Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
61
Margrét Louise
Thors - Minning
Fædd 28. desember 1916
Dáin 29. september 1987
Þann 29. september lést á Elli-
heimilinu Grund frænka mín,
Margrét Louise Thors.
Hún var hvíldinni fegin, blessuð,
því alla ævi var hún veik, þekkti
ekki annað. Ég man fyrst eftir
henni, er við sem böm lékum okkur
á grasflötinni við heimili hennar við
Grundarstíg. Einlægt bros hennar
og hlýja kom beint frá hjartanu en
hún átti þó til festu og skap, er því
var að skipta. Múlla hafði skarpa
athyglisgáfu og greind góða, en
minnið var með afbrigðum skýrt.
Ef riija þurfti upp eitthvað, sem
gerðist fyrir ninni flestra, þá mundi
Múlla það.
Vegna sjúkdóms síns átti hún
ekki samleið með ijöldanum, en vini
átti hún marga, sem henni þótti
vænt um og sem þótti vænt um
hana.
Á unglingsárunum, er æskan
bregður á leik og ólgandi orku er
eytt í gleði yfir tilverunni, var Múlla
ekki með, til þess skorti hana kraft.
Þá trúi ég að oft hafi verið erfitt
að vera til, þótt ekki hafi hún kvart-
að. Sagt er, að Guð leggi mönnum
til líkn með þraut og víst er, að
þess naut Múlla. Hún átti sér dá-
samlegan heim, sem hún hvarf til,
er hún lagðist til svefns á meðan
jafnaldramir dönsuðu. Hún átti
draumkonu, sem heimsótti hana oft
og saman fóru þær að skoða húsið
hennar Múllu, sem fullt var af ger-
semum. Þær opnuðu herbergi eftir
herbergi og ný undur komu í ljós
í hveiju þeirra. Hún sagði, síðast
þegar við ræddum þessa „húseign"
hennar í öðrum heimi: „Ég hlakk-
aði til að fara að sofa."
En hún átti fleiri dýrgripi, og það
í þessum heimi, hann Guðmund vin
hennar, sem geislaði hamingju inn
í líf hennar síðustu árin og nú sakn-
ar hennar og Betty, sem hefur
annast hana af þeirri tryggð og
kærleika sem aldrei hefur brugðist.
Ég veit, að hún Múlla er flutt í
húsið sitt fagra og andinn nú er
óheftur af þeim líkama, er fjötraði
hana hér um stund. Engin furða,
þótt hún hafí hlakkað til að „sofna".
„Ég veit, það verður tekið svo vel
á móti mér,“ sagði hún við Betty
nýlega, og ætti við: „Og þér líka.“
Það var henni líkt. Blessuð sé hún.
Ágústa Snæland
Það var hress og samstilltur hóp-
ur af ungum stelpum, 13 að tölu,
sem endurreistu 4. bekk Kvenna-
skólans árið 1933—1934, en sá
bekkur hafði ekki verið starfræktur
í nokkur ár. Við höfum verið svo
gæfusamar að halda saman með
því að hittast nokkrum sinnum á ári.
Dauðinn hefur komið við í okkar
hópi og nú er nýdáin sú 4. af bekkj-
arsystrunum. Það er Margrét L.
Blómastofa
FriÖfinm
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,-eínnig umhelgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Q,w
Thors. Hún starfaði um tíma í hann-
yrðaverslun, sem langamma
hennar, Ágústa Svensen, stofnaði
og var sennilega fyrsta konan, sem
stofnaði verslun á íslandi. Sú versl-
un var rómuð fyrir vandaðar og
smekklegar vörur og eins eftir að
tvær dótturdætur Ágústu tóku við
rekstrinum, þær systur Sigríður
Björnsdóttir kaupkona og Amdís
Björnsdóttir leikkona, en þær voru
móðursystur Margrétar. Síðan
starfaði hún mörg ár við símann
hjá Sölusambandi íslenskra fisk-
framleiðenda, og segja mátti, að
hún hafi starfað lengur en heilsan
leyfði. Hún var heilsutæp frá æsku
vegna cfnaskiptasjúkdóms og hún
hafði aldrei góða sjón, en síðustu
árin hrakaði sjóninni svo, að hún
gat ekki lesið. Það er mikil missa
fyrir alla að tapa sjóninni og ekki
síst fyrir hana, því að hún las mik-
ið af góðum bókum og hafði gaman
af að segja frá því, sem hún hafði
lesið, en aldrei heyrðist hún kvarta.
Aðaláhugamál Margrétar voru
ferðalög. Hún hafði mikinn áhuga
á að kynnast landinu sínu, ferðaðist
mikið um landið og dáði fegurð
þess. Svo ferðaðist hún mikið um
Ameríku og Evrópu og víkkaði sjón-
deildarhringinn.
Margrét var af merkum og mikil-
hæfum forfeðrum komin í báðar
ættir. Móðir hennar var Ágústa
Bjömsdóttir Jenssonar Sigurðsson-
ar. Jens, afí Ágústu, var bróðir
Jóns Sigurðssonar forseta, þess
mikla þjóðarleiðtoga. En faðir
Margrétar var Kjartan Thors for-
stjóri, sonur Thors Jensens hins
mikla framkvæmdamanns bæði í
útgerð og búskap.
Ágústa og Kjartan áttu 4 börn.
Elst var Margrét, næst Hrafnhild-
ur, gift Sigurgeiri Jónssyni, fyrrver-
andi hæstaréttardómara, þá Bjöm,
giftur Helgu Valtýsdóttur leikkonu
og síðan Jómnni Karlsdóttur, yngst
er Sigríður gift Stefáni Hilmarssyni
bankastjóra Búnaðarbankans.
Margrét átti ekki börn, en systk-
inaböm hennar og þeirra börn urðu
henni mjög kær. Henni var svo lag-
ið að laða að sér börn vegna ljúf-
lyndis síns og naut þess sérstaklega
er fór að halla undan fæti. Ljúf-
mennska og tryggð var eindreginn
þáttur í fari Margrétar.
Það var mikils virði fyrir Mar-
gréti, þegar hún var meðlimur í
Oddfellowreglunni, þar undi hún sér
vel, „þar er svo heilbrigt og gott
andrúmsloft," sgði hún stundum.
Hún var dugleg og áhugasöm að
sækja fundi, oft með hjálp góðra
félagssystra, sem hún mat mikils.
Mér dettur stundum í hug, hvort
það hafí ekki verið eitthvað svipað
og í foreldrahúsum Margrétar á
Laufásvegi 70 og Smáragötu 13,
allt svo fágað, heilbrigt og gott.
Þangað kom ég oft og kynntist því
vel, hvað þar var fróðlegt og upp-
öi-vandi að koma. Mikið lán var það
fyrir Margi-éti að eiga Betty Guð-
mundsdóttur að frá unga aldri, sem
var starfsstúlka hjá foreldrum
hennar og heimilisvinur í áratugi.
Eftir að Margrét hafði misst báða
foreldra sína studdi Betty Margréti
til að stofna fallegt heimili í íbúð,
sem Margrét keypti. Þar bjuggu
þær, þar til Margrét þurfti að fara
á spítala og síðan á Gmnd, þar sem
hún andaðist.
Betty er einstök hjálparhella og
hún var svo lánsöm að geta veitt
Margréti aðstoð alveg fram í and-
látið. Nú er stórt skarð höggvið í
hóp skólasystranna, sem áður vom
nefndar, en ekki má vera með
harmatölur, þegar sá deyr, sem
ekki á sér batavon í þessu lífi, en
sárt er hennar saknað af okkur
skólasystmm, en ekki var það
óþægilegt að heimsækja hana á
sjúkrahúsið, alltaf sagði hún allt
gott. Hana langaði að lifa, en
hræddist ekki dauðann. Hún átti
hreint og ljúft hjartalag í veikum
líkama. Hún var viss um, að líf
væri eftir dauðann og við bekkjar-
systur vonum, að henni verði að trú
sinni.
Ingibjörg Vigfúsdóttir
t
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÞÓRU petrInu jónsdóttur
frá Reynisvatnl,
Mðvahlfð 3.
Slgrfður Ólafsdóttir,
Guðrfður Ólafsdóttir,
Jóhanna Ólafsdóttlr,
Kristinn Ólafsson,
Geirlaug Ólafsdóttir,
Jón Ólafsson,
Eyjólfur Kristinsson,
Tryggvi Valdimarsson,
Þorgeir Þorkelsson,
Fanný Guðmannsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
BJARNA ÖSSURARSONAR,
Norðurtúni 2,
Keflavfk.
Sórstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur fyrir
einstaklega góða umönnun.
Ólöf Pálsdóttir,
Gestur Á. Bjarnason ,
Páll V. Bjarnason,
SigrföurG. Birgisdóttir,
Sigrfður Harðardóttir
og barnabörn.
Lokað
Skrifstofan er lokuð í dag á milli kl. 10.00 og 12.00,
þriðjudaginn 13. október, vegna útfarar Braga Jónsson-
ar framkvæmdastjóra.
Félag ísl. stórkaupmanna.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mmora/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Margrét Louise Thors eða Múlla
frænka, eins og við þekktum hana,
dó 29. september síðastliðinn. Þeg-
ar hún sofnaði hvíldi yfír henni
sama ró og einkenndi allt hennar
líf. Hún vildi aldrei láta hafa mikið
fyrir sér, var hæglát og hæversk
og ævinlega þakklát því sem gert
var fyrir hana.
Margrét var elst fjögurra barna
hjónanna Kjartans Thors, fram-
kvæmdastjóra, sem var sonur Thors
Jensens og Margrétar Þorbjargar
Kristjánsdóttur og Ágústu Bjöms-
dóttur Jenssonar og Louise Svend-
sen. Hún fæddist 28. desember
1916 og ólst upp á heimili þar sem
atburðir í atvinnu- og menningar-
sögu þjóðarinnar voru skoðaðir úr
mikilli nálægð. Hún útskrifaðist úr
Kvennaskólanum í Reykjavík árið
1934 og fór eftir það til Skotlands.
þar sem hún stundaði nám í tvö
ár. Eftir heimkomuna sótti hún
ýmiss konar námskéið, m.a. í
handavinnu ýmiss konar og pijón-
aði mikið og saumaði. Fyrir utan
handavinnu tengdust tvö helstu
áhugamál hennar ferðalögum og
Oddfellow-reglunni.
Ferðalög innanlands og utan
voru henni hugleikin og hún tók
sjálf fjöldann allan af ljósmyndum
sem hún þreyttist aldrei á að sýna
systkinabömum sínum sem komu í
heimsókn á Smáragötuna þangað
sem fjölskyldan flutti af Laufásveg-
inum árið 1954. Það var tekið vel
á móti þeim og farið upp á loft til --
hennar. Hún giftist ekki eða eignað-
ist böm en hafði þeim mun meira
yndi af því að gleðja böm með því
að sýna þeim ljósmyndir og teikn-
ingar eða segja ferða- og ævintýra-
sögur.
Þriðjudagar vom hennar stóm
dagar því þá vom fundir í Rebekku-
stúkunni Bergþóm nr. 1. Þá fundi
sótti hún alltaf þegar hún gat,
síðustu árin með góðri hjálp Odd-
fellowsystur sinnar Sigurlaugar
Kristjánsdóttur.
Margrét hóf störf hjá Sölusam-
bandi íslenskra fískframleiðenda
árið 1951 og var þar í 27 ár eða
til ársins 1978 er hún veiktist og
varð af þeim sökum að hætta störf-
um. Síðan þá hefur hún að meira
eða minna leyti verið sjúklingur.
Eftir lát föður síns árið 1971 flutti
hún með móður sinni og Betty
Guðmundsdóttur í íbúð á Laugar-
nesveginum. Betty hafði komið til
fjölskyldunnar árið 1932 þá átján
ára að aldri og annaðist heimilis-
störf auk þess að verða með ámnum
eins konar 5. systkinið og allt í öllu.
Ágústa, móðir Margrétar, lést árið
1977 og fluttust Margrét og Betty
þá á Seljaveginn í íbúð sem Mar-
grét hafði eignast þar. Stuttu eftir
að þær höfðu komið sér fyrir þar
veiktist Margrét og annaðist Betty
um hana á aðdáunarverðan og ósér-
hlífínn hátt á heimilinu þegar þess
var kostur og fylgdist náið með
þegar Margrét þurfti að dvelja lang-
dvölum utan heimilis vegna veik-
inda.
Margrét hafði haft orð á því f
sumar að hún væri eiginlega farin
að hlakka til að kveðja þennan heim
því hún væri svo viss um að foreldr-
ar hennar myndu taka svo vel á
móti sér hinum megin. Þetta sagði
hún með bros á vör og bætti við:
„og þér líka, Betty“.
Fylgi henni áfram friður og ró.
Stefán Thors
t
Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför fööur
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÁRNA KRISTJÁNSSONAR,
Minni-Grund,
Blómvallagötu 12,
Reykjavfk.
Dagbjört Árnadóttir, Ragnar V. Ingibergsson,
Eysteinn Árnason, Friðbjörg Ingibergsdóttir,
Kristján Árnason,
Sigrún Guðmundsdóttir, Ingimar Jónasson,
barnabörn og barnabarnaböm.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og
útför
ÞÓRIS ÞORKELSSONAR,
Smóratúni 14,
Selfossi.
Þorgerður Þorkelsdóttir,
Markús Þorkelsson, Margrót Magnúsdóttir,
Hergeir Kristgeirsson, Fanney Jónsdóttir.
t
Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR
frá Borðeyri.
Sigrfður Ingólfsdóttir,
Sigurjón Ingólfsson,
Dagmar Ingólfsdóttir,
Kristjana Ingólfsdóttir,
Inga Ingólfsdóttir,
Rögnvaldur Helgason,
Sigfrfður Jónsdóttír,
Pótur Bjömsson,
Grfmur Benediktsson,
Þorsteinn Valdimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför sonar míns, bróður okkar og mágs,
REYNIS VIGGÓSSONAR
pípulagningamanns.
Margrót Sfmonardóttir,
börn og tengdabörn.