Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Gjaldhækkun á nýja fólksbíla: Áætlaðar tekjur rík- issjóðs á næsta ári um 300 milljónir króna SÉRSTAKT gjald á nýjum inn- fluttum fólksbílum hækkaði í gær á bilinu frá 5% til 23%, sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar. Er áætlað að aðgerðir þessar muni skila ríkissjóði um 80 miUjónum króna á þessu ári og um 300 milljónum á næsta ári, samkvæmt upplýsingum sem fengust í fjármálaráðuneytinu í gær. Hækkunin er nokkuð mis- munandi eftir stærð og þyngd bifreiða og hækka hinar þyngstu hlutfallslega mest. Miðað er við 7 gjaldflokka og verður gjaldið í lægsta flokki nú 5% en var ekkert áður. í hæsta flokki hækkar gjaldið hins vegar úr 32% í 55%. Sem dæmi má nefna að Daihatsu Charade, sem er í iægsta flokki hækkar úr 365 þúsund krónum í 380 þúsund krónur, eða um 15 þúsund krón- ur en Merzesdes Benz 500 SE, hækkar um 480 þúsund krónur, kostaði áður um 2,9 milljónir en kostar nú um 3,4 milljónir. Lög um sérstakt gjald á nýjum innfluttum bflum eru frá árinu 1960 og hefur gjaldið verið breytilegt í gegnum árin. í febrúarsamningun- um 1986 lækkaði það frá því sem verið hafði jafnffamt því sem tollar á bflum voru lækkaðir. Gjaldið hef- ur síðastliðið eitt og hálft ár verið á bilinu 0 til 32% en er nú eftir breytinguna á bilinu 5% til 55%. Miðað er við 7 gjaldflokka, sem fer eftir þyngd bifreiða eða sprengju- rými véla, en bifreiðainnflytjendur ákveða sjálfir hvort heldur ræður við röðun viðkomandi bifreiða í gjaldflokka. í 1. flokki eru bflar sem eru 700 kfló eða léttari eða með sprengiiými á bilinu 0 til 1000 rúmsentimetra. Gjaldið á þeim bflum hækkaði úr 0 í 5%. í 2. flokki eru bflar frá 701 til 800 kfló eða með sprengiiými 1001 til 1300 rúmsentimetra. Hækkunin á þeim var frá 5 til 13%. Hækkunin í 3. flokki var úr 9% í 20% en í þeim flokki eru bflar sem eru á bilinu 801 til 900 kfló eða með sprengirýrru 1301 til 1600 rúmsentimetra. í 4. flokki var hækkunin úr 13% í 27%, en í þeim flokki eru bflar 901 til 1.100 kfló eða með sprengjurými 1601 til 2000 rúmsentimetra. í 5. flokki varð hækkun úr 20% í 37%, það eru bflar á bilinu 1101 til 1300 kfló eða með sprengjurými 2001 til 2300 rúms- entimetra. í 6. flokki varð hækkun úr 28% í 47%, bflar frá 1301 til 1500 kfló eða^með sprengjurými 2301 til 3000. í 7. og hæsta flokki varð hækkunin úr 32% í 55%, en það eru bflar þyngri en 1,5 tonn eða með sprengjurými yfir 3000 rúmsentimetra. Bifreiðainnflytjendur, sem Morg- unblaðið ræddi við í gær, voru almennt sammála um að búast mætti við að sala á nýjum bílum drægist saman við þessar aðgerðir. Hækkunin nú kæmi þó á „besta tíma“, eins og einn þeirra orðaði það, þar sem sala á 1988 árgerðum væri nýhafin og því minni hætta á að umboðin sætu uppi með pantan- ir sem ekki seldust. Sem dæmi um hækkanir á ein- stökum tegundum má nefna að söluhæsti bfll Sambandsins, Chev- rolet Monza, hækkar úr 491 þúsund krónum í 536 þúsund krónur, eða um 45 þúsund krónur, en minnsta gerðin af Opel Corsa, sem er í lægsta flokki hækkar úr 366 þús- undum í 399 þúsund krónur. Algengasta tegundin af Toyota Corolla 1300 XL 5 dyra og 4 gíra, sem er í 2. gjaldflokki þar sem gjaldið hækkar úr 5% í 13%, kostar nú 453 þúsund krónur, en kostaði áður 424 þúsund. Dýrari og þyngri tegundimar hækka hins vegar hlut- fallslega mest. Þannig hækkar Mercedes Benz 190, sem er í 4. gjaldflokki, um 120 þúsund krónur, fer úr 980 þúsund í 1,1 milljón og Benz 230 E, sem er í 5. gjaldflokki hækkar um 180 þúsund krónur svo dæmi séu nefnd. Eigendur Gísla J. Johnsen, Erling Ásgeirsson (t. son fyrir framan aðalstöðvar Skrifstofuvéla hf., á um helgina. v.) og Gunnar Ólafs- sem þeir festu kaup Kaup Gísla J. Johnsen á Skrifstofuvélum: Fyrirtæki með 550 millj kr. ársveltu og 100 starfsmenn MEÐ kaupum Gísla J. Johnsen sf. á Skrifstofuvélum hf. sl. laugar- dag eru tveir af stærstu söluaðilum IBM á íslandi komnir á eina hendi og énda þótt fyrirtækin tvö verði áfram rekin í tvennu lagi er tíl orðið fyrirtæki með rétt innan við 600 milljón króna ársveltu á yfirstandandi ári og milli 90 og 100 starfsmenn. Samkvæmt samningi þeim sem þeir Erling Ásgeirsson og Gunnar Ólafsson af hálfu Gísli J. Johnsen og Ottó A. Michelsen af hálfu Skrif- stofuvélag hf. undirrituðu sl. laugardag tekur kaupandinn yfir allan rekstur Skrifstofuvéla frá með sama degi, þ.e. 10. október. Eins og áður segir verður fyrirtækið Skrifstofuvélar rekið áfram undir sama nafni og á sama stað og áð- ur, að Hverfisgötu 33 og Gísli J. Johnsen verður áfram rekið að Nýbýlavegi 16. Engar breytingar eru heldur fyrirhugaðar á starfs- mannahaldi fyrirtækjanna, að sögn Erlings Ásgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Gísla J. Johnsen. Erling mun eftirleiðis verða aðal- framkvæmdastjóri Skrifstofuvéla en Gunnar Ólafsson mun annast framkvæmdastjóm hjá Gísla J. Jo- hnsen. Ottó A. Michelsen, stofnandi og aðaleigandi Skrifstofuvéla, hefur fallist á að gegna ráðgjafastörfum fyrir fyrirtækin og mun hafa að- stöðu á sama stað og áður, að Klapparstíg 27. Lægra vöruverð — betri þjónusta Bæði fyrirtækin Skrifstofuvélar hf. og Gísli J. Johnsen sf. eru með- al stærstu fyrirtækja hér á landi er selja skrifstofuvélar, skrifstofu- búnað, tölvur og hvers kyns hugbúnað og sameinuð eru því þessi tvö fyrirtæki orðin stærsta skrif- stofuvélafyrirtæki landsins. „Enda þótt við ætlum okkar að reka fyrir- tækin áfram með nánast óbreyttu sniði, þá gefur það auga leið að í samruna fyrirtælqana felst margvíslegt hagræði svo sem í öll- um innkaupum og við teljum okkur því í stakk búna til að veita enn betri þjónustu en áður, sem aftur mun koma neytendum til góða í lægra vöruverði og enn betri þjón- ustu við viðskiptamenri fyrirtækj- anna,“ segir Erling Ásgeirsson í viðtali við Morgunblaðið. Kaup Gísla J. Johnsen sf. á Skrif- stofuvélum em óvenjuleg að því leyti að hér er smærra fyrirtækið að kaupa stærra fyrirtæki, ef miðað er við veltutölur. Velta Gísla J. Jo- hnsen á síðasta ári var um 150 milljónir og stefnir í um 220-30 milljónir á yfirstandandi ári. Velta Skrifstofuvéla á síðasta ári var um 220 milljónir króna en stefnir í um 330 milljónir á þessu ári, svo að sameiginleg velta beggja fyrirtækj- anna á þessu ári er á billinu 550 til 600 milljónir og starfsmanna- fjöldi á bilinu 90 til 100 manns, eins og áður er getið. „Þessi kaup eru einnig óvenjuleg að öðru leyti," segir Erling. „Yfir- leitt eru íslensk fyrirtæki seld af tveimur ástæðum, annars vegar vegna þess að þau eru rekin með tapi eða hins vegar vegna óeiningar meðal eigenda þeirra. Hvorugu er til að dreifa í þessu tilfelli. Rekstur Skrifstofuvéla er í mjög traustum skorðum og rekstur þess ávalt ver- ið til fyrirmyndar og ástæðumar fyrir sölunni eru því allt aðrar. En það má kannski líka segja að við Gunnar Ólafsson séum böm okkar tíma. Við höfum horft upp á það að erlendis hefur verið mikið um samruna eða nána samvinnu fyrir- tækja í þessari starfsgrein. Þess Verðhækkun ÁTVR: Tekjuauki ríkisins 300 milljónir STARFSMENN Áfengis og tó- baksverslunar rikisins voru önnum kafnir í gær við verð- merkingar á vamingi sem þeir hafa á boðstólum. Verð á áfengi hækkar að meðaltali um 8% í dag og á vindlingum um 10%. Ríkis- samfara öðrum efnahagsráðstöf- unum. Er reiknað með tekjuauki ÁTVR skili ríkissjóði 300 milljón- um króna umfram áætlun fram til áramóta. í ijárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 2,6 milljarða króna hagn tóbaks og áfengis stefna nú í 3,2 milljarða króna. Við þá tölu má bæta söluskatti er nemur 900 millj- ónum króna. Síðasta verðhækkun ÁTVR var í júní og nam hún 15%-16% eftir vörutegundum. vegna vaknaði áhugi okkar þegar við heyrðum að okkar gamli hús- bóndi og uppalandi til margra ára, Ottó A. Michelsen hefði hug á því að selja Skrifstofuvélar og setjast í helgan stein. Það má segja að þetta sé seinna skrefið hjá Ottó. Hið fyrra tók hann þegar lét af störfum forstjóra IBM á íslandi 1982 og nú tekur hann seinna skrefíð með því að selja þetta fyrir- tæki, Skrifstofuvélar hf, sem hann stofnaði 1945 og þar sem hann hefur alla tíð verið stjórnarformað- ur. Við ákváðum að láta á það reyna hvort ekki semdist milli okkar og Ottós og þetta er niðurstaðan." Gömul IBM-tengsl Erling segir að kaupin hafi ekki átt sér langan aðdraganda, aðeins fáeinat vikur. Hins vegar er ekki ólíklegt að gömul IBM-tengsl hafi nýst þeim Erling og Gunnari Ólafs- syni þegar þeir gengu til þessara samninga, því að báðir störfuðu þeir um árabil hjá IBM á íslandi í forstjóratíð Ottós A. Michelsen, eins og Erling nefndi. Erling hætti þar árið 1983 og festi þá kaup á Gísla J. Johnsen, gamalgrónu fyrirtæki á sviði skrifstofutækja- og búnaðar. Gunnar Olafsson hætti hins vegar ári síðar hjá IBM og gerðist þá meðeigandi Erlings í Gísla J. Jo- hnsen. Þeir hafa rekið fyrirtækið í sameiningu allt síðan og á þessum tíma hefur orðið mikill vöxtur í fyr- irtækinu, m.a. vegna stóraukinnar tölvusölu. Tölvumarkaðurinn hefur hins vegar verið að dragast saman síðustu misseri en Erling hefur ekki áhyggjur af því að slíkt geti staðið fyrirtækjunum tveimur fyrir þrif- um. „Hvorugt fyrirtækið, Gísli J. Jo- hnsen og Skrifstofuvélar hf. er einvörðungu tölvufyrirtæki og ég get ekki betur séð en það horfí vænlega hjá fyrirtækjum í þessari grein sem eru blönduðum rekstri. Bæði fyrirtækin leggja höfuðá- herslu á góða vöru og góða þjónustu og hafa í gengum árin byggt upp traustan viðskiptamannahóp, sem ætlunin er að sinna og veita enn betri þjónustu en gert hefur verið til þessa. Ég er þess vegna sann- færður um þessi kaup eru farsæl spor fyrir bæði fyrirtækin," segir Erling. Kaupverðið á Skrifstofuvélum fæst ekki gefið upp en Erling segir góð viðskipti og séu sammála um að halda kaupverðinu fyrir sig. En hvernig fer Gísli J. Johnsen að því að fjármagna kaupin. „Við höfum rekið Gísla J. Johnsen síðan 1983. Þetta hafa verið mikil uppgangsár og reksturinn gengið vel, sem aftur hefur orðið til þess að afla okkur trausts í banka- og viðskiptalífinu almennt og leitt til þess að þessi kaup voru framkvæmanleg," segir Erling. Ottó A. Michelsen vill hins vegar ekki fjölyrða um ástæður sínar fyr- ir sölunni á Skrifstofuvélum hf. og vísar til fréttatilkynningar frá fyrir- tækjunum um eigendaskiptin. „Framtíðin er æskunnar," sagði hann þó í samtali við Morgunblaðið. -BVS Gjaldskrá sundstaða hækkar BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundar- áðs um hækkun á gjaldskrá sundstaða í borginni. Sam- kvæmt nýju gjaldskránni hækkar hver einstakur miði fullorðinna úr 45 krónum í 50 krónur og einstakur miði barna úr 20 krónum í 25 krónur. Tíu fullorðinsmiðar sem áður kostuðu kr. 400 kosta nú kr. 450, tíu barnamiðar hækka úr kr. 130 í kr. 145 og þijátíu fullorðinsmið- ar hækka úr kr. 1000 í 1.100. Einstakur miði í gufubað hækk- ar úr kr. 100 í kr. 110 en tíu miðar kosta eftirleiðis kr. 900. Leiga á handklæði og sundfatnaði hækkar úr kr. 60 í kr. 65. Tíu miðar á sundæfingu fyrir fullorðna hækka úr kr. 150 í kr. 165 og tíu miðar á sundæfingu fyrir börn hækka úr kr. 100 í kr. 110. ö INNLENT stjórnin boðaði þessari hækkanir aði ÁTVR. Tekjur ríkissjóðs af sölu að báðir aðilar telji sig hafa gert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.