Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 ÚTGERÐARMAÐUR í HÁLFA ÖLD: Vináttan og hlýhug- urinn vega þyngst segir Sverrir Júlíusson, fyrrv. forstjóri Fiskveiða- sjóðs, 75 ára Sverrir Júlíusson heitir maður og hefur verið viðriðinn sjávarútveg í meira en hálfa öld. Hann hóf útgerð suður með sjó tuttugu og tveggja ára að aldri og heldur enn velli á þeim vettvangi, meira en hálfri öld síðar, sjötíu og fimm ára gam- all, en þeim aldursáfanga náði hann í gær, 12. október. Sverrir Júlíusson hefur víða komið við sögu frá þvi að hann hóf störf við sjávarútveg urn tíu ára aldur, en þá breiddi hann blautfisk til þerris og beitti línu með öðru ungviði í Keflavík. Hann var símstöðvarstjóri, útgerðarmaður, framkvæmda- stjóri fískvinnslufyrirtækis, framkvæmdastjóri hraðfrystistöðvar, stjórnarformaður í ýmsum sjáv- arútvegsfyrirtækjum, forstjóri Verðlagsráðs sjávarútvegsins, formaður LÍÚ, alþingismaður, forstjóri Fiskveiðasjóðs, sat í bankaráði Lands- bankans og síðar Seðlabankans, auk fjölbreytts félagsmálastarfs. Fáir íslendingar búa að jafn alhliða þekkingu á íslenzkum sjávarútvegi og Sverrir Júlíusson. Blaðamaður Morgunblaðsins sótti Sverri heim, í til- efni 75 ára afmælis hans, og spjallaði við hann stutta stund. Ég er fæddur í Keflavík, sagði Sverrir í upphafí spjalls, sonur Júlíusar Bjömssonar, sjómanns þar, og konu hans, Sigríðar Sverrínu Sveinsdóttur. Þar gekk ég í bamaskóla og unglingaskóla og þann „vinnuskóla", sem sjávarpláss þess tíma héldu að unglingum. Við breiddum físk til þerris og beittum línu þegar um tíu ára aldur. Síðar aflaði ég mér nokkurrar framhalds- menntunar, bæði hér heima (í bókhaldsfræðum) og í Bandaríkjunum (tungumál). Ungur hóf ég sendilsstörf við símstöðina í Keflavík á summm, þegar skólinn starfaði ekki. Þar tók ég síðar við starfí símstöðvarsljóra, árið 1928, og gegndi því til ársins 1940. Þá tók ég við starfí framkvæmdastjóra hjá Garði hf. í Sandgerði. Símstöðvarstjórastarfíð var mitt fyrsta trúnaðarstarf. í september 1934 keypti ég ásamt bróður mínum, Elentínusi, sem var fískibátaformaður, bát af Útvegs- bankanum. Það var upphafíð að útgerðarferli mínum. Ég hefí verið viðriðinn sjávarútveg, veiðar og vinnslu, allt fram á þennan dag. Sverrir hefur átt aðild að útgerð í 53 ár. Hann var stofnandi og framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur. Hann stofnaði með Jóhanni Antoníussyni Morgunblaðið/Sverrir Sverrir Júlíusson, fyrrv. alþingismaður, lengi forstjóri Fiskveðasjóðs. útgerðarfélagið Hilmi sf. á Fáskrúðsfírði — og tekur enn þátt í rekstri þess. Stjómarformaður var hann í útgerðar- fyrirtækjunum Snæfelli hf. og Röst hf. í Keflavík og ísveri hf. í Súgandafírði. Og víðar kom hann við sögu í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Sverrir hefur fá orð um þegar blaðamaður knýr á um upplýsingar um trúnaðarstörf hans í þágu íslenzk sjávar- útvegs, sem vóm margvísleg. Hann var, svo dæmi séu nefnd, formaður Landssambans íslenzkra útvegsmanna 1944-1970, forstjóri Verðlagsráðs sjávarútvegsins 1961-63 og forstjóri Fiskveiðasjóðs 1970-1983. Gegn um þessi trúnaðarstörf, sem og eigin atvinnurekstur í hálfa öld, hefur hann glögga yfírsýn yfír sögu og þróun íslenzks sjávarútvegs. Hann sagði efnislega við blaða- mann að eitt meginviðfangsefni þeirra, sem við þjóðmál hafí fengist á liðnum áratugum og fást við þau í dag, hafí verið og sé, að skapa þessum undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar, meginuppsprettu þjóðartekna og lífskjara, viðunandi starfsskilyrði. Stundum hafí á það skort að menn gerðu sér nægilega grein fyrir því að sjávarútvegurinn væri uppistaðan í lifíbrauði, velmegun og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Sverrir sagði að Fiskveiðasjóður hefði um áratuga- skeið gegnt mikilvægu hlutverki í fjármögnun upp- byggingar, endurbóta og nýsköpunar í sjávarútvegi, bæði hjá útgerð og fískvinnslu. Sjávarútvegurinn hefur sjálfur byggt upp sjóðinn að langstærstum hluta með útflutningsgjöldum af sjávarvörum, en ríkissjóður hefur einnig lagt sjóðnum til nokkra fyármuni. Sverrir fór lof- samlegum orðum um Davíð Ólafsson, sem verið hafí stjómarformaður sjóðsins allan þann tíma, sem hann gegndi forstjórastarfí við sjóðinn, sem og starfsfólk stofnunarinnar, sem skilað hafí góðu starfí. Sverrir Júlíusson átti hlut að stofnun Landssambands íslenzkra útvegsmanna og var formaður þess í rúman aldarfjórðung, eða í 26 ár. Hann átti dijúgan þátt í uppbyggingu og mótun samtakanna, sem gegna veigam- iklu hlutverki fyrir útveginn á líðandi stund. Þegar hann er spurður um aðdraganda að formennsku hans í LÍU hagar hann orðum af hógværð. Hann segir útvegsmenn einkum hafa hort til tveggja manna um formennsku, Gísla Jónssonar frá Bíldudal og Ólafs Jónssonar ffá Sandgerði. Hvorugur hafí gefíð kost á sér. Þá hafí ver- ið leitað til hans og hann látið til leiðast. Ég vona, sagði Sverrir, að vel hafí tekizt til með uppbyggingu samtak- anna og að LIÚ verði útvegsmönnum sú bijóstvöm, sem til var stofnað, um langa framtíð. Árið 1953 fór ég, segir Sverrir, að áeggjan góðra vina, í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Austur-Skafta- fellssýslu. Um árabil ræktaði ég persónuleg tengsl við AusturSkaftfellinga, varði sumaifríum mínum í kjör- dæminu og eignaðist þar fjölda góðra vina. Ég get sagt þér í hreinskilni, sagði hann ennfremur, að ég hefði sízt viljað missa af þeim þætti á lífsferli mínum, sem felst í kynningu við fólkið í þessu kjördæmi. Ennþá em ofan moldar margir góðvinir mínir meðal Vestur-Skaftfellinga frá þessum ámm. Kynni þessi vóm mér kær og mikils virði, þó ég yrði aldrei þingmaður fyrir þetta kjördæmi. Veturinn 1963 hringir Alferð Gíslason, bæjarfógeti, þá þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokk í Reykjaneskjör- dæmi í mig, heldur Sverrir áfram. Hann hafði þá ákveðið að hætta þingmennsku og leggur hart að mér að gefa kost á mér til framboðs í hans stað. Ég hafði hinsvegar fullan hug á að fara fram í Austfjarðakjördæmi. Mál þróuðust þó þann veg að ég fer í þriðja sæti á framboðs- lista Sjálfstseðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Ég sit síðan sem landskjörinn þingmaður á Alþingi í tvö kjörtímabil, 1963-71, eða þangað til að ég tók við for- stjórastarfí hjá Fiskveiðasjóði. Þá þótti mér rétt og skylt að láta af þingmennsku. Þingmennska mín ber upp á viðreisnarárin. Viðreisn- arstjómin var farsæl stjóm og bar nafn með rentu. Henni tókst að rétta þjóðarskútuna af eftir undangeng- ið erfíðleikatímabil. Mér líkaði vel að starfa á Alþingi á þessum áram og innan þingflokksins og kunni vel að meta þá flokksformenn, Ólaf Thors, Bjama Benedikts- son og Jóhann Hafstein, sem gegndu forsætisráðherra- störfum í viðreisnarstjóminni hver eftir annan. Ég á ágætar minningar frá þingmennskuáram mínum. Ég sinnti einkum atvinnumálum og ríkisfjármálum í þing- inu; var annað kjörtímabil mitt í fjárveitinganefnd. Þegar hér er komið spjalli blaðamanns við Sverri Júlíusson, útgerðarmann, þótt við hæfí að spyija: Þegar þú lítur yfír langan og fjölbreyttan starfsferil, Sverrir, hvað rís þá hæst í huga þér? Það er að sjálfsögðu margt, sem fyrir hefur borið á langri leið, svarar hann efnislega, og erfítt að „verð- leggja" eitt öðra hærra. Máske vegur það þyngst að ég hefí átt því láni að fagna að kynnast góðu fólki. Það hafa ekki allt verið jábræður eða -systur, skoðanalega, en gegn um árin hefur þróast skilningur og vinátta á báða bóga. Það era þessi kynni, þessi vinátta og hlýhug- ur, sem lýsa upp tilverana á efri áram — og maður yljar sér við í ellinni. — sf. KONUR, KARLAR t UNGLINGAR! » Bætum útlitið. 9 Bjóðum uppá alla snyrtingu: Andlitsböð, húðhreinsanir, litun, vax- meðferð, handsnyrtingu, förðun o.fl. NÝTT! Varanleg háreyðing. Fjarlægjum óæskileg hár (Electrolysis - Diathermy). Fótaaðgerðir Hressum uppá fætumar, undirstöðu vellíðunar. Suntronicmeðferð Hefur áhrif á endurnýjun húðarinnar. Lagar ör (gömul og ný) - bólur - húðroða - slit á húðinni (t.d. eftir barnsburð) og styrkir húðina á brjóstum og líkama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.