Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Breski íhaldsflokkurinn: Tekist á um f or- mannsembættið St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Norman Young- Tebbitt Iávarður Sovétríkin: Geimapar lentir heilu og höldnu Villtust þó af leið og lentu í Síberíu í kjölfar ársþings thaldsflokksins hafa blossað upp átök um eftir- mann Normans Tebbits, sem er formaður íhaldsflokksins. Talið er, að Margareth Thatcher, leið- togi flokksins, vilji fá Young lávarð i embættið, en ýmsir áhrifamiklir ráðherrar hafa lagst gegn þessari fyrirætlan. Búist er við ákvörðun um þetta, þegar Thatcher kemur af fundi leiðtoga Samveldislandanna í Vancouver síðar i vikunni. Ársþing íhaldsflokksins var mikil sigurhátíð, sem náði hámarki sínu með ræðu Thatcher síðastliðinn föstudag. Formaður flokksins, Nor- man Tebbit, var tvisvar hylltur, og Thatcher bar sérstakt lof á hann í ræðu sinni. Þau hafa lengst af ver- ið nánir samstarfsmenn, en í nýliðinni kosningabaráttu kom í ljós sambandsleysi á milli þeirra, og Thatcher treysti æ meir á ráð Young lávarðar, sem nú er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Norman Tebbit baðst undan því að sitja áfram í stjórninni, þegar Thatcher endurskipulagði hana eft- ir kosningasigurinn í júní. Hann sagði það vera af persónulegum ástæðum og hann vildi helga konu sinni og fjölskyldu meira af tíma sínum. Kona hans hefur verið lömuð frá sprengingunni á ársþingi Ihalds- flokksins í Brighton 1984. Tebbit hefur tekið sæti í stjórnum ýmissa stórfyrirtækja á síðustu vikum og mánuðum, og búist er við, að hann setjist á næstunni í stjóm breska símafélagsins. Tebbit ætlar að sitja áfram á þingi, og nokkrar vangaveltur hafa verið um, að hann hygðist halda öllum leiðum opnum í stjómmálum. Hann hefur lengi verið talinn aug- ljósasti arftaki Thatcher í flokkn- um, og hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal flokksmanna. And- stæðingum hans finnst hann hranalegur og kaldrifjaður, en Teb- bit er einkar lagið að koma sjónar- miðum sínum skýrt til skila og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Talið er að Young lávarður hygg- ist taka formennskuna að sér og halda ráðherraembættinu að auki. Frami hans hefur verið skjótur, og er það ein ástæðan til þess, að aðr- ir ráðherrar leggjast gegn útnefn- ingu hans. Moskvu, Reuter. SOVÉSKA geimfarið, þar sem um borð voru meðal annara dýra tveir apar, annar hverra slapp laus og gerði usla um borð í geimfarinu, lenti í austanverðri Síberíu í gær. Farið lenti nokkur þúsund kilómetra frá þeim stað sem upphaflega var áætlað að það lenti. Tími Karpovs er liðinn - segir Kasparov heimsmeistari „í sannleika sagt hef ég ekki mikla trú á því að Karpov endur- heimti titilinn í Sevilla,“ segir heimsmeistarinn i skák, Gary Kasparov, í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel, en i gær hófst einvígi kappanna. „Ef ég á að vera sanngjarn þá tel ég að möguleikarnir séu tveir á móti einum mér í vil. Framvindu sögunnar verður ekki snúið við og Karpov fékk sitt tækifæri þegar staðan var 5:0 í fyrsta einvígi okk- ar. Þá átti hann möguleika en nú er tími hans liðinn. Sagan sýnir að einungis tveimur heimsmeisturum af tólf hefur tekist að endurheimta titilinn, Aljekin árið 1937 gegn Euwe og Botvinnik tvisvar, gegn Smyslov árið 1958 ogTal árið 1961. En þessir tveir voru miklu meiri hörkutól en Karpov og aðstæður auk þess aðrar en nú,“ sagði heims- meistarinn ennfremur. Þegar Kasparov var spurður um hugsanlegan eftirmann benti hann á tólf ára gamlan sovéskan skák- mann, Gata Kamski: „Hann hefur alla burði til að verða heimsmeist- ari. Að vísu gekk honum ekki vel á unglingamóti í Vín á dögunum, en svipað henti mig á sínum tíma.“ Kasparov sagðist ekki vera kunnugt um nokkurn skákmann í heiminum á aldrinum tólf til tuttugu ára sem væri nógu hæfileikaríkur til að geta ógnað sér: „Ég hef séð nær alla efnilega sovéska skákmenn að tafli í skákskóla Botvinniks. Margir þeirra verða síðar stórmeistarar en ég sá ekkert heimsmeistaraefni meðal þeirra." Þvínæst var Kasparov spurður hvort virkilega væri ekki neinn skákmaður sem gæti veitt honum keppni næstu átta til tíu árin uns Kamski kæmist á legg, eins og til dæmis Nigel Short og Yasser Seirawan: „Þeir verða áfram í hópi sterkustu skákmanna heims en ekki heimsmeistarar," sagði Kasparov. Og hvað um landa hans, Jusupov Gary Kasparov. og Sokolov? „Á'meðan ég lifí verð- ur hvorugur þeirra heimsmeistari," svaraði Kasparov að bragði. Sjá skákskýringu á síðu 70. Talið er að geimfarið hafí lent nærri bænum Mirny í Jakútsk í Síberíu, en það átti að lepda í Kaz- akstan. Höfðu sumir á orði að miðað við usla þann, sem apinn olli í geim- farinu hefði það þó lent á hárréttum stað. Sovéska fréttastofan Tass sagði að nauðsynlegur viðbúnaður hefði verið á lendingarstaðnum. Geimferð þessi er hluti sameigin- legs rannsóknaverkefnis margra þjóða, meðal annarra Banda- ríkjanna. Ferð geimfarsins befur ekki gengið áfallalaust. Fyrst varð annar apinn, Yerosha, veikur, þá bilaði fæðugjafi hans, og fimm dög- um eftir brottför losnaði Yerosha og frelsinu feginn fiktaði hann í öllu sem hann náði í. Leit út fyrir að hætta þyrfti við ferðina en Ye- rosha tók sönsum og hægt var að ljúka ferðinni. Tilgangur fararinnar er að kanna líkamleg áhrif geimferða á dýrin sem um borð eru. Eftir að farið kemur til baka úr ferðinni eru dýr- in rannsökuð og gerðar á þeim tilraunir og að lokum eru þau aflíf- uð. Vísindamenn í Sovétríkjunum hafa sagt að æringjanum Yerósha verði hlíft við lífláti, en eftir ævin- týri hans í geimnum er hann allra hugljúfí í Sovétríkjunum. Lík Uwe Barschels fjarlægt af gistihúsinu. Rcuter ýmissa bellibragða til þess að klekkja á pólítískum andstæðingum sínum. Að sögn §ölskyldu Barschels fór hann til Genfar til þess að verða sér úti um nýjar upplýsingar sér í hag. NOKKRUM klukkustundum áður en vestur-þýski stjórnmálamaður- inn Uwe Barschel, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra Slésvíkur Holtsetalands 25. sept- ember, fannst látinn á hótelher- bergi í Genf í Sviss hófst dreifing vestur-þýska vikublaðsins Der Spiegel. í fjórða skipti síðan tíma- ritið birti fyrst ásakanir um að Barschel hefði beitt brögðum til að grafa undan mótframbjóðanda sínum í Slésvík Holtsetalandi var kosningahneykslið forsíðuefni. í fyrirsögn blaðsins er spurt hvort Þar átti maður, sem kynnti sig sem vin vinar Pfeiffer, að hitta hann. Hvað þeim fór á millum veit hins vegar enginn. Barschel verði settur i fangelsi vegna málsins. Einn blaðafulltrúa Barschels, Reiner Pfeiffer, heldur því fram að Barschel, sem var kristilegur demó- krati, hafí falið sér að leigja leynilög- reglumenn til að fylgjast með ástarlífi Bjöms Engholm, sem var frambjóðandi Jafnaðarmannaflokks- ins (SPD) til kosninganna í Slésvík Holtsetalandi 13. september. Einnig hefði Barschel sagt Pfeiffer að senda bréf til skattyfirvalda í fylkinu, þar sem Engholm var vændur um skatt- svik. Forsíða vestur-þýska vikuritsins Der Spiegel dagsett 12. október sýnir Uwe Barschel, sem fannst látinn á hóteli í Sviss á þriðju- dag. Fyrirsögnin: Dr. Uwe Barschel i fangelsi? — Dreng- skaparorðið Mikill styrr stóð um skrif Der Spiegel, sem líkti málinu við Water- gate-hneykslið, er leiddi til afsagnar Richards Nixon Bandaríkjaforseta. Vikuritið Stem sagði að næsta mál á dagskrá væri Spiegelgate. En ýmislegt kom í ljós, sem renndi stoð- um undir skrif Hamborgarblaðsins. Svo fór að Barschel, sem fór í frí til Kanaríeyja eftir að hann sagði af sér, var gert að snúa aftur til Slésvík- ur Holtsetalands og bera vitni fyrir sérstakri nefnd þingsins í Kiel, sem skipuð var til að rannsaka ásakanim- ar um svikabrögð í kosningabarátt- unni. Á blaðamannafundi áður en Barschel lét af embætt( forsætisráð- herra sagði hann: „Ég legg við drengskap minn að þær ásakanir, sem bornar hafa verið á hendur mér, eru tilhæfulausar. Barschel hélt því fram að ásakan- ir Pfeiffers væm uppspuni frá rótum og sagði að hann ætti heima bak við lás og slá. í síðustu viku sagði Barschel að Pfeiffer _ætti að gangast undir geðrannsókn. Ástæðan: „Pfeif- fer er bijálaður." Flokkurinn snýr baki við Barschel En um miðja síðustu viku misstu flokksfélagar Barschels trúnna á hann. Einn þingmanna kristilegra demókrata á nýkjömu þinginu í Kiel sagði að ýmislegt benti til þess að Barschel hefði sagt ósatt þegar hann lagði drengskap sinn að veði á blaða- mannafundinum 18. september. Að auki skomðu Klaus Kribben, formað- ur þingflokks CDU í Kiel, og Gerhald Stoltenberg, formaður CDU í Slésvík Holtesetalandi og fjármálaráðherra í stjóm Kohls kanslara, á Barschel að láta einnig af þingmennsku. Pfeiffer ræddi í fjögur skipti við Klaus Nilius, blaðafulltrúa SPD í Kiel, og sagði honum að stjóm kristi- legra demókrata hefði óhreint mjöl í pokahominu. Nilius tók ekki mark á Pfeiffer og hélt að hann ætti jafn vel að leggja gildru fyrir flokkinn. Eftir að flokksbræður Barschels snem við honum baki urðu uppljóstr- anir Pfeiffers trúverðugri en yfirlýs- ingar Barschels, segir í Der Spigel um helgina. í þýska sjónvarpinu sagði að Pfeiffer hefði unnið síðustu lotu og drengskaparorð Barschels væri einskis virði. Heiner Geissler, framkvæmda- stjóri CDU, sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag að Éng- holm bæri að segja af sér. Geissler kvað ljóst að Pfeiffer hefði hitt Nilius fjómm sinnum í júlí og ágúst og Engholm yrði að taka afleiðingunum rétt eins og Barschel, þegar hann sagði af sér. Sagði Geissler að Eng- holm hefði logið að vestur-þýsku þjóðinni á blaðamannafundinum 18. september þegar hann sagði að jafn- aðarmenn hefðu aldrei átt samskipti við Pfeiffer. Eins og áður sagði átti Barschel að bera vitni fyrir rannsóknamefnd þingsins í gær. Barschel gegndi emb- ætti forsætisráðherra í Slésvík Holtsetalandi frá árinu 1982 þar til hann sagði af sér í síðasta mánuði. Kosningahneykslið er einsdæmi í 38 ára sögu vestur-þýska sambandslýð- veldisins og hefur málið verið í brennidepli í fjölmiðlum landsins frá því að það komst í hámæli. Kristilegir demókratar ' misstu meirihluta sinn í Slésvík Holtseta- landi í kosningunum 13. septbember og fékk flokkurinn aðeins 42,6 pró- sent atkvæða. Þar með var Jafnaðar- mannaflokkurinn orðinn stærstur í fylkinu. Kristilegir demókratar neyddust til að hefja stjómarmynd- unarviðræður við frjálsa demókrata, sem vildu ekkert aðhafast fyrr en Barschel segði af sér. Stormasamt lífshlaup Barschel fæddist skammt frá Berlín árið 1944. Fjölskylda hans flúði frá Austur-Þýskalandi á eftir- stríðsárunum og ungur að ámm komst hann til metorða í flokki kristi- legra demókrata. Árið 1969 varð Barschel varaformaður CDU í Sléskvík Holtsetalandi aðeins 25 ára gamall. Áratug síðar varð hann ráð- herra í stjóm fylkisins og árið 1982 tók hann við embætti forsætisráð- herra Slésvíkur Holtsetalands af Stoltenberg. Hann var ein skærasta stjama CDU, þótti harður í hom að taka og var orðlagður fyrir sjálfsör- yggi. í maí á þessu ári lenti Barschel í flugslysi. Tveir flugmenn og örygg- isvörður létu lífið, en Barschel komst lífs af. Hann lá á sjúkrahúsi ( tvo mánuði og í kosningabaráttunni gekk hann við staf. Barschel var 43 ára gamall. Kosningahneykslið í Slésvík Holtsetalandi: Uppljóstranir Der Spiegel leiddu til f alls Barschels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.