði.
• Bönkum og sparisjóðum verður
heimilað að bjóða gengis-
bundna innlánsreikninga og
gefið svigrúm til að lána út
með sambærilegum kjörum,
meðal annars mun ríkissjóður
bjóða gengisbundin skuldabréf
og víxla í þessu skyni.
• Einstaklingum og fyrirtækjum
verður heimilað að eignast er-
lend verðbréf. Heimildir
íslenskra fyrirtækja til að íjár-
festa í atvinnurekstri erlendis
og styrkja þannig viðskipta-
stöðu sína verða rýmkaðar.
íslendingum verður heimilað að
kaupa skuldabréf ríkisins og
annarra íslenskra aðila, sem til
sölu eru á verðbréfamörkuðum
erlendis. Þá verða opnaðar
heimildir til kaupa á öðrum
tryggum verðbréfúm.
• Ríkissjóður mun bjóða gengis-
bundin spariskírteini til sölu á
innlendum markaði.
• Jafnframt því, sem haldið verð-
ur óbreyttum kjörum á tveggja
ára spariskírteinum, sem selst
hafa vel að undanfömu, verða
önnur spariskírteini boðin með
betri kjörum í samræmi við
markaðsaðstæður.
• Vextir af ríkisvíxlum verða end-
urskoðaðir reglulega, en jafn-
framt boðnir ríkisvíxlar til
lengri tíma en verið hefur.
• Sala og dreifing spariskírteina
og ríkisvíxla verður endurbætt.
• Til þess að hvetja þá, sem
hyggja á erlendar lántökur, til
að fresta áformum sínum og
draga á þann hátt úr innstreymi
erlends lánsfjár á næstunni,
verður gjald á erlendum lántök-
10
11
12
ir ríkissjóðsábyrgð: 1,5% af
ábyrgðarupphaeð þegar um ein-
falda ábyrgð er að ræða, 2%
þegar um sjálfskuldarábyrgð er
að ræða.
Framangreindar aðgerðir em
taldar skila ríkissjóði tæpum
milljarði króna á þessu ári.
Vextir af spariskírteinum ríkis-
sjóð vóm hækkaðir um 1,5% til
að greiða fyrir sölu þeirra og
draga úr lántökuþörf ríkissjóðs
erlendis.
Endurgreiðsla söluskatts til
sjávarútvegs verður lögð inn á
bundna reikninga í vörslu Verð-
jöfnunarsjóðs og Fiskveiðasjóðs.
Akvörðun var tekin um að setja
reglur um ^ármögnunarleigu,
notkun greiðslukorta og af-
borgunarviðskipti í því skyni að
draga úr þenslu (að hluta til
ekki komið til framkvæmda).
Þessar aðgerðir í peningamálum
em sagðar koma á betra sam-
ræmi milli þjóðarútgjalda og
þjóðartekna og draga úr verð-
bólgu og viðskiptahalla.
Elli- og örorkulífeyrir, tekju-
trygging og heimilisuppbót
hækkuðu. Lágmarksfram-
færslueyrir einstaklings með
heimilisuppbót hækkaði um 3
þúsund krónur á mánuði.
Bamabótaauki hækkaði um 5
þúsund krónur á ári.
13
um fellt niður við lok næsta árs.
• Rutt verður úr vegi skattaleg-
um hindmnum þess að al-
menningur spari í formi
hlutafjárkaupa.
• Ríkisstjómin mun afnema ríkis-
ábyrgð á skuldbindingum
opinberra fjárfestingarlána-
sjóða.
Fylgst verður nákvæmlega með
því næstu vikur, hvort þörf sé frek-
ari aðgerða frá næstu mánaðamót-
um til þess að tryggja nægilegt
aðhald í útlánum bankanna út þetta
ár. Jafnframt benda áætlanir til
þess, að lausaíjárstaða bankakerfis-
ins muni batna vemlega í upphafi
næsta árs og munu verða gerðar
fyrir þann tíma ráðstafanir til þess
að tryggja hæfilega þróun í útlánum
banka á því ári.
Gengisstefna
Ríkisstjórnin ítrekar þá stefnu,
að gengi krónunnar verði haldið
stöðugu, enda er það ásamt aðhaldi
í ríkisfjármálum og peningamálum
forsenda hjöðnunar verðbólgu.
Þessu til áréttingar hefur Seðla-
bankinn með samþykki ríkisstjómar-
innar ákveðið, að frá og með
deginum í dag verði gengi krónunn-
ar haldið stöðugu miðað við vægi
mynta í viðskiptum þjóðarinnar við
útlönd.
Með þessari stefnumörkun setur
ríkisstjómin efnahagslífinu og þar
með aðilum vinnumarkaðarins al-
menna starfsumgjörð. Ríkisstjómin
lýsir með þessu stefnu sinni, en
framvinda efnahagsmála ræðst að
öðru leyti af ytri skilyrðum þjóðar-
búsins á næstu mánuðum og
misserum. Ráðstafanir þessar eyða
þeirri óvissu er gætt hefur í efna-
hagsmálum að undanfömu. Með
þeim er lagður gmnnur að stöðug-
leika í efnahagslífinu og áframhald-
andi sókn til bættra lífskjara.
í ágúst gaf viðskiptaráðuneytið
út fréttatilkynningu um að fellt
hafi verið niður skilyrði um
bankastimplun innflutnings-
skjala til þess að tollafgreiðsla
fsti farið fram.
september eru enn hertar regl-
ur um erlendar lántökur og
kaupleigu- og fjármögnunar-
leigusamninga. Reglumar fela
m.a. í sér þrengri viðmiðun lána
miðað við heildarfjárþörf og
ákvæði um innlenda Qármögnun
á móti fjármögnunarleigusamn-
ingum.
14 í september gefur Seðlabankinn
út fréttatilkynningu um aðgerðir
til aðhalds í útlánastarfsemi
bankastofnana.
15 Áfengi og tóbak hækkaði öðru
sinni á stjómarferlinum í gær,
að þessu sinni um 8%.
í gær kom og til framkvæmda
hækkun innflutningstolla á bif-
reiðar, sem hækka þær í verði
um 5-15%.
Nýr flokkur spariskírteina ríkis-
sjóðs til lengri tíma og með
hagstæðari kjörum verður gef-
inn út. Þá stendur og til að gefa
út gengisbundin spariskírteini
ríkissjóðs og að heimila bönkum
að bjóða gengisbundna við-
skiptareikinga.
16
17
*
OlafurRagnar
í framboði
ÓLAFUR Ragnar Grimsson
prófessor hefur ákveðið að
gefa kost á sér til embættis
formanns Alþýðubandalags-
ins á landsfundi flokksins sem
verður í byrjun næsta mánað-
ar.
Ólafur Ragnar sagði Morgun-
blaðinu í gærkvöldi að hann
hefði tekið þessa ákvörðun á
fundi með stuðningsmönnum
sínum á Neskaupstað á sunnu-
dagskvöld. Ólafur sagðist
undanfarið hafa haldið fundi
viða um land og eftir að hafa
fundið viðbrögð manna á þeim
ákveðið að bjóða sig fram til
þessa embættis.