Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13- OKTÓBER 1987 Teflt um þrjú ár á tindinum Skák Margeir Pétursson Tveir sterkustu skákmenn heimsins í dag, þeir Anatoly Karpov, fæddur í Zlatoust í Úralfjöllum, og Gary Kasparov frá Bakú við Kaspiahaf, eru nú seztir að tafli í Sevilla á Spáni, þar sem þeir heyja sitt fjórða heimsmeistaraeinvígi á aðeins þriggja ára tímabili. Svo tíð einvígi tveggja manna um heimsmeistaratitilinn hafa ekki þekkst áður í skáksögunni, enda eru þau nú á enda. Ein- vígið sem nú er að hefjast er að mörgu leyti það mikilvæg- asta sem þessir tveir skákmenn hafa háð. Nú stendur baráttan um það hver verði heimsmeist- ari næstu þijú árin, því sá sem sigrar þarf ekki að verja titil sinn fyrr en árið 1990. í hinum einvígjunum þremur vannst tit- illinn aðeins til eins árs i senn. Sigur skiptir báða gífurlegu máli. Kasparov myndi loksins fá tíma til að njóta titilsins, sem hann ætti vissulega skilið eftir þrefaldan sigur yfír Karpov í heimsmeistaraeinvígi. Karpov gæti hins vegar sagt ef hann ynni að hann væri auðvitað beztur þeg- ar á reyndi. Botvinnik missti líka titilinn í tvö ár, en reyndist samt hinn eini og sanni heimsmeistari, a.m.k. að eigin áliti og svipaða sögu er að segja um Aljekín á íjórða áratugnum. Við þetta má bæta að ef niður- staðan yrði sú að Karpov sigraði og við ferðuðumst í tímanum fram til ársins 1990, þegar hann þyrfti að mæta næsta áskoranda, þá kæmi upp afar sérstök staða. Þá væri hann búinn að vera heims- meistari í samtals 13 ár með því að sigra í þremur einvígjum, eða 4 ár og fjóra mánuði fyrir hvert einvígi. Til samanburðar hefði Kasparov verið heimsmeistari í aðeins tvö ár, en þó sigrað Karpov tvisvar. Skákin er stórmerkileg keppn- is- íþrótt, saga hennar er full af dæmum um það að kaldhæðni örlaganna hafi bitnað á þeim sem sízt skyldi. Þar sem hér er gullið tækifæri fyrir hina duttlungafullu skákgyðju til að þjóna lund sinni get ég ekki stillt mig um að spá Karpov sigri, að sjálfsögðu með minnsta mun, 12V2— IIV2. Ef lesendum kunna að þykja rök mín fyrir spádómnum harla léttvæg minni ég á að fyrir síðasta einvígi þeirra spáði ég nákvæm- lega rétt fyrir um úrslit, þ.e. að Kasparov tækist að veija titilinn með minnsta mun. Einn þeirra áskorenda sem hafa fengið að kenna illilega á hverful- leik skákarinnar er David Bron- stein. Þegar aðeins tvær skákir voru eftir af einvígi hans við Mik- hail Botvinnik árið 1951, hafði hann vinnings forskot, en tapaði næstsíðustu skákinni og Botvinn- ik hélt titlinum á jöfnu. Eftir þetta var Bronsteins sannfærður um að skákin nyti sín mun betur sem Garri Kasparov list en íþrótt og í henni ætti ekki að keppa, heldur stilla skákflétt- um upp á söfnum. Fyrir einvígið höfðu keppendur teflt hvorki meira né minna en eitthundrað kappskákir með fullri lengd. Úr þeim hafði Kasparov fengið 5OV2 vinning, en Karpov 49V2 v. Þeir hafa teflt þrjú ein- vígi. í hinu fyrsta, sem stóð frá september 1984 til febrúar 1985, fengust ekki úrslit, því Campoma- nes, forseti FIDE, sleit því að loknum 48 skákum, þegar staðan var 25-23 Karpov í vil. Síðla árs 1985 var teflt nýtt einvígi og þá sigraði Kasparov, 13-11, eftir gífurlega spennandi keppni. í lög- um FIDE var þá ákvæði um hefndarrétt heimsmeistarans, sem nú hefur verið afnumið. Karpov fékk því nýtt einvígi, sem skipt var á milli Lundúna og Len- ingrad. Kasparov tók þar snemma afgerandi forystu, en missti hana og sigraði aðeins með minnsta mun, 12V2— IIV2. Næsta lota heimsmeistarakeppninnar var þá svo vel á veg komin að Karpov hafði ekki tíma til að taka þátt í henni. Það mál var leyst þannig að hann fékk að tefla sérstakt einvígi við sigurvegara ásko- rendakeppninnar, landa sinn Andrei Sokolov, um áskoruna- Anatoly Karpov rréttinn nú. Karpov burstaði hinn unga landa sinn, 7V2—3V2, við lítinn fögnuð heimsmeistarans, sem hafði gert sér vonir um til- breytingu. En víkjum nú að fyrstu skák einvígisins. Hún var dæmigerð fyrir upphafsskák í svo mikilvægu einvígi. Keppendur voru að venj- ast aðstæðum og skoða andstæð- inginn. Byrjunin, Griinfelds-vöm, sást einnig í síðasta einvígi, hvor- ugur vildi eyða mikilvægri nýjung og óvæntar uppákomur verða að bíða betri tíma. Fræðilega séð var skákin þó hvalreki á fjörur stór- meistara og skákskýrenda, sem fengu staðfestingu á þeirriv ríkjandi skoðun að svartur geti jafnað taflið þjáningalaust í hinu symmetríska eða samloka- afbrigði Griinfelds-vamarinnar. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Griinfelds-vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 — g6 3. g3 - c6 4. Rf3 - Bg7 5. Bg2 - d5 6. cxd5 — cxd5 7. Rc3 — 0-0 8. Re5 - e6 9.0-0 - Rfd7 10. f4 í þriðju einvígisskákinni 1986 bakkaði Karpov með riddarann og lék 10. Rf3, sem reyndist að vonum meinlaust svarti. Nú herm- ir Karpov eftir Kasparov sjálfum sem fór létt með Englendinginn Nunn á móti í Bmssel fyrir tæpu ári. Þar varð framhaldið 10. — Rxe5 11. fxe5 — Rc6 12. e4 — dxe4 13. Be3 - f5 14. exf6 - Hxf6 15. Rxe4 - Hxfl+ 16. Dxfl - Rxd4? 17. Hdl - e5 18. Rg5 og Nunn gafst upp. 10. - Rc6 11. Be3 - Rb6 12. Bf2 - Bd7 13. e4 - Re7! Baráttan stendur um d5-reit- inn. Ef Kasparov væri látinn óáreittur myndi hann næst skipta upp á e4 og staðsetja riddara á d5. Karpov hindrar þetta. 14. Rxd7 - Dxd7 15. e5 Báðir hafa ástæðu til að gleðj- ast yfír uppskiptunum. Karpov fékk nokkra yfírburði í rými og biskupaparið, en Kasparov losnaði við lélegan hvítreitabiskup sinn. 15. - Hfc8 16. Hcl - Bf8 17. Bf3 - Hc7 18. b3 - Hac8 19. Dd2 - Rc6 20. Db2 - a6 21. Be2 - De7! Karpov dettur að sjálfsögðu ekki í hug að reyna að leika g4 og f5, slíkir sóknartilburðir era ekki heimsmeistaranum fyrrver- andi að skapi. Það er því lítið um að vera í stöðunni. Nú hótar svart- ur 22. — Da3, en hvíti reynist auðvelt að svara. 22. Rbl - Rb4 23. Rc3 - Rc6 24. Rbl - Rb4 25. Hc5 Karpov vill ekki þráleika strax, en það reynist áhorfendum þó skammgóður vermir. 25. - Rd7 26. Hxc7 - Hxc7 27. Rc3 - Rc6 28. Rbl - Rb4 29. Rc3 - Rc6 30. Rbl. Jafntefli, þar sem hvoragur keppandinn hefur áhuga á að losna úr þráteflinu. Næsta skák verður tefld á miðvikudag. Tíunda alþjóðlega skákmót flugfélaga: Fjölmennasta alþjóðlega skák- mótið hérlendis TÍUNDA alþjóðlega skákmót flugfélaga var sett á Hótel Loft- leiðum í gær. 96 keppendur frá 16 flugfélögum taka þátt í mótinu og er þetta þvi fjölmennasta al- þjóðlega skákmótið sem haldið hefur verið á íslandi. Þátttakend- ur koma víða að, meðal annars frá Astralíu, Asíu og Suður- Ameríku. Mótinu lýkur á föstu- dagskvöld. Skákmótið í Ólafsvík: Henrik Danielsen efstur við þátttakendur og heimsmeistar- arnir Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson tefla sýning- arskák, líklega á útitaflinu í Lækjar- götu. Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, teflir fyrsta leikinn við setn- ingu hins tíunda alþjóðlega skákmóts flugfélaga á Hótel Loftleiðum í gær. Skákfélag Flugleiða hefur staðið að undirbúningi mótsins og tengist Íiað 50 ára afmæli atvinnuflugs á slandi að mótið er haldið hérlendis. Að sögn Andra Hrólfssonar, sem sæti á í undirbúningsnefnd, e_r mik- ill áhugi meðal þátttakenda á íslandi og taldi hann að áhugi á mótsstaðn- Um hefði aldrei verið meiri þó að mótið hafí verið haldið á forvitnileg- um stöðum hér og þar í heiminum. Þetta er í tíunda skipti sem þetta mót fer fram en Flugleiðir hafa unn- ið ijórum sinnum, lent tvisvar í öðra sæti og einu sinni í þriðja sæti. Andri sagðist reikna með ýmsum uppákornum meðan á mótinu stæði. ""Helgi Ólafsson myndi tefla fjöltefli Ólafsvík. SÍÐUSTU þijár umferðirnar í alþjóðaskákmótinu í Ólafsvík hafa verið mjög spennandi og barist af hörku í hverri skák. Úrslit 5. umferðar urðu þessi: Sævar Bjarnason vann Petter Haugli, Jón L. Ámason vann Tómas Bjömsson, Lars Schandorff vann Björgvin Jónsson, Henrik Danielsen vann Dan Hansson, Karl Þorsteins vann Robert Bator og Þröstur Þór- hallsson og Ingvar Ásmundsson gerðu jafntefli. Úrslit 6. umferðar vora sem hér segir: Tómas Bjömsson og Petter Haugli gerðu jafntefli. Sömu sögu er að segja um Björgvin Jónsson og Sævar Bjamason, Invgvar Ás- mundsson og Lars Schandorff, Robert Bator og Dan Hansson. Hins vegar vann Jón L. Ámason Karl Þorsteins og Henrik Danielsen vann Þröst Þórhalisson. I 7. umferð dró enn til tíðinda. Dan Hansson vann Jón L. Ámason í fjörgurgi fómarskák. Önnur úrslit 7. umferðar urðu: Þröstur Þórhalls- son vann Robert Batoir, Björgvin Jónsson vann Petter Haugli og jafn- tefli gerðu Lars Schandorff og Henrik Danielssen, Sævar Bjama- son og Ingvar Ásmundsson og Karl Þorsteins og Tómas Bjömsson. Staðan eftir 7 umferðir er þessi: 1. Henrik Danielsen með 5 vinn- inga, í 2,- 3. sæti era Þröstur Þórhallsson og Björgvin Jónsson með 4,5 vinninga, 4.-5. sæti Jón L. Ámason og Lars Schandorff með 4 vinninga, í 6. Sævar Bjamason með 3,5 vinninga, 7.-9. sæti Dan Hansson, Karl Þorsteins og Ingvar Ásmundsson með 3 vinninga og í 10. - 12. sæti Tómas Bjömsson, Robert Bator og Petter Haugli með 2,5 vinninga. Helgi. Heimsmeistara- mótið í brids: Venezuela efst eftir 2 leiki VENEZUELA er efst i opnum flokki eftir tvær umferðir í undan- keppni heimsmeistaramótsins í brids sem nú fer fram á Jamaika. ítalir eru efstir i kvennaflokki. Átta sveitir keppa í hvorum flokki i undankeppninni. Spilamennskan hófst á sunnudag og í fyrstu umferð í opnum flokki unnu Bretar Brasilíu, 25-2, Pakistan vann Taiwan, 16-14, Venezuela vann Nýja Sjáland, 21-9 og Kanada vann Jamaika, 16-14. í annari umferð vann Pakistan Bretland, 18-12, Taiwan vann Brasilíu, 24-6, Nýja Sjáland vann Kanada, 19-11 og Venezuela vann Jamaika, 25-2. Staðan eftir tvær umferðir var því sú að Venezuela hafði 46 stig, Taiw- an 38, Bretland 37 og Pakistan 34 stig. í kvennaflokki vora ítalir efstir með 48 stig, B-sveit Bandaríkjanna hafði 42 stig, Ástralía 39 og Arg- entína 32 stig. Spiluð verður tvöföld umferð í und- ankeppninni. Tvær efstu sveitir í hvoram flokki komast í undanúrslit og keppa þar við A-sveitir Norður Ameríku og Evrópu sem mæta beint í undanúrslitin. Það era sveitir Bandaríkjanna og Svía í opnum flokki og Bandaríkjanna og Frakka í kvennaflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.