Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON frá Lómatjörn, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 10. þ.m. Jarðarför auglýst síðar Helga Ingólfsdóttir, Sigurjón Þórhallsson, Alda Ingólfsdóttir, Jóhann Jóhannsson og barnabörn. t Konan min, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Efri-Holtum, Vestur-Eyjafjöllum, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 10. október. Sigurjón Guðjónsson. t Sonur minn, ÓLAFURLÁRUS JÓHANNSSON frá Hafnarfirði, lést í Danmörku 6. október. Útförin hefur farið fram. Sofffa V. Bjömsdóttir. t SIGURÐUR JÓNSSON fyrrum bóndi f Úthlfö, Biskupstungum, Hamraborg 14, Kópavogi, lést sl. sunnudag í Landspítalanum. Börn og tengdabörn. t GUÐBJÖRG E. STEINSDÓTTIR frá Eyrardal, Súðavfk, andaðist i Sjúkrahúsi fsafjarðar föstudaginn 9. október. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÞÓRSTEINSSON frá Öndverðarnesi fyrrverandi húsvörður Fiskifólags íslands, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. október kl. 13.30. Valborg Kristjánsdóttir, Halla Kristjánsdóttlr, Björn Stefánsson, Runólfur Jónsson, Ólaffa Jensdóttir, Hilmar Friðsteinsson, Margrét Kristjánsdóttir, Guðrún Örk Guðmundsdóttir, Hallgrfmur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSBJÖRN GUÐJÓNSSON, Kleppsvegi 36, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriöjudaginn 13. október kl. 13.30. Svava Ásbjörnsdóttir, Gústaf Bergmann, Hrafnhildur Ásbjörnsdóttir, Ólafur Ágústsson, GunnarÁsbjörnsson, Jóna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Drápuhlíð 23, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miövikudaginn 14. október kl. 13.30. Pótur Jónasson, Guðrfður J. Pótursdóttir, Matthfas Guðm. Pótursson, Halldóra Gyða Matthfasdóttlr, Jóhannes Friðrik Matthfasson. Minning: * Olafur Bjarnason frá Þorkelsgerði Fæddur 24. maí 1911 Dáinn 4. október 1987 Ólafur var fæddur í Þorkelsgerði í Selvogi. Foreldrar hans voru Þó- runn Friðriksdóttir, ljósmóðir og húsfreyja í Þorkelsgerði, og Bjarni Jónsson, sjálfseignarbóndi sama stað. Ólafur var annað barn þeirra hjóna er upp komst. Hann ólst þar upp á úthafs- ströndinni með eldri bróður sínum, Guðna Hans, og mörgum öðrum systkinum. Eldri bróðirinn var um margt ólíkur Ólafi, því hann var fæddur með sérhæfni til sauðfjár- ræktar, sem var mikill styrkur sauðfjárbóndanum föður þeirra, en Ólafur var lítt fyrir sauðfénað gef- inn né annan búsmala, sem hann komst þó ekki hjá að sinna á sínum uppvaxtarárum sem og önnur systkini hans. Hann var þegar á unga aldri lagtækur og framúrskar- andi vandvirkur. Hann, sem og önnur böm sem uxu upp þama á brimströndinni, naut vel hins síbreytilega og lifandi sambands við hafið, við háreistar úthafsöldurnar, úfnar og hvftfextar, sem brotnuðu á sketjum og malarkampi. í tryllt- um leik sínum báru þær margt forvitnilegt upp á ströndina og sumt reyndar nytsamlegt. A vetrarvertíð, þegar norðanáttin hafði slegið á brimið, ýttu menn árabátum úr vör og reru með takföstum áratökum milli skeija og boða út á hið opna haf. Þar sáu vökul augu þeirra, er á sjávarkambi stóðu, þegar sjó- mennimir, á mið komnir, dróu inn árar og renndu færum til fiskjar. Ekki var síður forvitnilegt að fylgj- ast með þegar báturinn var á leið til lands af miðum með aflafenginn innanborðs eða þegar hann kenndi gmnns í lendingarvör og frammá- menn stukku fyrir borð og héldu bátnum beinum við land um leið og formaðurinn kippti stýri upp af krókum og lagði út krókstjaka til vamar því að skipi slægi flötu í lendingu. Gaumgæfilega var fylgst með því þegar skipið var dregið í naust og afla bjargað í land og skjpt á malarkambi eftir fastmótuð- um reglum með jöfnuði öllum til handa. Það voru óskráð lög í bam- mörgum fjölskyldum þess tíma að hin sldri böm, sem lengst höfðu lagt fram vinnuframlag sitt í þágu stórfyölskyldunnar, bjuggu sig að heiman til þess að sjá sér farborða á eigin vegum. Leið Ólafs úr foreldrahúsum lá að prestsetrinu Amarbæli á bökk- um Ölfusár. Þar réð þá einkum húsum séra Ólafur Magnússon, sem einnig var prestur þeirra Selvogs- inga. Arnarbæli var menningar- heimili, búið bestum húsakosti þar í sveit um þær mundir. Þeir menn, sem þar vistuðust, _ vom taldir mannast vel. Þar var Ólafur í nokk- ur ár og var vel virtur af hús- bændum og vinsæll meðal heimafólks. Minnisstætt er okkur, yngri systkinum Ólafs, þegar hann kom sem meðreiðarmaður prests til Strandarkirkju, allvel ríðandi og í nýtísku reiðfötum. Það var venja séra Ólafs, þegar hann messaði á Strönd eftir næturgistingu í Nesi, að embætta svo snemma dags að hann næði farsællega heim að Arn- arbæli þann sama dag. Vegna nálægðar Ólafs bróður við hinn fagurlega skrýdda drottins- þjón, sem fór á kostum góðraddar sinnar fyrir altari í hinni fallegu Strandarkirkju, sem Sigurður ömmubróðir minn hafði smíðað, fylgdumst við systkini hans með kirkjulegri athöfti af meiri áhuga en ella. Þá leið tíminn fljótt við orgelspil og söng, en undir stólræðu prestsins beindist athyglin jafnan að selnum er lá uppi á Lönguskeij- um sem blöstu við út um suður- gluggana. í messulok hraðaði ljúflingurinn, faðir okkar, för sinni upp á kirkjuloft, þar sem hann hringdi, með betri árangri en marg- ir aðrir, klukkum þeim er forfaðir hans, Ingimundur á Strönd Grímsson, gaf kirkjunni árið 1646. Þegar faðir okkar lést, fyrir aldur fram, frá sjö börnum innan við fermingu, kom Ólafur heim til að leggja fram lið sitt, ásamt upp- komnum systkinum sínum, svo að hið öfluga framfærslubú, er faðir okkar hafði komið sér upp, héldi velli og tryggði uppeldi hinna yngstu. Hófst þá nýr þáttur á lífsbraut Ólafs þegar hann, ásamt yngri bróður sínum, Kristni, réðst í það þrekvirki að festa kaup á opnum vélbáti sem þeir bræður sigldu úr Reylqavíkurhöfn til upp- sátursvarar Þorkelsgerðis, Kristinn við stjómvölinn, Olafur við vél- gæslu, hvorugur með lærdóms- kunnáttu í sínu hlutverki. Næstu tvær vertíðir gerðu þeir skipið út frá Þorlákshöfn og famað- ist vel. Ársneyslu físks fluttu þeir heim í stórheimilið í Þorkelsgerði bæði árin. Kom sér nú vel sú at- hygli af sjávarkambi á uppvaxtar- ámm, er getið var um hér að framan, þegar þeir bræður í Þor- kelsgerði fluttu á skipi sínu, í mörgum ferðum á vordögum frá Eyrarbakka, ársneysluvaming, einkum í mjölvöru, til handa sveit sinni, Selvogi. Á næstkomandi sumrum tefldu þeir bræður djarft þegar þeir sóttu heyskap upp í starengi á norður- bökkum Ölftisár með því að keyra skip sitt upp Ölfusárósa, þar sem nú er verið að smíða brú, og fara dýpstu ála árinnar allt til Nauteyra, allnokkru vestan Arnarbælis. Þar lögðu þeir skipi sínu við festar meðan heyja var aflað. Þegar hey var þurrt orðið og í bönd komið drógu þeir skip sitt að landi og hlóðu heyböggum. Var síðan haldið niður ána með hinn viðsjálverða farm, Kristinn við stýri og Ólafur við vél- gæslu, sem hann hafði vel á valdi sínu sakir verklagni og starfs- reynslu. Að koma skipi sínu með þvílíkum farmi niður Ölfusá og út úr árkjafti á opið haf var óþekkt fyrr og síðar. Þeir bræður komu skipi og farmi nær undantekningar- laust með farsæld heim í Þorkels- gerðisvör. Þegar stríðsmenn stigu hér á land og setuliðsá'- gengu í garð var landsmönnum, á kreppuárum, boðið hið gullna gjald, hveijum þeim er verk vildi vinna. Þá létu þeir bræð- ur af ævintýraleik þessum, en yngri systkin styrktu stoðir í búskap móður þeirra. Varð þá sú breyting á, nokkru ofar slægjubökkum þeirra bræðra, á syðri bakka sömu ár, að grösugir slægjuvellir voru lagðir undir flugvallargerð. Þangað fór Ólafur og bauð fram starfsfúsar hendur sínar. Hann réð sig til vinnu í stóreldhúsi og varð, áður en langt um leið, vinsæll kokkur og aflaði sér jafnframt nokkurs orðaforða í enskri tungu. Frá Kaldaðarnesi lá leið Ólafs til Hveragerðis. Sá staður var þá í uppgangi sem garðyrkjumiðstöð og listamannanýlenda. í Hveragerði komst Ólafur til starfs hjá málarameistara, sem var óspar á að segja honum til verks í iðngrein sinni. Var Ólafur fljótur að tileinka sér efnismeðferð og að ná öruggum tökum á pensli og spartlspaða. Þetta var einkum inni- vinna og átti vel við skapgerð hans og handlagni. Gekk hann hratt upp í starfí þessu og var á eigin vegum um langt árabil, eftirsóttur innan- hússmálari og dúklagningarmaður þar í byggð og víðar. Ólafur vann lengi fyrir listamenn þá sem tekið höfðu sér bólfestu í Hveragerði og stóðu lengi í því verki að koma sér upp þaki yfír höfuð, einkum skáldin Kristmann og Jó- hannes úr Kötlum og Kristin Pétursson listmálara. Þá vann Ólaf- ur árum saman fyrir Eirík frá Bóli, hótelhaldara Bjamason, og Gísla, dvalarheimilisfrömuð Sigurbjöms- son. Þeir nutu fjölhæfni hans til verka og velvirkni, hann naut ein- stæðra persónuleika þeirra, hlýju og vináttu frá heimilum þeirra með- an samstarfíð og samleiðin entist. Á fyrstu Hveragerðisárum sínum byggðu þeir bræður, Ólafur og Kristinn, húsið Bræðraborg, og fleiri hús þar. Fyrir nær 20 árum varð Ólafur fyrir áverka á höfði og varð ekki samur maður eftir. Hann vann þó enn um sinn að iðju sinni í Hvera- gerði en fór sér hægar. Fyrir um 12 ámm flutti hann heim í Þorkels- gerði og var þar með Rafni bróður sínum í um 11 ár. Þar lagði hann á ný starfsorku sína fram í um- hyggju fyrir húsdýrum og velvirkni í þágu heimilisins. Á þessum ámm átti hann margar ferðir út að Strandarkirkju til að sýna hana, oft langt að komnum gestum. Hann lét ferðafólkinu í té ómældar upplýs- ingar og var óspar á tíma sinn. Fyrir ári flutti hann til Kristófers bróður síns í Þorlákshöfn. Ólafur var að eðlisfari mann- blendinn og glaðlyndur. Oft krydd- aði hann frásögn sína með góðlátlegri kímni. Hann var hógvær og lítillátur og sóttist ekki eftir veraldlegum frama né fjármunum. Hjálpsemi hans og vinna í annarra þágu áttu sér engin takmörk. Við leiðarlok standa stystkini hans og margir aðrir í ómældri þakkarskuld við hann og blessa minningu hans. Minnisstætt er undirrituðum að fyrir um ári, er fjallsmalar höfðu fært hina lagðprúðu stórhjörð er tilheyrði Þorkelsgerði í heimahaga til gereyðingar á blóðvelli og smalar létu sér nægja að taka reiðtygi og beisli af hestum sínum, þá hraðaði Ólafur sér niður að bæjarbrunni og brynnti sárþyrstum og sveittum hestum þeirra. Nú á haustdögum, þegar Ólafur er borinn til hinstu hvíldar í Strand- arkirkjugarði við hlið ömmu sinnar, systur hins dverghaga Árna, merk- isbónda og hreppstjóra í Þorkels- gerði, er hávaxinn grasvöllur heimatúns ósleginn og sölnaður meðan nýtísku heyvinnuvélar, framleiðniávöxtur jarðarinnar, standa verkefnalausar við gripahús. Slíkur er fáránleiki framvindunnar í nútíð. Konráð Bjarnason, Öldutúni 18, Hafnarfirði. Lokað 0 Lokað í dag 13. okt. vegna jarðarfarar BRAGA JÓNS- SONAR framkvæmdastjóra. Orka hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.