Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 1
80 SIÐUR B 156. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Grímuklæddir hryðjuverkamenn myrða níu ferðajnenn um borð í feiju á Eyjahafi: Fólk stökk fyrir borð og þilfarið varð alelda Sjúkraliðar aðstoða einn farþega ferjunnar „Poros-borg“ á land í hafnarborginni Pireus í gær- kvöldi. Feijur fluttu farþegana í land en skipið var dregið log- andi til hafnar. Niu létust og 80 særðust í árás er óþekktir hryðjuverkamenn drógu skyndi- lega fram vélbyssur og hófu að skjóta á farþeganna. Hinir sáru voru fluttir i Tzanio-sjúkrahúsið í Pireus. I gærkvöldi voru 15 sagðir alvarlega særðir. Aþenu. Reuter. ÞRIR grímuklæddir hryðjuverkamenn myrtu ekki færri en níu manns um borð í grískri feiju á Eyjahafi i gær. Mennirnir beittu vélbyssum og handsprengjum við ódæðið en um borð voru tæplega 500 far- þegar, flestir Evrópubúar. Mikil skelfing greip um sig er sprengingar kváðu við i skipinu og vörpuðu um 200 manns sér fyrir borð. Að sögn fréttaritara breska sjónvarpsins BBC telja sérfræðingar og yfirvöld á Grikklandi að flugumenn stjórnvalda i Iran hafi verið að verki og hafi tilgangurinn verið sá að hefna árásar Bandarikjamanna á íranska farþegaþotu yfir Persaflóa þann þriðja þessa mánaðar. Mennirnir komust undan á hraðbáti og er þeirra ákaft leitað. Að sögn grískra stjórnvalda létu níu manns lífið í árásinni. 80 far- þegar særðust og eru 15 þeirra al- varlega særðir. 471 farþegi var um borð í skipinu, sem nefnist „Poros- borg“ og er 688 tonn að stærð. Flest- ir farþeganna voru ferðamenn frá Evrópu en skipið var í dagsferð á milli grísku eyjanna. Að sögn BBC voru 50 Bretar um borð auk banda- rískra, franskra, sænskra og vest- ur-þýskra ferðahópa. „Eg sá mann draga fram vélbyssu og heíja skothríð á fólkið. Annar varpaði handsprengjum og þá greip alger skelfing um sig,“ sagði einn farþeganna. „Fólk stökk fyrir borð og þilfarið varð alelda. Eg heyrði tvær sprengingar og allt var atað blóði,“ bætti hann við. Sjónarvottum bar saman um að mennirnir hefðu skotið á allt sem hreyfðist. Hryðjuverkamennimir létu til skarar skríða er fetjan var stödd um þijár sjómílur undan Aegina-eyju á Eyjahafi. Þá átti hún eftir um 90 mínútna siglingu til Pireus, hafnar- borgar Aþenu. í fréttum BBC sagði að mennirnir hefðu komið um borð sem ferðamenn og hefðu þeir verið allan daginn um borð í skipinu. Að sögn sjónarvotta um borð í skipi í nágrenninu flúðu ódæðismennirnir í litlum hraðbáti. Þeirra er nú ákaft leitað á láði og legi, að sögn yfir- valda. Gríska ríkisstjórnin fordæmdi verknaðinn og sagði óveijandi með öllu að hryðjuverkamenn beittu sér gegn „friðelskandi þjóð“ sem Grikkj- Árásin á far- þegaþotuna: Manngjöld verða boðin Washington. Reuter. Bandaríkjasljórn hyggst bjóða bætur fyrir þá sem létu lífið í árás beitiskipsins Vinc- ennes á íranska farþegaþotu yfir Persaflóa þann þriðja þessa mánaðar. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti skýrði frá þessu í gær en 290 manns týndu lífi í árásinni, sem bandarískir embættismenn segja að gerð hafi verið af mis- gáningi. Reagan kvaðst líta svo á að Bandaríkjamenn væru fullir sam- úðar í garð ættingja þeirra sem týndu lífi og sagðist ekki geta samþykkt að með því að greiða bætur væri verið að skapa „vafa- samt fordæmi". um. Fyrr í gærdag týndu karl og kona lífi í í einu úthverfa Aþenu er sprengja sprakk í bifreið þeirra. Talið er að þau hafi verið arabar. I flakinu fundust handsprengja, íranskt tímarit og bandarískir pen- ingaseðlar. Háttsettur embættis- maður innan grísku lögreglunnar sagði í viðtali við Reuters-fréttastof- 'una í gærkvöldi að talið væri að tengsl væru á milli þessara tveggja atburða þar sem sprengjan sprakk nærri höfninni þar sem feijan átti að leggja að. „Fólkið í bifreiðinni var að líkindum að bíða eftir skipinu og hugðist hleypa sprengingunni af stað er farþegarnir gengu á land,“ sagði hann og bætti við að svo virt- ist sem sprengjan, sem var gífurlega öflug, hefði sprungið of fljótt. Hryðjuverkamennirnir um borð í skipinu hefðu að líkindum heyrt þessa frétt í útvarpinu og ákveðið að láta til skrarar skríða. Reuter Míkhaíl S. Gorbatsjov í opinberri heimsókn í Póllandi: Skynsamlegt að haldinn verði samevrópskur leiðtogafundur Varsjá, Brussel. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovét- leiðtoga var ákaft fagnað í gær er hann kom í opinbera heimsókn til Póllands, fyrstur leiðtoga Sov- étrikjanna frá árinu 1972. Fjöldi fólks hafði safnast saman á flug- vellinum í Varsjá og meðfram götum borgarinnar og mátti sjá spjöld á lofti þar sem lýst var yfir stuðningi við umbótastefnu Sovétleiðtogans. Gorbatsjov lýsti yfir því við komu sína að vænta mætti stórbættra samskipta ríkjanna tveggja en hann mun dvelja sex daga í Póllandi auk þess að sitja fund leiðtoga rikja Varsjárbandalagsins. Búist er við því að atburðir á árum siðari heimsstyijaldarinnar setji mark sitt á heimsóknina en Samstaða, hin óleyfilega hreyfing pólskra verkamanna, hefur hvatt Gorb- atsjov til að létta hulunni af ýmsum þeim málum sem spillt hafi fyrir samskiptum ríkjanna. í ræðu sem Gorbatsjov flutti í gær í pólska þinginu lagði hann til að haldinn yrði samevrópskur leið- togafundur í anda Reykjavíkur- fundarins til að ræða fækkun hefð- bundinna vopna. „Ef til vill væri Reuter Pólskir námsmenn efndu til mótmæla í miðborg Varsjár í gær og var myndin tekin skömmu áður en mennirnir voru handteknir. A borðanum til vinstri segir: „Við krefjumst þess að sovéskar hersveit- ir verði kallaðar heim frá Póllandi" en á hinum: „Sjálfstæði til handa öllum þjóðum Sovétríkjanna." skynsamlegt að halda sam-evrópsk- an Reykjavíkurfund,“ sagði Gorb- atsjov en hann hefur oftlega vitnað til mikilvægis leiðtogafundarins í Reykjavík árið 1986. Gorbatsjov hvatti ríki Atlantshafsbandalagsins til að falla frá því að flytja 72 bandarískar herþotur til Ítalíu frá Spáni árið 1991 og kvaðst reiðubú- inn til að fækka sovéskum her- þotum austan járntjaldsins að því skapi. Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði í gær að ekki væri unnt að ganga að þessari tillðgu þar eð ríkjum NATO væri fyrst og fremst umhugað um að ná fram fækkun herliðs á landi. Gorbatsjov lagði einnig til að ríki Varsjárbandalagsins og NATO kæmu upp sameiginlegum eftirlits- stöðvum til að draga úr líkum á því að átök blossi upp milli austurs og vesturs. Samstaða, hin óleyfilega verka- lýðshreyfing Pólveija, hvatti Gorb- atsjov á sunnudag til að skýra frá leyniákvæðum griðarsáttmála Sov- étmanna og Þjóðvetja árið 1939. Samtökin mæltust einnfg til þess að birtar yrðu upplýsingar um morð á rúmlega 4.000 pólskum liðsfor- ingjum í Katyn-skógi á árum síðari heimsstyrj aldarinnar en margir Pól- veijar telja sovésku öryggislögregl- una hafa borið ábyrgð á þeim. Sjá einnig forystugrein á miðopnu og fréttir á bls. 30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.