Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 2

Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Forseti ASÍ: Samningar umannaðen kaup eru nánast óraunsæi „ÞAÐ er alveg ljóst að ef allir aðrir svíkja það sem að þeim snýr er það hreint ábyrgðarleysi af verkalýðshreyfingunni að axla ábyrgð á því sem gerist. Það gengur ekki upp og það getur enginn tekið það að sér,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í samtali við Morgunblaðið í gær. Ásmundur hefur ritað Þorsteini Pálssyni bréf vegna efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar og segir þar m.a. að ef ríkisstjórnin standi ekki við þau loforð sem gefín voru til að liðka fyrir desembersamning- unum bíði verkalýðshreyfíngarinn- ar enginn annar kostur en að „leggja þungann á beinar kaup- hækkanir og sjálfvirkt vísitölu- kerfí“. Hann sagði að af 5,65% verðlags- hækkun sumarmánuðina mætti relq'a tæp 2% til hækkana ríkis- valdsins á sköttum og opinberri þjónustu, hækkun á áfengi og tób- aki væri þá ekki meðtalin. „Núna horfum við fram á um það bil 2% hækkun til viðbótar. Hækkun á matvöru er um 1,3% að meðaltali, sem jafngildir um 2% á tekjulágt fólk og innflutningsgjald á bifreiðir og þungaskatturinn vegur hvort um sig um 0,3% í vísitölu. Þetta hlýtur að auka spennuna gagnvart þeim samningum sem framundan eru, ýtir undir reiði fólks og vantraust þess á stjómvöldum. Gerir því alla samninga erfíðari og stillir málum þannig upp að samningar um annað en kaup eru nánast óraunsæi," sagði Ásmundur Stefánsson. Sjá bréf Ásmundar til for- sætisráðherra i heild á bls. 69. Símamynd/AP Kristján Jóhannsson óperusöngvari og eiginkona hans, Siguijóna Sverrisdóttir, ásamt Sverri Kristjánssyni, syni þeirra, fyrir fram- an óperuhúsið Scala í Mílanó í gær. Kristján Jóhannsson syngnr aðal- hlutverk í Verdi-óperu í Scala: „Þetta er eins og draumur“ Mflanó, frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. KRISTJÁN Jóhannsson söngvari undirritaði í gær samn- ing við Scala-óperuhúsið í Mílanó sem staðfestir að auk þess að syngja í Hollendingnum fljúgandi næsta vor, mun Kristján syngja aðalhlutverkið I óperu Verdis, I due Fosc- ari, sem frumflutt verður 12. „Það er stórkostlegt að fá að syngja í fyrsta skipti í Scala í Verdi-óperu. Árið hefur verið frá- bært hjá mér, bæði hvað varðar sönginn og einkalífíð, því fyrir tveimur og hálfum mánuði eign- aðist ég rúmlega fímm kílóa son,“ sagði Kristján Jóhannsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „ Þetta hefur auðvitað kostað bæði blóð og tár, eins og þar stendur. Ég hef farið alls sjö sinn- um í prufusöng í Scala og nú er tækifærið komið.“ Æfíngar á I due Foscari hefj- ast 18. desember næstkomandi en frumsýning verður 12. janúar. Kristján syngur titilhlutverkið á móti ítalska tenómum Antonio Cupito sem söng í Scala í fyrsta sinn á síðasta ári. Gavazzini stjómar verkinu. „Hann er stór- kostlegur stjómandi," segir Kristján, „eða Arturo Toscanini okkar tíma.“ Gavazzini hefur einnig boðið Kristjáni að syngja í La Wallii eftir Catalani í Palermo á næsta ári. Sýningar á Hollendingnum fljúgandi hefjast í Scala 20. febrú- ar og síðasta sýning verður 20. apríl. Kristján syngur hlutverk Eriks í fjómm sýningum og hlut- verk stýrimannsins í fímm sýning- um. Það er aðalstjómandi hússins, Riccardo Muti, sem stjómar flutn- ingnum á þessu verki. Þetta þýðir að Kristján syngur í Scala-óper- unni frá 12. janúar til 20. apríl, sem er óvenju langur timi fyrir þá sem syngja í svo stóm ópem- janúar næstkomandi. húsi í fyrsta sinn. „Mér fínnst þetta vera eins og draumur," segir Kristján og bætir svo við sposkur á svip: „Það er líka draumur allra að fá að syngja í Scala.“ I due Foscari Sagan er um feðga sem takast á og verða illa úti í stjómmála- átökum þeim er áttu sér stað í Feneyjum. Hinn áttræði hertogi (bariton), yfír Feneyjum ákærir son sinn Jacopo (tenor) fyrir „Tíu-manna ráðinu", þó hann viti að Jacopo sé saklaus. Ráðið dæm- ir Jacopo til útlegðar á eynni Krít. Gagnar það lítt þó Lucrezia (sópr- an), kona Jacopo, biðji manni sínum vægðar. Þetta fær svo á Jacopo að hjarta hans brestur og þá ógnar mönnum svo miskunnar- leysi hertogans að honum er vikið frá embætti. Ópem þessa samdi Verdi 1843 við texta er Francesco Maria Pivae samdi upp úr samnefndu leikverki eftir George Byron lá- varð. Þegar Verdi vann við Emani leitaði hann að nýju ópemefni og komu þá til greina Lér konungur, Rienzi, Ósigur Langbarða og I due Foscari, sem hann varð hrifínn af en stjómendur ópemnnar í Feneyjum töldu óráðlegt að flytja, þar sem nánir ættingjar söguper- sónanna vom enn á lífí. Verkið var fyrst flutt í Argentínska leik- húsinu í Rómaborg 3. nóvember árið 1844. Skákmótið í Ólafsvík: Danielsen styrkir stöðu sína á toppnum Ólafsvík. ÁTTUNDA umferð alþjóða- skákmótsins í Ólafsvík var tefld í gærkvöldi. Mikil barátta var í skákunum, sem allar unnust á hvítt. Karl Þorsteins vann Dan Hans- son, Jón L. Ámason vann Þröst Þórhallsson, Henrik Danielsen vann Sævar Bjamason, Robert Bator vann Lars Schandorff og Ingvar Ásmundsson vann Petter Haugli, en skák Tómasar Bjöms- sonar og Björgvins Jónssonar var frestað. Daninn Henrik Danielsen hefur því styrkt forystu sína í mótinu, en hann er nú með 6 vinn- inga. Helgi Sjá nánar bls. 70 Alhvít jörð í Arnarfirði en sláturleyfi ekki fengið: Erum þegar búnir að uppfylla öll skilyrði - segir Flosi Magnússon sveitarstjóri BÆNDUR í Arnarfirði bíða enn eftir sláturleyfi fyrir sláturhúsið á Bíldudal nú þegar jörð er orðin alhvít í sveitinni og sláturtið að Ijúka víða um land. Forystumenn sveitarfélagsins gera sér vonir um að sláturleyfi fáist i dag, þrátt fyrir að settur yfirdýra- læknir hafi sent landbúnaðar- ráðuneytinu neikvæða umsögn á grundvelli rannsóknar á vatns- sýni sem tekið var í sláturhúsinu fyrir helgi. „Við höfum verið í sambandi við íslandslax hf. fær íÉ'.f afslátt á rafmagni í dag *- MVI» CTkL/a 1Í OO B 1J BLAÐ B Grindavík. LANDSVIRKJUN ætlar að lækka sinn hlut í raforkusölu til íslands- lax hf. um helming og gildir sá afsláttur eingöngu til raforku- notkunar vegna sjódælingar í fiskeldistöðvum á Suðumesjum þar sem notkun er meira en millj- ón kílóvattstundir á ári. Spamaður íslandslax hf. nemur um 8,7 mil(j- ónum króna á ári miðað við 10 milþ'ón kílóvattstundir. Að sögn Júlíusar Jónssonar fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Hita- veitu Suðumesja óskuðu forráða- menn fslandslax hf. upphaflega eftir afslætti við Hitaveituna sem lét fyrir- spumina ganga til Landsvirlq'unar. Svar Landsvirlq'unar var neikvætt en siðan gerist það löngu seinna að fyrir- spum kemur frá Landsvirkjun um hvort Hitaveita Suðumesja sé tilbúin að taka þátt í afsláttarfyrirgreiðslu til handa íslandslax hf. og var svar Hitaveitunnar jákvætt. „Samningur þessi sem væntanlega verður gengið frá einhvem næstu daga á sér enga hliðstæðu á Suður- nesjum og skiptir milljónum fyrir íslandslax hf. Eins og reglumar eru sniðnar mun aðeins eitt annað fyrir- tæki geta farið fram á hliðstæðan afslátt og er það Lindalax hf. þegar full framleiðsla verður komin í gang þar,“ sagði Július. Kr.Ben. yfírvöld og vonumst til að fá slátur- leyfí á morgun," sagði Flosi Magnússon sveitarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann hefur verið að vinna að lausn máls- ins. „Við eram þegar búnir að uppfylla öll þau skilyrði sem okkur er kunnugt um. Meðal annars er komin aðstaða til að klórblanda vatnið, eins og gert er í fiskvinnsl- unni hér, en það hefur ekki verið gert áður í sláturhúsinu," sagði Flosi. Yfírdýralæknir vill ekki mæla með undanþágu fyrir sláturhúsið á grandvelli niðurstöðu á rannsókn Hollustuvemdar ríkisins á vatns- sýni frá sláturhúsinu. í sýninu fundust saurgerlar, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Holl- ustuvemdarinnar á að vera óhætt að nota vatnið þegar það hefur verið klórblandað. í slíkum tilvikum er blandan oft rannsökuð. Það hef- ur ekki verið gert við vatn frá Bíldudal og er ekki alltaf gert. Eldur í Bátalóni í Haf narf irði ELDUR kom upp í skipasmíðastöð- inni Bátalóni í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 23.00 i gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið í Hafnarfirði var kvatt á vettvang og var enn barist við eldinn er siðast fréttist í gærkvöldi. Skipasmíðastöðin Bátalón er tvær sambyggðar byggingar og virðist svo sem eldurinn hafí komið upp í ann- arri þeirra og breiðst hratt út. Ekki var vitað um um slys á mönnum og eldsupptök voru ókunn er sfðast frétt- ist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.