Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Sérréttindi að búa við lýðræði ogfrelsi — sagði forseti lýðveldisins við þingsetningu á laugardaginn Vigdís Finnbogadóttir, for- seti, setti 110. löggjafarþing íslendinga sl. laugardag. Ávarp forsetans við þingsetningu fer hér á eftir: „Það þing, sem hér hefur störf er 110. löggjafarþing íslendinga frá því Alþingi var endurreist og er tímamótaþing þar sem þing- hald hefst nú að afstöðnum kosningum á þessu ári. Til starfa tekur að þessu sinni fjöldi nýrra þingmanna við hlið þeirra mörgu sem langa reynslu hafa að baki um meðferð mála til hagsbóta fyrir land okkar og þjóð í þessari virðulegustu stofnun hins íslenzka lýðveldis. Stjómmálamenn vilja allir vinna landi og lýð hið bezta. Þeir hafa gefið sig til starfa sinna af hugsjón og enda þótt hugsjónimar séu ekki allar eins, heldur með ýmsum blæbrigðum, má finna þeim sameiginlegan farsælan far- veg með því umburðarlyndi sem treystir vináttu milli manna og stígur yfir eijur í hita daganna, með virðingu fyrir skoðunum allra manna. Því það em mikil sérrétt- indi að búa við lýðræði og það frelsi að mega hugsa svo sem hveijum sýnist og láta skoðanir sínar uppi í heyranda hljóði. Ég leyfi mér að minna enn á þessum stað á fleyga alþingis- hugsjón Jóns Sigurðssonar, frels- ishetju íslendinga, sem felur í sér heilan sannleik, þótt liðið sé á aðra öld síðan hann sendi hana löndum sínum til íhugunar: „Alþingi er „frækom allrar framfarar og blómgunar lands vors, eins konar þjóðskóli lands- manna til að venja þá á að hugsa og tala með greind og þekkingu um málefni þau, sem alla varðar. Alþingi er engan veginn sett höfð- ingjum í vil, heldur fyrst og fremst alþýðu." Eg óska virðulegum þingmönn- um og öllum giftu og farsældar í starfi, þjóð okkar til heilla. Bið ég yður að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar." Vigdís Finnbogadóttir, forseti við þingsetningu. „Það er í krossinum sem við sjáum Ijósið...! Prédikun sr. Auðar Eir Vilhjálms- dóttur fyrir þingsetningu Þingmenn hlýddu guðsþjón- ustu í Dómkirkju fyrir þing- setningu sl. laugardag, svo sem hefð stendur til. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikaði. Ræða hennar fer hér á eftir. Náð sé með yður og friður frá Guði, sem er faðir okkar og móð- ír, og frá Drottni Jesú Kristi frelsara okkar. Við skulum hugleiða saman þljú orð úr guðspjalli morgun- dagsins, sem var lesið frá altarinu og segir frá því þegar Jesús gekk fram hjá tollbúðinni í Kapemaum og talaði við Leví Alfeusson toll- heimtumann. Fylg þú mér, sagði Jesús við Ijevi. Og Leví stóð upp, hætti í vinnunni og fylgdi Jesú. Ef Jesús væri maður, sem byggi vestur á Sólvallagötu og væri að safna sér i hóp til að vinna að áhugamálum sínum, ef hann kæmi niður í Alþingishús og segði þessi þijú miklu orð við einhvem þingmannanna, þá held ég ekki að sá eða sú hætti á þingi og færi að vinna vestur á Sólvalla- götu. Ég held að hún eða hann myndi halda áfram að vera þing- maður o g kæmi áhugamálum Jesú fram þar. Ég held líka að þetta sé svona. Ég er þess fullviss að Jesús segir þessi þijú orð við alla menn og fjölmargir hafa heyrt þau og þakkað fyrir þau af öllu hjarta, af því að þau hafa breytt lífi þeirra. Guði sé lof. Þess vegna grær menning okkar og þess vegna er sem oftast gott að vera íslending- ur. En þótt svo mörg okkar hafi heyrt þessi orð er það einhvem veginn ónóg. Ég les í erlendum kirkjublöðum um það, sem er að gerast í alþjóðlegum trúmálum. Þar er sífellt verið að vekja á því athygli að miðstöðvar kristinnar kirkju sé að flytjast frá Vesturl- öndum til þriðja heimsins. Afríka og Suður-Ameríka taka fagnandi á móti boðskap kristinnar trúar. í Ástralíu og Ásíu þyrpist fólk til kirkjunnar. En í Evrópu og Norð- ur-Ameríku fækkar lútersku fólki og hvemig sem gömul ráð og ný eru hugsuð og reynd til að fá fólk til að standa upp úr sjónvarpsstól- unum sínum og sinna kirkju sinni og trú situr fjöldinn kyrr, eins og viðvitum. Ég átti tal um þetta við eina af forystukonum lútersku kirkj- unnar í Þýzkalandi. Mér finnst þetta óbærilegt, sagði ég, og hún svaraði: Það finnst mér ekki. Vesturlönd em stirðnuð í daufum lífsskoðunum og máttlausri trú. Það er ekkert að gera nema láta þau tapa trúnni. Kannski eignast þau hana aftur þegar kristniboðar frá þriðja heiminum fara að streyma hingað. Ég er henni ósammála. Mér finnst það of áhættusamt að tapa trúnni. Ég sé fyrir mér hmn menningar okkar, mannúðar og Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir í Dómkirkjunni sl. laugardag. réttlætis ef ísland verður skilið eftir án kristinnar trúar. En það getur gerzt. Lesum þess vegna skriftina á veggnum, aðvömn Drottins. Sláum skjald- borg um kristna trú okkar, strax, áður en það verður of seint. Við höfum kirkjur úti um allt landið. Utan um hveija þeirra stendur trúfastur hópur kvenna, karla og bama, sem beijast gegn- um vetrarstorma til að vera henni trú, gefa henni bæði af tíma sínum og peningum. Þau gera það vegna gleðinnar, vegna sannfæringar sinnar, vegna blessunarinnar. Þótt öll ljós í landinu væm slökkt nema ljósin í kirkjunum og hjá þeim, sem standa þétt um hveija þeirra, myndi loga óslitinn ljósa- hringur kringum allt landið, inni í dýpstu dölum og úti á yztu skeij- um. Ef þessi ljós slokknuðu myndu fleiri ljós slokkna. Það má ekki gerast. Og það þarf ekki að gerast. Því lengur sem ég starfa sem prestur í íslenzku þjóðkirkj- unni því vissari verð ég um margt ágæti hennar. Ég held hún sé betri en margar aðrar þjóðkirkjur. • Vegna þess að hún lýtur hvorki ofstjóm ríkisins né kirkjustjómar- innar. Hver prestur og söfnuður hefur frelsi til eigin framtaks. En samt er þetta ekki nóg. Sinnuleysið og ofdýrkun á dag- legum störfum kæfa svo margt í menningu okkar. Þess vegna þurfa söfnuðimir meiri umhyggju og ég hugsa stundum með mér að ekkert annað fyrirtæki myndi senda starfsfólk sitt langt út á land til mikilvægra starfa án þess að sinna því vel. Og þó. Ætli við, fólkið í kjör- dæmunum, sinnum ekki þingi okkar á svipaðan hátt? Við kjósum ykkur þingmenn og sendum ykkur á Alþingi til að vinna fyrir okkur og viljum að þið gerið það vel. En fæst okkar sýna ykkur nokkra uppörvun, þakklæti eða aðhald eins og okkur þó bæri að gera. Öllu þessu getum við breytt, og eigum að breyta því. Því trú- mál og stjómmál em svo merkileg að þau má aldrei afhenda sérfræð- ingum. Þau fléttast inn í allt, sem við öll erum að fást við í lífi okk- ar, og hafa djúp áhrif á það. Þegar Jesús staðnæmdist hjá Leví Alfeussyni og sagði við hann orðin þijú: Ifylg þú mér, gekk Leví inní nýjan lífsstíl. Hann fór að sjá nýja möguleika og taka þátt í ýmsu, sem hann hafði ekki vitað fyrr að væri hægt. Jesús talaði á alveg nýjan hátt. Þau, sem stjóma, láta aðra kenna á valdi sínu, sagði Jesús. En ég vil ekki að þið gerið það. Þau, sem stjóma hjá ykkur, eiga að gera það með því að þjóna. Með þessu breyttist allt sam- band fólks, allar hugmyndir, allt lífið. Konur urðu jafningjar karla eftir aldalanga kúgun, vinátta og umhyggja ríkti, mál fengu fram- gang og fólk eignaðist innri frið. Svona væri þetta enn f dag ef fólk hefði ekki gert það, sem samtími okkar á Vesturlöndum er að gera, að láta kristna trú ganga sér úr greipum. En kristin trú er hér enn. Við eigum hana enn. Við getum rétt út hendur okkar og notað hana í daglegu lífi okkar. Og við þörfn- umst öll friðar hennar svo sárlega í þeim lífsstíl, sem við höfum glapizt út í. Það er undir okkur sjalfum komið hvemig við notum trú okk- ar, hvemig við þiggjum hana, hvernig við skiljum hana. Okkur ber að forðast að skilja hana sem heimspeki eða hagnýta sálar- fræði. Hún er að vísu hvort tveggja, en hún er miklu meira, miklu, miklu meira. í Þýzkalandi er heimsfrægur guðfræðingur, sem heitir Dorot- hee Sölle, og henni gef ég síðustu orð þessarar prédikunar: „Það er í krossinum, sem við sjáum ljosið fyrst. Það er ekki þegar við fæðumst eða þegar við sjáum sjóinn eða stjömumar í fyrsta sinn. Það er við krossinn, mitt í baráttunni, sem við skynjum ljósið og erum orðin fijáls frá ótta okkar. Byrði syndarinnar, van- máttur okkar í því, sem er okkur framandi, hverftir úr hjarta okk- ar. Við krossinn, þar sem kærleik- urinn berst gegn ofbeldinu, eignumst við heildarsýn yfir lífið. Við lærum að vera sátt við það að við verðum að beijast og þjást. Ljósið er hjá okkur.“ Dýrð sé Guði, föður, syni og heilögum anda, svo sem var í upphafí, er enn og verða mun um aldir alda. Amen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.