Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
Minning:
Bragi Jónsson
framkvæmdastjóri
Fæddur 12. september 1936
Dáinn 5. október 1987
Jl þjóðveginum líður líf vort skjótt
og löndin bruna hjá með tuma og hallir.
Sumarið hefur sagt þér góða nótt
og sólskinsdagar þínir munu allir.“
H.K.L
Þegar menn eru skjótt burt kall-
aðir tekur það nokkum tíma, að
átta sig á því að þeir séu í raun
famir að fullu og öllu. Og svo er
það með mig í dag, er ég kveð í
hinsta sinn minn gamla vin, Braga
Jónsson.
Kynni okkar Braga hófust árið
1956. Ég var þá nýkominn úr langri
ferð til Ástralíu, tvítugur að aldri
og vægast sagt í nokkram vafa um
hvað ég skyldi taka mér fyrir hend-
ur í lífinu. Kynnin við Braga urðu
til þess, að ég lét innritast f leiklist-
arskóia, sem svo varð til þess að
ég fór ári sfðar f framhaldsnám
Hollar fjölómettaðar fitusýrur
fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert
annað lýsisþykkni á Islandi er
jafn rfkt af omega-3 fitusýrum,
þe. 50% innihald af EPA og
DHA. Hylkin innihalda ekki A
og D vftamfn.
Gerið verðsamanburð.
J//Z TÓRÓ HF
Síöumúla 32. 108 Reykjavík. o 686964
erlendis í leiklist og kvikmynda-
gerð. Bragi var þetta haust að
innritast í leiklistarskóla Þjóðleik-
hússins. En þaðan lauk hann prófi
tveim áram síðar. Á þessum áram
var áhugi Braga fyrir bókmenntum
mjög mikill. Mörg hin helstu skáld
innlend og erlend vora honum áfar
hugleikin. Hæst allra bar þó Hall-
dór Laxness og uppáhalds bók hans
á þessum tíma var án efa „Heims-
ljós“. Vitnaði hann oft í hana bæði
í hinn bundna og óbundna texta
því ljóðin kunni hann flest. Það var
eitthvað við Ljósvíkinginn sem
höfðaði mjög sterkt til Braga. Þessi
mikla aðdáun hans á lífi einstæð-
ingsins og skáldsins Ólafs Kárason-
ar hefur fyrir mig ætíð verið
einskonar lykill að manneskjunni í
Braga.
Um þetta leyti var áhugi Braga
fyrir sígildri tónlist að vakna og er
fram liðu stundir tók tónlistin hug
hans alian. Bragi var mikill ákafa-
KULULOKAR
úr krómuðu messing og ryðfríu stáli, til I
miklu úrvali. Fullt gegnumstreymi.
Henta fyrir loft, ollu, vatn, gas og sterk
efni. Fást bæði 2ja og 3ja stúta.
Hagstætt verð. Heildsala — Smásala.
AVSi
Framtíð v/Skeifuna, Faxafeni 10, Reykjavik, S 68 69 25
maður um margt er hann fékk
augastað á eða tók sér fyrir hendur
og það svo að stundum jaðraði við
öfgar. Þannig var það einnig með
áhugann fyrir tónlistinni. Hann
sótti alla tónleika sem völ var á í
Reykjavík og fór í reglulegar
pílagrímsferðir til London að hlusta
á snillinga heipsins flytja verk
meistaranna. Áhuginn var svo
gífurlegur, að hann fór á tónleika
hvert einasta kvöld meðan hann
dvaldi í borginni og vonlaust að fá
hann til neins annars. Á morgnana
og um eftirmiðdaga sat hann svo
og hlustaði á æfíngar hjá hinum
ýmsu hljómsveitum. Það er ósköp
vel skiljanlegt að slíkur „öfgamað-
ur“ berst fyrir byggingu tónlistar-
hallar í Reykjavík. En Bragi var
einn af framkvöðlum um slíka
byggingu og átti sæti í stjóm nefnd-
ar þar um.
Er Bragi hafði lokið námi við
leiklistarskóla Þjóðleikhússins leit
hann með raunsæisaugum fram-
undan og taldi sig ekki eiga mikils
að vænta af Þalíu og ákvað að fara
í nám í fræðum er gæfu öraggari
lifibrauð. Hélt hann til Kaupmanna-
hafnar í raftækninám en hann hafði
lokið prófi í raffræði við iðnskólann
áður en hann hóf leiklistamámið.
Ekki skal ég fella dóm um rétt-
mæti þeirrar ákvörðunar hans. Það
verður hver og einn að velja fyrir
sig. Þó vil ég leyfa mér að trúa
því, að í Braga hafi búið meir en
litlir listamannshæfileikar og að
hann hefði getað náð langt ef hann
hefði lagt ótrauður út á listabraut-
ina, eins og hugur hans eitt sinn
stóð til. Guð einn veit hvað hefði
skeð ef þessi mikli kraftur hefði
verið leiddur í réttan farvegVog
virkjaður.
Við heimkomuna hóf Bragi störf
hjá Rafmagnsveitum ríkisins við
eftirlit með rafveitum úti á landi.
Ekki held ég að raftæknin hafi átt
hug hans, því ári seinna hætti hann
hjá rafmagnsveitunum og hóf störf
hjá Orku hf. sem fulltrúi. Þar komu
fljótt í ljós hæfíleikar hans til skipu-
lagningar og stjómunar. Ári síðar
var hann ráðinn framkvæmdastjóri
fyrirtækisins og af miklum dugnaði
tókst honum að rífa það upp úr
djúpum öldudal til vegs og virðing-
ar á nýjan leik sem eitt fremsta
fyrirtæki landsins á sínu sviði. Hann
eignaðist síðan fyrirtækið ásamt
Kolbrúnu eiginkonu sinni og rak
það til dauðadags. Eins og góður
skipstjóri vissi hann að enginn
stjómar skipi vel án góðrar áhafn-
ar. Hann kappkostaði því ætíð að
ráða til fyrirtækisins hið besta fólk
er völ var á og gerði þá vel til þess
á móti.
Að leiðarlokum vil ég þakka allar
þær góðu stundir er við Bragi áttum
saman. Hann var drengur góður.
Bömum hans og vandamönnum
öllum votta ég mína dýpstu samúð.
Reynir Oddsson
Kveðja frá Félagi íslenskra
stórkaupmanna
Látinn er í Reykjavík Bragi Jóns-
son framkvæmdastjóri Orku hf.
Bragi fæddist í Vík í Mýrdal 12.
september 1936, sonur hjónanna
Jónínu Magnúsdóttur og Jóns Páls-
sonar. Bragi stundaði nám í leiklist
hjá Þjóðleikhúsinu og sneri sér
síðan að raftækninámi í Danmörku
og útskrifaðist 1960. Síðan hóf
Bragi starf hjá Orku hf. fyrst sem
skrifstofumaður en síðar sem fram-
kvæmdastjóri og starfaði þar allt
til dauðadags.
Árið 1985 gekk Bragi tii liðs við
stjóm Félags ísl. stórkaupmanna
sem naut starfa hans í 2]/2 ár sem
stjómarmanns. Komu margar góð-
ar hugmyndir frá Braga, hann var
dulur maður að eðlisfari en ígrand-
aður, og var oft gaman eftir flörag-
ar umræður, um málefni félagsins
í hagsmunabaráttu, að skyndilega
kom samansöfnuð niðurstaða frá
Braga sem hann lagði fram af
þunga og var oftast samþykkt sem
útgangspunktur í viðkomanda bar-
áttumáli.
Bragi átti sæti í flármálanefnd
félagsins sem stjómarfulltrúi ásamt
fleiri trúnaðarstörfum. Það er mikil-
vægt þegar félög era þess aðnjót-
andi að menn gefa kost á sér til
starfa fyrir heildina og þökkum við
íslenzkir stórkaupmenn fyrir það
sem hann lagði á vogarskálina til
aukins fijálsræðis og velfamaðar í
íslenzkri verzlun.
Að lokum sendum við félagar í
Félagi íslenskra stórkaupmanna öll-
um ættingjum Braga okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð
að vera með þeim í þeirra harmi,
og megi minningin um góðan dreng
lifa með okkur.
Haraldur Haraldsson,
formaður.
Bragi Jónsson er látinn. Hann
varð 51. árs 12. september sl. Ekki
er það löng ævi, en hann er minnis-
stæður persónuleiki þeim sem
kynntust honum. Hann var þakklát-
ur foreldrum sínum fyrir hamingju-
sama æsku, fæddur í Vík í Mýrdal
og þroskaárin þreytt í Reykjavík.
Hendur hans þóttu henta fínlegum
iðnaði, hann lauk rafvirkjanámi frá
Iðnskólanum í Reykjavík. Á þeim
áram var Leiklistarskóli Þjóðleik-
hússins kvöldskóli, var unnt að
vinna með honum og komust að
færri en vildu. Hann þreytti þar
inntökupróf og stóðst það, eftir út-
skrift þaðan bönnuðu stolt og
aðstæður honum að bíða eftir stóra
tækifærinu, lífsbaráttan krafðist
öryggis, leiðin lá til Danmerkur í
nám í raftæknifræði. Á sumram
vann hann heima, námslán engin
og yfirfærsla sumarhýra takmörk-
uð, en öll árin hélt hann litla
kvistherberginu á „Möllers-pensi-
on“. Aldrei kvaddi hann listagyðj-
una. Hann átti útvarp. Ein danska
stöðin hafði vikulega bókmennta-
þátt með upplestri guðsgjafa eins
og Paul Raumert, og sænsk stöð
útvarpaði tvisvar í viku sinfóníutón-
leikum. Aldrei mætti Bragi á
„Nelluna" fyrr en þeim dagskrárlið-
um var lokið.
Að loknu námi kom hann heim
og þar beið hans hamingjudísin með
framrétta hönd. Hann kvæntist
Kolbrúnu Kristjánsdóttur og veit
ég af samtölum við hann, að á þess-
um áram gaf lífið honum allt það
besta sem hann hafði dreymt um.
Menntun hans gerði honum kleift
að rækja framkvæmdastjórastarf í
Orku hf. af reisn, sjóndeildarhring-
urinn víkkaður með ferðalögum,
fastir áskriftarmiðar á sinfóníutón-
leika og í bæði leikhúsin og hann
varð einn öflugasti _ baráttumaður
fyrir tónlistarhöll á Islandi.
Nú um stund virtist sem örlögin
ætluðu honum nýjar brautir, en svo
var ekki, tími hans var útranninn.
Ég kveð Braga Jónsson og sendi
ástvinum hans samúðarkveðjur.
Valgerður Bára Guðmundsdóttir
Þegar ég minnist fyrst Braga
frænda mins, var hann ljóshræður
og bláeygður snáði, óvenjulega
bjartur yfirlitum og nýfluttur til
Reykjavík með foreldram sínum frá
Vík í Mýrdal.
Mér era í bamsminni sælustndir
þegar föðurfjölskyldan kom saman
á hátíðastundum, oft í kringum jól-
in. Allir vora glaðir, það var
ævinlega leikið á hljóðfæri og sung-
ið, og við krakkamir, sem bjuggum
vítt og breitt um Reykjavíkursvæð-
ið, nutum þess að hittast, spjalla
saman um starf og leik. Af þessum
glaðværa Qölskylduboðum bera
hæst veislumar, sem haldnar vora
á gamlárskvöld hjá Jonínu Magnús-
dóttur og Jóni Pálssyni, foreldram
Braga. Fjölskyldan átti þá heima á
efstu hæðinni í Ingólfshvoli, á mót-
um Hafnarstrætis og Pósthússtræt-
is, og af svölunum þar gátum við
fylgst með ærslaganginum í mið-
bænum.
Við systkinabömin uxum úr
grasi, dreifðumst og fóram hvert í
sína áttinu, allt eftir mismunandi
áhugamálum og þeim tækifæram
sem hveiju og einu vora búin, flöl-
skylduboðin hættu að vera snar
þáttur í lífinu. Við tóku unglingsár
og öiyggisleysið, sem þeim fylgir
oft og frændsystkin rétt heilsuðust
þá sjaldan þau sáust í borgarlífinu.
Eftir að hafa lokið námi og starf-
að í nokkur ár sem rafvirki, hélt
Bragi til Kaupmannahafnar til
náms í tæknifræði. Þetta var í
kringum 1960 og ég var þá búsett
í Kaupmannahöfn. Fyrir 27 áram
hefur það sjálfsagt þótt merkilegra
en það þætti í dag að bræðraböm
yfirgæfu fóstuijörðina um stundar
sakir og settust að í sömu stórborg.
Að minnsta kosti þótti okkur Braga
sjálfsagt að hafa samskipti og fylgj-
ast hvort með öðra, þrátt fyrir
fálæti ungiingsáranna, og hann
kom í heimsóknir á heimili mitt.
Það var afar ánægjulegt að fylgjast
með Braga á námsáram hans í
Kaupmannahöfn. Efiaust hefur það
ekki verið áhlaupaverk að koma
iðnsveinn frá íslandi til að takast á
við tækninám á háskólastigi í út-
löndum. Bragi vissi að það kostaði
sitt, og hann tókst á við verkefnið
fullur af áhuga og ákveðinn í að
standast þær kröfur sem til hans
vora gerðar, og því takmarki náði
hann. Það var uppörvandi að heyra
hann segja frá, hve hart hann
þurfti að leggja að sér, og ég man
að ég öfundaði hann dálítið af því
að geta einbeitt sér svo óskiptur
að námi. En Bragi átti sér fleiri
hugðarefni en undirbúninginn að
framtíð. Á þessum áram tókst hann
á hendur viðamikið þýðingarverk-
efni, þegar hann þýddi danska
framhaldsþætti fyrir íslenska út-
varpið. Þættimir vora um stríðs-
glæpi í síðustu heimsstyijöld, mig
minnir réttarhöldin í Numberg.
Hann hafði lokið leiklistamámi við
íjóðleikhússkólann og hafði mikinn
áhuga á leiklist, og það var fróðlegt
að heyra hann fara ofan í saumana
á leiksýningum sem gengu í Kaup-
mannahöfn á þessum tíma.
Bragi var lokaður maður og tal-
aði aðeins um tilfinningar sínar í
hálfkæringi. Eins og svo oft undir
því er virðist óhagganlegt yfirborð
duldist hugsjónamaður, fagurkeri
og tilfínningamaður. Það vita þeir
sem nærri honum stóðu. Þeim votta
ég samúð mína.
Helga Ólafsdóttir
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins era
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar era
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.