Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Mazda eigendur Bestu kaupin eru hjá okkur! Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiöandinn mœlir meö — þau passa í bílinn. BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1. S.68 12 99. Reykjaskóli: Ráðgert að skólabúðir taki til starfa næsta haust í tillögum samstarfsnefndar um skólabúðir og nýtingu Reykjaskóla er áformað að fyrstu skólabúðir á íslandi taki til starfa haustið 1988. Gert er ráð fyrir að nemendur, úr þétt- býli, dvelji í héraðsskólanum á Reykjum við nám og leiki. Til að byija með er ætlunin að gefa 11—15 ára börnum og unglingum tækifæri dvöl í búðunum, fimm daga í senn. Jafnframt er í undir- búningi að nemendur úr dreifbýli geti dvalið í skólabúðum í Reykjavík, haustið 1988. Haustið 1986 var að frumkvæði Sverris Hermannssonar, þáverandi menntamálaráðherra, skipuð nefnd til að móta starfíð í væntanlegum skólabúðum og nýtingu Reykja- skóla í þessu skyni. í nefndinni eiga sæti m.a. Sigurður Helgason deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu og Þórarinn Þorvaldsson oddviti Staðarhrepps í Vestur-Húnavatns- sýslu. Nefndin hefur þegar kynnt væntanlega starfsemi á fundum með kennurum og skólastjórum í fimm fræðsluumdæmum. Tilgangurinn með starfi í skóla- búðunum á Reykjum er að tengja saman leik og starf úti náttúrunni þannig að dvölin hafí ákveðið upp: eldis- og kennslufræðilegt gildi. í skólabúðunum verður reynt að koma kaupstaðarbömum í snert- ingu við sveitalífið, tengja náms- efnið veruleikanum og útvega efni til að vinna úr í heimaskóla, skapa samstöðu milli nemenda og kenn- ara, auka sjálfstæði nemenda. Ferð í skólabúðir verður vel und- irbúin; upplýsingar um dvölina HREINAR HENDUR MEÐ HANDÞVOTTAKREMI HÖFUM FYRIRLIGGJANDI NÚ sem AÐUR TROUNCE 0G HEAVY DUTY HANDÞVOTTAKREM... HVAÐ SEM HVER SEGIR, PAÐ ER Á HREINU! Einkaumboðsmerm fyrir Trounce og Heavy Duty. Milliliðalaus dreifing er í (hreinum) höndum okkar— HöGGGIIMED! Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 14, símar 77152 og 73233, pósth. 4024, Reykjavík Héraðsskólinn að Reykjum. verða sendar heim til foreldra og skriflegs samþykkis þeirra aflað. Krakkarnir sjálfir munu að veru- legu leyti sjá um undirbúning fararinnar, afla t.d. farareyris með ýmsu móti s.s. skemmtunum, blaða- útgáfu og merkjasölu. Á Reykjum sjá kennarar skóla- búðanna um kennsluna og hafa forgöngu um vettvangsferðir og verklegar æfingar. Fullt samstarf verður haft við bekkjarkennara um efni kennslunnar. Bekkjarkennar- inn mun sinna meir „félagslega þættinum" m.a: Vekja nemendur, sjá um að þeir mæti á réttum tíma til leiks og starfa, stjórna kvöldvök- um og sjá til þess að þeir gangi tímanlega til náða. Héraðskólinn á Reykjum tók til starfa haustið 1931. Á síðustu árum hefur nemendum fækkað mjög m.a. vegna breytinga á skólakerfinu og hafín var kennsla í 8 og 9 bekk í grunnskólum í nærliggjandi héruð- um. Skólaárið 1985-86 voru nemendur 73 en heimavistin rúmar alls 108 nemendur. Á Reykjum eru hús í góðu lagi og aðstaða tilíþrótta er einnig góð. Þórarinn Þorvaldsson oddviti sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri augljóst að hinu gamla hlutverki skólans væri nær lokið. „Æ færri böm úr þéttbýli fara nú í sveit, skólabúðir geta bætt tengsl- in milli borgar og sveitar og þær eru nauðsynlegur liður í skólastarf- inu nú til dags og í takt við þjóð- félagsþróunina." Þórarinn sagðist vona að sem fyrst yrði einnig kom- ið á fót skólabúðum í Reykjavík, fyrir böm úr dreifbýlinu. Að sögn Sigurðar Helgasonar mun kynning á væntanlegum skóla- búðum í Reykjaskóla fara fram á næstunni í Reykjanes- og Reykja- víkurumdæmum og það færi eftir undirtektum skólastjóra og kennara í þessum fræðslumdæmum hvert framhald yrði á málinu. Bókasamband íslands: Þingað um bæk- ur og fjölmiðla ANNAÐ bókaþingið sem Bóka- samband íslands gengst fyrir verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu 22. október næstkomandi og hefst klukkan 13.15. Á þing- inu verður fjallað um bækur og fjölmiðla. A þinginu 22. október, flytja stutt erindi þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Eyjólfur Sigurðsson bókaútgefandi, Ami Bergmann rit- stjóri, Heimir Pálsson cand. mag., Þráinn Bertelsson rithöfundur, Sig- urður Pálsson rithöfundur og Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri. Þing- forseti verður Ástráður Eysteins- son. Þinginu, sem öllum er opið, lýkur með pallborðsumræðum undir stjóm Halldórs Guðmundssonar. Þátttakendur í umræðunum verða m.a. Bjöm Bjamason aðstoðarrit- stjóri, Einar Sigurðsson útvarps- stjóri, Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi, Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur og Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður. Að Bókasambandi íslands standa þessi félög: Bókavarðafélag íslands, Félag bókagerðarmanna, Félag íslenskra bókaútgefenda, Félag íslenskra bókaverslana, Félag íslenska prentiðnaðarins, Hagþenk- ir, Rithöfundasamband íslands og Samtök gagnrýnenda. Formaður Bókasambands íslands er Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi. (Fréttatilkynning) Félag vinstrimanna: Fundur um háskóla- stefnu á Islandi FUNDUR á vegum Félags vinstrimanna í Háskóla íslands verður miðvikudaginn 14. októ- ber kl. 20.30. Fundarefni er „íslensk háskólastefna. Um þró- un háskólamála á íslandi". Frummælendur á fundinum verða Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, Eyjólfur Kjalar Emilsson starfsmaður Heim- spekistofnunar Háskóla íslands og Jón Torfí Jónasson dósent. Að loknum erindum verða fyrir- spumir og almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.