Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 20

Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Mazda eigendur Bestu kaupin eru hjá okkur! Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiöandinn mœlir meö — þau passa í bílinn. BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1. S.68 12 99. Reykjaskóli: Ráðgert að skólabúðir taki til starfa næsta haust í tillögum samstarfsnefndar um skólabúðir og nýtingu Reykjaskóla er áformað að fyrstu skólabúðir á íslandi taki til starfa haustið 1988. Gert er ráð fyrir að nemendur, úr þétt- býli, dvelji í héraðsskólanum á Reykjum við nám og leiki. Til að byija með er ætlunin að gefa 11—15 ára börnum og unglingum tækifæri dvöl í búðunum, fimm daga í senn. Jafnframt er í undir- búningi að nemendur úr dreifbýli geti dvalið í skólabúðum í Reykjavík, haustið 1988. Haustið 1986 var að frumkvæði Sverris Hermannssonar, þáverandi menntamálaráðherra, skipuð nefnd til að móta starfíð í væntanlegum skólabúðum og nýtingu Reykja- skóla í þessu skyni. í nefndinni eiga sæti m.a. Sigurður Helgason deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu og Þórarinn Þorvaldsson oddviti Staðarhrepps í Vestur-Húnavatns- sýslu. Nefndin hefur þegar kynnt væntanlega starfsemi á fundum með kennurum og skólastjórum í fimm fræðsluumdæmum. Tilgangurinn með starfi í skóla- búðunum á Reykjum er að tengja saman leik og starf úti náttúrunni þannig að dvölin hafí ákveðið upp: eldis- og kennslufræðilegt gildi. í skólabúðunum verður reynt að koma kaupstaðarbömum í snert- ingu við sveitalífið, tengja náms- efnið veruleikanum og útvega efni til að vinna úr í heimaskóla, skapa samstöðu milli nemenda og kenn- ara, auka sjálfstæði nemenda. Ferð í skólabúðir verður vel und- irbúin; upplýsingar um dvölina HREINAR HENDUR MEÐ HANDÞVOTTAKREMI HÖFUM FYRIRLIGGJANDI NÚ sem AÐUR TROUNCE 0G HEAVY DUTY HANDÞVOTTAKREM... HVAÐ SEM HVER SEGIR, PAÐ ER Á HREINU! Einkaumboðsmerm fyrir Trounce og Heavy Duty. Milliliðalaus dreifing er í (hreinum) höndum okkar— HöGGGIIMED! Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 14, símar 77152 og 73233, pósth. 4024, Reykjavík Héraðsskólinn að Reykjum. verða sendar heim til foreldra og skriflegs samþykkis þeirra aflað. Krakkarnir sjálfir munu að veru- legu leyti sjá um undirbúning fararinnar, afla t.d. farareyris með ýmsu móti s.s. skemmtunum, blaða- útgáfu og merkjasölu. Á Reykjum sjá kennarar skóla- búðanna um kennsluna og hafa forgöngu um vettvangsferðir og verklegar æfingar. Fullt samstarf verður haft við bekkjarkennara um efni kennslunnar. Bekkjarkennar- inn mun sinna meir „félagslega þættinum" m.a: Vekja nemendur, sjá um að þeir mæti á réttum tíma til leiks og starfa, stjórna kvöldvök- um og sjá til þess að þeir gangi tímanlega til náða. Héraðskólinn á Reykjum tók til starfa haustið 1931. Á síðustu árum hefur nemendum fækkað mjög m.a. vegna breytinga á skólakerfinu og hafín var kennsla í 8 og 9 bekk í grunnskólum í nærliggjandi héruð- um. Skólaárið 1985-86 voru nemendur 73 en heimavistin rúmar alls 108 nemendur. Á Reykjum eru hús í góðu lagi og aðstaða tilíþrótta er einnig góð. Þórarinn Þorvaldsson oddviti sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri augljóst að hinu gamla hlutverki skólans væri nær lokið. „Æ færri böm úr þéttbýli fara nú í sveit, skólabúðir geta bætt tengsl- in milli borgar og sveitar og þær eru nauðsynlegur liður í skólastarf- inu nú til dags og í takt við þjóð- félagsþróunina." Þórarinn sagðist vona að sem fyrst yrði einnig kom- ið á fót skólabúðum í Reykjavík, fyrir böm úr dreifbýlinu. Að sögn Sigurðar Helgasonar mun kynning á væntanlegum skóla- búðum í Reykjaskóla fara fram á næstunni í Reykjanes- og Reykja- víkurumdæmum og það færi eftir undirtektum skólastjóra og kennara í þessum fræðslumdæmum hvert framhald yrði á málinu. Bókasamband íslands: Þingað um bæk- ur og fjölmiðla ANNAÐ bókaþingið sem Bóka- samband íslands gengst fyrir verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu 22. október næstkomandi og hefst klukkan 13.15. Á þing- inu verður fjallað um bækur og fjölmiðla. A þinginu 22. október, flytja stutt erindi þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Eyjólfur Sigurðsson bókaútgefandi, Ami Bergmann rit- stjóri, Heimir Pálsson cand. mag., Þráinn Bertelsson rithöfundur, Sig- urður Pálsson rithöfundur og Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri. Þing- forseti verður Ástráður Eysteins- son. Þinginu, sem öllum er opið, lýkur með pallborðsumræðum undir stjóm Halldórs Guðmundssonar. Þátttakendur í umræðunum verða m.a. Bjöm Bjamason aðstoðarrit- stjóri, Einar Sigurðsson útvarps- stjóri, Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi, Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur og Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður. Að Bókasambandi íslands standa þessi félög: Bókavarðafélag íslands, Félag bókagerðarmanna, Félag íslenskra bókaútgefenda, Félag íslenskra bókaverslana, Félag íslenska prentiðnaðarins, Hagþenk- ir, Rithöfundasamband íslands og Samtök gagnrýnenda. Formaður Bókasambands íslands er Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi. (Fréttatilkynning) Félag vinstrimanna: Fundur um háskóla- stefnu á Islandi FUNDUR á vegum Félags vinstrimanna í Háskóla íslands verður miðvikudaginn 14. októ- ber kl. 20.30. Fundarefni er „íslensk háskólastefna. Um þró- un háskólamála á íslandi". Frummælendur á fundinum verða Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, Eyjólfur Kjalar Emilsson starfsmaður Heim- spekistofnunar Háskóla íslands og Jón Torfí Jónasson dósent. Að loknum erindum verða fyrir- spumir og almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.