Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Hjónaminning: Sigþrúður Steindórs- dóttir Tuerlings og GeorgeP. Tuerlings Sigþrúður Steindórsdóttir Tuerl- ings andaðist í New York 10. júní 1987, 95 ára að aldri. Hún og George, maður hennar sálugi, voru vel þekkt og ástsæl meðal íslend- inga, sem búsettir voru í New York og einnig þeirra, sem þangað ferð- uðust, þeirra á meðal voru sjómenn er sigldu milli íslands og New York. Þrúða fæddist 30. apríl 1892 á Egilsstöðum í Ölfusi, dóttir Stein- dórs Steindórssonar, bónda og hreppstjóra þar, sem fæddur var í Stóru-Sandvík í Flóa 10. október 1853 og lést 18. febrúar 1933, og konu hans, Sigríðar Þorvarðardótt- ur, sem fædd var í Litlu-Sandvík 12. júlí 1867 og lést 27. febrúar 1895. Þrúða, sem var tæplega þriggja ára þegar móðir hennar lést, ólst upp hjá föður sínum. Enda þótt hún hafí ekki gengið í skóla í æsku, þá kenndi faðir hennar henni og það vel. Hún lærði að elska og dá t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR húsfreyja Byggðarhorni, Sandvíkurhreppi, Árnessýslu, lést 10. júlí í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Geir Gissurarson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY JÓNSDÓTTIR, áður Sólvallagötu 20, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 8. júlí. Gyða Eyjólfsdóttir, Svana Eyjólfsdóttir, Trausti Eyjólfsson, Erla Eyjólfsdóttir, Þórunn Stella Markúsdóttir, barnabörn og Georg Jónsson, Gisli Jóh. Sigurðsson, Gréta Finnbogadóttir, Guðlaug Marteinsdóttir, barnabarnabörn. t Útför ÁRNA JÓHANNS ÁRNASONAR, er lést 29. júní, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Magnea Árnadóttir. t Faðir okkar og stjúpfaðir, GESTUR PÁLSSON, Sólvöllum 8, Akureyri, lést 6. júlí sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. júlí kl. 13.30. Anna Lilja Gestsdóttir, Guðrún Gestsdóttir, Hjördfs Jónsdóttir. t GUÐRÚN TEITSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja i Bjarghúsum, andaðist á Hrafnistu 9. júlí sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 14. júli kl. 15.00. Björn Sigvaldason, Jóhanna Björnsdóttir, Jón Marz Ámundason, Þorvaldur Björnsson, Kolbrún S. Steingrímsdóttir, Hólmgeir Björnsson, Jóni'na Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, PÉTUR ÁRNASON, Byggðarenda 23, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Ragnheiður Erla Sveinbjörnsdóttir, Sveinbjörn Árni Pétursson, Asia Pétursson, Jakob Þór Pétursson, Edda Björnsdóttir, Viðar Pétursson, Lovfsa Árnadóttir, Lilja Pétursdóttir, Jakobi'na Jónsdóttir og barnabörn. íslenskar bókmenntir og tónlist og það veganesti entist henni alla ævi. Egilsstaðaheimilið þótti mikið menningarheimili. Þangað sóttu unglingarnir af næstu bæjum því húsráðendur löðuðu þá að með virð- ingarverðri framkomu sinni og skemmtu þeim með söng, samræð- um og svo að spila á spil. Þá voru þau ekki látin fara af bæ án þess að þiggja góðgerðir. Skyldi Þrúða ekki hafa sótt þangað gestrisni sína er hún sýndi ávallt er fólk bar að garði? Fjögur alsystkini átti Sigþrúður og einn hálfbróður, eru þau talin hér í aldursröð: 1. Steindór, f. 18. júní 1884, d. 27. ágúst 1936, ókv. Hann var alla tíð heimilismaður á Egilsstöðum. 2. Sigurður, bóndi á Hjalla í Ölfusi og organisti þar í 40 ár, f. 5. febrú- ar 1888, d. 16. júlí 1973, kvæntur Arndísi Jónsdóttir frá Hlíðarenda, f. 15. febrúar 1894. 3. Svanhildur, saumakona í Hveragerði, f. 20. jan- úar 1890, d. 4. mars 1961, ógift. 4. Þorvarður, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 24. október 1894, d. 15. nóvember 1954, kvæntur Dag- björtu Þorsteinsdóttur frá Ragn- heiðarstöðum í Flóa, f. 11. febrúar 1894, d. 28. október 1930. 5. Guð- mundur, bóndi á Egilsstöðum, f. 18. apríl 1906, d. 1. febrúar 1965, kvæntur Markúsínu Jónsdóttur frá Núpum, f. 19. mars 1900. Steindór átti Guðmund með bústýru sinni, Jónínu Guðmundsdóttur frá Mið- húsum í Flóa, f. 23. apríl 1874, d. 27. apríl 1963. Það var til þess tekið í Ölfusinu hvað þessi systkini öll voru einstak- lega minnug á hvað eina, hvort heldur voru ljóð, sagnir eða að rekja ættir fólks. Er Þrúða var 25 ára gömul ákvað hun að fara í skóla og læra hár- greiðslu. Henni var þá tjáð, að hún væri of gömul til slíks náms. Þessi synjun leiddi til þess að hún ákvað að leita út fyrir landsteinana. Hún ferðaðist fyrst til Noregs og bjó í Bergen í eitt ár, þaðan fór hún til Kanada og dvaldi þar um eins árs skeið áður en hún kom hingað til Bandaríkjanna. í New York vann hún fyrst við hússtörf, en gekk í kvöldskóla til að læra ensku. Síðar hóf hún hár- greiðslunám og vann síðan við hár- grejðslu árum saman. Árið 1933 giftist hún George Peter Tuerlings í New York. Hann var fæddur í Tilburg í Hollandi 2. september 1903. Sem ungur maður hafði hann hafið nám til þess að gerast trúboðsprestur. Hann hætti við þáu áform, fór til sjós og sigldi með Holland-America-skipafélag- inu milli Hollands og New York. Síðar settist hann að í New York og vann fyrst sem þjónn á einu af stórhótelum New York-borgar, en seinna í einkamötuneyti stórbanka þar. George starfaði mikið í ís- íensk-ameríska félaginu í New York og var ritari og gjaldkeri þess árum Ingunn H. Rasmus sen — Minning Fædd 6. nóvember 1906 Dáin 8. júlí 1988 Aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn andaðist Ingunn Halldóra Rasmus- sen, fædd Ingimundardóttir, í Frederiksberg-sjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn. Utför hennar fer fram í Kaupmannahöfn í dag, þriðjudag- inn 12. júlí 1988. Foreldrar Ingunnar, eða Ingu, eins og hún var oftast kölluð, voru hjónin Sigríður Þórðardóttir, ættuð úr Sléttuhreppi í Norður-Isafjarðar- sýslu, og Ingimundur Þórðarson frá Kletti í Gufudalssveit. Inga var þriðja barn þeirra hjóna en þau urðu sjö systkinin, sem náðu full- orðinsaldri. Inga ólst upp í föður- húsum og tók þátt í öllum almenn- um sveitastörfum þegar hún hafði aldur til, eins og venja var á þessum árum. Þegar Inga var 17 ára urðu mik- il umskipti í lífí hennar. Röð atvika leiddi til þess að á vordögum 1924 sigldi hún til Kaupmannahafnar og dvaldist hún um tíma hjá systur sinni Þorbjörgu, sem þá var þar búsett. Sumarið 1929 kom Inga aftur til íslands. Fór hún til ísafjarðar til móður sinnar. Var móðir hennar þá orðin ekkja og ætlaði Inga að hjálpa henni að flytjast búferlum til Reykjavíkur. Sama sumar kom danskur kvikmyndatökumaður, Leo Hansen, til ísafjarðar. Hann var að gera kvikmynd um land og þjóð. Réð hann Ingu í vinnu til sín sem túlk og leiðsögumann meðan á töku myndarinnar á Vestfjörðum stóð. Að þessum verkefnum loknum fór Inga aftur til Danmerkur. Árið 1930 giftist Inga sænskætt- uðum manni, Wilhelm Wihlén. Þau eignuðust einn son, Wemer, fæddur 30. september 1931. Wemer býr nú í Silkeborg á Jótlandi. Inga og Wilhelm skildu og árið 1950 giftist hún aftur, Willy Rasmussen, sem þá var orðinn ekkjumaður. Willy átti 2 börn frá fyrra hjónabandi og gekk Inga þeim í móðurstað. Willy lést árið 1979 og var hann öllum harmdauði sem til hans þekktu. Öllum sem þekktu Ingu þótti mikið til hennar koma. Hún var fríð sýnum og tíguleg í framkomu. Hún hafði ríkulega kímnigáfu og var hláturmild en þó aldrei meinleg í garð samferðamanna sinna. Inga og Willy voru mjög samlynd og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Heimili þeirra bar þessu fagurt vitni. Gestrisni þeirra hjóna var annáluð og þeir voru ófá- ir Islendingar, sem nutu hennar og þáðu ríkulegar veitingar. Inga bjó til ljúffengan mat og lagði á borð af slíku listfengi að unun var á að horfa. Var hún þekkt fyrir fallegan fatnað sem hún hafði sjálf hannað og saumað. Inga og Willy komu oft til ís- lands. Þau nutu þess að ferðast um landið með ættingjum og vinum. Ættingjar Ingu á Islandi áttu þess einnig kost að ferðast með þeim um Suður-Evrópu og var þá oft glatt á hjalla. Mikill harmur er kveð- inn við fráfall Ingu, móðursystur minnar, að börnum hennar, barna- börnum, systkinum og öllum sem til hennar þekktu. Ég og fjölskylda mín söknum vinar og velgjörðar- manns og sendum frændliði öllu saman. Þrúða og George eignuðust einn son, Steindór Peter, sem fæddist 19. mars 1936. Steidór kvæntist Patricia Ann Maher 1957 og eiga þau 1 son og 4 dætur. Steindór og kona hans búa í Levittown, Long Island í New York. Þrúða og George keyptu hús þar í nágrenninu 1972 og fluttust þangað. Heimili þeirra í Brooklyn hafði alltaf staðið opið fyrír Islendingum. í margra huga var það heimili þeirra í fjarlægð, staður þar sem hægt var að hitta landa, heyra íslenska tónlist úr miklu hljómplötu- safni Tuerlings-hjónanna, neyta íslenskt matar, sem Þrúða matbjó af kunnáttu og George framreiddi með glæsibrag. íslenskir ættingjar og vinir hennar á íslandi sendu hangikjöt, harðfisk og annan íslenskan mat og á móti sendu Tuerlings-hjónin allskonar ávexti og annað það sem þekktist lítt á íslandi í þá daga. Gestrisni þeirra átti sér engin takmörk. Byðu þau fólki í mat var ávallt sest að veislu- borði og var þar oft fjölmenni. í mörg ár var það venja þeirra. að taka á móti íslensku skipunum þegar þau komu til New York og þá var skipsmönnum venjulega boð- ið heim og knýttust þá vináttubönd er lengi héldust. George andaðist árið 1983 eftir löng veikindi. Þrúða bjó ein um tíma með kisum sínum, en hún var mik- ill kattavinur, og safni íslenskra bóka. En þegar sjón og heyrn fóru að gefa sig fékk hún konur till að búa hjá sér og annast um sig. Kall- ið kom fyrir ári síðan, 10. júní 1987 eins og áður sagði. Þrúða heimsótti ísland aðeins tvisvar eftir að hún fór alfarin burtu, en vart mun betri sendiherra íslands fyrirfinnast né manneskja jafn heilshugar íslensk og hún var. Við ættingjar og vinir þeirra hjóna hér í Bandaríkjunum, sem hittu Þrúðu og George á hátíðum eða við önnur tækifæri, erum þakk- lát fyrir að hafa verið svo lánsöm að þekkja þau og munum geyma minningu þeirra lífið á enda. Friður sé með þeim . New York, Vigdís Þor- björnsdóttir Janger og Gunnar Janger. okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ingimundur Gíslason Blómmtofa FriÖjinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opi&öllkvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.