Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 H „Pelle sigurvegari“ í Cannes Rós í hnappagat ^danskrar kvik- myndagerðar eftir Gunnstein * Olafsson Nýlega stóð dönsk mynd með gullpálmann í höndunum á kvik- myndahátíðinni í Cannes, — „Pelle sigurvegari" (Pelle erobreren). Hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu __ Martins Andersens Nexö sem er einn þekktasti rithöfundur Dana á þess- ari öld. Hann er fæddur árið 1869 en ólst upp í Kaupmannahöfn og á Borg- undarhólmi. Auk Dittu mannsbarns er bókin Pelle sigurvegari (Pelle Erobreren) þekktasta skáldsaga hans, og segja margir að bókin sé lýsing á æsku skáldsins sjálfs. Margur hefur látið sig dreyma um að gera kvikmynd byggða á þroska- sögu Pelle en enginn samt látið verða af því fyrr en danski kvikmynda- gerðarmaðurinn Bille August reið á vaðið sumarið 1986, nákvæmlega 80 árum eftir að fyrsta bindi skáld- sögunnar kom út. Myndatökur stóðu r allt fram í janúar 1987 en um jólin sama ár var myndin frumsýnd. Nokkru síðar gafst mér kostur á að sjá „Pelle sigurvegara“. Feðgar freista gæfunnar Sagan gerist á Borgundarhólmi í lok síðustu aldar. Pelle, níu ára, kemur þangað ásamt föður sínum, Lassa, að freista gæfunnar. Þeir eru fetjaðir á bát frá Svíþjóð en auk þeirra er fjöldi landa þeirra um borð og allir í sömu erindagjörðum: leita sér að atvinnu svo þeir geti haft í ' sig og á og kannski ögn betur en það. Lassi er gamall og lúinn og lætur sig dreyma um náðuga daga í Dana- veldi. Honum verður samt ekki kápan úr því klæðinu; þeir feðgar eru vistaðir á herragarði nokkrum, Steinbænum, og er það galeiða hin versta. Lassi gamli er látinn moka flórinn og Pelle nýttur í það sem til Bille August ásamt Pelle Hvenegaard við upptöku myndarinnar. fellur hveiju sinni. Fyrir herragarð- inum sitja virðuleg hjón sem koma þó hvergi nálægt búrekstrinum. í stað þess hafa þau ráðsmann á bænum sem segir vinnufólkinu til verka og gengur sá ágæti maður ekki gruflandi að verki sínu. Fólkið þrælar myrkranna á milli og fær litla umbun erfíðisins. Landi þeirra feðga, Erik, er sá eini sem þorir að mót- mæla harðræðinu en uppsker aðeins hatur og frekari áníðslu ráðsmanns- ins. Erik dreymir um að halda til Ameríku um leið og hann losnar úr vistinni og lofar Pelle að taka hann með þegar stundin mikla renni upp. Pelle er ungur og brennir sig margoft á eigin hrekkleysi. Sumir vinnumennimir draga dár að honum en hvernig sem þeir fara með strák- inn lætur Pelle ekki bugast og stend- ur alltaf aftur upp. Hann eignast góðan vin á bænum er er Rúð, hálf- gerður vanskapningur og sonur óf- rýnilegrar kerlingar sem ber annað veifíð á dyr herragarðsins og heimt- ar meðlag með syni sínum af hús- bóndanum. Þeir félagar, Pelie og Rúð, eru saman í skóla ásamt öðrum börnum í sveitinni og gjalda þar báðir galla sinna; Rúð geldur lítils áhuga á náminu en Pella þess að vera útlendingur. Sá síðarnefndi ákveður á miðjum vetri að sýna hin- um hvað í honum býr og stekkur niður um vök á ís við skólann, en er bjargað frækilega af einum skóla- félaga sínum. Öðru sinni hrekja fé- lagar hans hann út á hafís í niða- þoku og skipa honum að hypja sig heim til Svíþjóðar. Pelle tekst að stikla á hálfbráðnum ísjökum í land aftur og sleppur við illan leik en hugsar drengjunum þegjandi þörf- ina. Kaffi í rúmið a sunnudags- morgnum Lassi er ávallt reiðubúinn til þess að svara fyrir son sinn en lítið verð- ur úr framkvæmdum. Hafi hann nokkurn tímann verið maður mikilla átaka þá er það liðin tíð. Hann fer með löndum í samskiptum sínum við ráðsmanninn og frammi fyrir hús- bændunum kemur hann vart upp orði svo Pelle þarf oft og tíðum að bjarga heiðri þeirra feðga. Lassi er ekkjumaður en á sér von um að eignast aðra konu sem geti fært honum kaffí í rúmið á sunnu- dagsmorgnum. Kvenfólkinu á bæn- um líst þó lítt á hann til ásta, svo þegar Pelle finnur óbeint handa hon- um ekkju sem misst hefur mann sinn í sjóinn lætur gamli Lassi til skarar skríða og biður hennar. Allt virðist ætla að ganga að óskum þar til einn góðan veðurdag að maður ekkjunnar kemur heim, sprelllifandi, og ekkert verður úr ráðahagnum. A nóttunni heyra feðgarnir stund- um ómótlegt væl einhversstaðar inn- an úr bænum. Í ljós kemur að upp- taka þessa hávaða er að leita í íbúð- arhúsi húsbændanna. Húsfreyja grætur yfir ótrúum eiginmanni sínum sem ekki hefur gert henni barn og ekki aflað ættinni erfingja en gert víðreist í rekkjuvoðum ann- arra kvenna og getið þeim börn þótt leynt fari. Óhamingja frúarinnar er jafn mikil og ólán annarra sem bæ- inn gista, nema hvað hún virðist sú eina sem fær storkað örlögunum. Nótt eina eru þeir feðgar vaktir af værum svefni og Lassa skipað að ná í lækni. Pelle fer út á hlað og sér fólk streyma upp tröppurnar að húsi óðalseigendanna. Hann berst með straumnum inn í húsið og heyrir kvalafull öskur berast niður stigana eins og verið sé að slátra svíni í svefnherbergi hjónanna. Þegar Pelle loksins sér hvað um er að vera liggur húsbóndinn saman- krepptur í rúmi sínu, heltekinn sárs- auka og heldur um blóðugar hreð- jarnar, en kona hans alklædd sitj- andi við rúmstokkinn með höndina á öxl hans, hughreystandi eins og móðir að hugga barn sem ekkert amar að nema ólundin. Uppgjörið við ráðsmanninn Um sumarmál sýður upp úr á milli vinnufólksins og ráðsmannsins. Erik leggur til atlögu við fjandvin sinn á hlaðinu vopnaður kornljánum, en í atganginum fær hann lóð á brunndælunni í höfuðið og hlýtur varanlegar heilaskemmdir af högg- inu. Honum er komið fyrir í kjallara Steinbæjarins og fær að dúsa þar — ósjálfbjarga fáviti — þar til vistar- bandinu lýkur. Þá er honum ekið á Ráðhúspistill eftirAsgerði Jónsdóttur i Ég er fylgjandi þess að byggja ráðhús í Reykjvik en eilífúr and- stæðingur þess að reisa það við og í Reykjavíkurtjöm. Ég var ekki nærstödd, er Davíð borgarstjóri tók skóflustungu að ólöglegri ráðhúsbyggingu á ólög- legum stað. Ég varð því ekki áheyr- -H<mdi að ræðu hans við það tæki- færi en las hana í blöðum og mun hér eftir vitna til þeirra kafla, er dagblaðið Tíminn tekur orðrétt upp úr henni þann 15. apríl sl. eða í gærdag. (Þetta er skrifað 16. apríl 1988). I ræðu sinni fer Davíð borgar- stjóri með ýmis öfugmæli við raun- veruleikann eins og honum hættir oft til í fjölmiðlum í vörn fyrir slæm- an málstað. Hann segir þar: „Sjald- an eða aldrei hefur betur undirbúin verið bygging hér á landi en ein- mitt sú, sem við erum að hefja núna“. Ég trúi því ekki, að maður með þá vitsmuni og dómgreind, er ég í raun og sannleika ætla Davíð borg- arstjóra, geti af heilindum talað þannig um byggingu, sem hefur tekið sífelldum breytingum um stærð og skipulag á skamms tíma fresti, byggingu sem ekki er sam- þykkt í deiliskipulagi Reykjavíkur, — byggingu sem vegna staðarvals rís á óþekktum grunni — byggingu sem vegna staðarvals verður dýr- asti valkostur ráðhúsbyggingar sem um er að ræða — og um byggingu sem vegna staðarvals hefur kallað yfír sig kærur (þær eru nú orðnar fimm) og margs konar annað and- óf. En ef þetta er í raun og veru hinn besti undirbúningur að mati borgarstjóra ættu Reykvíkingar að leggja þá skoðun á minnið. í ræðu sinni talar Davíð borgar- stjóri um vanrækslu gagnvart Reykjavíkurtjörn og hefur þar lög að mæla. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur stjómað málum Reykjavíkur- borgar í marga áratugi og Davíð Oddsson nógu lengi til þess að veita þessari náttúruperlu þá umönnun sem hún verðskuldar ef umhyggja og vilji hefðu verið fyrir hendi. Nú er allt í einu nóg til af hvoru tveggja og því beint með miklum þunga inn í þann farveg að vernda Reykjavíkurtjörn ásamt umhverfi með því að grafa hana sundur og saman og reisa í henni stórbygg- ingu af ennþá óþekktri stærð og fyrirferð. I umræddri ræðu nefnir Davíð borgarstjóri nokkurn hóp manna er „hefur haft sig í frammi við að gera mál þetta allt tortryggilegt og hefur þar verið lengra seilst en ég man til, í nokkru dæmi öðru.“ Þann- ig talar borgarstjórinn um lýðræðis- legt andóf Reykvíkinga gegn hinni frekustu ágengni við fegurð og lífríki náttúrunnar sem um getur í sögu Reykjavíkurborgar og þá við- leitni húseigenda og íbúa að veija eignir sínar og umhverfi fyrir yfir- gangi borgarráðs. Davíð borgar- stjóra þykir undirskriftahópur and- ófsmanna heldur smár og telur hann þannig sannindamerki um lítið málsfylgi. Honum ber þá að minn- ast þess, að menn voru opinberlega varaðir við undirskriftum, er gætu komið þeim í koll af hálfu pólitískra ráðamanna. Nýjustu stöðuveitingar sjálfstæðisflokksráðherrans, Birgis ísleifs Gunnarssonar, sýna að þessi viðvörun var ekki ástæðulaus. — Öll orðræða Davíðs borgarstjóra um það, sem hann nefnir „vafasamir undirskriftalistar“ svo og annað andóf gegn byggingu ráðhúss á hinum fyrirhugaða stað borgar- ráðs einkennist af því óheflaða málfari, sem hann notar í riti og ræðu við andstæðinga sína og allir kannast við úr fjölmiðlum en á ekki við í ræðu borgarstjóra við jafn hátíðlega athöfn og þessi skóflu- stunga átti að vera samkvæmt sömu ræðu. í lok ræðu sinnar ákallar Davíð borgarstjóri þann guð er sólina skóp, og þá væntanlega einnig Reykjavíkurtjörn, til fulltingis við að spilla þessu guðs eigin sköpunar- verki. Þar nokkur að undrast þótt mér ógni öfugmælin eða mótsagnimar í ræðu borgarstjóra og áfellist þær? Ásgerður Jónsdóttir „Þannig talar borgar- stjórinn um lýðræðis- legt andóf Reykvíkinga gegn hinni frekustu ágengni við fegurð og lífríki náttúrunnar sem um getur í sögu Reykjavíkurborgar og þá viðleitni húseigenda og íbúa að verja eignir sínar og umhverfi fyrir yfirgangi borgarráðs.“ II Sennilega hefði hefði þessi fram- anskráði þáttur fyrnst í glatkistu minni ef ekki hefði birst í Morgun- blaðinu þ. 10 júní sl. grein eftir Bessí Jóhannsdóttur (hér eftir til- greind B.J.) um ráðhúsmál. Þessi grein er til þess ætluð að renna stoðum lýðhylli, ráðdeildar, stjórnvisku, tilfínninga og smekk- vísi undir fyrirhugað ráðhús í Reykjavíkurtjörn. Greinin er slíkt sambland stóryrðum, tilfinninga- semi og ýmiss konar fáfengilegum flotholtum, að hlýtur að vekja menn til athugasemda, a.m.k. mig. Ég gæti tekið undir við B.J. í einstökum atriðum: Félagsmálaráðherra hefur sýnt ámælisvert ístöðuleysi ekki síst nú á síðustu dögum. Bygging ráðhúss í Reykjavík er sjálfsögð framkvæmd — Bara ekki á þessum fyrirhugaða stað. B.J. lýsir einnig andstöðu við hann — vel sé henni fyrir þann drengskap — og virðist hafa leitað rækilega að öðrum byggingarstað. Sá staður er vandfundinn nú, svo ekki sé meira sagt. Borgarstjórnir Reykjavíkur, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ráðið yfír í marga ára- tugi, hafa aldrei sýnt lit á því að velja ráðhúsi Reykjavíkur verðugan stað (nema þá við Reykjavíkurtjöm) heldur selt öll bestu og heppileg- ustu hússtæði borgarinnar í hendur kaupsýslumönnum og verslunarríki þeirra svo og alls konar athafna- mönnum öðrum. — Mér verður eink- um hugsað til Kringlumýrarinnar, þar sem ég hefði fremur viljað sjá rísa ráðhús í stað óþarfra verslunar- halla. Glæsilegt ráðhús í grennd við glæsilegt borgarleikhús með nægu og fögru svigrúmi fyrir báðar bygg- ingarnar. Þessari hlið mála hafa borgarstjórnir Reykjavikur, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.