Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
57
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir SUE MASTERMAN
Deilur um foríð Kurts Waldheim:
Valþröng Wiesenthals
Það kom sér mjög illa fyrir Simon Wiesenthal — sem nýtur al-
þjóða viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á stríðsglæpum
nazista, þegar einn af starfsmönnum hans lét ítölsku tímariti i
té gögn úr skjalasafni hans. Leiddi birting gagnanna til þess að
Wiesenthal var sakaður um að hafa haldið leyndum upplýsingum
sem hefðu sakfellt Kurt Waldheim núverandi forseta Austurrík-
is. í gögnunum kemur fram vísbending um að Waldheim hafi
átt þátt í flutningum stríðsfanga í sérstakar fangabúðir Þjóð-
veija til pyndinga eða aftöku.
Þessi ásökun á ekki við rök
að styðjast. En að jafn virtur
og mikilsmetinn maður og Wies-
enthal — sem hefur unnið betur
en nokkur annar að því að koma
stríðsglæpamönnum nazista í
hendur réttvísinnar — skuli þurfa
að bera hönd fyrir höfuð sér i
þessu máli sýnir þann fleyg sem
málið hefur rekið í raðir þeirra
sem harðast hafa barizt fyrir því
að koma upp um stríðsglæpi naz-
ista.
Frá upphafi hefur Wiesenthal
verið í erfiðri aðstöðu í Waldheim
málinu. í stjórnmálum skiptist
samfélag gyðinga í Vínarborg í
fylgjendur sósíalista og fylgjendur
íhaldsmanna. Wiesenthal, sem er
harður andstæðingur kommún-
ista, telst til þeirra síðamefndu.
Hann er náinn persónulegur vinur
Alois Mock núverandi varakanzl-
ara og formanns íhaldsflokksins,
sem studdi kjör Waldheims í for-
setaembætti í fyrra.
Þessi persónulegu tengsl hans
leiddu til þess snemma í barátt-
unni fyrir forsetakosningamar,
þegar þær raddir urðu æ hávær-
ari erlendis er sökuðu Waldheim
um samvinnu við nazista, að Wies-
enthal var ásakaður fyrir að
hylma yfir með Waldheim.
Þegar litið er til baka má hins-
vegar með sanni segja að Wiesen-
thal hafí verið sá eini sem hélt
ró sinni í þessum pólitísku eijum.
Hann fylgdi eindregið þeirri
grundvallarreglu — sem hann
hefur jafnan í heiðri haft — að
byggja aðgerðir sínar eingöngu á
staðreyndum sem unnt væri að
sanna. Þótt ákaft væri leitað eftir
stuðningi hans við yfirlýsingu um
að Waldheim væri stríðsglæpa-
maður lét hann ekki til leiðast,
þar sem þá láu ekki fyrir — og
liggja ekki enn — neinar sannanir
fyrir því að hann hafi átt beinan
þátt í stríðsglæpum.
Skýrsla Flemings
Meðan á kosningabaráttunni
stóð barst Wiesenthal bréf og af-
rit af skjölum frá brezka sagn-
fræðingnum Gerald Fleming, sem
nú á sæti í sérstakri nefnd óháðra
sagnfræðinga er ríkisstjórn Aust-
urríkis skipaði til að rannsaka
starfsemi Waldheims á stríðsár-
unum.
í bréfi Flemings og afritum af
heimildum varðandi stríðsglæpi
úr skjalasafni Sameinuðu þjóð-
anna, er fjallað um þátt hersveitar
Waldheims í fangelsunum, yfir-
heyrslum og dauða vestrænna
stríðsfanga. í bréfi sínu biður
hann Wiesenthal um að halda
upplýsingunum leyndum og að
eyðileggja bréfið. Einn aðstoðar-
manna Wiesenthals, Sylvia
Konieczny-Origlia félagsfræðing-
ur og sérfræðingur í málefnum
nýnazista, var þeirrar skoðunar
að birta hefði átt þessi skjöl, ekki
sízt eftir að Fleming var skipaður
í sagnfræðinganefndina.
Hún tók gögnin og fór með þau
til Rómar þar sem henni fannst,
að eigin sögn, ósk Flemings um
að halda upplýsingunum leyndum
hafi í raun útilokað hann frá sæti
í sagnfræðinganefndinni. Aðgerð-
ir hennar beindust ekki gegn
Wiesenthal, heldur gegn Fleming.
Wiesenthal hefur bent á að
upplýsingarnar í bréfi Flemings
hafi birzt í vestur-þýzka tímarit-
inu Der Spiegel hálfum mánuði
áður en honum barst þær í hend-
ur, og seinna einnig í fjölmiðlum
í Austurríki. Rannsóknamefnd
brezka þingsins undir forsæti Sir
Geoffrey Howe gat ekki fundið
neitt sem benti til beinnar aðildar
Waldheims að stríðsglæpum.
Til að skilja ástæðu þess að
Fleming óskaði eftir leynd varð-
andi gögnin, verður að líta til
baka, aftur til síðari hluta maí-
Waldheim ekki
áförum
Deilur þessar hafa að minnsta
kosti leitt eitt gott af sér. Þær
urðu til þess að Simon Wiesenthal
var fenginn til að koma fram í
austurríska sjónvarpinu á bezta
tíma. Þar tók hann skýrt fram
að hann teldi Waldheim dragbít
fyrir Austurríki, og að við svo
búið gæti ekki staðið til lengdar.
Eftir að nefnd sagnfræðinganna
hefði skýrt frá niðurstöðum
sínum, sagði hann, og sýnt fram
á að Waldheim hafi ekki átt neinn
beinan þátt í stríðsglæpum, væri
ekkert því til fyrirstöðu að hann
gæti með fullri virðingu látið af
embætti forseta til hagsbóta fyrir
þjóð sína.
Wiesenthal er það fullljóst að
Waldheim hefur ekki minnstu
hneigingu til að segja af sér,
hveijar svo sem niðurstöður sagn-
fræðinganna eða annarra nefnda
heima eða heiman verða. Wald-
heim hefur lýst því yfir opinber-
lega að hann ætli að gegna
embættinu út sex ára kjörtíma-
bilið, og hafi jafnvel í hyggju að
Nazistaveiðarinn Simon Wiesenthal.
AP
mánaðar 1986 — tímabilsins milli
fyrri og síðari umferða forseta-
kosninganna. Þá má sjá að
Fleming óskaði ekki eftir þessari
leynd í þeim tilgangi að vernda
Waldheim, heldur af því hann vildi
ekki bæta stöðu hans í kosninga-
baráttunni.
Kurt Waldheim tókst ekki að
fá hreinan meirihluta í fyrri um-
ferð kosninganna, sem fram fór
4. maí. Þá var orðið ljóst að allar
ádeilur á hann erlendis frá, sérs-
taklega frá Alþjóðaráði gyðinga,
kynntu undir andúð gegn gyðing-
um heima í Austurríki. Kosninga-
stjórar Waldheims notfærðu sér
óspart þessi áhrif. Gárungar halda
því enn fram að það hafi verið
Alþjóðaráð gyðinga sem tryggði
Waldheim forsetastólinn.
Það sem Fleming vildi forðast,
og einnig Wiesenthal, var að birta
nokkuð það sem gæti enn aukið
á gyðingaandúðina og þannig
veitt Waldheim aukið brautar-
gengi. Báðum var þeim ljóst að í
skjölunum var ekkert það sem
útilokaði Waldheim frá forseta-
kjöri í augum meirihluta landa
hans í Austurríki.
bjóða sig fram til endurkjörs f sex
ár til viðbótar árið 1992.
Á stríðsárunum var Waldheim
þriðji æðsti yfirmaður hersveitar
sinnar og, að sögn Wiesenthals,
sá sem hafði bezt yfirlit yfir starf-
semina, þar sem hann fékk í
hendur öll gögn er hersveitinni
bárust, enda hafði hann þann
starfa að semja útdrætti úr gögn-
unum fyrir foringja sveitarinnar.
Hann var einnig túlkur í ensku,
frönsku og ítölsku, og hersveit
hans annaðist útvegun túlka til
starfa við yfirheyrslur.
Waldheim heldur því fram að
hann hafi ekkert vitað um þau
ódæðisverk sem framin voru á
vegum hersveitar hans, og að
hann hafi aldrei tekið þátt í yfir-
heyrslum.
Wiesenthal vill ekki kalla for-
seta landsins þar sem hann býr
og starfar lygara. Hann segir
aðeins að ekki geti verið að mað-
urinn sé að segja satt.
Höfundur er blaðamaður þjá
brezka blaðinu The Observer.
Hanstmót
Taílfélags
Seltjarnamess
hefstkl. 19.30 íkvöld
Teflt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl.
19.30 og á laugardögum kl. 14.00
Tef It veröur í Valhúsaskóla.
DULUX' S
FRÁ t
OSRAM
- Ljóslifandi orku-
sparnaður
- 80% lœgri lýsingar-
kostnaður miðað við
glóperu.
- Fimmföld ending ó
við venjulega peru.
- Þjónusta í öllum
helstu raffœkja-
verslunum og
kaupfélögum.
JÓHANN ÚLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13 - 104 Reykjavík — Sími 688 588
MRfyiOi
f\—Gá
\RWQR’
fARD
o
loftfylltu
lyftarahjólbardarnir
sem endast
Umbo&s og beUdvcrtlun
Sími
91-685400